Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Kvikmyndahátíðin í Cannesverður sett í dag í 61.skipti. Hér eru heima-
menn því greinilega orðnir öllu
vanir í móttöku og umönnun þús-
unda blaðamanna, ljósmyndara
og kvikmyndastjarna. Strax á
flugvellinum í Nice blöstu við
kunnugleg fés kollega víðsvegar
að úr heiminum og þegar til
Cannes var komið var allt við það
sama og fyrir ári.
Þegar komið var á strandlengj-una í gær var greinilega ver-
ið að leggja lokahönd á undirbún-
ing fyrir daginn í dag. Verið var
að hefta rauða dregilinn á sinn
stað, koma fyrir auglýsinga-
spjöldum og einnig sá ég unga
konu bera helst til mörg kokteil-
glös, með rörum og öllu tilheyr-
andi, inn á einn barinn við
ströndina. Það er greinilega allt
að smella saman. Nokkrir þaul-
sætnir aðdáendur voru búnir að
koma sér fyrir við dregilinn með
nesti og nýja skó … eða allavega
nesti.
Í sólskininu við ströndina brámanni svo heldur betur í brún
við að líta sama fullklædda í ein-
kennisklæðnaði sitjandi á hrein-
dýrafeldum inni í tjaldi við eitt
hótelanna. Þarna voru þá á ferð-
inni sérlegir fulltrúar norskrar
kvikmyndagerðar og tjaldið stað-
setning fyrir frekari kynningar á
því sem fram fer í þeim geira í
Noregi.
Tvímenningarnir voru heldur
þreytulegir, enda nýbúnir að
tjalda þessu feiknarstóra tjaldi
sem þeir eyddu 72 klukkutímum í
að keyra frá Norður-Noregi hing-
að suður eftir.
Í dag hefst svo hátíðin meðfrumsýningu myndarinnar
Blindness eftir leikstjórann Fern-
ando Meirelles (The Constant
Gardener). Þá fá blaðamenn að
hitta dómnefndina í fyrsta sinn
en henni stýrir að þessu sinni
Sean Penn. Að vanda verður
fjöldi spennandi mynda frum-
sýndur á hátíðinni og leikstjórar
á borð við Woody Allen og Clint
Eastwood sýna nýjustu afurðir
sínar. Einnig er að finna á dag-
skránni myndir um æviferil eins
ólíkra manna og Che Guevara og
Mike Tyson auk teiknimyndar um
Kung Fu-iðkandi pöndu.
Fjórða myndin um þekktastafornleifafræðing heims,
Indiana Jones, verður svo frum-
sýnd hér um helgina. Það er
spurning hvort Harrison Ford
mæti með hattinn og svipuna
meðferðis á rauða dregilinn.
Samar í sólskininu
» Í sólskininu viðströndina brá manni
svo heldur betur í brún
við að líta sama full-
klædda í einkennis-
klæðnaði sitjandi á
hreindýrafeldum inni
í tjaldi við eitt hótel-
anna.
Ljósmynd/Halldór Kolbeins
Langferð Samarnir voru 72 tíma að keyra frá Noregi til Cannes. birta@mbl.is
FRÁ CANNES
Birta Björnsdóttir