Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR nokkrum dögum gagn- rýndi ég aðkomu fagráðs Þjóðkirkj- unnar um meðferð kynferðisbrota að máli sóknarprestsins á Selfossi vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot gegn tveimur (seinna þrem- ur) stúlkum. Í fréttum kom fram að fulltrúi fagráðsins hefði farið á Selfoss „til að kanna málið“. Benti ég á nokkur atriði í þessu sambandi. Í fyrsta lagi væri tilkynning- arskylda til barna- verndarnefnda skilyrð- islaus og því hefði átt að tilkynna málið án tafar. Könnun sem fæli í sér viðtöl full- trúa fagráðsins við ætlaða þolendur væri þeim íþyngjandi og rýrði gildi framburðar þeirra fyrir dómi ef ákært yrði í málinu. Þá væri aðkoma fagráðs- ins að málinu til þess fallin að tefja fram- gang þess. Síðast en ekki síst væri íhlutun fagráðs á vegum Þjóð- kirkjunnar í málefni eigin starfsmanna óheppileg. Formaður fagráðsins, sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, og herra Karl Sigurbjörnsson hafa báðir svarað at- hugasemdum mínum um íhlutun fagráðsins í fjölmiðlum og hafnað því að hún hafi skaðað málið. Ekki hafi verið rætt við ætlaða þolendur held- ur forráðamenn þeirra. Fagráðið sé valkostur og þeim sem beri upp um- kvartanir sem varða börn sé bent á að tilkynna grun sinn til barna- verndarnefndar. Það er gott að ekki var rætt við ætlaða þolendur. Aðkoma talsmanns fagráðsins að málum af þessu tagi, áður en þau hafa borist réttum yfir- völdum, er eftir sem áður óheppileg af eftirtöldum ástæð- um: 1. Ætla má að sá sem leitar til fagráðs Þjóð- kirkjunnar um kyn- ferðisbrot telji málið komið í hendur réttra yfirvalda. Líti fagráðið svo á, að leiðbeiningar til þess sem til þess leitar um að tilkynna sjálfur leysi ráðið und- an eigin tilkynn- ingaskyldu, getur það leitt til þess að mál tefj- ist eða rati jafnvel ekki rétta leið. Komið hefur á daginn að tíu dagar liðu frá því að umrætt mál barst fagráðinu þar til það var tilkynnt barnaverndarnefnd. Slík töf getur skaðað mál af þessu tagi. Al- varleiki grunsemda um kynferðisbrot liggur ekki fyrir, fyrr en þau hafa verið könnuð af þar til bærum yfirvöld- um. Því verður að til- kynna þau til barna- verndarnefnda án tafar. Í sumum tilvikum þarf að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja frekari brot gegn þeim börnum sem tilkynnt hefur verið um eða gegn öðrum börnum. Hver dagur getur skipt máli. 2. Kirkjuráð fer með fram- kvæmdavald í málefnum Þjóðkirkj- unnar. Forseti kirkjuráðs er biskup Íslands. Í þeim málaflokki sem hér um ræðir útnefnir kirkjuráð fagráð sem aftur tilnefnir talsmann. Á heimasíðu Biskupsstofu er hlutverki talsmanns lýst svo: „Talsmaður er sérstaklega tilnefndur aðili sem veit- ir meintum þolanda áheyrn, metur efni umkvörtunar um kynferðisbrot í samráði við meintan þolanda og veitir faglega ráðgjöf um máls- meðferð, í samráði við fagráð“. Það má öllum vera ljóst að fulltrúi fag- ráðs Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota á ekki að kanna mál eða meta efni umkvartana sem varða starfsmenn Þjóðkirkjunnar. Það á barnaverndarnefnd að gera þegar barn á í hlut. Þá er mat af hálfu fulltrúa fagráðs Þjóðkirkj- unnar af augljósum ástæðum óheppilegt, ekki bara í málum barna, heldur í öllum málum er varða ætl- aðar ávirðingar starfsmanna þeirrar sömu stofnunar. Það er ótrúverðug málsmeðferð og slæm stjórnsýsla, hvort sem hún er valfrjáls eður ei. Í tilkynningu frá sr. Gunnari Rúnari Matthíassyni segir að kirkj- an hafi með starfsreglum sínum nr. 739/1998 „tekið einarða afstöðu til líða ekki kynferðisbrot innan sinna veggja. Þær starfsreglur eru ekki til aðfinnslu heldur miklu heldur til eft- irbreytni öðrum sem vilja taka af festu á kynferðisbrotum“. Ekki efast ég um að kirkjunni gangi gott eitt til með starfsreglum sínum. Í málum sem þessum er þó ekki nóg að taka viljann fyrir verkið. Því hvet ég Þjóðkirkjuna til að líta ekki á um- fjöllun um málið sem aðfinnslur, heldur fremur sem ábendingar sem vert er að taka til skoðunar. Til áréttingar Vigdís Erlendsdóttir skrifar um aðkomu fagráðs Þjóðkirkj- unnar að meðferð kynferð- isbrota Vigdís Erlendsdóttir »Ég hvet Þjóðkirkj- una til að líta ekki á umfjöllun um málið sem aðfinnslur, held- ur sem ábend- ingar sem vert er að taka til skoðunar. Höfundur er sálfræðingur og fyrrum forstöðumaður Barnahúss. ÖLLUM sem hafa fylgst eitthvað með knattspyrnu undanfarna ára- tugi eru ljós endurtekin vonbrigði Englendinga með frammistöðu sinna manna á stór- mótum. Nú hefur enska knattsyrnu- sambandið (FA) sett stefnuna á að gera bet- ur, ekki aðeins með skammtíma aðgerðum, heldur með mótun heildstæðrar lang- tímastefnu. Þessi stefnumótun kemur bæði í kjölfar þess og samhliða því að Fabio Capello var ráðinn þjálfari (fram- kvæmdastjóri) enska landsliðsins í vetur. Þó svo að stefnan verði sem fyrr að vinna leiki og helst titla á alþjóð- legum mótum, hafa langtímamarkmið ver- ið sett. Þessi markmið ná ekki eingöngu til núverandi landsliðs, heldur knatt- spyrnuhreyfing- arinnar í heild sinni. Ákveðið hefur verið að auka fræðslustarfsemi sambandsins, sporna við úr brottfalli úr íþróttinni, bæta ímynd hennar og auka hlutdeild kvenna svo dæmi séu tekin. Þá er lögð áhersla á þjóð- félagslegt mikilvægi íþróttarinnar og ábyrgð sem því fylgir. Mik- ilvægur þáttur í enduruppbyggingu á ímynd íþróttarinnar í Englandi, verður að sækja um HM í knatt- spyrnu árið 2018. Ein af lykilákvörðunum í stefnu- mótun FA var að ákveða stofnun miðstöðvar fyrir knattspyrnu- íþróttina í Byrkley Lodge, sem er staðsett milli Birmingham og Derby. Í þessari miðstöð munu verða æfing- ar ýmissa liða og hópa, þarna verða gerðar rannsóknir á ýmsum sviðum, fræðsla fyrir leikmenn, þjálfara, dómara og aðra starfsmenn hreyf- ingarinnar. Niðurstaða forystu- manna FA er að það dugi einfaldlega ekki lengur að spila bara fleiri leiki en aðrar þjóðir. Mikið er af knatt- spyrnuvöllum í Englandi og ekki skortir aðstöðuna. Það þarf hins veg- ar að auka metnað, efla fræðslu, rannsóknir og þekkingu innan hreyf- ingarinnar að mati forystu hennar. Óhætt er að búast við aðgerðum, þegar FA setur málin í gang, enda nema árlegar tekjur sambandsins rúmum 200 milljónum punda, eða um 30 milljörðum íslenskra króna. En þessi ákvörðun FA er bara dæmi um það sem er að gerast á nágranna- löndum okkar á þessu sviði. Umfang íslensku íþróttahreyfing- arinnar er e.t.v. ekki eins mikið og FA, en ekki vantar mikið upp á að metnaðurinn sé sambærilegur. Skv. rannsóknum Þórdísar Gísladóttur var fjárhagslegt umfang hreyfing- arinnar um 7 milljarðar króna, sem má segja að sé varlega áætlað. Áætl- að verðmæti sjálfboðaliðavinna, er skv. sömu rannsókn aðrir 7 millj- arðar. Með öðrum orðum er umfang íþróttahreyfingarinnar um 14 millj- arðar sem nemur 3% af innlendri samneyslu. Umfangið er það mikið að nauðsynlegt er að efla og bæta stjórnun á sviði íþrótta í landinu, enda umfangsmiklar kröfur gerðar til reksturs íþrótta- félaga t.d. af ríkisskatt- stjóra. Aðstaðan til iðkunnar og æfinga íþrótta hefur, hér á landi mikið farið batnandi undanfarin ár. Bæði ríki og mörg sveit- arfélög hafa gengið rausnarlega fram í þeim efnum og bætt verulega við framlög sín til þess- ara málaflokka á und- anförum árum. Hins vegar virðist engin heildstæð stefna vera til um uppbyggingu íþróttamannvirkja í landinu og því ráða staðbundnar þarfir ferðinni hverju sinni. Til eru ágætar upplýs- ingar um þau íþrótta- mannvirki sem sem til eru, fjölda iðkenda, íbúafjölda, íbúa- samsetningu o.fl., en þessar upplýsingar virðast ekki nýttar sem tæki til ákvörðunar. Í nýlegri umfjöllun Morgunblaðsins er vakin athygli á ákveðinni uppsveiflu í körfuboltanum hér á landi, að því er virðist, á kostnað handboltans. Bent er á ákveðnar líkur fyrir þessari þró- un, en engar haldbærar skýringar skýra þessa þróun enda hafa hvorki KKÍ né HSÍ mikil tök á því að rann- saka þessa þróun og enn síður að bregðast við með markvissum hætti. Ef við ætlum að vera samkeppn- isfær í framtíðinni í íþróttum hér á landi þurfum við að móta okkur stefnu í uppbyggingu íþróttamann- virkja, mótun fræðslu fyrir íþrótta- fólk, þjálfara og aðra starfsmenn hreyfingarinnar. Þetta eru aðrar þjóðir að gera sbr. ákvarðanir FA. Þessa stefnu þarf að móta í sam- vinnu við íþróttahreyfinguna. Eins þurfum við að efla rannsóknir á sviði íþrótta og efla þannig menntun og þekkingu þjálfara, sem aftur leiðir til betri árangurs. Nágrannaþjóðir okkar og fleiri eru að gera stórátak í uppbyggingu þekkingar á sviði íþrótta, rétt eins og á öðrum sviðum samfélagsins. Ef við ætlum að vera samkeppnisfær og hafa skoðun á því hvernig íþróttir þróast í framtíðinni er nauðsynlegt að efla bæði fræðslu og rannsóknir. Í skýrslu nefndar menntamálaráð- herra, sem út kom árið 2006, og ber heitið „Íþróttavæðum Ísland“ er tek- ið á þessum atriðum og bent á sam- félagslegan sem og annan ávinning af markvissara íþróttastarfi í land- inu. Þetta er tækifæri fyrir háskóla og íþróttahreyfinguna að vinna að með fulltingi ríkis og sveitarfélaga í landinu og bæta umhverfi íþrótta í landinu. Bætum umhverfi íþrótta Jónas Egilsson skrifar um uppbyggingu íþróttamann- virkja og fræðslu Jónas Egilsson »Ef við ætlum að vera sam- keppnisfær í íþróttum, þurf- um við heild- stæða stefnu í uppbyggingu mannvirkja og fræðslumálum Höfundur er áhugamaður um íþróttir og fyrrv. form. FRÍ. NÝLEGT frumvarp land- og sjáv- arútvegsráðherra um upptöku á mat- vælalöggjöf Evrópusambandsins (ESB) er allrar athygli vert. Það kem- ur í sjálfu sér ekki á óvart að rík- isstjórnin skuli setja af stað vinnu við endurskoðun á mat- vælalöggjöf í landinu. Án efa má margt færa til betri vegar og Ísland hefur þegar tekið upp mikið af lögum og reglum Evrópusam- bandsins. Það sem kemur hins vegar á óvart er að frumvarpið vekur margar áleitnar spurningar sem látið er ósvarað af stjórnvöld- um sem og öðrum hags- munaaðilum eins og til dæmis Neytenda- samtökunum. Þetta vekur enn meiri furðu þar sem upp- taka matvælalöggjafar ESB mun eiga sér stað á mjög skömmum tíma og hafa í för með sér grundvallarbreyt- ingar á þeim forsendum sem landbún- aður í landinu byggir á í dag. Nefna má sérstaklega tvö meginatriði. Í fyrsta lagi er ekki er hægt að að- skilja íslenska landbúnaðarfram- leiðslu frá byggðaþróun. Stjórnvöld hafa um langt skeið stundað óbeina byggðastefnu í gegnum landbún- aðarkerfið. Miklum fjármunum er veitt inn í hefðbundinn landbúnað í og með til að efla byggð á dreifbýlum svæðum landsins; í og með til að nið- urgreiða landbúnaðarafurðir til neyt- enda. Þetta hefur skapað hefð- bundnum landbúnaði mjög fastmótað en jafnframt viðkvæmt umhverfi sem fótunum er nú, að því að virðist, kippt undan. Það er fyrirséð að frjáls inn- flutningur landbúnaðarafurða mun kreppa að innlendum framleiðendum sem og matvælaiðnaðinum sem eru þegar aðkrepptir vegna hárra vaxta og almennra kostnaðarhækkana. Þetta mun sérstaklega koma hart niður á ákveðnum svæðum á landinu eins og Norð-vesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi þar sem stór hluti íbúa byggir afkomu sína á mat- vælaframleiðslu. Annað dæmi um sér- stöðu landbún- aðarframleiðslu hér á landi er hreinleiki henn- ar. Nú er það auðvitað svo að matvæli í útlönd- um eru ekki ónýt, því heldur enginn fram. Það er hins vegar stað- reynd að Ísland er laust við marga þá búfjár- sjúkdóma sem eru land- lægir í Evrópu og það eru verðmæti í sjálfu sér. Sýkingarhætta al- mennings af neyslu matvæla er að sama skapi minni hér á landi en erlendis. Við getum t.d. leyft okkur að nota hrá egg í matreiðslu án þess að hafa miklar áhyggjur af salm- onellusmiti – eitthvað sem til að mynda er ekki hægt í Danmörku. Fyrirhuguð lög banna að tekið sé sýni af innfluttum matvælum fyrr en fyrir liggur rökstuddur grunur um sýkingarhættu, þ.e. þegar einhver er orðinn veikur eða þegar sjúkdómur er kominn upp í búfé. Áralangri stefnu í búfjárveikivörnum og neyt- endavernd er því varpað fyrir róða. Þessu tengt má nefna um margt ólík viðmið um aðbúnað dýra og dýra- velferð hér á landi og í löndum Evr- ópu. Það er staðreynd að í verk- smiðjuvæddum landbúnaði Evrópu er oftar en ekki níðst á dýrum, fólki og umhverfi, hvað sem reglugerðum ESB líður. Þetta hefur fengið marga neytendur til að velja frekar vistvæna og lífræna framleiðslu því að auðvitað snúast neytendamál um fleira heldur en krónur og aura þó að það kunni að hljóma framandi í íslensku samhengi. Af framansögðu vakna spurningar eins og:  Ætlar ríkisstjórnin að grípa til ein- hverra mótvægisaðgerða vegna ætlaðs samdráttar í landbún- aðarframleiðslu?  Hefur verið framkvæmt mat á samfélagslegum áhrifum af upp- töku löggjafarinnar eða er ætlunin að framkvæma slíkt mat?  Hvaða áhætta fylgir kúvendingu á búfjárveikivörnum landsins?  Hvaða áhrif hafa ætluð lög á um- hverfi neytenda?  Skiptir máli að almenningur hafi tryggan aðgang að staðbundinni landbúnaðarframleiðslu? Allt eru þetta pólitískar spurningar og það er rétt að undirstrika að þeim er ekki ætlað að mála skrattann á vegginn heldur aðeins að velta upp atriðum sem skipta fólk máli. Vel get- ur verið að upptaka matvælalög- gjafar ESB sé skynsamlegt skref og nauðsynlegt, sé til lengri tíma litið. En kúvending á stefnu í landbún- aðar- og neytendamálum án nokk- urrar umræðu um hugsanlegar af- leiðingar fyrir framleiðendur og neytendur og aðgerðir til að takast á við þær getur ekki talist skynsamleg. Evrópskur landbúnaður á Íslandi? Gunnar Þór Jóhannesson skrifar um íslenska landbúnaðarstefnu » Fyrirhuguð upptaka matvælalöggjafar ESB á Íslandi vekur upp margar spurn- ingar... Gunnar Þór Jóhannesson Höfundur er mann- og landfræð- ingur. Sími 551 3010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.