Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 17
AKUREYRI
Sauðárkrókur | Hafin er bygging á
nýju pósthúsi Íslandspósts á Sauð-
árkróki. Kristján L. Möller sam-
gönguráðherra tók fyrstu skóflu-
stunguna að viðstöddu starfsfólki
Íslandspósts úr Reykjavík og á
Sauðárkróki. Pósthúsið mun rísa á
Ártorgi 6.
Eftir athöfnina var öllum við-
stöddum boðið að þiggja veitingar á
veitingastaðnum Mælifelli þar sem
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri
Íslandspósts, kynnti nýja pósthúsið
sem og áframhaldandi uppbyggingu
fyrirtækisins um allt land á næstu
misserum. Stór hluti af framtíðar-
áformum Íslandspósts er uppbygg-
ing og endurbætur á pósthúsum á
höfuðborgarsvæði og á landsbyggð-
inni. Árið 2007 risu þrjú ný pósthús,
á Húsavík, Reyðarfirði og í Stykk-
ishólmi og nú 16. maí mun opna nýtt
pósthús á Akranesi.
Á næstu misserum munu fleiri ný
pósthús verða byggð á landsbyggð-
inni og er þessum framkvæmdum
ætlað að auka þjónustu við bæði
landsbyggðina og höfuðborgarsvæð-
ið í senn. Auk nýrra bygginga mun
Íslandspóstur ráðast í gagngerar
endurbætur á pósthúsum á fjórum
stöðum til viðbótar, á Patreksfirði,
Blönduósi, Egilsstöðum og í Reykja-
nesbæ.
Bygging pósthúsanna og fyrirhug-
aðar endurbætur eru liðir í þeirri
ákvörðun stjórnar Íslandspósts að
byggja upp starfsemi og þjónustu fé-
lagsins á landsbyggðinni svo tryggja
megi vöxt og þróun fyrirtækisins til
framtíðar, segir í fréttatilkynningu
frá Íslandspósti.
Ný hús munu í senn bæta aðstöðu
og aðgengi viðskiptavina Íslands-
pósts, auk þess sem aðbúnaður og
aðstaða starfsmanna fyrirtækisins
mun batna verulega. Núverandi
húsakynni Íslandspósts voru flest
byggð í samræmi við sameiginlegar
þarfir Pósts & Síma en breytt
rekstrarskilyrði gera kröfur um ann-
ars konar aðstöðu en áður var og
miða fyrirhugaðar framkvæmdir við
að bæta hana verulega, bæði fyrir
viðskiptavini og starfsfólk.
Þjónustan efld
Íslandspóstur hefur skilgreint 16
kjarnasvæði á landinu þar sem póst-
hús þjónusta viðskiptavini á hverju
svæði fyrir sig. Á þessum svæðum
munu pósthúsin sjá um útkeyrslu
sendinga til einstaklinga og fyrir-
tækja, þar mun fara fram flokkun og
vinnsla sendinga og aðstaða verður
þar fyrir bréfbera og landpósta. Þá
verður þar móttaka og afhending
sendinga sem og önnur þjónusta. Á
þessum svæðum verða ein eða fleiri
póstafgreiðslur.
Íslandspóstur byggir nýtt
pósthús á Sauðárkróki
Skóflustunga Kristján L. Möller samgönguráðherra hóf framkvæmdir með
því að taka fyrstu skóflustunguna að nýju pósthúsi á Sauðárkróki. Ingi-
mundur Sigurpálsson forstjóri fagnar áfanganum.
Eftir Birki Fanndal Haraldsson
Mývatnssveit | Það styttist í að
Fuglasafn Sigurgeirs í Neslönd-
um verði opnað. Þessar vikurnar
er unnið af kappi við frágang inn-
anhúss, sömuleiðis er verið að
smíða sýningarskápa og vinna við
uppsetningu sýningar er hafin.
Það er ekki síst fyrir myndar-
legan styrk sem safnið fékk frá
„Velgerðarsjóðnum Áróru“ að nú
sjá menn fram á að safnið verði
væntanlega opnað í júlíbyrjun.
Þegar fréttaritari brá sér á
staðinn um helgina voru starfs-
menn Ræktunarsambands Flóa og
Skeiða að bora eftir köldu vatni
skammt frá safninu. Pétur Bjarni
Gíslason framkvæmdastjóri sagði
að til þess að þessi áform næðu
fram að ganga í sumar þyrfti öfl-
ugt átak bæði í fjáröflun og
vinnu.
Morgunblaðið/BFH
Fuglasafn Unnið við byggingu Fuglasafns Sigurgeirs. Það var alhvít jörð
við Mývatn og ísinn er enn á vatninu. Í fjarska sér til Bláfjalls.
Opnað í sumar
Unnið að frágangi húss Fuglasafns
Sigurgeirs í Neslöndum í Mývatnssveit
LANDIÐ
LANDEIGENDUR við neðanverða
Þjórsá hafa sent frá sér eftirfarandi
yfirlýsingu:
„Landeigendur við neðanverða
Þjórsá fagna framkominni yfirlýsingu
umhverfisráðherra á Alþingi þess
efnis að hún muni ekki beita eignar-
námi til þess að tryggja Landsvirkjun
nauðsynleg lands- og vatnsréttindi.
Í ljósi þess að landeigendur við
Þjórsá ætla sér ekki að semja við
Landsvirkjun um lands- og vatnsrétt-
indi sín, skora þeir á ríkisstjórn Ís-
lands að gefa Landsvirkjun þegar í
stað fyrirskipun um að hætta vinnu
við undirbúning virkjana í Þjórsá
enda verða þær ekki byggðar nema
að undangengnu eignarnámi.“
Áskorun til
Landsvirkjunar
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
HARALDUR Helgason á Akureyri
hóf störf í Kjötbúð KEA árið 1933
og hefur verið sölumaður síðan, í 75
ár. Hann er enn að og gefur lítið eft-
ir. „Ég var að selja fyrir tíu mín-
útum,“ sagði gamla kempan og fékk
sér í nefið, þegar Morgunblaðið sótti
hann heim í gærdag. Hann fer á fæt-
ur klukkan átta að morgni, fær sér
te og brauð og hringir svo í við-
skiptavinina heiman að frá sér. Þeg-
ar allar pantanir eru klárar keyrir
hann svo með pantanaeyðublöðin út
í Kjarnafæði, en hann hefur selt fyr-
ir það fyrirtæki í nokkur ár.
Segja má að Halli Helga, eins og
hann er alltaf kallaður, sé ekki mik-
ið fyrir að breyta til; í dag eru ná-
kvæmlega 60 ár síðan hann flutti
inn í húsið númer 2 við Goðabyggð,
hann var formaður Íþróttafélagsins
Þórs í 20 ár og hann hefur verið
krati frá unglingsárum. Þá má geta
þess að hann hefur átt Volvo frá því
árið 1961. „Ég held þetta sé 15.
Volvoinn sem ég er á núna,“ sagði
hann í gær.
Halli var 12 ára þegar hann réð
sig til Jóhanns Kröyers í Kjötbúð
KEA við Kaupvangsstræti. Byrjaði
sem sendill en fór fljótlega að sinna
ýmsu fleiru. „Við lærðum til dæmis
að slátra svínum,“ segir hann. Lík-
lega ekki hefðbundið sendilsstarf!
Kjötbúðin var til húsa þar sem nú er
verslun Friðriks V neðarlega í
Listagilinu en sláturhús KEA var of-
ar við sömu götu.
„Ég var reyndar einn vetur í
skóla eftir að ég byrjaði í kjötbúð-
inni, því ég var ekki búinn að taka
fullnaðarprófið. En ég fór alla laug-
ardaga um veturinn niður í kjötbúð
til að hjálpa þeim.“
Halli var í 26 ár í versluninni hjá
KEA og var síðan kaupfélagsstjóri í
Kaupfélagi verkamanna í 20 ár; tók
við 1960 og gegndi embættinu til
1980 þegar KEA yfirtók þann
rekstur. Þessi sömu 20 ár var hann
formaður í Þór og eiginkona hans
heitin, Áslaug Einarsdóttir – alltaf
kölluð Ninna, sagðist stundum hafa
búið með Þór í öll þessi ár, því fé-
lagið hafði lengi aðstöðu í kjallar-
anum í Goðabyggðinni og mikið af
frítímanum fór í starf fyrir félagið.
Haraldur er heiðursformaður í Þór
og Ninna var gerð að heiðursfélaga
á 90 ára afmæli félagsins árið 2005,
en hún lést ári síðar.
Kaupfélag verkamanna var í
tveimur húsum við Strandgötu;
vefnaðarvörudeildin var í númer 7,
þar sem nú er Kaffi Akureyri, og
matvörudeildin var í húsinu númer
9. Kaupfélagið var stofnað um þar
síðustu aldamót af Verkalýðsfélagi
Akureyrar, sem þá var kratafélag
eins og Halli orðar það. Hann er
fæddur í Kræklingahlíðinni en
fluttist með fjölskyldunni til Akur-
eyrar 10 ára gamall. Pabbi hans
gekk þá í Alþýðuflokksfélag bæjar-
ins og sjálfur varð hann meðlimur
14 eða 15 ára.
Eftir að Haraldur hætti hjá
Kaupfélagi verkamanna var hann
sölumaður hjá kaupfélaginu á Sval-
barðseyri í ein fimm ár. Eftir það
hefur hann lengstum selt fyrir
Kjarnafæði en einnig fisk fyrir
Samherja. Og fyrst eftir að hann
hætti á Svalbarðseyri seldi Halli
reyndar fyrir sláturhús KEA.
„Þórarinn í sláturhúsinu var í
vandræðum vegna þess að hann
átti svo mikið af óseldu nautakjöti,
sem hann bað mig að selja, sem ég
og gerði. Ég var svo andsk …
heppinn að vera í sambandi við Ísal
þar sem var gamall vinur minn,
Magnús Snorrason frá Akureyri,
og hann verslaði við mig allt þar til
ég kláraði þetta fyrir Þórarin. Síð-
an seldi ég honum mikið frá
Kjarnafæði eftir að ég kom þang-
að.“
Halli hefur marga fjöruna sopið í
sölumennskunni. En hver skyldi
galdurinn við góðan sölumann
vera? Hann svarar því:
„Það er bara að segja mönnum
satt og rétt frá – og gefa þeim góð
ráð, til dæmis um meðferð á kjöti.
Ég lærði margt af dönskum manni
sem vann í Kjötbúð KEA á sínum
tíma og hef getað ráðlagt mörgum
vegna þess í gegnum tíðina.“
Og hann segist alltaf hafa jafn-
gaman af starfinu. „Já, það held ég
nú. Ég væri ekki að þessu ef ég
hefði ekki gaman af því. Á ég að
segja þér eitt? Ég væri ekki orðinn
svona gamall ef ég hefði ekkert að
gera.“
Á skrifborðinu hjá Halla er sími,
blað og penni. En hann sagist aldr-
ei hafa átt tölvu. „Ég hef ekki einu
sinni samlagningarvél á borðinu
því þegar þessi bilar, þá hætti ég,“
segir hann og bendir á höfuð sitt.
Og jánkar því þegar spurt er
hvort hann hafi alltaf verið góður í
reikningi. „Það var mitt besta fag í
skóla. Ég fékk alltaf 9,5 eða 10.“
Sölumaður í 75 ár – og er enn að
Halli Helga er 87 ára, hefur verið krati
frá unglingsaldri, búið í sama húsi í 60
ár og aðeins ekið á Volvo frá því 1961
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sölumaður „Ég var reyndar einn vetur í skóla eftir að ég byrjaði í kjötbúð-
inni, því ég var ekki búinn að taka fullnaðarprófið,“ segir Halli Helga.