Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ELSKA MIG ALLIR ÞAÐ HEFUR EINHVER GLEYMT AÐ LÁTA HANN VITA ÉG ER ÞREYTTUR Á LÍFINU ALLIR DAGAR ERU EINS ÉG ÞARF AÐ BREYTA TIL KAL- VIN! BÍDDU AÐEINS RÓSA... SÍMINN ER AÐ HRINGJA ÉG VONA AÐ ÞETTA SÉU FORELDRAR ÞÍNIR! ÉG VONA AÐ ÞAU BIÐJI UM AÐ FÁ AÐ TALA VIÐ MIG! ÞÁ FÆRÐU SKO AÐ HEYRA ÞAÐ! ÞETTA ER KÆRASTINN ÞINN, HANN KALLI! Á ÉG AÐ SEGJA HONUM AÐ ÞÚ SÉRT VANT VIÐ LÁTIN? NEI! LEYFÐU MÉR AÐ TALA VIÐ HANN! HEYRÐU, FÉLAGI... ÉG ER VISS UM AÐ ÞÚ GETUR GERT BETUR Í KÆRUSTU- MÁLUNUM OKKUR VANTAR BORÐ FYRIR ÞRETTÁN MANNS ÞVÍ MIÐUR HERRA MINN. VIÐ HÖFUM ENGIN BORÐ FYRIR ÞRETTÁN. ÞAÐ ER ÓHAPPATALA ALLT Í LAGI! ÉG ÆTLA AÐ FÁ BORÐ FYRIR FJÓRTÁN... OG ÞESSI ÆTLAR AÐ SITJA MEÐ OKKUR KÖTTURINN ER UPPTEKINN EINS OG ER... HANN ER AÐ HORFA Á SÁPURNAR SÍNAR ADDA, ÉG VEIT HVERNIG VIÐ GETUM EINFALDAÐ JÓLAGJAFA- INNKAUPIN Í ÁR NÚ? HVERNIG? Í STAÐINN FYRIR AÐ KAUPA GJAFIR ÞÁ BÚUM VIÐ TIL EITTHVAÐ SEM ALLIR HAFA ÁNÆGJU AF EINS OG POKA MEÐ ILMJURTUM? NEI, HEIMA- TILBÚINN BJÓR EF KÓNGULÓARMAÐURINN ÆTLAR AÐ BERJAST VIÐ DR. OCTOPUS ÞÁ ER ÞAÐ FRÉTT ALDARINNAR... EN VIÐ ERUM OF LANGT Í BURTU TIL AÐ SJÁ ÞAÐ! ÞÁ ÞURFUM VIÐ BARA AÐ KOMAST NÆR EF KÓNGULÓIN KEMUR EKKI BRÁÐLEGA... ÞÁ ERUÐ ÞIÐ HJÓNIN ÚR SÖGUNNI! dagbók|velvakandi Áreiti auglýsinga ÉG er fastur áskrifandi að Morg- unblaðinu og hef verið það svo lengi sem ég man eftir mér. Nú hafa verið teknir upp nýir siðir hjá blaðinu sem ég er ekki ánægð með. Þegar ég fæ blaðið í hendurnar þá detta úr því auglýsingabæklingar frá fyr- irtækjum, þrýstihópum og fleirum sem þurfa að auglýsa sig. Auglýs- ingaflóðið gengur fram af fólki. Svo þarf fólk að fara með allan pappírinn út og setja það í sérstaka gáma nán- ast á hverjum degi þar sem pósthólf í fjölbýlishúsum taka ekki við þessu flóði. Hvaða rétt hefur blað sem ég er áskrifandi að til að senda mér óumbeðið auglýsingabæklinga? Er verið að neyða mig til að segja upp fastri áskrift að blaðinu. G.J. Slæða fannst MILLENIUM 2000 silkislæða fannst á Grensásveginum þriðjudag- inn 13. maí. Eigandinn getur vitjað hennar í síma 694-7899. Hvar eru mörkin? Í LJÓSI þess að verið er að kæra karlmenn, jafnvel unga drengi, fyrir „kynferðislegt áreiti“ langar mig að segja lesendum frá ömurlegri sögu sem ég heyrði nýlega. Þannig var að nokkrar menntaskólastúlkur tóku sig til og kærðu kennarann sinn því þeim fannst hann leiðinlegur. Þær ákváðu að losa sig við hann með því að bera á hann sakir um kynferð- islega áreitni. Ekki veit ég hvort þær höfðu erindi sem erfiði en ég bið lesendur að hugsa um þetta og at- huga að það sem hét í mínu ung- dæmi (ég er á fertugsaldri) að strák- ur væri að „ reyna við“ stelpu heitir núna kynferðislegt áreiti. Viljum við hafa þetta svona? Móðir Stytta Jóns Sigurðssonar MIG langar að taka undir með grein sem birtist 11. maí sl. í Velvakanda og varðaði styttu Jóns Sigurðssonar og Austurvöll. Ég var eitt sinn á gangi þarna og þá rakst ég á ferða- mann sem spurði mig hver þetta væri. Ég sagði bara eins og var að þetta væri þjóðhöfðinginn því það var engin merking á styttunni. Það er skömm að því hvað styttan hefur drabbast niður og garðurinn er illa ræktaður. Einnig langar mig að taka undir það sem kom fram í greininni varð- andi ljósmyndasýningarnar sem hafa fengið að standa þarna á Aust- urvelli. Mér finnst þær bara hreint ekki eiga heima þarna og ættu þær að standa í Hljómskálagarðinum. Þar myndi fara mun betur um þær því Austurvöllur ber ekki svona stórar sýningar. En mér finnst þetta þjóðarskömm að ekki sé betur hirt um minnisvarðann af Jóni Sigurðs- syni sem á 200 ára afmæli árið 2011 og þetta verður að laga. Eldri borgari Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HVÍTASUNNUHELGIN er nú liðin og eftir sitja vonandi góðar minningar hjá flestum. Þeir Svavar Már og hundurinn Hektor eiga minningar um gleðistundir í leik og samveru með nánustu vinum og ættingjum. Morgunblaðið/hag Góðar stundir Frú Helga Tómas- dóttir er 70 ára í dag. Fyrir 40 árum nutum við tuttugu og fimm 10 ára mismikil kríli þeirrar gæfu að hafa hana sem okkar kenn- ara. Mörg okkar nutu leiðsagnar hennar alla barnaskólagönguna. Helga var mikils met- inn kennari við Lækj- arskóla í Hafnarfirði í 40 ár. Það er mikil gæfa að fá góða og trausta leið- sögn í upphafi skóla- göngu. Við upprifjun minninganna frá þessum tíma er þess helst að minn- ast hversu Helga hafði gott vald á bekknum. Það var nánast fullkom- inn vinnufriður í kennslustofunni, alltaf verið að og námsefnið krufið til mergjar. Það þurfti engin lyf til að aga okkur. Helga hélt okkur við efn- ið með sínum brennandi áhuga á fræðslunni og lagði línur fyrir ábyrgð á eigin velferð til framtíðar. Á þeim tíma var ekki mikið um að- stoðarkennslu. Ég man t.d. ekki eft- ir því að hugtakið lesblinda hafi ver- ið nefnt. Í dag hefðu sum okkar eflaust fengið frekari aðstoð við lesturinn. En þá var nánast öll ábyrgðin á einum kenn- ara sem hélt utan um blandaðan 25 barna hóp. Helga var alltaf hinn góði fræðari og uppalandi. Það höfðu allir nóg að gera í kennslutímunum. Frí- mínútur voru síðan vel nýttar til leikja. Helga var því í sínum kennslustörfum bæði kennari og uppalandi í besta skilningi. Ábyrgð á uppeldi er foreldra, en góður kenn- ari bætir þar miklu við. Kennarar eru grunnstoð hvers barns til þroska á leið til farsællar framtíðar. Því miður er þeim oft ekki sýnd nægj- anleg virðing og þeirra störf ekki fullþökkuð. Frú Helga Tómasdóttir var svo sannarlega góður kennari og fyrir- mynd sem fylgt hefur okkur alla tíð. Við þessi tímamót þökkum við æsku- árin og biðjum þess að Helga eigi enn eftir að njóta góðrar heilsu og gleði um mörg ókomin ár. F.h. 3. H í Lækjarskóla 1967-1968 Þorvaldur Ingi Jónsson. Helga Tómasdóttir AFMÆLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.