Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 135. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Bæta þarf aðstöðu  Yfirmenn innan slökkviliðsins vilja að aðstaða fyrir skolun búnaðar eftir olíuhreinsun verði bætt. Ófull- nægjandi hreinsunaraðstaða í kjöl- far svartolíulekans í fyrradag olli öðrum leka í Sundahöfn í gær. Þar fór útþynnt olía og hreinsiefni m.a. að ósum Elliðaáa. » 2 Fjöldi athugasemda  Tæplega þúsund athugasemdir við skipulagstillögu Ölfuss höfðu í gærkvöldi borist til byggingarfull- trúa. Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir jarðgufuvirkjun sem margir Hvergerðingar óttast að muni valda mikilli mengun. » 2 Missa fylgi í borginni  Fylgi Sjálfstæðisflokksins í borg- inni hefur dalað nokkuð og mælist átta prósentustigum lægra en í febr- úar. Fylgið mælist nú rúm 30% en hjá Samfylkingunni mælist það rúm 47%. Hvorki Framsókn né F-listinn næðu manni inn í borgarstjórn. Um er að ræða niðurstöður könnunar frá Capacent Gallup. » 4 60 þúsund saknað  Enn eru þúsundir manna fastar í húsarústum í Kína. Mikil rigning hefur tafið björgunaraðgerðir en BBC áætlar að 60 þúsund manns sé enn saknað. Kínversk yfirvöld áætla að minnst 12 þúsund manns hafi þegar látið lífið. » Miðopna SKOÐANIR» Staksteinar: Að hrekjast til aðildar Forystugreinar: Undarleg gjaldtaka | Ólafur Ljósvaki: Besta „parið“ í sjónvarpinu UMRÆÐAN» Spennandi framtíð í líftækni við HA „Af hverju var ekki sagt mér?!“ Bætum umhverfi íþrótta Evrópskur landbúnaður á Íslandi?  "4 4 4" 4 "4  4 4" 5 6#$ / * #,  * 7*+ %**+##"!# #  "4  4" 4 "4 4" 4 4 4 .8 2 $   4 4" 4" 4 "4  4" 4" 9:;;<=> $?@=;>A7$BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA$8#8=EA< A:=$8#8=EA< $FA$8#8=EA< $3>$$A!#G=<A8> H<B<A$8?#H@A $9= @3=< 7@A7>$3,$>?<;< Heitast 17 °C | Kaldast 8 °C  Hæg breytileg átt eða hafgola, víða bjart. Þokubakkar við sjávar- síðuna. Rigning/súld við NA-strönd síðdegis. » 10 Að mati Helga Snæs Sigurðssonar er Listahátíð í Reykja- vík hvalreki á dög- um hrynjandi krónu og verðbólgu. »43 AF LISTUM» Ódýr og góð hátíð KVIKMYNDIR» Kvikmyndahátíðin í Cannes er að hefjast. »40 Breski rithöfund- urinn Philip Pull- man hefur notið mikilla vinsælda og nú á að kvikmynda sögur hans. »39 BÓKMENNTIR» Pullman slær í gegn FÓLK» McCartney er bálreiður út í Lexus. »37 FÓLK» Denise Richards vill ástríðufulla menn. »42 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Dansar uppi á borði fyrir … 2. Myrtur á Oxfordstræti … 3. Fjöldaflutningar á ölvuðum ungl. 4. Sat fullur undir stýri meðan …  Íslenska krónan styrktist um 0,4% ORSAKIR sjúkdóma á borð við kransæðasjúkdóma, sjálfsofnæmi, lungnaþembu og lifrarbólgu má oft- ar en ekki rekja til erfiðrar reynslu í barnæsku, að því er kemur fram í rannsóknum dr. Vincents J. Felittis, sem flytur erindi á málþingi við Háskóla Íslands í dag. „Það er stundum sagt að tíminn lækni öll sár en það gildir ekki í þessu.“ Hann fékk þá hugmynd að framleiða sápu- óperu í forvarnarskyni því tilgangur sápuóperanna væri að fá fólk til að tala um hluti, þeir sem horfðu ræddu um það sem gerðist í þátt- unum við hvern sem er. | 20 Sápuópera til hjálpar LANDSMENN verða nú hvarvetna varir við að farfugl- arnir eru komnir til landsins. Úti á Seltjarnarnesi er krían byrjuð að búa í haginn fyrir sumarið og fer reyndar ekki framhjá mörgum þegar hún lætur sjá sig. Þeir sem hætta sér of nálægt eru jafnvel látnir finna fyrir því. Flestir farfuglar eru komnir til landsins, en óðinshani sást hér á landi 12. maí. Einungis þórshan- inn, sem venjulega er síðastur á ferðinni, hefur ekki enn látið sjá sig. Þá er rjúpan einnig óðum að koma sér fyrir á varpstöðvum. Fjölmargar tegundir flækinga hafa einnig sést hér að undanförnu og má þar m.a. nefna bjarthegra, hnúðsvan, korpönd, hvítönd og grátrönu. Þá eru svölur og barrfinkur ekki óalgeng sjón. | 9 Krökkt af kríum úti á Nesinu Farfuglarnir velflestir komnir til landsins Morgunblaðið/Ómar HJÓNIN Þórunn Björns- dóttir og Ólafur Pétursson á Giljum í Vestur-Skaftafells- sýslu fagna 70 ára brúð- kaupsafmæli í dag. Þau hafa búið á Giljum í 65 ár. Ólafur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að þau væru við þokkalega heilsu eftir aldri. Ólafur og Þórunn kynnt- ust í Skaftártungu. Ólafur dvaldi mikið á Búlandi og Þórunn átti heima í Svínadal. Hún kom að Búlandi sem vinnukona 1937. Árið eftir giftust þau. „Við vorum gefin saman í Reykjavík, heima hjá prest- inum, séra Friðriki Hall- grímssyni. Það var engin brúðkaupsveisla. En við er- um saman enn,“ sagði Ólaf- ur. Þau voru aðeins farin að búa á Búlandi, þar sem þau voru í húsmennsku, áður en þau giftu sig. Að Giljum fluttu þau 1943 og keyptu jörðina tveimur árum síðar. Ólafur sagði að bústofninn hefði verið stærstur ellefu kýr og um 200 kindur, en þau komust vel af. „Við höf- um aldrei hleypt okkur í skuldir.“ Ólafur og Þórunn eign- uðust tvær dætur og dó önn- ur þeirra nýfædd. Hin, Sig- rún Bryndís, bjó á Giljum en dvelur nú á dvalarheimili í Vík vegna veikinda sinna. Sonur hennar, Ólafur Þor- steinn Gunnarsson, býr nú á Giljum með fjölskyldu sinni. Barnabörn þeirra Ólafs og Þórunnar eru orðin fjögur og barnabörnin ellefu. Ólafur sagði að tengslin væru náin við afkomendurna. „Við erum í okkar húsi enn og ég matbý, eða við í félagi,“ sagði Ólafur. „Það er nú ekki margbrotinn matur, það er soðið og stundum steikt.“ Ólafur fæddist 12. júní 1909 í Vík í Mýrdal og verður því 99 ára í sumar. Þórunn fæddist 15. ágúst 1911 í Svínadal í Vestur-Skafta- fellssýslu. Langafi hennar var Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræðingur. Í ætt Þórunnar er langlífi og á hún tvö systkini á lífi, Jón, á 94. aldursári, og Sigurlaugu á 89. ári. Látnir eru bræður þeirra systkina frá Svínadal sem urðu 90 ára, 95 ára og 97 ára. „Það var engin brúðkaupsveisla – en við erum saman enn“ Í HNOTSKURN »Fern núlifandi ís-lensk hjón eiga að baki 70 ára hjónaband eða lengra. »Hjónin Kristján G.Kristjánsson og Svanfríður Jónsdóttir í Bandaríkjunum voru 75 ár og 297 daga í hjóna- bandi, samkvæmt www.langlifi.net. Morgunblaðið/RAX 70 ára brúðkaupsafmæli Ólafur Pétursson og Þórunn Björnsdóttir voru vígð í hjónaband 14. maí 1938 heima hjá sr. Friðriki Hallgrímssyni sem gaf þau saman í Reykjavík. EUROBANDIÐ reið á vaðið þeg- ar æfingar fyrir undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva hófust í Beo- gradska-höllinni í Belgrad í gær. Æfingin gekk mjög vel þrátt fyrir smávægileg vandræði í mynd- vinnslu. Þá vakti fótabúnaður Reg- ínu Óskar óneitanlega athygli. | 36 Fyrsta æfing gekk mjög vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.