Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 22
Í HNOTSKURN »Dregið verður úr viþegar hlaupið verðu Ólympíueldinn um Kína ingarskyni við fórnarlö »Af sömu sökum verðútu þögn í borginni Suðaustur-Kína, þegar hluti hlaupsins hefst í d »Ólafur Ragnar Grímforseti Íslands, send Hu Jintao Kínaforseta s kveðjur vegna hamfara Eftir Baldur Arnarson og Kristján Jónsson Björgunarmenn háðu í gærkapphlaup við tímann tilað reyna að bjarga þeimþúsundum manna sem enn eru taldir liggja undir húsa- rústum eftir jarðskjálftann í Sichu- an-héraði í Kína á mánudag. Um sextíu þúsund manns er saknað í Wenchuan-sýslu, fjall- lendu svæði við upptök skjálftans þar sem staðfest hefur verið að 500 hafi farist. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka verulega, en fjölmennt björgunarlið reynir nú að vinna upp þá töf sem úrhelli or- sakaði á svæðinu. Mikil örvænting hefur gripið um sig og berast frásagnir af slösuðu fólki sem hringdi eftir hjálp úr far- síma en varð að bíða milli vonar og ótta í rústunum eftir því hvort því bærist aðstoð í tæka tíð. Bærinn Yingxiu í Wenchuan- sýslu er ágætt dæmi um þá gíf- urlegu neyð sem skjálftinn hefur skapað, en þar er áætlað að tekist hafi að bjarga um 2.000 af þeim 10.000 sem er saknað, en sjónar- vottar segir þá sem komust lífs af ekkert hafa geta aðhafst þegar þeir heyrðu hrópin úr brakinu, í óbæri- legri bið eftir því að sérfræðingar kæmu á vettvang. Skjálftinn, sem talinn er hafa verið 7,9 á Richter-kvarðanum, gekk yfir klukkan 28 mínútur yfir tvö að staðartíma í fyrradag. Gekk yfir á vinnutíma Skjálftinn var með öðrum orðum á vinnutíma, sem aftur þýðir að ótt- ast er um manntjón á heimilum, í skólum og á fjölmennum vinnustöð- um, einkanlega verksmiðjum sem hrundu til grunna í hamförunum. Kínversk stjórnvöld óttast að 18.000 manns hafi grafist undir húsarústum í borginni Mianyang, en óstaðfestar fregnir herma að þar hafi 3.629 farist í skjálftanum. Þykir nú ljóst að minnst 12.000 manns hafi týnt lífi í þessum mann- skæðasta skjálfta í héraðinu í um þrjá áratugi. Dagar ef ekki vikur eiga eftir að líða þangað til umfang eyðilegging- arinnar verður ljóst. Sem fyrr segir hrundu verk- smiðjur til grunna og í Shifang hef- ur verið staðfest að 600 hafi farist og að 2.300 sé saknað eftir að skjálftinn jafnaði tvær efnaverk- smiðjur við jörðu. Þá er talið að 700 hafi týnt lífi í höfuðborg héraðsins, Chengdu, þvert á fyrri fregnir um óverulegt tjón þar. Ástandið er skelfilegt í bænum Mianzhu, þar sem um 3.000 manns eru taldir af. Ljósið í myrkrinu er að almannavarnir segjast hafa bjargað 500 manns úr rústunum. Yfir 10.000 bæjarbúa slösuðust, en óljóst er um manntjón í þremur nálægum þorpum þar sem um 20.000 manns búa. Til að gera illt verra hafa miklar rigningar torveldað björgunar- starfið og aukið líkur á aurskriðum í fjalllendi héraðsins, auk þess sem víða hefur ekki verið hægt að lenda þyrlum vegna veðurs. Sofa undir berum himni Hluti þeirra 50.000 hermanna, sem voru sendir á vettvang til að taka þátt í björgunaraðgerðum, er enn á leið til héraðsins, en stjórnin hefur á að skipa fjölmennasta her heims og getur því sent mun fleiri á svæðið ef þörf er talin á. Þúsundir manna sváfu undir ber- um himni í nótt af ótta við að ekki væri óhætt að snúa heim. Ekki er vitað um mannfall á meðal erlendra ríkisborgara að því er talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins skýrði frá í gær. Hins vegar hafa kínverskir ríkis- miðlar skýrt frá því að 37 ferða- menn hafi látist þegar farþegarúta grófst undir aurskriðu í Maoxian- sýslu, án þess að skýra frá þjóðerni þeirra. Sorg Hermaður leiðir grát yan er skammt frá upptök  Talið að þúsundir manna liggi grafnar undir húsarúst Vonin dvínar með hverju andartaki Brak Hermenn leita að fól rústum í borginni Dujiang 22 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UNDARLEG GJALDTAKA Einhvern tímann sagði háðfugleinn eitthvað á þá leið aðhann vildi ekki vera í því fé- lagi, sem vildi sig sem félaga. Nú stendur yfir deila um gjald, sem innheimt er hvort sem greiðandinn er í viðkomandi félagi eða ekki. Frá árinu 1975 hefur svokallað iðnaðar- málagjald verið innheimt af þeim, sem hafa með höndum sjálfstæðan iðnrekstur, og runnið til Samtaka iðnaðarins. Upphæðin, sem inn- heimt hefur verið, hefur bólgnað út á undanförnum árum og var á liðnu ári 380 milljónir króna. Sömuleiðis hefur greiðendunum fjölgað og voru þeir í fyrra 6.101. Gjaldið er hlutfall af veltu viðkomandi fyrirtækis og nemur nú 0,08 hundraðshlutum. Eins og fram kemur í fréttaskýr- ingu Ómars Friðrikssonar í Morg- unblaðinu í gær hafa fallið tveir hæstaréttardómar í málum þar sem einstaklingar í iðnaði sem ekki til- heyrðu Samtökum iðnaðarins kröfðust þess að álagning gjaldsins yrði felld úr gildi. Þetta var árin 1998 og 2005 og í hvorugt skiptið var fallist á kröfuna. Í seinna skipt- ið skilaði reyndar einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, sérat- kvæði og taldi að fallast bæri á kröfuna um að fella álagninguna úr gildi. Í kjölfarið á seinni dómnum bar félagi í Meistarafélagi húsa- smiða málið undir Mannréttinda- dómstól Evrópu og þar er það nú til meðferðar. Og nú hafa tveir þingmenn, Pétur Blöndal og Sigurður Kári Kristjáns- son, lagt fram frumvarp um niður- fellingu gjaldsins, meðal annars á þeirri forsendu að það sé brot á stjórnarskrá. Í greinargerð með frumvarpinu segja þeir að ríkisinn- heimta gjaldsins geti til lengdar verið skaðleg samtökunum og skap- að gjá á milli þeirra og félaga sinna. Segja má að innheimta gjaldsins jafngildi skylduaðild að SI og er það helsta gagnrýni andstæðinga þess. Á Íslandi ríkir félagafrelsi og það hlýtur að eiga við um fyrirtæki í iðn- aði eins og aðra. Einnig hefur verið gagnrýnt að ríkið skuli innheimta gjaldið og koma því til samtakanna. Það er sem sagt lagaskylda fyrir innheimtunni. Gjaldið var sett eftir að Ísland gekk í EFTA og voru rök- in fyrir því þau að með þeim mætti skapa fjárhagslegan grundvöll fyrir virkari þátttöku samtaka iðnaðarins í iðnþróun framtíðarinnar. Iðnaðarmálagjald er tímaskekkja. Það hlýtur að vera önnur leið fyrir Samtök iðnaðarins að tryggja rekst- ur sinn en með innheimtu ríkisins og sömuleiðis er það ekki í samræmi við kröfur samtímans að gjald sé innheimt af fyrirtækjum burtséð frá því hvort þau tilheyri Samtökum iðnaðarins eða ekki. ÓLAFUR Á forsíðu íþróttablaðs Morgun-blaðsins í gær segir Guðmund- ur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, m.a.: „Það sem Ólafur gerði í þessum úrslitaleik er ótrúlegt afrek og með því stórbrotn- asta sem íslenskur íþróttamaður hefur afrekað … Ég fylltist af stolti og krafti að sjá Ólaf skora og skora.“ Hér vísar landsliðsþjálfarinn til frammistöðu Ólafs Stefánssonar landsliðsfyrirliða í úrslitaleik Meist- aradeildar Evrópu í handknattleik þar sem lið Ólafs, Ciudad Real, fór með sigur af hólmi á sunnudag gegn þýska liðinu Kiel á útivelli, fráfar- andi Evrópumeisturum og státar nú af Evrópumeistaratitli. Það er óhætt að taka undir hvert orð landsliðsþjálfarans, svo frábær- lega stóð Ólafur sig í þessum úrslita- leik; skoraði 12 mörk sjálfur, fiskaði þrjú vítaköst og átti auk þess fjölda stoðsendinga í leiknum. Ciudad Real vann hverja keppni sem liðið tók þátt í á þessari leiktíð. Liðið er Evrópumeistari, Spánar- meistari, bikarmeistari, konungs- bikarmeistari og meistari meistara- liðanna á Spáni. Við Íslendingar höfum fulla ástæðu til þess að vera stoltir af Ólafi Stefánssyni, sem fagnar nú Evrópumeistaratitli í þriðja sinn. Árið 2002 varð hann Evrópumeistari með þýska liðinu Magdeburg undir stjórn Alfreðs Gíslasonar og 2006 varð hann einnig Evrópumeistari með Ciudad Real. Íþróttaferill Ólafs, sem verður 35 ára í sumar, er glæsilegur. Hann varð í þrígang Íslandsmeistari með Val; 1993, 1994 og 1995, áður en hann hóf atvinnumennsku í hand- knattleik árið 1996 í Þýskalandi. Hann varð Þýskalandsmeistari með Magdeburg árið 2001 og hann var valinn besti handknattleiksmaður Þýskalands af fyrirliðum og þjálfur- um árin 2001 og 2002. Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi völdu Ólaf íþróttamann ársins árin 2002 og 2003. Auk þess státar Ólafur af fjöl- mörgum meistaratitlum frá Spáni, frá því hann hóf atvinnumennsku þar árið 2003. Ólafur hefur leikið 261 landsleik fyrir Íslands hönd og í þeim hefur hann skorað samtals 1269 mörk. Ólafur er mikill keppnismaður, metnaðarfullur og fylginn sér. En hann er ekki síður drengilegur íþróttamaður, sem kemur fram við keppinauta sína af virðingu og prúð- mennsku. Ólafur er því fyrirmynd sem vert er fyrir þá sem yngri eru að horfa til, hvort sem um keppnisfólk í handknattleik er að ræða eða annað íþróttafólk yfirleitt. Það hversu frábæru formi Ólafur er í um þessar mundir, gefur íslensk- um handknattleiksáhugamönnum ákveðna von um góða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í umspils- keppninni í Póllandi um næstu mán- aðamót um sæti á Ólympíuleikunum. Morgunblaðið óskar Ólafi Stefáns- syni til hamingju með Evrópumeist- aratitilinn og framúrskarandi ár- angur. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Meistaranám í verk-efnastjórnun, MPM,hófst við Háskóla Ís-lands fyrir þremur ár- um. Háskólinn er með þeim fyrstu til að bjóða upp á þetta nám og segja umsjónarmenn námsbraut- arinnar, þeir Haukur Ingi Jón- asson, lektor og guðfræðingur, og Helgi Þór Ingason, dósent og iðn- aðarverkfræðingur, að MPM- námið hafi tekist einstaklega vel. Á tilteknum tíma með tilteknu fjármagni En þar sem námsbrautin er svona ný er ekki úr vegi að spyrja: hvað er verkefnastjórnun? „Þessi fræðigrein byrjar að þróast um miðbik 20. aldar. Verk- efnastjórnun á rætur í tæknilegum aðferðum verkfræðinnar, og er MPM-námið þess vegna undir væng verkfræðideildar HÍ, en nám- ið gerir nemendum kleift að takast á við alls konar verkefni, á öllum sviðum, þar sem kröfur um gæði og takmörkuð fjárráð og tími eru til að ná skilgreindum markmiðum,“ seg- ir Helgi Þór og bætir við að verk- efnastjórnum megi beita hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum á marg- vísleg viðfangsefni. „MPM-námið tvinnar tæknilega aðferðafræði saman við skilning á mannlegu eðli og samskiptum: hvernig á að leiða teymi, byggja upp góða menningu innan skipulagsheildar og leysa úr ágreiningsefnum. Segja má að námið snúist um að gera nemendur sérfræðinga í að tækla flókin og vandasöm verkefni, innan tilsettra takmarkana,“ bætir Haukur Ingi við. „Þessum aðferð- um má beita við stjórnun fyr- irtækja, sérstaklega stórra og flók- inna fyrirtækja, og oft er farin sú leið að setja á laggirnar verk- efnastofur þar sem aðferðum verk- efnastjórnunar er beitt markvisst til að láta hlutina gerast innan fyr- irtækisins. Þetta getur opinber stjórnsýsla, skólar og heilbrigð- isgeirinn einnig nýtt sér. F verkefnastjórar með MPM frá HÍ eru þegar komnir ti og farnir að láta til sín taka samfélaginu, og fleiri á leið Hægt að beita á öll heimsins vandamál Félagarnir geta ekki staðis upp dæmi um þau fjöldamö fangsefni þar sem aðferðir efnastjórnunar geta komið gagni: „Útrás fyrirtækja, b ingar á stjórnarskránni, sk breytingar á Landspítalan skipulagsmál borgarinnar hagsvandamál þjóðarinnar Haukur. „Samruni Háskól og Kennaraháskólans, flók stórt verkefni þar sem mar hagsmunir koma við sögu,“ Helgi við. Guðfræðingur við verkfræðideild? „Það mætti jafnvel færa rö því að stærstur hluti af hun heiminum sé kominn til veg Búa til sérfræðinga í að leysa erfið verkefn Segja má að tækniþekking verkfræðinnar gangi í eina s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.