Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 1
F I M M T U D A G U R 3. J Ú L Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 180. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er REYKJAVÍKREYKJAVÍK KOM, SÁ OG SIGRAÐI Í HRÓARSKELDU DAGLEGTLÍF Þolir frost og funa og alls konar volk 26 79 / IG 11 Veiðarfæri til lax-silungs-og sjóveiða Þú færð IG-veiðivörur í næstu sportvöruverslun Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is INNAN kirkjunnar er nú rætt um það að sjálfboðaliðar verði fengnir til að gæta kirkna víða um land yfir mesta ferðamannatímann. Fjórar ástæður eru einkum fyrir þessu; vilji til að auka þjónustu kirkjunnar, ótti við að spjöll verði unnin á kirkjum, fjölgun þjófnaða úr kirkjum á síðustu árum og síðast en ekki síst það að þeim kirkjujörðum hefur fækk- að talsvert á síðustu árum þar sem búskapur er. Séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur á Þingvöllum og formaður helgisiðanefndar kirkjunnar, segir þessa umræðu tengjast hugmyndum um aukið sjálfboðaliða- starf innan kirkjunnar. „Víða er æskilegt að hafa kirkj- urnar meira opnar en nú er og við sem þjónustum slíkar kirkjur höfum bent á það úrræði að efla sjálf- boðaliðastarf til að gæta þeirra. Sjálf- boðaliðar í þessu starfi yrðu frekar eldra fólk sem hefur tíma aflögu og þarf ekki að selja alla sína vinnu. Litl- ar kirkjur myndu ekki ráða við að vera með mann á launum við slíkt gæslustarf,“ segir Kristján Valur. Hann segir einkum rætt um kirkjur á þekktum stöð- um og einnig ákveðna helgidóma sem væri hægt að láta vita að væru opnir á ákveðnum dögum yfir sumarið.  Prestar á varðbergi | 8 Sjálfboðaliðar gæti guðshúsa Ástæðan er ótti við eignaspjöll og fjölgun þjófnaða Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FJÓRIR starfsmenn, þar af þrír af fjórum framkvæmdastjórum, hafa sagt upp hjá Reykjavík Energy In- vest (REI) en þeir starfa áfram hjá fyrirtækinu um sinn þar sem ekki hefur verið gengið frá starfslokum við þá, að sögn Kjartans Magnús- sonar, borgarfulltrúa og stjórnarfor- manns Orkuveitu Reykjavíkur. REI heldur áfram Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ástæða uppsagnanna sú að starfsmennirnir eru orðnir þreyttir á samstöðuleysi allra borg- arfulltrúa um framtíð verkefna REI. Kjartan Magnússon segir að níu starfsmenn vinni hjá REI hérlendis. Hann bendir á að REI sé deild inn- an OR og uppsagnirnar hafi ekki veruleg áhrif á starfsemina. Verk- efnin séu í góðum farvegi auk þess sem vinnan fari að miklu leyti fram hérlendis og sé að sumu leyti unnin af starfsmönnum OR. „Það er til- tölulega auðvelt að koma verkefnum áfram til þeirra,“ segir Kjartan. Spurður hvort uppsagnirnar þýði að REI riði til falls segir Kjartan svo ekki vera. Hann segir að ekki sé ljóst hvort nýtt fólk verði ráðið í staðinn fyrir þá sem hafa sagt upp, enda auðvelt að kalla á aðra starfs- menn OR. Kjartan leggur áherslu á að starfsmennirnir hafi ekki sagt upp til þess að skaða verkefnin. „Verkefnin eru ekki í hættu og þeir hafa gætt þess í sínu starfi og við þessar uppsagnir að skaða hvorki þau né fyrirtækið.“ Fjórir segja upp hjá REI Starfsmenn þreyttir á samstöðuleysi borgarfulltrúa um framtíð verkefna Í HNOTSKURN » REI var formlega stofnað11. júní í fyrra um útrás- arverkefni Orkuveitunnar. » Mikið hitamál varð íkringum REI og starfsemi félagsins á liðnu hausti og varð það til þess að þáverandi meirihluti borgarstjórnar féll. » Nýlega var forstjóra REIsagt upp störfum og nú hafa fjórir lykilstarfsmenn sagt upp. SIGRÍÐUR Friðriksdóttir ber það ekki með sér að hafa lifað heila öld og þar af unnið baki brotnu í 40 ár við fiskverkun. Hún heldur nú samt upp á 100 ára afmæli sitt í dag þó að hún geri sjálf ekki mikið úr áfanganum. Sig- ríður var einn fárra kvenverkstjóra á sínum tíma og segir flest hafa breyst til betri vegar frá því þegar konur þurftu að margsanna sig á við karlmenn til að vera treyst í ábyrgðarstöður. „Mig vantaði engan kjark!“ | 15 „Mig vantaði engan kjark!“ Morgunblaðið/Ómar  Ávöxtun Líf- eyrissjóðs verzl- unarmanna var neikvæð á fyrri helmingi ársins. Þorgeir Eyjólfs- son, forstjóri LV, segir að geng- islækkun krón- unnar hafi unnið á móti lækkunum á erlendum mörkuðum, en geng- isvarnir sjóðsins dregið úr ávinn- ingi af gengislækkuninni. Meðalávöxtun LV var 10,6% síð- ustu fimm árin og sjóðurinn er á meðal þeirra lífeyrissjóða sem hafa náð bestri ávöxtun. » Viðskipti Neikvæð ávöxtun hjá LV Þorgeir Eyjólfsson  Fransk-kólumbíska stjórnmála- manninum Ingrid Betancourt, þremur Bandaríkjamönnum og fleiri gíslum var bjargað í aðgerð sérsveitar með aðstoð þyrlu í frum- skógi í Kólumbíu í gær. Marxíska skæruliðahreyfingin FARC rændi Betancourt árið 2002 og Banda- ríkjamennirnir höfðu verið í gísl- ingu frá 2003. Auk þeirra voru ell- efu kólumbískir hermenn frelsaðir í aðgerðinni. | bogi@mbl.is Betancourt bjargað ásamt fleiri gíslum Fagnaðarfundur Betancourt (t.h.) heilsar móður sinni í Bogota.  Hópur banda- rískra vísinda- manna frá Brown Univers- ity og stofn- uninni NIDA, sem sérhæfir sig í fíkniefnarann- sóknum, hefur verið hér á landi í viðræðum við stjórnendur SÁÁ, Íslenskrar erfða- greiningar og Landspítalans um mögulegt samstarf um rannsóknir á vímuefnameðferð og -úrræðum. Yfirmaður NIDA, dr. Nora Volkow, leiðir þennan hóp. » 12 Samstarf um rannsóknir Dr. Nora Volkow

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.