Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞJÓFNAÐUR í kirkjum er ekki óalgengur á höfuðborgarsvæðinu, segir Steinunn Arnþrúður Björns- dóttir, upplýsingafulltrúi kirkj- unnar. Hún nefnir sem dæmi að fólk komi inn í fatahengi í kirkjum meðan athafnir standi yfir og hirði úr vösum fólks. Sjálf segist hún ekki skilja peninga eða annað verðmæti eftir í vösum á yfirhöfnum nema í læstum skáp eða herbergi þegar hún kemur til að syngja í kirkjukór. „Dapurlegasta dæmi sem ég þekki er af konu sem kom í kirkju skömmu fyrir jól fyrir nokkrum árum til að leita eftir fjárhagsaðstoð frá kirkjunni sinni. Meðan hún beið eftir skrán- ingu stal hún bæði peningum og síma frá presti og kirkjuverði og hélt svo sína leið,“ segir Steinunn Arnþrúður. Dapurlegasta dæmið SEM dæmi um breytta tíma nefnir séra Kristján Valur Ingólfsson að fólk hefur í auknum mæli komið í kirkjurnar, gagngert að því er virðist, til að hæðast að helgi- dómnum. „Á síðustu árum höfum við í auknum mæli orðið vör við að fólk kemur í kirkjurnar og tekur spaugmyndir af sér til dæmis við að blessa söfnuðinn fyrir framan altarið. Þetta fólk fækkar jafnvel fötum við þessa iðju sína,“ segir Kristján Valur. „Það eru ýmis svona vandræði sem við þekktum ekki fyrir fáein- um árum. Það er allt í lagi að vera fyndinn, en það er til fólk sem vill hæða helgidóminn og það er við- kvæmt fyrir allt safnaðarfólk.“ Hann segir að fólk í söfnuðum úti um land óttist meðal annars að ógæfufólk sé á ferð og geri sig heimakomið í kirkjum. „Við erum hrædd við slíkar eftirlitslausar heimsóknir því oft veit slíkt fólk ekki hvað það gerir,“ segir Krist- ján Valur. Ekki þurfi nema að fólk missi sígarettu úr munnviki í gólf- ið þá geti kirkjan verið farin. Hæðst að helgidómnum MEGINREGLAN var sú að kirkjur á landsbyggðinni væru opnar gestum og gangandi flesta daga ársins eða þá að lykillinn stæði í skránni. Á síðari árum hefur sú breyting orðið á að nú er það meginreglan, að kirkjur eru lokaðar. Ástæða þessa er ótti við spjöll á kirkjum og þjófnaði úr þeim. Reyndar eru allmörg dæmi um slíkt, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Þeir sem koma að kirkjunni sinni lokaðri verða óánægðir, svo einfalt er það,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, prestur á Þingvöllum og formaður Helgisiðanefndar kirkjunnar. Hann nefnir sem dæmi kirkjur sem standa í kirkjugarði. Þegar fólk komi með blóm á leiði ástvina vilji það líka fara inn í kirkju og setjast niður. „Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að setjast niður í kirkju og eiga sína stund, þótt þeir séu ekki sérlega kirkjuræknir venjulega. Fólki finnst erfitt að koma að kirkjunni sinni lokaðri og við höf- um skilning á því,“ segir Kristján Val- ur. Gripum skilað aftur „Fyrir þessu eru einkum tvær ástæður. Þeim kirkjum hefur fjölgað sem enginn gætir og svo hefur borið á því að fólk hefur farið í kirkjur sem standa sér og valdið þar tjóni eða stolið einhverju,“ segir Kristján Val- ur. Hann segist ekki vilja fara út í ein- stök dæmi því sum þeirra væru þess eðlis að ógæfufólk hefði farið inn í kirkjurnar og tekið hluti en síðan komið aftur og skilar gripunum. Guðni Þór Ólafsson, prestur á Mel- stað og prófastur í Húnavatnspró- fastsdæmi, segir það mikið rætt með- al safnaðarfólks hvort hægt sé að hafa kirkjurnar opnar. Ferðamenn vilji gjarnan skoða kirkjurnar og heimafólk sé yfirleitt stolt af sinni kirkju og vilji hafa þær opnar. Alls kyns fólk á ferðinni „Því miður er það þannig að á ferð- inni getur verið fólk sem ekki tekur tillit til þess að kirkjurnar eru helgir staðir í hugum fólks,“ segir Guðni Þór. „Við því hefur orðið að bregðast og þótt ég sé hlynntur því að hafa kirkjurnar opnar, þá er greinilegt að ýmislegt getur komið upp á og mér finnst því skiljanlegt að kirkjum hafi verið lokað í auknum mæli. Þegar maður heyrir ítrekað að fólk taki helga gripi úr kirkjum í Reykjavík gerir maður sér grein fyrir því að það er alls kyns fólk á ferðinni og sumt undir annarlegum áhrifum. Menn tala um þessa stöðu sín á milli, bera saman bækurnar og vara við ef ástæða er til. Það er óhætt að segja að prestar séu á varðbergi og sóknarfólkið vill hafa vara á,“ segir Guðni Þór. Eldað í kirkjunni „Ég veit að það hefur reynst nauð- synlegt að loka kirkjum bæði vegna þjófnaða og eins vegna þess að fólk notaði þær sem ókeypis gistiskýli. Auk þess að sofa í kirkjunni eldaði fólk þar mat sinn og borðaði,“ segir Steinunn Arnþúður Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi kirkjunnar. Hún segir æskilegt að hafa upplýs- ingar við kirkjuhurð á stöðum, þar sem kirkjur eru læstar, um hvar sé hægt að fá upplýsingar um kirkjuna og lykil að henni. Þetta hafi verið rætt meðal kirkjunnar manna og sé sums staðar komið á. Kristján Valur segir að á miklum ferðamannastöðum séu kirkjur yf- irleitt opnar á daginn, enda sé þá vakt á staðnum. „Það sem hefur bæst við í umferð um kirkjurnar á síðustu árum er að þar kemur fólk sem vill spilla. Ég bjó lengi í Skálholti og við urðum vör við að þar kom ógæfufólk og ekki bara til að stela úr samskotabaukn- um. Ég man sorglegt dæmi þess að einhver hafði skorið sár á hönd sér og strokið blóði um veggina.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gæsla Meðal kirkjunnar manna er til umræðu að auka gæslu við kirkjur á ferðamannastöðum með sjálfboðaliðum. Myndin er af Þingvallakirkju. Prestar á varðbergi  Meginreglan orðin sú að kirkjur eru lokaðar  Ótti við spjöll á kirkjum og þjófnaði úr þeim  Dæmi um að fólk hafi eldað mat sinn og borðað í kirkjum Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „Fólki er ekki bara annt um kirkjuna sína, heldur ekki síður um sögu hennar og þá dýrgripi sem hún hefur að geyma,“ segir séra Guðni Þór Ólafsson. „Ég get nefnt sem dæmi að fyrir nokkrum árum kom hópur manna til að skoða kirkjuna í Vatnsfirði við Ísa- fjarðardjúp, en henni fylgir gamall og merkur kirkjulykill. Að skoðun lokinni fannst lykillinn hvergi. Sá sem var að sýna kirkjuna tók eftir þessu og tal- aði í rólegheitum við fararstjórann og bað um að þetta yrði skoðað inn- an hópsins. Rútan fór ekki af stað fyrr en lykillinn kom fram.“ Annað dæmi nefnir hann frá síðasta ári úr kirkjunni í Vík í Mýrdal. Einn daginn kom safnaðarfólk í kirkjuna og þótti þá augljóst að farið hefði verið inn í kirkjuna með prímus, að öllum líkindum til eldamennsku. Kirkjulykillinn fannst ekki ÍSLENSK stjórnvöld finna fyrir áhuga erlendra fyrirtækja vegna ol- íuleitar á drekasvæðinu, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Olíuleitin var mikið rædd á síð- asta ríkisstjórn- arfundi, en undir- búningsvinna um framtíðarskipan þessara mála, undir forystu iðn- aðarráðuneytis- ins, er langt kom- in. Þá hefur fjármálaráðu- neytið látið vinna tillögur um hugs- anlega skattlagningu í greininni. „Þegar málin eru að komast inn á svona stig skiptir máli að fá til liðs við sig erlend fyrirtæki sem eru tilbúin til að taka á sig hluta áhætt- unnar gegn ákveðnum tekjuöflunar- möguleikum í staðinn, eins og tíðkast alls staðar annars staðar í þessum bransa,“ segir Geir. Að sögn Kristins Einarssonar, yf- irverkefnisstjóra hjá Orkustofnun, hafa aðallega lítil eða meðalstór er- lend olíufyrirtæki haft samband og sýnt áhuga. Hann vill ekki nafn- greina þau enn sem komið er. Stefnt er að útboði leyfa 15. janúar 2009, og skulu tilboð hafa borist þremur mán- uðum síðar. onundur@mbl.is Erlend olíu- fyrirtæki sýna áhuga Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.