Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 11

Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 11 FRÉTTIR Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is GLITNIR gerir ráð fyrir að al- þjóðlegi umhverfissjóðurinn Glitn- ir Globe, sem beintengdur er nýja sparnaðar- reikningnum Save & Save, muni innan fárra ára hafa um hálfan milljarð króna til ráðstöf- unar. Sjóðnum er ætlað að úthluta fjármunum til rannsókna og verkefna á sviði umhverfismála með sérstaka áherslu á endurnýj- anlega orku og sjálfbæran sjávar- útveg; greinar sem bankinn hefur lagt sérstaka áherslu á hér á landi og erlendis. Greiða 0,1% af innstæðunni Byrjað verður á að bjóða upp á sparnaðarreikninginn hér á landi og í Noregi en á næstunni verður hann einnig í boði í Svíþjóð, Finn- landi og Bretlandi. Greiðir Glitnir 0,1% af innstæðu á reikningn- ingnum á ársgrundvelli og renna þeir fjármunir í umhverfissjóðinn. Formaður stjórnar Glitnir Globe er Árni Magnússon, fram- kvæmdastjóri á orkusviði bankans og fv. félagsmálaráðherra. Árni segir í samtali við Morgunblaðið að lítil reynsla sé komin á sjóðinn, enda reikningurinn verið kynntur um miðja síðustu viku, en fyrstu viðbrögð hér og í Noregi séu mjög góð. Nafn sjóðsins ber með sér að áhersla verður lögð á stuðning við verkefni á heimsvísu. Byrjað verði í Noregi og hér á landi með reikn- inginn en síðan fari hann á aðra markaði bankans. Sjóðurinn muni vaxa og taka að sér ýmis verkefni á alþjóðavettvangi. Árni telur raunhæft að ætla að sjóðurinn nái hálfum milljarði til ráðstöfunar á næstu þremur til fjórum árum. Það fari allt eftir viðbrögðum við- skiptavina bankans hvort það ger- ist hraðar eða hægar. Fyrirtæki og einstaklingar sýna mikinn áhuga „Þetta er ekki eingöngu spurn- ing um að Glitnir ætli að auka inn- lánin, heldur ætlar bankinn að láta gott af sér leiða með beinum hætti. Við höfum fundið mikinn áhuga fyrirtækja og einstaklinga á að taka þátt í verkefnum bankans á sviði orkumála og sjávarútvegs,“ segir Árni. Um aðra stjórnarmenn í Glitnir Globe segir hann einvalalið vera á ferðinni. Ánægjulegt hafi verið að fá nóbelsverðlaunahafann Pac- hauri til liðs við verkefnið, sem og Kristínu háskólarektor og Norð- mennina Gretu Waitz, Jack Waitz og Johan Olav Koss. Hver og einn hafi lagt sitt af mörkum í margs konar stuðningi við verkefni á sviði samfélags- og góðgerðarmála. Stefna á hálf- an milljarð í Glitni Globe Umhverfissjóði Glitnis ætlað að styrkja ýmis verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærs sjávarútvegs Árni Magnússon Í HNOTSKURN »Sparnaðarleiðin Save-&Save er að vissu leyti svar Glitnis við reikning- unum Icesave hjá Lands- bankanum og Kaupthing Edge, nema að keppinaut- arnir bjóða ekki slíka reikn- inga hér á landi enn sem komið er. »Glitnir Globe verður fjár-magnaður með framlagi bankans af hverjum sparn- aðarreikningi, eða 0,1% af innstæðu reikningshafa. Aðrir í stjórn sjóðsins Glitnir Globe, auk Árna Magnússonar, eru dr. Rajendra K. Pachauri hagfræðingur, sem hlaut Nóbelsverðlaun á síð- asta ári ásamt Al Gore, dr. Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Háskóla Íslands, hjónin Grete og Jack Waitz frá Noregi og Johan Olav Koss, framkvæmdastjóri samtakanna Right to Play. Dr. Pachauri hefur fylgst með jarðhitaverk- efnum Glitnis og uppbyggingu á starfsemi bankans á Indlandi þar sem verið er að þróa jarðvarmavirkjanir. Grete Waitz var þekkt hlaupakona á árum áður, sigraði í New York maraþoninu níu sinnum og vann til silf- urverðlauna á Ólympíuleikunum 1984. Hún hefur á seinni árum helgað starfskrafta sína, ásamt eiginmanninum Jack, baráttu gegn krabbameini en hún greindist með þann sjúk- dóm fyrir nokkrum árum. Norðmaðurinn Johan Olav Koss er fjórfaldur ólympíumeistari í skautahlaupi en samtök hans beita íþrótta- og æskulýðsstarfi til að efla heilsu og lífsleikni barna í fátækum sam- félögum. Verðlaunahafar Dr. Pachauri, stjórnarmaður í Glitnir Globe (t.h.), fékk Nóbelsverðlaunin á síðasta ári ásamt Al Gore. Einvala lið í stjórn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.