Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andrés Þorleifsson
andresth@mbl.is
VANDRÆÐI Fasteignar hf. við að fjármagna ný
verkefni hafa áhrif á fleiri sveitarfélög en Fljóts-
dalshérað, en um helgina greindi Morgunblaðið
frá því að sveitarfélagið hefði þurfti að taka yfir
verkefni við grunnskóla, sem Fasteign sá um.
Garðabær og Sandgerði leysa til sín félög
Fasteign samdi við ÍAV um annan áfanga Sjá-
landsskóla í Garðabæ án útboðs, en verktakafyr-
irtækið hafði áður reist fyrsta áfanga. Samkvæmt
Bergi Haukssyni, framkvæmdastjóra Fasteignar,
hljóðaði annar áfangi upp á um 800 milljónir, en
síðar kom í ljós að Fasteign hf. gat ekki fjármagn-
að verkefnið. Leysti Garðabær þá eignarhalds-
félagið til sín og fjármagnaði með láni frá Lána-
sjóði sveitarfélaga. Sandgerðisbær samdi einnig
við Fasteign hf. um stækkun og endurbætur á
sundlaug og grunnskóla í bænum. Sundlaugina
hefur Fasteign klárað, en þegar félagið gat ekki
fjármagnað seinni áfangann, grunnskólann, tók
sveitarfélagið það verkefni yfir ásamt samningi
við verktakann upp á 240 millj., en aðrir verkþætt-
ir verða boðnir út.
Þar sem um er að ræða svo lága upphæð er ekki
víst að sveitarfélagið hefði verið útboðsskylt að
lögum hefði það staðið að verkefninu frá upphafi.
„Ef sveitarfélög standa sjálf í framkvæmdum
eins og þarna er um að ræða eru þau útboðsskyld,“
segir Trausti Fannar Valsson, sérfræðingur í
sveitarstjórnarrétti við Háskóla Íslands.
Hann segir að ef sveitarfélagið sjálft hefði stofn-
að félag til að standa að framkvæmdinni hefði það
félag líka verið útboðsskylt. Vafinn lúti að heim-
ildum sveitarfélaga til að taka yfir samninga um
tiltekin verk sem gerðir hafa verið án útboðs, en
hefði þurft að bjóða út hefði sveitarfélag verið
kaupandi að verkinu í upphafi.
Takmarkaðar heimildir
„Fyrirfram verður ekki útilokað að sveitarfélög
geti tekið svona samninga yfir í sérstökum til-
vikum,“ segir Trausti, en telur slíkar heimildir þó
takmarkaðar. Þessa leið megi ekki nota til að fara
fram hjá lögum um opinber innkaup. Ef sveitarfé-
lag geti ráðist í tiltekna framkvæmd, á grundvelli
opinbers útboðs, án þess að yfirtaka samning af
þessu tagi, verði því almennt að leggja áherslu á
að sú leið sé valin.
Fleiri verkefni til sveitarfélaga
Fasteign gengur illa að fjármagna ný verk í Sandgerði og Garðabæ
» Sveitarfélög og félög íþeirra eigu þurfa að
bjóða út verkefni sín fari
andvirði þeirra yfir ákveðin
viðmið.
» Viðmiðunarfjárhæð á út-boðsskyldu vegna inn-
kaupa sveitarfélaga er um
450 milljónir.
» Á Fljótsdalshéraði voruverkefni upp á 600 millj-
ónir ekki boðin út.
Útboðsskyldan rík
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
SIGMUNDUR Eyþórsson, slökkvi-
liðsstjóri hjá Brunavörnum Suð-
urnesja (BS), hefur látið af störfum
að eigin ósk.
Kemur upp-
sögnin í kjölfar
nokkurs ágrein-
ings hjá embætt-
inu en Sigmund-
ur var á þeirri
skoðun að blaða-
menn ættu að
hafa aðgang að
Tetra-kerfi
slökkviliðsins til
þess að þeir gætu
upplýst almenning um hættuástand
sem kynni að skapast. Sigmundur
afhenti blaðamanni Víkurfrétta
Tetra-rásir slökkviliðsins í heimild-
arleysi, að sögn Sigurvins Guðfinns-
sonar, stjórnarformanns Bruna-
varna Suðurnesja. Sigmundur segir
að í ljósi þeirra aðstæðna sem voru
hafi þetta verið góður tímapunktur
til að söðla um. „Vissulega höfðu
Tetra-málið og aðfarir stjórnarinnar
sitt að segja í minni ákvörðun,“ segir
Sigmundur. „Ég vildi byggja upp
gott samstarf við fjölmiðlamenn hjá
Víkurfréttum sem hefur reynst okk-
ur vel. Það varð moldviðri úr því,“
segir Sigmundur. Jón Guðlaugsson
varaslökkviliðsstjóri mun gegna
stöðunni áður en starfið verður aug-
lýst. Lögum samkvæmt má stjórn
Brunavarna Suðurnesja setja annan
í starfið tímabundið, í allt að eitt ár.
Mjög sáttur við málalok
„Mér hefur boðist annað starf þar
sem ég kem til með að starfa áfram
á sama vettvangi,“ segir Sigmundur
en hann er tæknifræðingur með sér-
menntun í öryggis- og eldvarn-
arfræðum. Sigmundur segist mjög
sáttur við málalok og óskar eft-
irmanni sínum og öðrum starfs-
mönnum Brunavarna Suðurnesja
velfarnaðar í starfi.
Hættir að
eigin ósk
Slökkviliðsstjóri læt-
ur af störfum
Sigmundur
Eyþórsson
KONUR eru mun sjaldnar en karlar
viðmælendur í íslenskum fjöl-
miðlum samkvæmt úttekt Credit-
info Ísland sem skoðaði kynja-
hlutföll viðmælenda í fjölmiðlum.
Niðurstöður sýna að konur koma
aðeins fram í 21% þeirra frétta þar
sem viðmælendur koma fram, en
karlmenn í 79% tilvika. Skoðaðar
voru 7.908 fréttir í útvarpi og sjón-
varpi á þriggja mánaða tímabili,
þ.e. janúar, mars og júní á þessu
ári. thorbjorn@mbl.is
Konur mun
sjaldnar
viðmælendur
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
MIKLAR vonir eru bundnir við að samstarf
komist á milli bandarískra og íslenskra vísinda-
manna um rannsókn á áhrifum vímuefna-
meðferðar og hvaða líffræði- og erfðafræðilegu
þættir ráða því að fólk ánetjist vímuefnum. Hér
á landi er staddur hópur vísindamanna á veg-
um Brown University og National Institute on
Drug Abuse, NIDA, sem er undirstofnun Heil-
brigðisstofnunar Bandaríkjanna og sérhæfir
sig í fíkniefnarannsóknum. Fyrir hópnum fer
yfirmaður NIDA, dr. Nora Volkow, en hún hef-
ur sýnt því meðferðar- og vísindastarfi sem fer
fram hér á landi mikinn áhuga. Hefur stofn-
unin áður verið í samstarfi við Íslenska erfða-
greiningu og SÁÁ í rannsókn á tengslum
áhættuþátta og erfða hjá reykingafólki.
Nora hefur átt fundi með stjórnendum SÁÁ,
Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítalans
um möguleika á rannsóknasamstarfi við NIDA
og bandaríska háskóla. Þórarinn Tyrfingsson,
yfirlæknir á SÁÁ, segir enga samninga hafa
verið gerða. Ennþá sé verið að ræða saman en
það hafi óneitanlega verið mikill fengur að fá
Noru til landsins. Bandaríkjamenn velji sín
rannsóknarverkefni af mikilli kostgæfni og
langur tími geti liðið þar til einhver niðurstaða
fæst. Eftir miklu er að slægjast en NIDA fjár-
magnar um 85% allra rannsókna á þessu sviði.
„Okkar meðferð hefur ákveðna sérstöðu og við
höfum mikil tækifæri til að fylgja henni eftir
og hvaða áhrif hún hefur. Erfðafræðirannsókn-
irnar hér á landi hafa einnig vakið mikinn
áhuga í Bandaríkjunum. Ég er fullviss um að á
næstu árum geti komið mikið út úr þessu fyr-
irhugaða samstarfi,“ segir Þórarinn.
Nora Volkow segist í samtali við Morg-
unblaðið telja að íslenskir vísindamenn geti
lagt mikið af mörkum í því augnamiði NIDA að
bæta meðferðarúrræði vímuefnaneytenda og
skilja betur hvernig og af hverju fólk ánetjast
fíkniefnum. Hér á landi sé einstakt tækifæri til
að fylgjast með hvaða áhrif meðferð hefur á
fólk og einnig hefur hún hrifist af þeim gagna-
grunnum sem Íslendingar búa yfir.
Einstæður árangur á Íslandi
Nora segir að Íslendingar hafi náð ein-
stæðum árangri á heimsvísu með sínum með-
ferðarúrræðum. Hér á landi sé t.d. um helm-
ingur allra áfengissjúklinga edrú lengur en tvö
ár að lokinni meðferð, á meðan sama hlutfall í
Bandaríkjunum er 15%. „Við getum lært heil-
mikið af Íslendingum,“ segir hún og nefnir
m.a. upplýsingar sem safnað hafi verið saman
hér á landi síðan á áttunda áratug síðustu ald-
ar um vímuefnasjúklinga og meðferð þeirra.
Þetta geti stuðlað að enn betri rannsóknum og
niðurstöðum á því hvers vegna fólk ánetjast
vímuefnum eða hvers konar fíkn. „Það er mjög
mikilvægt að vita hvað gerist að lokinni með-
ferð, hve margir fara aftur í neyslu og koma
aftur í meðferð og af hverju. Ég veit ekki um
nokkurt annað land í heiminum sem býr að
þess háttar upplýsingum. Það eru gríðarleg
tækifæri í rannsóknum út frá gögnum af þessu
tagi.“
Spurð hvort NIDA muni koma með þekkingu
og fjármagn inn í rannsóknir íslenskra vísinda-
manna segir hún að slíkar ákvarðanir verði
ekki teknar strax. Verkefnið verði fyrst að fara
í gegnum nokkur nálaraugu. En í ljósi sérstöðu
Íslendinga séu miklar líkur á að stofnunin
muni leggja til fjármagn. Mikil þörf sé á því í
heiminum í dag að finna betri meðferð-
arúrræði og lyf fyrir vímuefnasjúklinga.
Dr. Nora Volkow telur íslenskt vísindasamfélag geta lagt mikið af mörkum
Íslensk vímuefnameðferð
heillar Bandaríkjamenn
Morgunblaðið/G.Rúnar
Áhrifakona Dr. Nora Volkow stýrir stórri stofnun í Bandaríkjunum og var nýlega útnefnd meðal 100 áhrifamestu einstaklinga í heimi í tímaritinu Time.
Í HNOTSKURN
»Dr. Nora Volkow hélt fyrirlestur í gær-morgun í húsakynnum SÁÁ og hefur
einnig fundað með stjórnendum SÁÁ, Ís-
lenskrar erfðagreiningar og Landspít-
alans.
»Hún beitir taugalíffræði í rannsóknumsínum og starfi og gengur út frá því að
fíkn fólks í vímuefni og aðra ávanabindandi
hegðun stjórnist af sjúkdómum í heila.
Rannsóknir hennar eru margverðlaunaðar.
LANGAFI dr. Noru Volkow er
Leon Trotskí, einn helsti for-
sprakki októberbylting-
arinnar í Rússlandi 1917
ásamt Lenín. Trotskí endaði
ævi sína í útlegð í Mexíkó árið
1940, er hann var myrtur með
ísexi á heimili sínu. Á þessu
sama heimili er Nora fædd ár-
ið 1956 en hún segist hafa ver-
ið orðin 17 eða 18 ára þegar
faðir hennar, Esteban Volkow, talaði fyrst um
afa sinn og ofsóknir Stalíns á hendur honum og
fjölskyldunni. Trotskí og seinni konan, Natalía,
ólu Esteban upp eftir að móðir hans; dóttir
Trotskís af fyrra hjónabandi, lést. Nora segist
eðlilega hafa orðið fyrir miklum áhrifum af sögu
langafa síns og arfleið, og alist upp við að þurfa
að berjast fyrir bættum lífsskilyrðum og geta
hjálpað öðrum, líkt og hún gerir hjá NIDA.
Langafabarn Trotskís
Leon Trotskí