Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝVERIÐ voru stofnuð samtökin Almannaheill. Samtökunum er ætl- að að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almanna- heillasamtök og sjálfseignarstofn- anir sem starfa í almannaþágu, skapa þeim hagfellt starfsumhverfi, styrkja ímynd þeirra og efla stöðu þeirra í samfélaginu. Stofnfélagar samtakanna eru: Aðstandendafélag aldraðra, Blindrafélagið, Bandalag íslenskra skáta, Geðhjálp, Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, Heimili og skóli- Landssamtök foreldra, Hjálp- arstofnun kirkjunnar, Krabba- meinsfélag Íslands, Kvenréttinda- félag Íslands, Landvernd, Neytendasamtökin, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Ungmenna- félag Íslands og Öryrkjabandalag Íslands. Formaður samtakanna er Guð- rún Agnarsdóttir. Almanna- heill til al- mannaheilla ÁRNI Ísaksson, starfsmaður Matvælastofn- unnar, var kos- inn forseti al- þjóðlegu Laxavernd- unarstofnunar- innar (NASCO) á ársfundi henn- ar dagana 3.-6. júní sl., en á þeim fundi var m.a. fjallað um stjórnsýslu varðandi veiðar á Atlantshafi og teknar ákvarðanir um laxveiðikvóta við Vestur-Grænland og Færeyjar. Laxaverndunarstofnunin var stofnuð á Íslandi árið 1984 og var fyrsti forseti samtakanna Guð- mundur Eiríksson þjóðrétt- arfræðingur hjá utanríkisráðu- neytinu. Árni kosinn forseti NASCO Árni Ísaksson Eftir Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur Grímsey | Það má vera að sam- félagið í Grímsey sé ekki stórt en mannlífið er fjölbreytt og eyj- arskeggjar sérlega gestrisnir. Í sumarblíðunni má heyra hamars- högg frá sólpallasmíði, vinnuvélar í gangi á höfninni og að sjálfsögðu syngja fuglarnir undir alla daga. Harpa Þórey Sigurðardóttir og Sigurður Henningsson eru ungt par og hafa keypt sér hús í eynni og undirbúa þar framtíð sína. Sig- urður hefur búið í Grímsey síðan hann var um fjögurra ára en þá kom hann með fjölskyldu sinni frá Hjalteyri. Ungur fór hann að sækja sjó og tók pungaprófið og 30 tonna réttindin eftir 10. bekk eins og margir ungir menn á staðnum. Harpa er frá Lundi í Öx- arfirði og fluttist út í eyjuna fyrir tæpum fjórum árum. Sigurður sækir sjóinn á Birni EA 220 en fjölskylda hans gerir bátinn út ásamt stærri útgerð. Björninn er 15 tonna bátur og á góðum degi hafa þeir um sjö tonn af fiski á línu. Hann segir kvóta- skerðinguna skelfilega. „Það eru margir sem sitja uppi með að borga af kvóta án þess að ná að veiða upp í afborgun, hafa kannski keypt mörg hundruð tonna kvóta og mega svo ekki veiða.“ Hann óttast að haldi nið- urskurður áfram sé hætta á að margir gefist upp og atvinnugrein- in leggist af á litlum stöðum. Það kemur líka margt annað til, eins og hækkandi olíuverð og lán. „Við róum styttra út og keyrum hægar til að spara þannig að þetta svari kostnaði. Síðasta sumar fórum við oft út að steini, í Kolbeinsey, núna förum við ekki nema um 10-12 mílur út.“ Harpa segir að sér finnist sem ráðamenn tali í kross. „Þetta skil- ur ekkert eftir sig nema skuldir eins og staðan er í dag, bankarnir loka á þetta allt á endanum ef út- gerðirnar ná ekki að veiða upp í kvótann og margir eru hættir nú þegar.“ Sigurður segir að það sé nógur fiskur og það væri óskandi að það væri hlustað meira á sjó- menn í þessum efnum. Yfir sumarmánuðina færist meira fjör í atvinnulífið í Grímsey og þá sækir unga fólkið meira heim til að ná sér í góðar tekjur. Það er ótrúlegt að sjá hvernig ungir sem aldnir vinna saman í kringum fiskvinnsluna og börnin tengjast atvinnulífinu strax sterk- um böndum. Nýja ferjan Sæfari tekur allan fisk og flytur í land til sölu og útflutnings. Með ferjunni koma líka ferðamenn en unga par- ið er sammála um að meira sé hægt að gera út á ferðaþjónustu. Gaman sé að sigla í kringum eyj- una og svo sé líka alveg ótrúlegt að ríða þar um, en þau stunda hestamennsku. Þau hafa nóg við að vera í Grímsey og þegar þau eru spurð um framtíðina er það al- veg klárt að eyjan er þeim kær, „framtíðin er hér, það breytist ekkert,“ segir Sigurður. Ljósmynd/Gréta Bergrún Jóhannesdóttir Á réttum stað Harpa Þórey Sigurðardóttir og Sigurður Henningsson hafa komið sér vel fyrir í Grímsey. „Framtíðin er hér“ ÞRÁTT fyrir erfiða tíma í sjávarútvegi vilja þau hvergi annars staðar vera en í Grímsey. Harpa er nú heimavinnandi með tíu mánaða son þeirra enda engin daggæsla á staðnum. Henni líkar vel að búa í Grímsey en segist svo sem varla hafa gert sér grein fyrir því út í hvað hún var að fara til að byrja með. „Ég var bara allt í einu komin með vinnu í uppstokkun og sá fyrir mér einhverja risakróka sem maður væri að vinna með en svo er þetta auðvitað allt saman öðru- vísi. Þetta er í raun bara eins og ein stór fjölskylda hérna, og fé- lagslífið gott.“ Vilja aðeins Grímsey 19. eða 26. júlí frá kr. 54.990 Bjóðum nú frábært sértilboð til Rhodos í viku eða 2 vikur 19. eða 26. júlí á tvo okkar vinsælu gististaði. Hotel Rhodos Palace ****+ með hálfu fæði eða íbúðahótelið Sun Beach ****. Hótelin eru frábær valkostur sem býður góðan aðbúnað fyrir hótelgesti. Þau eiga það sameiginlegt að vera með góða sundlaugagarða, sólbaðsaðstöðu og úrval veitingastaða. Skemmtidagskrá er í boði og mikið lagt upp úr leik og skemmtun fyrir bæði börn og fullorðna. Tryggðu þér þetta einstaka tilboð og njóttu lífsins með fjölskyldunni við góðan aðbúnað á eyju sólarinnar. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Sun Beach Verð kr. 54.990 Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Sun Beach Resort í viku, sértilboð 19. eða 26. júlí. Aukavika kr. 17.000. Verð kr. 69.990 Netverð á mann , m.v. 2 saman í íbúð á Sun Beach Resort í viku, sértilboð 19. eða 26. júlí. Aukavika kr. 17.000. Rhodos Palace Verð kr. 74.990 - hálft fæði Netverð á mann , m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði í hótelherbergi á Rhodos Palace Hotel ****+ í viku. Aukavika kr. 35.000. Brottför 26. júlí kr. 10.000 aukalega. Aukavika í brottför 26. júlí kr. 45.000 Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Síðustu sætin! Rhodos Palace ****+ með hálfu fæði Aparthotel Sun Beach **** Rhodos

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.