Morgunblaðið - 03.07.2008, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 19
ÞAÐ er ekki nóg að syngja vel. Og
ekki er heldur nóg að spila vel. Ef
rétti andinn er ekki til staðar getur
hin fallegasta tónlist orðið að ein-
hverju allt öðru en hún á að vera. Og
þá er spurning
hvort hún komi
manni nokkuð
við.
Atli Heimir
Sveinsson
samdi lögin sín við ljóð Jónasar Hall-
grímssonar fyrir um áratug síðan.
Þau komu fyrst út á geisladiski með
Signýju Sæmundsdóttur í aðal-
hlutverki. Nú eru þau komin út aftur,
í þetta skipti túlkuð af Huldu Björk
Garðarsdóttur sópran og Eyjólfi Eyj-
ólfssyni tenór, ásamt hópi valin-
kunnra hljóðfæraleikara.
Lögin eru sjálfsagt ekki allra. Þau
eru vissulega mjög aðgengileg, enda
var hugmynd tónskáldsins að „börn
gætu haft gaman af að syngja þau“
eins og segir í bæklingnum sem fylgir
diskinum. Gamaldags leikhússtíllinn,
í anda Kurts Weil með fáeinum Schu-
bertslettum (lagið Óhræsið er t.d.
eins og bein tilvitnun í síðasta lag
Vetrarferðarinnar eftir Schubert),
virkar samt eilítið undarlegur. Það er
nánast eins og manni sé boðið upp á
mjólk sem er komin yfir síðasta sölu-
dag. Við fyrstu sýn hafa lögin því ekki
elst vel á þessum tíu eða ellefu árum
síðan þau voru skrifuð.
En er það svo? Ég skrifaði á sínum
tíma um túlkun Signýjar á lögunum,
sem var skemmtilega hlýleg, en það
hæfði alþýðlegum stílnum einkar vel.
Í samanburðinum er söngur Huldu
Bjarkar dálítið kuldalegur, þótt hann
sé vandaður og túlkun Eyjólfs, sem
vissulega hefur dásamlega rödd, er á
köflum einkennilega tilgerðarleg. Það
er eitthvað tildurslegt við sönginn
sem hreinlega passar ekki þessari
tónlist.
Nei, lögin eru einmitt ekki komin
yfir síðasta söludag. En umgjörðin er
ekki rétt, tónlistin er ekki í þeim bún-
ingi sem maður gæti hugsað sér fyrir
börnin sín, og maður sér þau ekki fyr-
ir sér í gamaldags uppfærslu á ein-
hverju skemmtilegu leikriti. Þau eru
á einhverjum allt öðrum stað og þau
eiga ekki heima þar. Frábær spila-
mennskan, hvort sem það er mark-
viss fiðluleikur Sigrúnar Eðvalds-
dóttur, glitrandi píanóleikur Önnu
Guðnýjar Guðmundsdóttur, áferð-
arfagur klarinettuleikur Sigurðar
Ingva Snorrasonar eða einbeittur
bassaleikur Hávarðs Tryggvasonar,
breytir engu þar um.
Kemur þetta manni við?
TÓNLIST
Geisladiskur
Hulda Björk Garðarsdóttir og Eyjólfur Eyj-
ólfsson syngja. Hljóðfæraleikarar: Sigrún
Eðvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmunds-
dóttir, Sigurður Ingvi Snorrason og Há-
varður Tryggvason. Tónmeistari: Bjarni
Rúnar Bjarnason.
Íslands minni. Lög Atla Heimis Sveins-
sonar við ljóð Jónasar Hallgrímsson-
arbbnnn
Jónas Sen
Í GRAFÍKSAFNINU, sýningar-
sal Íslenskrar grafíkur, hanga nú
verk eftir Ingu Huld Tryggva-
dóttur undir heitinu „Heimsókn“.
Inga Huld lauk MFA-námi í
grafík frá Pratt Institute í New
York á síðasta ári og er þetta
fyrsta einkasýning hennar hér-
lendis.
Á sýningunni eru myndverk
unnin með silkiþrykki, kolum,
bleki og klippimyndum. Mynd-
efnið er fuglar, fiskar, egg og
fleira.
Listakonunni tekst ágætlega að
blanda saman þrykki, kolum og
blekteikningu, og nýtir þá eigind
hvers verkfæris fyrir sig í nokkuð
einfaldri en skýrri mynd. Þó
sjáum við ekki sérlega tekið á
tækni eða myndmáli á þessari
sýningu. Flöturinn er frekar
myndskreyttur, en vissulega er
fínlegur bragur á þessu sem fer
reyndar yfir í að vera gelgjulegur
á köflum.
Svarthvít
blanda
MYNDLIST
Grafíksafnið
Opið fimmtudaga – sunnudaga kl. 14.00-
18.00. Sýningu lýkur 6. júlí. Aðgangur
ókeypis.
Inga Huld Tryggvadóttir
bmnnn
Jón B.K. Ransu
Í TILEFNI þess að níutíu ár eru
liðin frá því að lýðveldi var sett á
laggirnar í Litháen var boðið upp
á litháska tóna í Salnum í Kópa-
vogi. Kannski ekki litháska, því
aðeins eitt litháskt lag var á efnis-
skránni „Til föðurlandsins“ eftir
Jurjans. Annars voru velflest
verkin af vinsældarlistum fyrri
tíma, s.s. sigurmarsinn úr Aidu,
sem var leikinn eins og ballaða,
forleikurinn að „Vilhjálmi Tell“,
intermissóið úr „Cavalleria rustic-
ana“ eftir Mascagni og næturljóð
eftir Copin, sónötubrot eftir
Beethoven og söngdansar eins og
„Over the rainbow“ Arlens og
„Hello Dolly“ Hermans, eina lagið
sem svingaði og ranglega eignað
Ellington í efnisskrá. Útsetningar
voru flestar eftir Macats og hljóm-
uðu popplega, trommuheili og allt
hvað eina, en sumar eftir Stengre-
vics nokkurn og reyndi hann að
kalla fram sinfóníska tóna úr
hljóðsmalanum og var það mis-
heppnað eins og jafnar er slíkt er
reynt.
Ozols er fantafínn fiðlari og það
var frábært að heyra tækni hans
og tóninn rafmagnaða aftur á móti
gerði Macats lítði annað en að
smala gervistrengjum og öðrum
gervihljóðum úr hljómborðinu.
Eina skiptið sem hann lék sóló
eins og hljómborðsleikari var í
Hello Dolly en ekki var það
merkilegur spuni frekar en hjá
fiðlaranum – frekar léttfleygar
fraseringar. Aftur á móti blés Ma-
cats í munnhörpu í aukalaginu og
það var mjög vel gert. Mikið hefði
verið gaman að heyra hann leika
meira á það hljóðfæri.
Þeir félagar eru víða eftirsóttir
með þessa rafvæddu poppklassík.
Slíkt hefur jafnan verið vinsælt en
aftur á móti varla burðarverk í
heila tónleika. Færni þeirra félaga
kom þó í veg fyrir að manni leidd-
ist þó smekkvísin væri ekki í
fyrirrúmi.
Kokteiltónar
TÓNLIST
Salurinn
Raimonds Ozols raffiðlu og Raimonds
Macats hljómborð og munnhörpu
Fimmtudagskvöldið 19. júní
Ozols og Macats bbmnn
Vernharður Linnet
SÓLVEIG Baldursdóttir mynd-
höggvari sýnir nú fimm verk unnin í
marmara í fordyri Hallgrímskirkju.
Sólveig hefur nokkra sérstöðu í ís-
lenskri myndlist að því leyti að hún
heggur myndir sínar í ítalskan
marmara og fylgja nöfn marmara-
tegundanna með á sýningunni.
Sólveig nálgast marmarann á
hefðbundinn hátt, þótt segja megi að
sú aðferð að láta hluta myndanna
brotinn eða óheflaðan tilheyri frekar
samtímanum. Verk hennar bera titla
sem vísa til náttúrunnar, og sýna
blóm, tré, fjöll og eina fígúru, engil
sem skreyttur hefur verið hekluðum
væng, en dregur það heldur úr ein-
faldleika myndarinnar. Sólveigu
tekst ágætlega upp við vinnu sína
með marmarann og tekst henni að
birta margvísleg litbrigði hans og
áferð og nýta sér þau vel í verkum
sínum.
Úrvinnsla hennar á efniviðnum er
þó langt frá því að vera framsækin
og jafnvel á mörkum skreytilistar.
Þetta dregur nokkuð úr heildar-
áhrifum sýningarinnar, en senuþjóf-
urinn er marmarinn sjálfur, áferð
hans, litbrigði og heiti sem kalla
fram ítalska draumsýn í huga áhorf-
andans.
Þrátt fyrir helst til hefðbundin
vinnubrögð er engu að síður áhuga-
vert að sjá hvernig íslenskur lista-
maður nálgast þennan alítalska efni-
við og höggmyndir Sólveigar myndu
sóma sér einkar vel í náttúrulegu
umhverfi, eins og marmari gerir.
Hvítir skór Úrvinnsla er á mörkum skreytilistar að mati gagnrýnanda.
Minningar
um marm-
arann
MYNDLIST
Fordyri Hallgrímskirkju
Til 10. september. Opið mán. til lau.
kl. 9-20 og sun. kl. 9-19.
Höggmyndir í marmara,
Sólveig Baldursdóttir
bbmnn
Ragna Sigurðardóttir
SEGJA má að það hafi skipst á skin
og skúrir á tónleikum Paul Simons í
Höllinni síðasta þriðjudag. Hann og
sveit hans fóru á blússandi stím á
milli þess sem þeir sigldu lygnan sjó
– svo lygnan á köflum að sumum
þótti nóg um.
Sveit Simons, sem skipuð var ein-
valaliði hljóðfæraleikara, hóf kvöldið
með lagi af frægustu sólóplötu Sim-
ons, Graceland. „Gumboots“ var þétt
og hrynheitt og þægilegur sumar-
bragur yfir fjölskrúðugum „múltí-
kúltí“ mannskapnum sem á sviðinu
stóð. Stemningin í salnum var líka
þægilega afslöppuð, það var t.d. vel
að engir voru stólarnir í stæðinu.
Strax á eftir var það svo „The Boy in
the Bubble“ af sömu plötu, í nokkuð
breyttri mynd þó. Lagið grúvaði frá-
bærlega, Simon og félagar búnir að
rífa upp mikið stuð á örskotsstund en
afrískir straumar Graceland áttu eft-
ir að einkenna restina af settinu.
Næst var síðan lagið „Outrageous“
af nýjustu plötu Simons, Surprise
(2006). Þægilegt lag, ágætlega flutt,
en stemningin tók nokkra dýfu við
þetta. „Mrs. Robinson“, eitt frægasta
lag Simon, var flutt á nýstárlegan
hátt sem var bara ekki að virka þó ég
taki ofan fyrir tilrauninni. „Slip Slid-
in’ Away“ gerði hins vegar eins og
segir í nafni þess … rann úr greipum
hljómsveitar og frá eyrum hlustenda
án þess að nokkur yrði þess var.
Stemning hafði því breyst all-
nokkuð og nú fóru ákveðnir ann-
markar að koma í ljós. Þessir tón-
leikar liðu á margan hátt, eðlilega,
fyrir að vera þeir fyrstu í tónleika-
ferðalagi Simons um Evrópu og
sveitin var hreinlega ekki nógu vel
æfð í sumum laganna. Einbeiting
hljómsveitarstjórans var því tvískipt,
annars vegar var hann að benda
mönnum á hvert skyldi fara næst og
hins vegar að reyna að koma laginu
sæmilega frá.
Við tók því undarlegur kafli þar
sem stigið var varlega fetað og brot-
hættur flutningurinn var ekki að
virka, bandið kalt og óöruggt. Þegar
„Train in the Distance“ var spilað tók
ég eftir því að fólk var tekið að fara
úr salnum, sýnilega svekkt yfir því að
Simon væri ekki lifandi glymskratti.
„Me And Julio Down By The
Schoolyard“ setti svo skyndilega allt
í gang en bíddu við … allt rofið um
leið með þunglamalegu „The Teac-
her“!? Simon mætti endurskoða
lagauppröðunina rækilega fyrir
næstu tónleika.
Nú steig Simon einn fram með gít-
arinn og hóf að spila hið magnaða
„Sounds of Silence“. Þarna sýndi
hann vel af hverju hann er sagður
einn mikilhæfasti lagahöfundur dæg-
urlagatónlistarinnar. Söngur hans
var bæði fallegur og einlægur og há-
punktur tónleikanna staðreynd.
Endað var á „Diamonds on the
Soles of Her Shoes“ og þá, loksins,
var stemningin orðin sæmilega þétt
og góð. Simon var þó hvergi nærri
hættur og áhorfendur fengu tvær
uppklappshrinur. Það var lýsandi
fyrir tónleikana í heild sinni að „Still
Crazy After All These Years“ klúðr-
aðist laglega á meðan „You Can Call
Me Al“, var landað með glans. Það
vantaði bara Chevy Chase á sviðið.
Lokalag var af Graceland „I Know
What I Know“ og þá var bandið loks-
ins orðið vel heitt. En því miður var
það fullseint.
Að þessu sögðu er Simon engu að
síður með margt með sér. Þó að tón-
leikarnir hafi liðið nokkuð fyrir ryð
og æfingaleysi er Simon greinilega í
ágætu formi og sönglega missti hann
t.a.m aldrei dampinn. Víbrarnir voru
líka fínir frá sviðinu, þó þeir hafi ver-
ið skrykkjóttir á stundum. Lagavalið
er þá gott, þó að röðunin hafi verið
skrítin, og Simon sneiðir smekklega
frá því að vera útungunarvél fyrir
smelli og reyndi eftir bestu getu að
glæða þá nýju og annars konar lífi.
Þetta á eftir að verða vel smurt og
gott eftir nokkrar vikur – en í Höll-
inni þurfti stundum að taka viljann
fyrir verkið.
Simon segir …
TÓNLEIKAR
Laugardalshöll
Paul Simon í Laugardalshöll ásamt
hljómsveit. Þriðjudaginn 1. júlí
Paul Simon
bbbnn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Upp og niður Paul Simon og sveit hans áttu firnagóða spretti á milli þess
sem þeir duttu niður í lægð. Lagavalið var gott en röðun laganna skrýtin.
Arnar Eggert Thoroddsen