Morgunblaðið - 03.07.2008, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 25
MORGUNBLAÐIÐ birti nýlega
grein eftir Steingrím J. Sigfússon sem
var efnislega sama greinin og birtist
eftir hann í blaðinu í febrúar síðast-
liðnum. Steingrímur er þar að fjalla um
útflutningsverðmæti áls annars vegar
og sjávarafurða hins vegar. Hér verða
ekki eltar ólar við stóryrði Steingríms
s.s. að kalla þá þursa sem hafa ekki
sömu viðhorf til málefnisins og hann og
stilla þeim upp sem sérstökum and-
stæðingum náttúruverndar.
Í fyrstu nokkur almenn atriði varð-
andi málflutning Steingríms. Hann
kallar það áratuga gamla klisju og
kreddur að það sé skynsamlegt að nýta
orkuauðlindir landsins til útflutnings
eins og gert er með útflutningi á vörum
orkuiðnaðarins. Ef það er eingöngu
hugvitið sem á að virkja, og þá ekki í
tengslum við auðlindanýtingu, þá hlýt-
ur það sama að ganga yfir báðar grein-
arnar; að fjárfesting í nýtingu auðlinda
sé í sjálfu sér óæskileg!
Steingrímur kallar réttilega eftir
meiri fræðilegri umfjöllun um þjóð-
hagsleg áhrif orkuiðnaðarins. Sú um-
fjöllun mætti vissulega að ósekju vera
miklu meiri. Hann fjallar sérstakleg um
nettó útflutningsverðmæti fiskafurða
og áls í grein sinni og segir að álið sé
ekki nema hálfdrættingur við sjávar-
útveginn hvað það snertir, enda sé
nettó útflutningshlutfallið 35% í álinu
og 80% í sjávarútveginum; þ.e. að það
verði 80% af útflutningsverðmætinu
eftir í landinu í sjávarútveginum en
ekki nema 35% í áliðnaðinum. Hér
teygir Steingrímur forsendurnar eins
og hægt er sjávarútveginum í vil en við
skulum láta það liggja milli hluta og
nota þessi hlutföll í þeim útreikningum
sem fara hér á eftir.
Álafurðir skila 2/3 á við
sjávarútveginn
Í gögnum frá aðalfundi Samtaka fisk-
vinnslustöðva frá 28. september 2007
segir að á verðlagsforsendum þess tíma
sé líklegt að útflutningsverðmæti sjáv-
arafurða 2008 muni verða um 100 millj-
arðar (gengisvísitalan um 120) og
lækka nokkuð frá fyrri árum vegna
minni aflaheimilda. Að teknu tilliti til
gengisbreytinga miðað við meðalgengi
nú í júní (158) væri útflutnings-
verðmætið 2008 um 131 milljarður á
verðlagi júnímánaðar. Á sömu geng-
isforsendum, og miðað við álverð í júní
2008, verður heildarvermæti álútflutn-
ings á árinu um 190 milljarðar. Ef not-
aðar eru hlutfallstölurnar
hans Steingríms þá eru
nettó útflutningstekj-
urnar 104,8 milljarðar í
sjávarútveginum á móti
66,5 milljörðum í álút-
flutningi; um 63,5% eða
nálægt tveim þriðju en
ekki helmingi eins og
Steingrímur heldur fram.
Þetta eru einfaldir út-
reikningar og forsend-
urnar getur hver sem er
fundið á netinu. Stein-
grímur nefnir einnig að
þetta segi ekki alla sög-
una því orkusölutekjurnar renni til
orkufyrirtækjanna og verulegur hluti
þeirra fari í að borga af erlendum lán-
um. Nú er það svo að á móti afborg-
unum af erlendu lánunum kemur
eignaaukning í virkjunum sem endast
mun lengur en sem nemur tímanum
sem tekur að borga lánin upp; þannig
að afborganirnar eru ekki áhyggju-
efni. Það eru fyrst og fremst vextirnir
sem skipta máli hvað þetta varðar.
Það sem Steingrímur tekur hins veg-
ar ekki inn í sína útreikninga er að á
bak við sjávarútveginn
standa einnig erlend
lán. Það sem skiptir þá
máli er hvort standa
meiri erlend lán á bak
við sjávarútveginn eða
orkufyrirtækin þ.e.
hinn íslenska þátt
þessarar starfsemi.
Álfyrirtækin eru eins
og alþjóð veit erlend
fjárfesting þannig að
fjárhagslegar skuld-
bindingar þeirra
vegna eru á ábyrgð er-
lendra aðila og ég
reikna með að það sé á þeim for-
sendum sem Steingrímur nefnir ekki
vexti eða afborganir þeirra. Hvað
þetta varðar má til fróðleiks nefna að
Alcoa tók ekki lán vegna byggingar
Fjarðaáls; framkvæmdin var fjár-
mögnuð af tekjustreymi móðurfélags-
ins
Svipaðar erlendar skuldir
Ef aftur er leitað í upplýsingar frá
aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva
á síðasta ári þá segir þar að heild-
arskuldir sjávarútvegsins séu áætl-
aðar 304 milljarðar í júní 2007 og þar
af hafi um 217 milljarðar verið erlend-
ar skuldir. Steingrímur nefnir til sam-
anburðar í sinni grein að heild-
arskuldir vegna
Kárahnjúkavirkjunar séu í dag ekki
undir 150 milljörðum. Undirritaður
hefur þær tölur ekki undir höndum
og telur reyndar eðlilegra að miða í
þessum samanburði við skuldir orku-
fyrirtækjanna allra. Ef horft er til
þeirra skulda sem hvíla á orkufyr-
irtækjunum eftir framkvæmdir síð-
ustu ára vegna orkusölu til álfram-
leiðslu eins og þær voru í lok síðasta
árs, en þá var fjármögnun Kára-
hnjúkavirkjunar að mestu lokið, hafa
þær væntanlega verið einhversstaðar
á bilinu 200-250 milljarðar eða ekki
langt frá því sem sjávarútvegurinn
skuldaði erlendis á sama tíma. Þessi
samanburður breytir því sáralitlu um
endanlegan ávinning af útflutningi
sjávarfangs annars vegar og álafurða
hins vegar. Erlendar skuldir orkufyr-
irtækjanna vegna orkufreka iðnaðar-
ins eru í dag líklega eitthvað hærri en
sjávarútvegsins en væntanlega eru
orkufyrirtækin að greiða lægri vexti
þannig að heildarvaxtagreiðslur eru
svipaðar.
Að borga vel fyrir aðföngin
Það sem skiptir hins vegar mestu
máli hvað varðar framlag til þjóð-
arbúsins er hvernig viðkomandi at-
vinnugrein nýtir vinnuafl og önnur
aðföng; ekki nettóhlutfall útflutnings-
ins. Ef litið er á áliðnaðinn þá er hann
að greiða verulega hærri laun en
gengur og gerist um sambærileg
störf og það sama á við um orkufyr-
irtækin. Þá sækjast þjónustufyr-
irtæki eftir að vinna fyrir orku og ál-
fyrirtækin. Ef horft er til
raforkuverðsins eins og það er nú á
miðju ári 2008 þá sýnist þeim sem
þetta ritar að verðið fyrir orkuna frá
Kárahnjúkavirkjun sé nú með því
hæsta sem gerist um raforkuverð til
álframleiðslu í heiminum og til að
mynda ekki lægra en haft var eftir
stjórnarformanni Alcoa um raf-
orkuverð í Brasilíu sem var nokkuð til
umræðu hér á síðasta ári.
Ef til viðbótar er tekið tillit til þess
að Kárahnjúkavirkjun skilar meiri af-
köstum en hönnunarforsendur og þar
með arðsemisútreikningar gerðu ráð
fyrir er ljóst að virkjunin mun verða
borguð upp á skemmri tíma en reikn-
að hafði verið með. Þetta endurspegl-
ast að hluta í reikningum Landsvirkj-
unar en eigið fé fyrirtækisins hefur
hækkað umtalsvert að undanförnu
vegna þess að alþjóðlegar reglur um
reikningsskil krefjast þess að fram-
tíðarvirði orkusölusamninganna sé
strax reiknað til tekna. Ef vilji er til
að halda áfram samanburði á orku-
iðnaðinum og sjávarútveginum þá er
nú svo komið að eigið fé Landsvirkj-
unar samkvæmt reikningum fyr-
irtækisins er í dag nálægt því það
sama og sjávarútvegsins alls sam-
kvæmt gögnum Hagstofunnar þar
um. Hér verður að slá þann varnagla
að eigið fé samkvæmt ársreikningum
endurspeglar ekki endilega raunvirði
viðkomandi eigna. (Eigið fé Lands-
virkjunar var 99 milljarðar árið 2007
en sjávarútvegsins var 96 milljarðar
2006 sem eru nýjustu tölur Hagstof-
unnar. Eigið fé Landsvirkjunar hefur
hækkað umtalsvert síðan og ef eigið
fé sjávarútvegsins hefur hækkað til
2008 eins og það gerði 2003-2006 væri
það nú um 110 milljarðar)
Mikilvægar greinar fyrir
útflutninginn
Annars á ekki að standa í þessum
samanburði á sjávarútveginum og
orkuiðnaðinum. Báðar greinarnar
standa ágætlega fyrir sínu á eigin for-
sendum og eru og munu verða um
langt árabil bakfiskurinn í útflutningi
Íslendinga. Það er vandséð hvað get-
ur komið í staðinn fyrir þessar tvær
greinar hvað það varðar. Jafnvel þó
að spá Samtaka iðnaðarins um há-
tækniútflutning gangi eftir og al-
mennur þjónustuútflutningur haldi
áfram að vaxa meira en vöruútflutn-
ingurinn, eins og hann hefur gert um
árabil, þá verða framleiðslugrein-
arnar áfram að standa fyrir sínu ef ut-
anríkisviðskiptin eiga að vera í jafn-
vægi.
Freistandi væri að taka fyrir fleiri
þætti úr grein Steingríms en hér
verður þó látið staðar numið. Ég
ítreka að ég tek undir með honum að
það þarf að rannsaka miklu meira
hver hin efnahagslegu áhrif af orku-
iðnaðinum eru. Ef til staðar væru
haldgóðar upplýsingar þar um þá
þarf umræðan ekki að byggjast á
ágiskunum og sleggjudómum heldur
væri til staðar góður gagnagrunnur
sem hægt væri að ganga í.
Eftir Jóhannes Geir
Sigurgeirsson »Ef þessi rök Stein-
gríms halda eru ekki
heldur nein rök fyrir að
nýta auðlindir sjávar
eins og gert hefur verið
hér um langan aldur.
Höfundur er fyrverandi stjórn-
arformaður Landsvirkjunar en starf-
ar nú sem ráðgjafi í orku- og atvinnu-
málum.
Sjávarútvegurinn og áliðnaðurinn
- burðarásar í útflutningi
Jóhannes Geir
Sigurgeirsson
Hraðferð Logi Bergmann fær aðstoð áður en hann stígur á vespu við Nesvöll, en Logi, ásamt fleira fólki, hóf hringferð um landið í góðgerðargolfi í gær.
Árni Sæberg Blog.is
Anna Kristinsdóttir | 2. júlí
300 þúsund
af 20 milljónum
Í gær voru stimpilgjöld
vegna lána til fasteigna-
kaupa á fyrstu eign af-
numin. Veit ekki hvort
áhrif á fasteignamark-
aðinn verða mikil við
þessa breytingu. Þessi aðgerð var gerð til
þess að auðvelda ungu fólki að kaupa sína
fyrstu fasteign. Ekki síst vegna ástandsins
á fasteignamarkaði. Þótt þetta sé jákvæð
breyting mun hún varla gera útslagið fyrir
ungt fólk í leit að fasteign til kaupa. …
Meira: annakr.blog.is
Ómar Ragnarsson | 1. júlí
Endurskipulagning
aksturs
Eitt þeirra ráða sem
heyrst hefur vegna
hækkandi eldsneyt-
isverðs er að selja annan
bílinn af tveimur á heim-
ilinu eða leggja honum.
Þetta er ekki einhlítt ráð.
Ef velja á hvaða bíll verður eftir verður
það yfirleitt hinn stærri og eyðslufrek-
ari. Til greina kemur að minni bíllinn sé
hafður eins lítill og unnt er og honum
ekið sem mest …
Meira: omarragnarsson.blog.is
MIG minnir að það hafi verið
Halldór Laxness sem sagði af
hyggjuviti sínu, að maður
þyrfti ekki að hafa skoðun á því
hvað væri langt til Eyrarbakka,
– maður bara mældi það. Sama
gildir um tekjur RÚV af af-
notagjöldum. Viðmiðunar-
grunnurinn sem lagður var árið
2006 var 2,7 milljarðar króna.
Árið 2007 vantaði 123 milljónir
króna upp á að þessi upphæð
héldi raungildi sínu og á þessu
ári mun vanta 278 milljónir.
Samtals eru vanhöldin á þess-
um tekjum því rúmlega 400
milljónir króna frá því sem
gengið var út frá í þeim rekstr-
aráætlunum, stofnefnahags-
reikningi og þjónustusamningi
sem mörkuðu upphafið á
breyttu rekstrarformi RÚV.
Mér dettur hins vegar ekki í
hug að nota orð á borð við svik
eða brigð um þessa staðreynd
og er ekkert að barma mér yfir
þessu á torgum. Þetta er bara
ný ákvörðun. Fulltrúi eigand-
ans – sem jafnframt er kaup-
andi þjónustunnar – hefur ein-
faldlega ákveðið að kaupa fyrir
minna fé en hann ætlaði í
fyrstu. RÚV er svo sem ekkert
að kveinka sér undan því, –
eigandinn „á þetta og má
þetta“. Við hjá RÚV högum
okkar seglum eftir þessum
vindi en höldum ótrauð áfram
að búa til eins mikla, góða og
fjölbreytta dagskrá og við get-
um fyrir það fé sem er til ráð-
stöfunar á hverjum tíma.
Páll Magnússon
Skoðanir og
staðreyndir
Höfundur er útvarpsstjóri.