Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 35
Það var fyrir rúmum
fimm árum síðan sem
við keyptum parhús við
Fjallalindina í Kópa-
vogi. Daginn eftir að við skrifuðum
undir kaupsamninginn hringdi Jón
Ólafsson í okkur. Hann kynnti sig
sem Jón granna „eiganda að hinum
helmingnum af húsinu“ og óskaði
okkur til hamingju með kaupin. Til-
efnið var þó aðallega að það var komin
tími til að mála þakið á húsinu, það
yrði þurrkur á næstu dögum, hvort
við gætum ekki komið sem fyrst og
drifið í þessu með honum „þó svo við
ættum ekki að fá húsið afhent fyrr en
eftir tvo mánuði“. Auðvitað var það
ekkert mál og þakið var málað. Strax
við fyrstu kynni komust við að því að
Jón var gull af manni, maður sem
geislaði af lífsorku og krafti. Hann var
opinn, skemmtilegur og mikill húm-
oristi. Ef Jón var ekki í vinnunni þá
var hann upp í sumarbústað, í golfi, á
skíðum og þess á milli að passa barna-
börnin. Jón var alltaf að gera eitthvað
skemmtilegt.
Núna í vetur fórum við í okkar
fyrstu skíðaferð til Ítalíu, að sjálf-
sögðu leituðum við til Jóns þar sem
hann hafði mikla reynslu af slíkum
ferðum og þekkti vel helstu skíðastað-
ina. Jón gaf okkur góð ráð en mælti
þó sérstaklega með að taka einn dag
frá og fara í svokallaða „BTB-ferð“,
þeim sið ætlum við halda í framtíðinni
og um leið minnast góðs vinar og ná-
granna. Við munum sakna Jóns
granna en um leið erum við þakklát
fyrir að hafa fengið tækifæri til að
kynnast honum og munum minnast
hans sterka persónuleika sem krydd-
aði tilveruna með húmor, gleði og
hlýju.
Við sendum Gerðu, Ástu, Pétri,
Láru og öðrum aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um guð að styrkja þau á þessum erf-
iðu tímum.
Pétur og Jóhanna,
Fjallalind 57.
Skjótt skipast veður í lofti. Jón
Ólafsson, góður vinur og skólafélagi
er fallinn frá. Hann kvaddi skyndilega
og alltof snemma. Sorgin er mikil og
ótímabært andlát hans er okkur
óskiljanlegt. Hann er öllum sem
þekktu hann harmdauði. Lífið er
hverfult.
Við kynntumst þegar við hófum
nám í Verzlunarskóla Íslands. Á þess-
um mótunarárum myndaðist djúp
vinátta sem hefur stöðugt styrkst.
Hópurinn Verzló ’66 hefur staðið þétt
saman í gegnum árin. Þar átti Nonni
og Júlli vinur okkar, sem dó fyrir 10
árum, stóran þátt í að rækta vinskap
innan hópsins og þeir skildu báðir að
með vináttu að veganesti er maður
aldrei einn á ferð. Sú hefð hefur
myndast að hópurinn hittist mánað-
arlega í hádegismat yfir vetrartím-
ann.
Kalkúnaveislan fyrir jólin verður
ekki sú sama þegar Nonna vantar í
hópinn.
Golfferðirnar eru orðnar margar,
bæði innan- og utanlands. Einnig
heimsóttum við skólafélaga sem
bjuggu erlendis og þá var oft glatt á
hjalla. Þegar um gamanmál var að
ræða þá var Jón sko á heimavelli. Við
vorum nágrannar í gamla daga og við
vorum farin að hlakka til að verða aft-
urnágrannar í sveitinni, þar sem
Nonni og Gerða höfðu komið sér ein-
staklega vel fyrir.
Á kveðjustundu er okkur ofarlega í
huga allar ánægjulegu samveru-
stundirnar sem við áttum saman.
Nonni gaf mikið af sér og var sterkur
félagsmaður, alltaf tilbúinn að hjálpa.
Við fráfall hans er höggvið skarð í
vinahópinn og verður hans sárt sakn-
Jón Ólafsson
✝ Jón Ólafssonfæddist í
Reykjavík 15. maí
1947. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 19. júní
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Digraneskirkju 30.
júní.
að. Við kveðjum gaml-
an vin með sorg, sökn-
uði og virðingu og
þökkum allar samveru-
stundirnar sem gott
verður að minnast. Um
leið og við kveðjum
Nonna vottum við
Gerðu og börnunum
samúð á mikilli sorgar-
stundu.
Við biðjum Guð um
styrk þeim til handa.
Við eigum góðar minn-
ingar um einstakan vin
og frábæran mann sem
við geymum.
Það er bjart yfir minningu Jóns
Ólafssonar.
Margrét og Jón Ásgeir.
Jón Ólafsson er farinn frá okkur.
Í dag kveðjum við kæran vin okkar,
Jón Ólafsson. Það er margt sem kem-
ur upp í hugann núna þegar hann
kveður okkur. Kynni okkar Nonna
var í gegnum skíði og golf. Á Nesvelli
áttum við góðar stundir í golfi en þar
spiluðum við golf í mörg ár. Það er
minnisstætt að í mörgum meistara-
mótum á Nesinu urðum við í ýmsum
sætum til skiptis og vorum sáttir með
það. Við félagarnir mættum snemma í
kaffi með Jóa Gunn og Jóni Ö. á Kaffi-
vagninum og spiluðum svo í „logni“ á
Nesinu. Nonni spilaði eitt ár í meist-
araflokki Ness og stóð sig vel, ég
minnti hann oft á að hann væri meist-
araflokksmaður!
Það var gaman að spila með
Nonna, hann var mikill keppnismað-
ur, gaf ekkert eftir og var fljótur að
sjá hvað amaði að mótherjanum. Hve
oft sagði hann ekki „Magga, horfðu á
boltann“. Við Nonni fórum í okkar
fyrstu golfferð fyrir um 20 árum síðan
og lá leiðin til Skotlands. Þar gistum
við hjá frú Peggy fyrir 8 pund á
manninn og þá sagði Nonni „þetta var
góður díll“. Það voru margar góðar
ferðir sem við fórum í saman með
„Rusty Nail“ en það eru félagar sem
koma úr Fram og Val, 6 í hvoru liði og
spiluðum við annað hvert ár erlendis.
Síðasta ferð Rusty Nail hópsins var til
Írlands árið 2006 og sáum við þar Ry-
der-keppnina. Það var frábær ferð.
Við Magga fórum margar góðar golf-
ferðir með Nonna og Gerðu bæði til
Spánar og Flórída. Þar kom hann
sterkur inn sem leiðbeinandi því hann
var okkur fremri í þeirri íþrótt.
Skíðaíþróttin var Nonna afar kær.
Hann var mikill áhugamaður ásamt
vinum sínum í skíðadeild Fram um
uppbyggingu í Kóngsgili í Bláfjöllum.
Þar gerðu þeir félagarnir glæsilegan
skála og skíðaaðstöðu, allt í sjálfboða-
vinnu með fjölskyldum sínum. Fyr-
irhugaðar voru margar skemmtilegar
ferðir í sumar, t.d. ætluðum við að
hitta þau hjónin í golfferð á Akureyri
en þá var Nonni kominn á sjúkrahús
þar. Við fórum norður þrátt fyrir það
til að vera hjá okkar dýrmætu vinum.
Að sjá þennan lífsglaða og fallega
mann berjast fyrir lífi sínu var átak-
anlegt.
Við félagarnir vorum á leið í ferð
með LEK (Landssamtök eldri kylf-
inga) nú í júlí til Tékklands. Nonni var
nýtekinn við sem formaður. Í þeirri
ferð verður hans sárt saknað en minn-
ingu hans verður haldið hátt á lofti.
Hann verður þar með okkur alla leið.
Við gætum sagt endalausar sögur
af dýrmætri vináttu okkar við Nonna
og Gerðu en þær varðveitast best í
hjörtum okkar og munu lifa þar af ei-
lífu.
Elsku Gerða, Lára, Ásta og Pétur
Marinó, megi Guð gefa ykkur styrk í
sorginni og efla ykkur í framtíðinni.
Minningin um mætan mann lifir með
ykkur.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Margrét og Sveinn.
Að skrifa kveðjuorð um Nonna er
erfitt, því hann var alltaf til staðar í lífi
mínu og þannig hélt ég að það yrði.
Fyrir 35 árum þegar ég kynntist Júl-
íusi manninum mínum, kynntist ég
líka þeim stóra vinahóp sem haldið
hefur saman ávallt síðan. Nonni var
besti vinur mannsins míns frá tólf ára
aldri og ókrýndur foringi vinahópsins.
Þegar maðurinn minn veiktist af
ólæknandi sjúkdómi var það mikið
áfall fyrir okkur öll. Þegar hann dó
fyrir rúmum átta árum breyttist mik-
ið og við urðum öll að horfast í augu
við sorgina. Ég veit að fráfall hans
hafði mikil áhrif á Nonna. En mikið
var hann traustur og raungóður.
Aldrei leið langur tími að hann
hringdi ekki til þess að segja „hæ, bæ
og er ekki allt í lagi?“ Ógleymanleg
eru öll þau skilaboð í símann sem
hann sendi mér víðs vegar að úr heim-
inum til þess að láta vita hvað líf
þeirra Gerðu væri skemmtilegt.
Við vorum öll á skíðum og margar
voru skíðaferðirnar til útlanda sem
skilja eftir góðar minningar. Dýrmæt
voru líka fjölmörg gönguferðalög og
útilegur víðs vegar um landið. Síðan
kom golfið og flest okkar fóru í golf af
því að Nonni var í golfi. Þeir vinirnir
stunduðu það vel. En sjálf hef ég
„ekki dottið inn“ þar sem ég fer bara
af og til. Eitt sinn kvartaði ég við
Nonna yfir að vera ekki nógu góð og
hann svaraði: „Þú æfir ekki nóg, farðu
og sláðu hundrað bolta á dag í mánuð,
það er ekki nóg að vera í flottum föt-
um með fínar græjur og æfa ekki!“ Þá
hafði ég það. Þetta var alveg rétt, það
var alltaf hægt að fá svör þegar spurt
var um álit, hann var svo hreinn og
beinn. Að lokum vil ég nefna hvað
sonur minn sagði þegar ég sagði hon-
um andlát Nonna: „Nonni var
skemmtilegasti maður sem ég hef
kynnt og alltaf gaman að vera í kring-
um hann.“ Hans tvíræði, en hlýi húm-
or og einstakur sjarmi hreif alla í
kringum hann og á eftir að ylja okkur
um ókomna framtíð.
Ég sendi ykkur, Gerða mín, Lára,
Ásta og Pétur, mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Vináttan mun eflast
þó skörð hafi myndast í vinahópnum.
Lilja Jónsdóttir.
Ég kynntist Jóni í febrúar 2003
þegar ég byrjaði að vinna hjá honum í
Snæfiski. Betri vinnuveitanda var
ekki hægt að óska sér.
Hann var ákveðinn en sanngjarn
og óspar á hrósið þegar við átti. Hann
var alltaf góður við mig og hvatti mig
áfram í öllu því sem ég tók mér fyrir
hendur og ef eitthvað bjátaði á, hvort
sem var í starfinu eða utan þess, var
hann alltaf tilbúinn að hlusta og
hjálpa. Hann var duglegur að kenna
mér og miðla af reynslu sinni, bæði af
fyrirtækjarekstrinum og lífinu sjálfu,
og hann var einlægur í ósk sinni að
mér og Gunnari gengi vel í lífinu.
Hann hugsaði vel um fyrirtækið og
starfsfólk þess og var duglegur að
bjóða okkur út og var þá hrókur alls
fagnaðar.
Honum var mjög tíðrætt um að það
mikilvægasta af öllu væri heilsan og
fjölskyldan. Ég hitti Jón síðast fyrir
tæpum mánuði. Aldrei hefði mig
grunað að það yrði í síðasta sinn. En
ég er feginn núna að ég kvaddi hann
þá með orðunum: „Takk fyrir allt.“
Elsku Gerða og fjölskylda. Megi
Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða
tíma.
Fjóla Benný.
Eftir að Jón Ólafsson steig inn á
sviðið hjá GKG var hann ætíð í einu
aðalhlutverkanna. Hann var þekktur
mannkostamaður, góður kylfingur og
keppnismaður mikill. Af þeim ástæð-
um var hann fenginn til þess að stýra
uppbyggingu afreksstefnu klúbbsins.
Það var skemmtilegt verkefni og und-
ir forystu Jóns unnust margir sætir
sigrar. Samstarfið var gott og vinátt-
an dýrmæt okkur öllum.
Jón dró hvergi af sér þegar starfið
fyrir GKG var annars vegar. Hann
rak eigið fyrirtæki af miklum mynd-
arskap en eyddi drjúgum tíma fyrir
golfklúbbinn og það ber að þakka.
Starfið sem Jón innti af hendi var
ákaflega mikilvægt og lærdómsríkt
að starfa með honum.
Við urðum góðir vinir Jóns og lék-
um gjarnan saman golf. Það var þó
ójafn leikur og fyrir okkur við ofurefli
að etja. Hann gerði þó ætíð sitt besta
til þess að segja okkur til enda var
hann góður leiðbeinandi.
Þegar kemur að keppninni við æðri
máttarvöld er aldrei nema einn sig-
urvegari og enginn veit fyrirfram
hvenær þeim leik lýkur. Ekki verður
alltaf séð að sanngirni sé höfð að leið-
arljósi. Hafa ber þó í huga að aðal-
hlutverkin eru ekki alltaf þau lengstu.
Okkur líður nú eins og Jón hafi ver-
ið kallaður burt á miðjum hring.
Margar fallegar holur eftir. Einnig sú
nítjánda. Einhver hefur ætlað honum
mikilvægara hlutverk.
Jón Ólafsson kunni þá list að njóta
líðandi stundar og deildi gleði sinni
með öðrum. Það var dýrmætt þeim
sem fengu að njóta. Við kveðjum
sannan höfðingja og góðan dreng með
söknuði og sendum Gerðu og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Gunnlaugur og Guðmundur.
Kynni mín af Jóni Ólafs voru þann-
ig að ef hann var annars vegar þá var
yfirleitt eitthvað skemmtilegt í gangi.
Þess vegna tók það mig töluverðan
tíma að trúa því að eitthvað væri að
þegar ég fékk þær fréttir að Jón væri
alvarlega veikur. Ég trúði því reynd-
ar að hann myndi ná sér og verða
samur aftur, eiginlega ekki hægt að
ímynda sér neitt annað, Jón var bara
þannig, krafturinn og lífsgleðin svo
mikil og hann gerði gott úr öllu.
Með fráfalli Jóns erum við svo
átakanlega minnt á það að við getum
ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut að
morgundagurinn verði eins og vænt-
um og að við getum hitt vini okkar aft-
ur. Við lærum að þakka fyrir það sem
við höfum fengið að njóta í lífinu og
lögum okkur að því sem við getum
ekki breytt. Ég þakka fyrir þær
stundir sem ég átti með Jóni og fyrir
að hafa fengið að kynnast honum.
Í stuttu máli þá var alltaf gaman
þar sem Jón var. Honum tókst ein-
hvern veginn alltaf að laða fram
gleðina og fá hópinn til að hlægja og
skemmta sér. Hann var næmur á fólk,
hafði gætur á öllu og komst upp með
að grínast með nánast hvað sem var
en misbauð engum. Það sást líka
langar leiðir hvað Gerða var honum,
þau voru greinilega náin og miklir
vinir.
Jón var góður skíðamaður og fór-
um við ófáar ferðirnar niður fjallið
saman og oft var nú ekkert slegið af
og reynt vel á þol og fimi. Golfið var
líka hans íþrótt enda bjó hann yfir
mikilli þekkingu og leikni þar. Sem
byrjandi í golfi naut ég tilsagnar og
góðra ráða frá honum sem hann miðl-
aði af sérstakri nærgætni.
Kristín sambýliskona mín sem
kynntist Jóni seinna hafði fljótlega
orð á því við mig hversu viðkunnan-
legur hann væri og við ræddum
stundum um það að hann væri ein-
staklega fær í mannlegum samskipt-
um.
Ég veit að skíðaferðirnar verða
ekki eins þegar Jón vantar í hópinn og
við munum sakna hans sárt en við eig-
um minninguna og við eigum örugg-
lea eftir að rifja upp óteljandi stundir
þar sem Jón kom við sögu.
Við Kristín vottum Gerðu og börn-
um þeirra okkar innilegustu samúð
og biðjum Guð að styrkja þau og leiða
í sorginni.
Sigurjón.
Elsku Jón minn, ég trúi því varla að
þú sért farinn. Það var aðeins nokkr-
um dögum fyrir veikindi þín að við
vorum að spila saman golf og plana
saman næstu hringi.
Það má segja að þú hafir verið part-
ur af mínu lífi frá því að ég fæddist. Þú
og pabbi nánir vinir og fjölskyldur
okkar mjög samrýndar í gegnum tíð-
ina. Ég fæddist á Marklandinu þar
sem þú og Gerða bjugguð einmitt og
eignuðust Láru stuttu seinna. Ég á
sterkar æskuminningar frá þeim frá-
bæra tíma sem fjölskyldur okkar hafa
SJÁ SÍÐU 36
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð með blómum,
gjöfum og öðrum fallegum samúðarkveðjum við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
INGVARS GUNNLAUGSSONAR
frá Gjábakka Vestmannaeyjum,
Heimahaga 12,
Selfossi.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir
og fjölskylda
✝
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
RANNVEIG EIRÍKSDÓTTIR,
verður jarðsett frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 5. júlí kl. 14.00.
Einar Bárðarson
og fjölskylda.
✝
Yndislegi sonur okkar og bróðir,
LÁRUS STEFÁN ÞRÁINSSON,
Stekkjarseli 4,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag,
fimmtudaginn 3. júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast Lárusar er bent á minningarsjóð sem stofnaður hefur
verið í hans nafni og er ætlaður til að vinna gegn einelti. Kaupþing banki
vistar sjóðinn á reikningi 305-13-303030.
Þráinn Lárusson, Ingibjörg Helga Baldursdóttir,
Þurý Bára Birgisdóttir, Þórhallur Birgisson,
Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir,
Kristján Stefán Þráinsson.