Morgunblaðið - 03.07.2008, Side 36

Morgunblaðið - 03.07.2008, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SKÁKSVEIT Rimaskóla varð í 5. sæti af átta þátttökusveitum á Evrópumóti Grunnskóla sem lauk í Varna í Búlgaríu um helgina. Sveitin hlaut 15 vinninga af 28 mögulegum, vann tvær viðureignir, gerði þrisvar jafntefli og tapaði tvisvar. Sveitin var skipuð Hjörvar Steini Grétars- syni, Herði Aron Haukssyni, Sigríði Björgu Helgadóttur og Hrund Hauksdóttir. Efst varð pólsk sveit, þá kom sveit frá Búlgaríu, í 3. sæti varð rúmensk sveit og í 4. sæti búlg- örsk sveit. Þetta er i fyrsta skipti sem Rimaskóli telur þátt í þessu móti en barnaskólinn í Vestmann- eyjum og Salaskóli hafa einnig verið meðal þátttakenda. Teflt var í fimm aldursflokkum og var Rimaskóli í elsta aldursflokknum, 16 ára og yngri, en yngstu þátttakendur þessa móts voru átta ára og yngri. Mótið var haldið í fimmta sinn. Það er vel til fundið hjá forsvarsmönnum skák- félaga og grunnskólanna að taka þátt. Sveitir frá Austurblokkinni hafa hingað til verið langmest áber- andi í þessu móti og er styrkur þeirra meiri en gengur og gerist. Þess vegna má líta á mótið sem góða æfingu fyrir Norðurlandamót grunnskóla sem fram fer i haust. Ingvar Ásbjörnsson sem um langt skeið hefur verið einn besti liðs- maður Rimaskóla hóf nám við MR sl. haust og er Rimaskóli ekki með jafnöfluga sveit og áður. En Hjörvar Steinn Grétarsson er þarna enn þá og hann stóð sig frábærlega vel á „Gullnu söndunum“ við strendur Varna. Eftir jafntefli í fyrstu umferð gerði Hjörvar sér líti fyrir og vann sex síðustu skákir sínar og hlaut því 6 ½ vinning af sjö sem var besti ár- angur fyrsta borðs manna á mótinu. Meira er þó um vert hversu gott handbragð er á sigurskákum hans. Hörður Aron hlaut 3 vinninga á 2. borði og tefldi vel á köflum. Þá virð- ist Sigríður Björg Helgadóttur vera í mikilli framför en hún hlaut 4 vinn- inga af sjö og var óheppin að fá ekki meira því hún misst auðunnið tafl niður í tap í sjöttu umferð. Hrund Hauksdóttir var yngsti meðlimur sveitarinnar og bætti mjög við reynslu sína. Liðsstjóri og þjálfari liðsins var Skákmeistari Reykjavík- ur, Davíð Kjartansson. Stórmótið í Dortmund hafið Eitt sterkasta reglulega skákmót ársins, Sparkassen-mótið í Dort- mund hófst um síðustu helgi en þar tefla átta skákmenn tvöfalda umferð. Vladimir Kramnik fer þar fyrir nokkrum öflugum stórmeisturum en af topp 10 listanum eru þar einnig Úkraínumaðurinn Vasilí Ivantsjúk, Ungverjinn Peter Leko og Azerinn Skariyar Mamedyarov. Þá er sigur- vegaranum á Aeroflot-mótinu í Moskvu einnig boðið til leiks en þar er á ferðinni ungur Rússi, Ivan Ne- pomniachtsjí. Að loknum tveimur fyrstu umferðunum hafa Kramnik, Leko sem lagði Ivantsjújk að velli í 2. umferð og Þjóðverjinn Jan Gustars- son tekið forystuna og eru með 1 ½ vinning. Það er ekki verra fyrir Kramnik að hafa Loek Van Wely meðal keppenda því Hollendingur- inn er nánast skyldupunktur hjá Kramnik. Í skák þeirra byggir Kramnik stöðu sín upp á fremur óvenjulegan hátt, sniðgengur „þrætubókina“ og hrifsar til sína frumkvæðið með 10. Re5. Van Wely er merkilega grandalaus um hætt- urnar og eftir nokkra hnitmiðaða leiki 17. Bxe4 og 18. c5 hefur svartur ratað í mikil vandræði. Vandinn vex stórum er svartur nær ekki að valda g7-peðið nægilega vel, 22. f5 var nauðsynlegt og að lokum verða veik- leikarnir á svörtu reitunum og hornalínunni a1-h8 honum um megn: Dortmund 2008; 2. umferð: Vladimir Kramnik – Loek Van Wely Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. b3 Rbd7 6. Bb2 b6 7. Bd3 Bb7 8. 0–0 Bd6 9. Rbd2 0–0 10. Re5 De7 11. Df3 Hfd8 12. Dh3 h6 13. f4 Bb4 14. Rdf3 Re4 15. Rxd7 Hxd7 16. Re5 Hc7 17. Bxe4 dxe4 18. c5 bxc5 19. a3 Ba5 20. dxc5 Dxc5 21. b4 Db5 22. Dg3 Bb6 23. Rd7 g6 24. Rf6+ Kf8 25. Be5 Hcc8 26. Dh4 h5 27. Rh7+ Ke8 28. Bd6 Hc7 29. Hfd1 – og svartur gafst upp. Alþjóðlegt mót Hellis Skákfélagið Hellir stendur fyrir alþjóðlegu móti sem hefst 16. júlí nk. Í húsnæði SÍ í Faxafeni 12. kepp- endur eru alls 10 talsins en með mótinu er ýmsum ungum skákmönn- um gefinn kostur á að vinna sér áfanga að alþjóðlegum titli. Þátt- tökulistinn lýtur þannig út: Vladimir Lazarev (Frakkland), Björn Þorfinnsson, Magnús Örn Úlf- arsson, Heikki Westerinen (Finn- land), Róbert Lagerman, Sigurður Daði Sigfússon, Hjörvar Steinn Grétarsson, Omar Salama, Andrzej Misuga (Pólland) og Atli Freyr Kristjánsson. Rimaskóli í fimmta sæti á EM Oflug Skáksveit Rimskóla fyrir framan keppnisstaðinn í Varna í Búlgaríu, frá vinstri: Hrund Hauksdóttir, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hörður Aron Hauksson og Sigríður Björg Helgadóttir. helol@simnet.is SKÁK Varna, Búlgaríu 20.-29. júní 2008 Evrópumót grunnskóla 16 ára og yngri Helgi Ólafsson Bikarkeppnin Dregið hefir verið í þriðju umferð bikarkeppninnar og spila eftirtaldar sveitir saman: INDA - Grant Thornton Norðanstrengur - Vís Hrafnh. Skúlad. - Kristinn Kristinss. Bregi jarðverk - Björgvin Már Þröstur Árnas. - Sparisj. Skagafj/Siglufj. Eykt - Vegas Unaós - Pottormarnir Ómar Freyr Ómarss. - Omar Sharif Úrslit annarrar umferðar: Pottormarnir – Eyþór Jónsson 102-82 Eðvarð Hallgrímsson – VÍS 53-127 Grant Thornton – Erla Sigurjónsd. 161-37 Omar Sharif – Gunnar B. Helgason 90-69 Söluf. garðyrkjum.– Kristinn Kristins. 67-84 Hulda – Hrafnhildur Skúladóttir 62-141 Spsj. Skagafj og Siglufj.– Valdimar Elíass. 166-55 Landsbankinn – Inda 91-149 Vegas – BBF 143-92 Haraldur Gunnlss. – Þröstur Árnas. 79-110 Ómar F. Ómarsson – Mr. Bæjó 119-116 Breki jarðverk – Sparisj. í Keflavík 114-26 Björgvin Már – kriskris.is 123-62 Gylfi Baldursson – Unaós 41-51 Málning hf. – Norðanstrengur 64-100 BYR – Eykt 64-104 Sumarbrids í fullum gangi á Akureyri Undanfarið hefur verið spilað á fimm borðum öll þriðjudagskvöld og skemmtileg barátta farið fram. Í bikarkeppni BSÍ hefur ein Akur- eyrarsveit þegar dottið út þegar BYR tapaði gegn Eykt 64-104 en sveit Víð- is Jónssonar, Pottormarnir vann sveit Eyþórs bróður hans frá Sandgerði. Eldri borgarar í Hafnarfirði í frí Föstudaginn 27. júní var spilað á 12 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S: Ólafur Ingvarsson – Þorsteinn Sveinss. 258 Magnús Oddss. – Oliver Kristóferss. 235 Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 233 A/V Sigríður Gunnarsd. – Lilja Kristjánsd. 264 Oddur Halldórsson – Eyjólfur Ólafss. 254 Jón Lárusson – Halla Ólafsdóttir 253 Þetta var síðasta spilamennskan á þessu vori. Næst verður spilað þriðju- daginn 12. ágúst. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is eytt saman í gegnum árin. Helgarnar á skíðum í bláfjöllum og utanlands- ferðir til Austurríkis. Ég á líka góðar minningar af útilegum og þá sérstak- lega úr Þórsmörk. Ég hafði svo mikla ánægju af því að umgangast þig. Þú hafðir þann eiginleika að láta fólki líða einstaklega vel í kringum þig. Alltaf varstu glaðvær og stutt í grínið. Þú gast líka verið þrjóskur og mikill keppnismaður. Þú varst hlýr per- sónuleiki og mikill leiðbeinandi í þér. Þú varst frábær. Við áttum sérstakt samband þú og ég. Í fyrstu varstu mér meira sem uppalandi en seinna eftir að ég varð fullorðinn urðum við góðir vinir. Þú hélst áfram að ala mig upp en leitaðir líka til mín með ákveð- in mál. Í seinni tíð rifjaðir þú ósjaldan upp skemmtilegt atvik sem þér var minnisstætt úr skíðaferð til Austur- ríkis þegar ég var yngri. Við vorum þar fjölskyldurnar saman á skíðum. Uppi í fjalli var búið að leggja þessa fínu braut og fólki boðið að spreyta sig á tímatöku. Þegar niður var kom- ið, þá var prentaður miði með tíma hvers og eins. Þú að sjálfsögðu skor- aðir á mig í keppni. Ég byrjaði og komst niður með ágætisárangri og var nokkuð sáttur við tímann. Nú var röðin komin af þér. Þú tókst vel á því en þegar niður var komið sástu að tíminn hefði getað verið betri. Þú varst því snöggur til og hirtir gamlan miða sem lá á jörðinni með þessari fínu tímatöku. Ég varð síðan svaka- lega hissa þegar ég sá „tímann þinn“ og þurfti auðvitað að játa mig sigr- aðan. Þú leiðréttir þetta nú seinna en þarna náðir þú mér algjörlega. Þetta lýsir ágætlega þínum frábæra húmor og þessari glettnu stríðni. Oft hlógum við saman af þessu atviki. Síðustu ár var keppnin meira komin í golfið. Þú auðvitað búinn að leiðbeina mér í þeirri íþrótt í mörg ár og loksins gát- um við tekið alvörukeppni saman. Mínir skemmtilegustu hringir á sumrin voru ávallt einvígin sem við háðum. Við áttum alltaf frábæran dag á vellinum og slökuðum síðan vel á eftir hringinn og spjölluðum saman um daginn og veginn. Elsku Jón minn, ég á eftir að sakna þín sárlega. Elsku Gerða, Lára, Ásta, Pétur og aðrir ættingjar og vinir, ég votta ykk- ur mínu dýpstu samúð. Megi guð vera með ykkur. Ykkar vinur, Brynjólfur. Kæri vinur Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Nonni, takk fyrir allt og allt. Elsku Gerða, Lára, Gingi, Ásta, Pétur, Helga María og Jón Skúli, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Bryndís og Garðar. Það varð mér mikið áfall þegar mér var sagt frá andláti Jóns. Ég get ekki varist tárum þegar ég hugsa til þess að hann sé farinn og komi ekki aftur. Á stundum sem þessum þá leitar hug- urinn víða og á stuttum tíma þá fara í gegnum huga minn fjölmargar minn- ingar um þann tíma sem liðinn er frá því ég kynntist Jóni. Ég hitti Jón fyrst þegar ég sótti um vinnu í Snæ- fiski árið 2000. Í starfsviðtalinu sá ég að þarna var ákveðinn maður og ég man að ég hugsaði að þessum manni yrði ég að sýna hvað ég gæti svo ég fengi starfið. Ég var svo ákveðin í að fá starfið að ég hringdi nokkrum sinn- um í hann til að minna á mig og það varð úr að Jón lét eftir og ákvað að ráða mig. Ég hóf störf í Snæfiski þeg- ar fyrirtækið var til húsa í Þverbrekk- unni. Ég komst fljótt að því að þetta litla fjölskyldufyrirtæki hafði stóra sál og mér fór strax að líða sem einni af fjölskyldunni. Á þeim tíma sem ég vann í Snæfiski þá stækkaði fyrirtæk- ið, við fluttum í nýtt og betra húsnæði og það varð alltaf meira og meira að gera. Margar gleðistundir koma upp í hugann eins og hin árlegu jólahlað- borð sem voru alltaf jafnskemmtileg og sumarbústaðaferðin sem ein- kenndist af gleði, hlátri og skemmtun í bland við góðan mat auðvitað. Þetta var frábær tími sem ég á aldrei eftir að gleyma. Jón var frábær yfirmaður og ég tel að hann hafi mótað mig bæði sem starfsmann og sem persónu. Þegar ég hóf háskólanám þá lauk starfi mínu hjá Snæfiski en mér fannst ég eiga Jóni mikið að þakka. Hann hafði kennt mér heilmikið sem ég tók með mér í mitt nám og nýttist mér vel. Ég hikaði ekki við að hringja í Jón ef mig vantaði einhverjar upplýsingar vegna námsins og hann miðlaði ávallt sinni miklu reynslu sem kom mér oftar en ekki á rétta sporið. En Jón var ekki aðeins frábær yfirmaður, hann var einnig einstakur maður, ákveðinn, sterkur og góður vinur. Kvöldið fyrir brúðkaupið mitt þá sat ég og raðaði gestunum niður á borð. Þegar ég kom að Jóni og Gerðu þá setti ég þau á borð með fjölskyldunni minni og mín- um nánustu vinum. Mér fannst þau eiga þar heima vegna þess að ég lít á þau bæði sem fjölskyldu og vini. Ég sendi ykkur, elsku Gerða, Ásta, Pétur, Lára, Gingi, Helga María og Jón Skúli mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég mun hugsa til ykkar og megi Guð vaka yfir ykkur á þessum erfiða tíma. Fanney Steinsdóttir. Jón Ólafsson kunningi minn er dá- inn. Það er svo sárt að sjá eftir góðum félaga. Hann var frábær einstakling- ur, hrókur alls fagnaðar og alltaf með húmorinn til staðar. Ég kynntist Jóni fyrst í skíðadeild Fram upp úr 1982 þegar ég gerðist þjálfari þar, það tók- ust á með okkur góð vinabönd. Jón var drifkraftur mikill og deildin stækkaði hratt, hann stjórnaði móta- haldi með mikilli eljusemi og dugnaði, þó að yfirbyggingin á mótshaldi hafi verið of þunnskipuð þá reddaði Jón því. Eitt skiptið setti ég upp skíða- skóla fyrir almenning um páska, það komu um 100 manns. Jón var fljótur að sjá að þarna voru miklir peningar fyrir skíðadeildina, hann sá að við réð- um ekkert við þennan fjölda og kom strax með samningatilboð, skíðadeild- in fær 70% og þið hinir 30% og ég verð skólastjórinn. Það var aldrei hægt að segja nei við Jón. Ég man eftir að við vorum á skíðum í Aspen í Colarado í mars 1999, 30 manna hópur frá Ís- landi í níu daga skíðaferð; næstsíðasta daginn kom Jón að tali við mig um að setja upp skíðaskóla fyrir hópinn, kenna þeim frítt. Mér fannst það ansi mikil fórn að binda mig í kennslu í 1 dag og njóta þess ekki að fá að leika mér, en hvað gerir maður ekki fyrir Jón þegar hann spyr, það er ekki möguleiki að geta sagt nei við hann. Enda sló þessi kennsla í gegn og vakti mikla lukku. Jón var fljótur að finna nafn á skólann, sem hét Skíðaskóli Jóns Ólafs með Guðmundi. Hann lét mig taka byrjendur og valdi síðan besta hópinn sjálfur, og alltaf kallaði hann úr lyftunni þegar hann fór framhjá: „Gengur þetta ekkert hjá þér?“ og svo fylgdi hlátur mikill. Í vet- ur spjölluðum við saman um skíðfar- arstjórn og ferðir, við gátum gantast með það að segja „mundu eftir vatn- inu“. Þegar farið er í ræktina í einn tíma drekkur maður einn lítra af vatni, en að skíða 6 tíma og drekka einn kaldan í hádeginu er ekki nóg. Bruni í lærum og verkir eru afleiðing af vatnsskorti, þannig að við vorum alltaf með þetta slagorð þegar við skrifuðum hvor öðrum póst, ég heima og Jón á Ítalíu eða Austurríki: „Mundu eftir vatninu“. Á vordögum hittumst við nokkrum sinnum og ræddum um lífið og framtíðina. Í lok maí sátum við á kaffihúsi og Jón var að segja mér plönin um að vera einnig fararstjóri í golfferðum, og auðvitað voru sagðir nokkrir brandarar. Þegar við kvöddumst, þá sagði Jón: „Ég borga núna og þú borgar næst.“ Með þessum fáu orðum vil ég þakka fyrir að hafa kynnst þér, þú hefur verið mér frábær félagi sem hefur reynst mér vel og gefið mér góð ráð og mikinn fróðleik. Ég sendi mín- ar dýpstu samúðarkveðjur til Gerðar, Láru, Ástu, Péturs Marinós og fjöl- skyldu ykkar sem eiga um sárt að binda. Sagt hefur verið að fæðing og dauði sé gjöf frá guði, og hann hefur gefið okkur hversdagsleikann til að blómstra í honum. En þar sem lífið er styttra en andartak, vertu þá hjá mér andartak til að faðma mig eilíflega. Þinn vinur Guðmundur Gunnlaugsson. Jón Ólafsson  Fleiri minningargreinar um Jón Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.