Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 4
4 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
BÍLAFRAMLEIÐANDINN
Nissan hefur gert samkomulag við
Ingvar Helgason, umboðsaðila
sinn á Íslandi, um að bjóða ákveð-
inn fjölda bíla sinna á allt að einnar
milljónar króna afslætti. Mun til-
boðið standa frá og með morg-
undeginum. Er þetta gert til að
leiðrétta birgðastöðu Ingvars
Helgasonar.
Nýskráningum bíla hér á landi
hefur fækkað um helming miðað
við sama tíma í fyrra og seldum
nýjum bílum að sama skapi. Þar
sem Ingvar Helgason pantar bíla
allt að fimm mánuði fram í tímann
og salan hefur minnkað hratt und-
anfarna mánuði situr Ingvar
Helgason nú uppi með dágóðan
fjölda af óseldum bílum.
Upphaflega vildi Ingvar Helga-
son endursenda bílana. Það varð
þó ekki raunin heldur náðist sam-
komulag um að veita kaupendum af-
slátt og reyna þannig að grynnka á
bílhafinu á hafnarbakkanum. „Þetta
er alveg einstakt hér á landi að bíla-
framleiðandi komi svona inn í þjóð-
félagslegt vandamál,“ segir Skúli K.
Skúlason, framkvæmdastjóri þjón-
ustusviðs.
Almennt myndi bílaumboðið þurfa
að leysa þetta vandamál á eigin spýt-
ur og er þetta því nokkur fengur fyrir
umboðið. Svo ekki sé talað um ís-
lenska bílakaupendur.
Eðlilega er þó ekki tóm mann-
gæska á bak við þetta fyrirkomulag.
Nissan taldi hag sínum betur borgið
með þessu móti en með því að flytja
bílana og koma þeim í verð annars
staðar. „Þeir sjá hag fyrir sig, þeir
sjá hag fyrir okkkur og þeir sjá hag
fyrir Íslendinga,“ eins og Skúli
orðar það.
Þrífætti þursinn
„Það hafa komið svona lægðir en
ég hef nú verið í þessum bransa í
sautján ár, eins og segir í góðu
kvæði, og ég hef ekki séð þetta
svona,“ segir Skúli um ástandið á
bílamarkaðnum. Það sem hann kýs
að kalla þrífættan þurs segir hann
vera orsökina. Fætur hans þrír séu
óhagstætt gengi, lánakreppan og ol-
íuverðið.
Lánakreppan hefur verið fólki
fjötur um fót í bílakaupum þar sem
lánastofnanir hafa að undanförnu
ekki viljað veita 100% fjármögnun.
Skúli segir að viss lánastofnun hafi
fallist á að veita 100% myntkörfulán
fyrir þeim bílum sem verða með af-
slættinum.
Hættu við að senda bílana út
Nissan-bílar settir á útsölu vegna sölutregðu á markaðnum Gert til að leiðrétta birgðastöðu
Ingvars Helgasonar Forstöðumaður þjónustusviðs IH segir ástandið ekki hafa verið svona í 17 ár
Í HNOTSKURN
»Nýskráningum bíla hefurfækkað um helming miðað
við sama tíma í fyrra.
»Bílaumboðin sitja uppimeð miklar birgðir af
óseldum bílum, og grípa nú til
ýmissa ráða til að losna við þá.
»Þannig bauð Hekla einamilljón króna fyrir hvern
notaðan og skoðaðan jeppa
sem uppítöku. Þá hefur Brim-
borg boðið styttri rekstr-
arleigu og bensíntilboð.Morgunblaðið/Frikki
Bílar Illa gengur að losna við nýja bíla í dag. Næg eru tilboðin.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÓBYGGÐANEFND hefur lokið
málsmeðferð og kveðið upp úrskurði
á sex landssvæðum af tólf sem
nefndinni er ætlað að klára árið
2011. Nefndin hefur því þrjú ár til að
ljúka þeim sex svæðum sem eftir
eru. Fyrstu úrskurðir nefndarinnar
voru kveðnir upp vorið 2002 í upp-
sveitum Árnessýslu. Upphaflega
voru svæðin 11 en ákveðið var að
skipta vestanverðu Norðurlandi,
svæði 7, í tvennt.
„Aðdragandi þess að svæði 7 var
skipt í tvennt var í meginatriðum sá
að vegna þjóðlendumála sem ólokið
var fyrir dómstólum, þar sem reyndi
á grundvallarálitaefni, sendi
óbyggðanefnd fjármálaráðherra
bréf og spurði hvort ástæða væri til
að fresta umfjöllun um hluta svæðis
7 þar til þau mál hefðu verið leidd til
lykta, ef þar kynni að reyna á sam-
bærileg álitaefni. Í kjölfarið var lagt
til af hálfu fjármálaráðherra að
skipta svæðinu með þeim hætti sem
varð,“ segir Þorsteinn Magnússon,
lögfræðingur hjá óbyggðanefnd.
Nefndin hefur miðað við gömlu
sýslu- og hreppamörkin í umfjöllun
sinni. Þannig afmarkaðist svæði 7 af
allri Eyjafjarðarsýslu, Skagafjarð-
arsýslu og A-Húnavatnssýslu aust-
an Blöndu, ásamt Hofsjökli. Svæði
7a er nú suðurhluti þessa svæðis og
7b samanstendur af utanverðum
Tröllaskaga og Skaga. Ekki liggur
fyrir hvenær svæði 7b verður tekið
fyrir hjá óbyggðanefnd.
Kröfur vegna 66 jarða á 7a
Staða þjóðlendumála í dag er sú
að fjármálaráðherra lagði fram
kröfur sínar um þjóðlendur á svæði
7a í mars sl. Aðrir höfðu þá þrjá
mánuði til að lýsa kröfum um eign-
arrétt að þeim landsvæðum. Alls
bárust kröfur vegna 66 jarða og
annarra landsvæða, öndverðar við
þjóðlendukröfur ríkisins.
Um mánaðamótin ágúst/septem-
ber er fyrirhuguð vettvangsferð um
svæðið. Ásamt óbyggðanefnd taka
þátt í henni lögmenn málsaðila og
staðkunnugir heimamenn.
Málsmeðferð er mun styttra á veg
komin á svæði 8, en það saman-
stendur af A-Húnavatnssýslu vest-
an Blöndu, V-Húnavatnssýslu,
Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu,
auk Langjökuls. Eiginlegur kröfu-
lýsingarfrestur ríkisins hófst 1. júlí
sl. og stendur út þetta ár. Vett-
vangsferð er fyrirhuguð sumarið
2009 og uppkvaðning úrskurðar í lok
þess árs.
Málsmeðferð á svæðum 9, 10 og
11 mun fara fram á árunum 2010 og
2011. Svæði 9 tilheyrir Snæfellsnes-
sýslu, Dalasýslu og hluta Stranda-
sýslu, þ.e. Bæjarhreppi og Brodda-
neshreppi. Að loknum kröfu-
lýsingum er vettvangsferð ráðgerð
sumarið 2010 og uppkvaðning úr-
skurða í lok ársins.
Vettvangsferð er sömuleiðis fyr-
irhuguð á svæði 10 sumarið 2010 en
úrskurðir verði ekki kvaddir upp
fyrr en á fyrstu mánuðum ársins
2011. Það svæði nær yfir Vestfirð-
ina; Austur- og Vestur-Barðastrand-
arsýslu, Vestur- og Norður-Ísafjarð-
arsýslu og hluta Strandasýslu, þ.e.
Árneshrepp, Kaldrananes-, Hólma-
víkur- og Kirkjubólshrepp.
Síðast mun óbyggðanefnd taka
svæði 11 fyrir, Austfirðina. Eftir að
ríkið og aðrir aðilar hafa lagt fram
kröfur verður vettvangsferð farin
sumarið 2011 og úrskurðir kveðnir
upp í lok ársins.
Hefur þrjú ár til að ljúka sér af
!
"#
$
%
%&&
!
$
%&' (
%' (%
% ( (%
' )*'
+
'
'
,&&
-
'
)
ÞESSI áhyggjulausa stúlka stökk um loftið undir
jökli á Snæfellsnesi þegar ljósmyndara bar að
garði. Það sem fer upp kemur þó oft aftur niður
og á það jafnt við um stúlkur sem t.d. hlutabréfa-
verð. Með góðum vörnum má þó draga úr fallinu
og kom hér stór dýna í veg fyrir óhapp.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Áhyggjulaus upp til himins á Snæfellsnesi
TRAUSTI Valdi-
marsson læknir
sigraði í Tíbet-
maraþoninu (The
Great Tibetian
Marathon) í gær.
Hlaupið er talið
erfiðasta mara-
þonhlaup í heimi,
samkvæmt Forb-
es-listanum, en
það fer fram í
3.800 metra hæð yfir sjó. Trausti
hljóp á tímanum 3.45. Annar Íslend-
ingur, Pétur Haukur Helgason, var í
þriðja sæti og hljóp á tímanum 3.57.
Alls tóku 30 Íslendingar þátt í
hlaupinu og luku því allir, að því er
fram kemur á vef Ferðaþjónustu
bænda. Hún skipulagði ferð hlaup-
aranna til Tíbet í samvinnu við
dönsku ferðaskrifstofuna Albatros
sem sérhæfir sig í erfiðum hreyfi-
ferðum og er helsti bakhjarl mara-
þonsins. Samkvæmt lýsingu Páls
Arnórs Pálssonar, eins ferðalang-
anna, fór hlaupið fram í Ladakh-hér-
aði á hásléttum Tíbets Indlandsmeg-
in. Hann segir að íslensku
hlaupararnir séu með mjög mismikla
reynslu en Trausti eigi m.a. að baki
ein 50 maraþonhlaup. gudni@mbl.is
Sigraði
í Tíbet
Trausti Valdimars-
son hlaupari.