Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 10
10 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Oddnýju Helgadóttur
oddnyh@mbl.is
N
ýlega settu íslensk stjórnvöld sér þá
stefnu að greiða veginn fyrir notkun op-
ins hugbúnaðar hjá opinberum stofn-
unum.
Í skýrslu, sem lögð er til grundvallar
stefnunni, kemur fram að árið 1999 hafi
verið áætlað að á vegum ríkisins væru
um 11.300 vinnustöðvar. Þeim hafi fjölg-
að síðan. Þá sé áætlað að kostnaður við hverja vinnustöð sé að
meðaltali um 25.000 kr. á ári.
Miðað við þessar tölur má ætla að kostnaður ríkisins af
rekstri vinnustöðva sé a.m.k. 282.500.000 kr. ár hvert og að
hann mætti lækka umtalsvert með því að nota frjálsan og opinn
hugbúnað.
Slíkur hugbúnaður er oftast ódýr eða ókeypis og honum má
breyta og dreifa að vild. Hann er ekki nýr af nálinni. Þegar tölv-
ur litu fyrst dagsins ljós voru flestir notendur sérfræðingar sem
þróuðu eigin hugbúnað, sem var undantekningalítið opinn.
Opinn hugbúnaður liggur til grundvallar Netinu.
Síðar hófu stórfyrirtæki í tölvuiðnaði að framleiða og selja
séreignarhugbúnað. Viðskipti með hugbúnað af þessu tagi hafa
fært sumum þessara fyrirtækja gríðarlegan auð.
Margir áhugamenn um tölvur sættu sig aldrei við takmark-
anir og kostnað sem fylgdi séreignarhugbúnaði. Undanfarið
hefur þessum hópi vaxið fiskur um hrygg og viðhorf hans feng-
ið opinbera viðurkenningu. Google, IBM og Apple styðja þessa
þróun.
Um allan heim starfa hópar áhugafólks um opinn hugbúnað
að þróun og forritun þessarar gerðar af hugbúnaði. Í mörgum
tilfellum eru þetta alþjóðleg samvinnuverkefni fólks sem hefur
aldrei hist.
Vefvafrinn Mozilla Firefox og skrifstofuhugbúnaðurinn Open
Office eru dæmi um opinn hugbúnað sem margir þekkja.
Stefna íslenskra stjórnvalda
Í fyrra gaf forsætisráðuneytið út stefnu um opinn hugbúnað
á Íslandi. Þar segir að frjáls hugbúnaður sé orðinn raunhæfur
valkostur í upplýsingatækni. Hann ýti undir samkeppni á
markaði sem hafi einkennst af yfirburðastöðu fárra birgja.
„Árið 2005 fórum við að finna fyrir þrýstingi að skoða þessi
mál, bæði frá Evrópusambandinu og Norðurlandaráði,“ segir
Halla Björg Baldursdóttir, verkefnisstjóri í rafrænni stjórn-
sýslu hjá forsætisráðuneytinu.
„Íslensk stjórnvöld voru hvött til að standa ekki í vegi fyrir
þróun opins hugbúnaðar. Þau ættu, þvert á móti, að styðja við
þessa þróun eftir bestu getu.“
Hún segir mörg lönd þegar vel á veg komin í þessum efnum.
Ýmsar ástæður séu fyrir þessari þróun. Ekki síst að mikilvægt
sé að vera ekki háður fáum byrgjum um allan hugbúnað.
Í stefnunni er kveðið á um að opinberar stofnanir vegi og
meti hverju sinni hvort opinn hugbúnaður eða séreign-
arhugbúnaður sé heppilegri. Einnig er mælst til þess að nem-
endur séu ekki vandir á að nota eingöngu séreignarhugbúnað í
skólastofum.
Í þingsályktunartillögu sem Kolbrún Halldórsdóttir flutti,
ásamt öðrum, er lagt til að ýmsir möguleikar opins hugbúnaðar
verði kannaðir. Einnig er hvatt til þess að stofnuð verði sérstök
miðstöð sem aðstoði við notkun á opnum hugbúnaði.
Kolbrún segir opinn hugbúnað hafa ýmsa kosti. „Lýðræð-
isleg hugsun og neytendasjónarmið mæla með notkun opins
Hver græðir á tækninni?
Hópar fólks sem aðhyllist notkun opins hugbúnaðar hafa lengi haft horn í síðu tölvufyrirtækja sem selja séreignarhugbúnað
með miklum hagnaði. Ný stefna íslenskra stjórnvalda um notkun á opnum hugbúnaði gerir þessum hópum hátt undir höfði. Þeir
sem berjast fyrir notkun opins hugbúnaðar telja að hann geti breytt heiminum til batnaðar.
É
g átta mig á því að
sumum finnst það
sem ég hef fram að
færa út í hött þegar
þeir heyra það fyrst, enda
stríðir það gegn mörgu af því
sem okkur er kennt. Fólk átt-
ar sig heldur ekki á mikilvægi
þeirra breytinga sem eru að
verða. Þetta eru grundvall-
arbreytingar,“ segir Eben
Moglen.
Boðskapurinn sem hann
leitast við að breiða út er að
fólk eigi ekki að eiga hug-
myndir.
Moglen er prófessor í lög-
um og sögu laga við Col-
umbia-háskóla. Hann er auk
þess stofnandi og stjórnandi
Software Freedom Law
Center, lögfræðistofu sem
talar máli forritara sem þróa
opinn hugbúnað.
Hann kom til Íslands til að
flytja erindi á ráðstefnunni
Stafrænt frelsi 2008, sem
haldin var af nýstofnuðu Fé-
lagi um stafrænt frelsi á Ís-
landi.
Enginn á að
eiga hugmynd
Hugmyndir Moglens eru
ákaflega nýstárlegar og virð-
ast brjóta í bága við leik-
reglur í markaðshagkerfi, en
Moglen rökstyður þær af
miklum móð.
Hann bendir á að á 20. öld-
inni hafi ríkt fólk orðið ríkara
og fátækt fólk fátækara, þótt
tækniframfarir hefðu átt að
gera kleift að bæta kjör
þeirra sem bjuggu við sár-
ustu fátæktina.
„Hvernig stendur á því að
möguleikarnir til að bæta lífs-
kjör með tækni, sem fylltu
fólk bjartsýni við upphaf síð-
ustu aldar, leiddu til enn
meira ójöfnuðar og órétt-
lætis?“ spyr Moglen og bend-
ir á að þegar uppfinningar á
borð við ljósaperuna, kvik-
myndir, símskeyti og síma
litu dagsins ljós hafi fólk talið
að þær myndu jafna kjör.
„Sú varð ekki raunin.
Lagaramminn sem reistur
var um þessar uppfinningar
var þess eðlis að fáir útvaldir
græddu á þeim. Eignarhald á
hugmyndum, sem hefur verið
viðtekinn hluti af hagkerfi
okkur síðan á tímum Edisons,
hefur gert það að verkum að
litið er á hugmyndir sem
mjólkurkýr fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Þannig urðu vís-
indi að iðnaði. Þekking sem
gæti gerbreytt lífi þeirra sem
búa við sult og seyru er í
einkaeigu og þess vegna ekki
tiltæk. Þetta er t.d. mjög
áberandi í lyfjaiðnaði.“
Moglen segir að þeir sem
líta á einkaleyfi sem órofa og
nauðsynlegan þátt af hag-
kerfinu átti sig ekki á því
hvaðan hugmyndin um einka-
leyfi og höfundarrétt er
sprottin.
„Upphaflega hófu menn að
gefa út einkaleyfi til þess að
lokka fólk með fagþekkingu
til Bandaríkjanna, þar sem
tilfinnanlegur skortur var á
allri sérfræðiþekkingu. Fólk
sem bjó yfir þekkingu og fag-
kunnáttu einkaleyfi á því sem
það kunni til sjö ára. Síðan
átti þekkingin að skila sér út í
samfélagið. Þetta var í raun-
inni bara sniðug gulrót og
skapandi innflytjendastefna.“
Hann segir að síðan hafi
þetta kerfi fest í sessi. „Þeir
sem græða á því verja það
vitanlega með kjafti og klóm.
Að mínu viti skekkir það allt;
það dregur úr samkeppni og
bælir niður sköpunargáfu.
Ekki nóg með það, heldur el-
ur það á gríðarlegum ójöfn-
uði.“
Vatnaskil
Moglen trúir að þetta kerfi
muni breytast mikið á næstu
árum. „Við búum ekki lengur
bara við framleiðsluhagkerfi,
þar sem allt kostar eitthvað
og vörur eru áþreifanlegar.
Samhliða þessu kerfi hefur
byggst upp þekking-
arhagkerfi sem lýtur ekki
sömu lögmálum. Þar eyðist
ekki það sem af er tekið,
heldur er hægt að fjölfalda
allt óendanlega oft, samnýta,
breyta og bæta án aukakostn-
aðar. Þessi þróun mun gjör-
bylta ýmsum greinum, t.d.
kvikmyndagerð, tónlist, fjöl-
miðlun og fjarskiptaiðnaði.“
Moglen, sem hefur sjálfur
fengist við forritun frá því
hann var táningur, telur að
þessi umskipti muni hafa
meiri áhrif en flesta órar fyr-
ir.
„Arkitektar og hugmynda-
smiðir netsins, þeir sem
Veröld
sem verður
© Images.com/Corbis