Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 11
hugbúnaðar hjá hinu opinbera. Það getur t.d. varla talist eðli-
legt að opinber kerfi séu þannig úr garði gerð að fólk verði að
kaupa ákveðinn hugbúnað til að hafa aðgang að þeim,“ segir
hún.
Kolbrún telur einnig mikilvægt að skólabörn læri að nota op-
inn hugbúnað og öðlist þannig dýpri þekkingu á tölvunarfræði.
Virk grasrót
Grasrótarhreyfingar hér á landi eru einnig mjög áfram um
að opinn hugbúnaður verði notaður meira.
Hallgrímur H. Gunnarsson situr í stjórn Félags um stafrænt
frelsi á Íslandi, sem stofnað var í febrúar á þessu ári. Hann seg-
ir opinn hugbúnað eitt helsta hugðarefni félagsmanna og áætlar
að um 200 Íslendingar séu mjög mjög virkir notendur hugbún-
aðar af þessu tagi og mun fleiri sem hafa áhuga á honum.
„Það er ljóst að séreignarhugbúnaður sem byggist á lokuðum
stöðlum samrýmist ekki kröfum upplýsingasamfélagsins. Opnir
staðlar eru forsenda þess að fólk geti notað tölvur til að eiga
samskipti sín á milli; án þeirra væri Netið óhugsandi, svo nokk-
uð sé nefnt. Opinn hugbúnaður samrýmist vel þeim opnu stöðl-
um sem Netið byggist á, enda nota öll helstu netfyrirtæki
heims, t.d. Google, opinn hugbúnað,“ segir Hallgrímur.
Auk þess að standa vörð um opna staðla, segir Hallgrímur fé-
lagsmenn áhugasama um allt sem tengist einstaklingum og
tækninotkun. T.d. telji þeir rétt að afnema einkaleyfi og endur-
skoða höfundarrétt, ekki síst vegna þess að tæknin sem notuð
er til að vernda höfundarrétt neyði fólk til að nota hugbúnað og
tæki frá vissum framleiðendum.
„Auk þess er tæknin komin langt fram úr löggjöfinni á þessu
sviði, “ segir hann. „Forsendur þessarar löggjafar, að dýrt sé að
framleiða og dreifa gögnum, eru brostnar. Því teljum við tíma-
bært að endurskoða hana.“
Óánægja
Ekki eru allir ánægðir með nýju stefnuna. Halldór Jörg-
ensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, er mjög ósáttur
við stefnumiðin.
„Að mínu viti er þessi stefna í grundvallaratriðum röng. Höf-
undar hennar virðast halda að opna staðla sé eingöngu að finna
í opnum hugbúnaði. Staðreyndin er sú að séreignarhugbúnaður
byggist í líka á opnum stöðlum. Ég harma að ekki sé tekið
heildstætt á þessum málum. Af hverju var ekki sett fram
stefnumótun um notkun á hugbúnaði almennt?“
Þá segir Halldór að reynslan sýni að opinn hugbúnaður sé,
þegar upp er staðið, ekki ódýrari en séreignarhugbúnaður.
„Það þarf yfirleitt mikla sérfræðiaðstoð og aðlögun til að nota
opinn hugbúnað. Þetta er sérlega bagalegt hér á landi, þar sem
skortur er á hugbúnaðarsérfræðingum.“
Halldór gefur líka lítið fyrir þau rök að nemendum læri af því
að nota opinn hugbúnað. „Það er eins og að ráðleggja fólki að
kaupa aðeins lélegri bíl til að fá innsýn í hvernig bílvél virkar.
Ef menn vilja virkja hugbúnaðargeirann þá eru til miklu heppi-
legri aðferðir til þess,“ fullyrðir hann.
Æ fleiri virðast þó snúast á sveif með þeim sem aðhyllast op-
inn hugbúnað. Athyglisvert verður að fylgjast með þróun þess-
ara mála. Framtíðin er í mótun.
þekkja innviði þessa kerfis
sem allir nota núorðið, sáu
fyrstir í hvað stefndi og hvaða
merkingu störf þeirra höfðu í
raun og veru. Netið og yf-
irfærsla upplýsinga og gagna
á stafrænt form breytir öllum
leikreglum og færir völd frá
einstaklingum til fjöldans. Sú
þróun er bæði óumflýjanleg
og óstöðvandi,“ segir Moglen.
Þeir sem berjist gegn
henni geti í hæsta lagi keypt
sér tíma. „Tónlistariðnaður,
eins og við þekkjum hann,
hefur þegar runnið sitt skeið,
þótt sumir neiti að horfast í
augu við það. Eftir örfá ár
verður allur grundvöllur fyrir
séreignarhugbúnaði horfinn.
Fjölmiðlun og fjarskipti
munu tóra aðeins lengur, en
það er samt bara tímaspurs-
mál hvenær þeim greinum
verður umbylt,“ segir hann.
Sjálfur notar Eben síma-
kerfi sem gerir honum kleift
að hringja hvert sem er í
heiminum án þess að greiða
nokkuð fyrir það.
Þá telur hann að vatnaskil
hafi orðið í fjölmiðlun þegar
fjöldamorðingi gekk ber-
serksgang í Virgina Tech-
háskólanum. „Fréttir af árás-
inni birtust fyrst á Wikipedia-
alfræðiorðabókinni. Hún
greindi bæði fyrr og betur frá
því sem gerst hafði en allir
helstu fréttmiðlarnir. Þeir
sem þekkja til vita að fjöl-
miðlafólk leitar gjarnan fanga
á Wikipedia, en í umfjöllun
um fjöldamorðin vitnuðu virt-
ir fjölmiðlar í fyrsta sinn op-
inberlega í netorðabókina.
CNN tók upp eftir Wikipedia,
ekki öfugt!“
Óumflýjanlegt
Hann telur baráttu þeirra
sem reyna að snúa þessari
þróun við vonlausa. „Það er
eins og að reyna að ýta vatni
upp brekku. Þegar allt er
saman tekið er áætlað að í
hverri viku verji forritarar
um 5 milljónum klukku-
stunda í að búa til opin forrit.
Til samanburðar er talið að
forritarar Microsoft vinni
samtals í um 1,3 milljónir
klukkustundir á viku. Opinn
hugbúnaður er þegar a.m.k.
jafn góður og séreign-
arhugbúnaður. Innan fárra
ára verður hann mun betri.“
Hreyfingin sem vinnur að
þróun þessa hugbúnaðar er
stundum kölluð copyleft.
Nafnið er orðaleikur, því höf-
undarréttur kallast copyright
á ensku. Hugverk sem merkt
eru með copyleft-tákninu, öf-
ugu c með hring utan um, má
afrita, nota og dreifa að vild.
Það má hins vegar ekki nota
þau til þess að búa til höfund-
arréttarvarið efni.
Þótt þessi regla gildi segir
Moglen að séreignarhugbún-
aður byggi undantekn-
ingalítið að einhverju leyti á
opnum hugbúnaði. Þannig sé
opinn hugbúnaður forsenda
þess að hægt sé að búa til
séreignarhugbúnað.
Gjaldþrot og atvinnuleysi
Spurður hvort breyting-
arnar sem hann á von á muni
leiða til hópuppsagna og
gjaldþrots fjölda fyrirtækja
hallar Moglen sér aftur og
brosir.
„Fólk spyr mig nánast und-
antekningalaust að þessu,“
segir hann. „Í fyrsta lagi má
ekki rugla saman opnum hug-
búnaði og ókeypis hugbúnaði.
Nærri helmingurinn af þeim
sem þróa opinn hugbúnað fá
greitt fyrir það. Oftast eru
fyrirtæki og stofnanir kaup-
endur. Forritararnir fá borg-
að fyrir vinnuna sem þeir
inna af hendi, en þegar þeir
hafa lokið starfi sínu er hug-
búnaðurinn opinn öðrum sem
mega nýta hann og breyta
eins og þeim hentar.
Það er ekkert óeðlilegt við
þetta fyrirkomulag. Blaða-
maður fær t.d. greitt fyrir að
skrifa grein, en ekki fyrir
hvert skipti sem einhver les
hana. Vilji einhver nýta
greinina sem heimild má
hann það að því tilskildu að
hann geti höfundar.“
Moglen bendir á að með
vinnulaginu sem tíðkast við
þróun opins hugbúnaðar
byggist smám saman upp
hafsjór þekkingar og tækja
sem allir geti notað. „Þannig
líkist þetta hinni vísindalegu
aðferð. Það er stöðugt verið
að búa til nýja þekkingu, sem
hægt er að byggja á. Það gef-
ur auga leið að þetta fyr-
irkomulag leiðir frekar til
sköpunar en kerfi þar sem
allir berjast við að halda því
sem þeir vita leyndu og gæta
þess að aðrir hagnýti sér það
ekki.“
Í annan stað segir hann að
mikill áróður sé rekinn til að
telja fólki trú um að heilu
stéttirnar missi fótanna ef
þessi þróun heldur áfram.
Það sé ekki rétt.
„Tónlist var t.d. til áður en
tónlistariðnaðurinn kom til
sögunnar, og tónlist verður
áfram til þótt yfirbyggingin
verði minni. Tónlistariðn-
aðurinn var ekki sniðinn í
kringum þarfir listamanna og
þeir græða oft lítið þótt tón-
list þeirra mali öðrum gull.
Nú hafa tónlistarmenn
tæki eins og MySpace til að
koma tónlist sinni á framfæri
og eru ekki háðir auglýsinga-
og dreifikerfi plötufyrirtækj-
anna. Þeir afla sér svo tekna
með því að spila á tónleikum,
og það er ekkert athugavert
við það. Í gegnum tíðina hafa
tónlistarmenn oftast haft lifi-
brauð sitt af því að koma
fram.
Þótt örfáar stórstjörnur,
sem hafa verið í stöðu til að
setja plötufyrirtækjum stól-
inn fyrir dyrnar, hafi ef til vill
minna upp úr þessu fyr-
irkomulagi, þá er það betra
fyrir lungann af tónlist-
armönnum.
Hinir, sem starfa í tónlist-
ariðnaðnum, hafa þekkingu
og reynslu á sviði markaðs-
setningar og auglýsinga og
geta flutt sig yfir í aðra
geira,“ fullyrðir Moglen.
Hann segir að sum tölvu-
fyrirtæki hafi þegar lagað sig
að breytingum sem eru að
verða. T.d. stíli IBM ekki
lengur inn á það að selja hug-
búnað heldur sérfræðiþekk-
ingu og þjónustu.
Hann gerir þó ráð fyrir því
að breytingarnar komi ein-
hverjum illa. „Það gerist æv-
inlega þegar tækniþróun
breytir forsendum. Þeir sem
höfðu atvinnu af því að keyra
hestvagna hafa eflaust bölvað
sprengihreyflinum í sand og
ösku, en það þýddi lítið.“
Enginn má
stjórna Netinu
Moglen segir samskipti
þeirra sem þróa opin forrit og
hinna sem vilja halda í höf-
undarréttarkerfið alls ekki
óvinsamleg.
„Margir ímynda sér að
mikil úlfúð ríki milli þessara
hópa en það er ekki rétt.
Raunar er það svo að þeir
vinna nokkuð náið saman.
Starf mitt hjá Software Free-
dom Law Center felst að
miklu leyti í því að stjórna
samningaviðræðum þeirra á
milli.“
Moglen gerir því skóna að
þeir sem tapa mestum völd-
um og tekjum á þessum
breytingum muni þó reyna
hvað þeir geta til að halda í
gamla kerfið. Hann telur ekki
ólíklegt að gerðar verði til-
raunir til að læsa hlutum
Netsins eða ritskoða það sem
þar fer fram.
„Ég veit að margir telja að
einhvers konar ritskoðun
væri æskileg, vegna þess að
það birtist margt skelfilegt á
Netinu. Þetta má þó ekki ger-
ast vegna þess að ef þróuð
verður tækni til að stjórna
einhverjum hluta netsins,
verður hægt að stjórna öllu
sem þar fer fram. Þess konar
völd ætti enginn að hafa,“
segir hann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinay Gupta og Eben Moglen hafa trúa því að opinn hugbúnaður geti bætt heiminn.
Gupta
„Pólitísk vandamál
leysast þegar réttar
tæknilegar lausnir
finnast“
Moglen
„Þetta mun gjörbylta
kvikmyndagerð, tón-
list, fjölmiðlun og
fjarskiptum“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 11
Frjáls og opinn hugbúnaður
Hugbúnaður sem er byggður á forritunarkóða sem höf-
undar hafa valið að gera opinberan og öllum aðgengi-
legan. Notendur mega dreifa, aðlaga og betrumbæta
hugbúnaðinn að vild, að því gefnu að afurðin verði
áfram opin og frjáls. Hugbúnaður af þessari gerð er oft
ókeypis.
Séreignarhugbúnaður
Hugbúnaður sem byggist á forritunarkóða sem ekki er
opinber. Notkun, dreifing og aðlögun á séreign-
arhugbúnaði er takmörkunum háð. Hugbúnaður af þess-
ari gerð er oft seldur.
Opnir staðlar
Staðlar sem eru öllum opnir, óháðir búnaði og birgjum
og ekki stýrt af einum aðila. Opnir staðlar auðvelda
samskipti milli hinna ýmsu hugbúnaðarkerfa. Opinn
hugbúnaður byggist oftast á opnum stöðlum. Opnir
staðlar eru einnig notaðir í ýmsum séreignarhugbúnaði.
Hugtök
F
jöldi fólks deyr á
hverju ári að óþörfu.
Ég gat ekki horft
upp á það. Þess
vegna greip ég það sem ég
tel vera sögulegt tækifæri
til að láta gott af mér leiða.
Með þessum hætti get ég
lagt eitthvað af mörkum
sem skiptir raunverulegu
máli á einni stuttri manns-
ævi,“ segir Vinay Gupta,
sem lærði upphaflega for-
ritun en starfar nú að því
sem hann kallar heildstæða
kerfahönnun.
Hann hélt fyrirlestur á
ráðstefnu sem haldin var á
vegum Félags um stafrænt
frelsi á Íslandi í byrjun júlí.
Opinn hugbúnaður
útrými fátækt
Gupta telur opinn hug-
búnað lykilinn að því að
bæta hag þeirra sem búa
við mesta fátækt í heim-
inum. Hann vinnur nú að
því að safna saman og koma
á netið ýmsum tæknilegum
útfærslum, sem geta opnað
leið að meiri lífsgæðum fyr-
ir þessa hópa.
„Ég veit ekki hvort Vest-
urlandabúar átta sig al-
mennt á því hversu gott
þeir hafa það. T.d. eiga
bara um 10-20% af fólki í
heiminum heimili búin þæg-
indum eins og hér tíðkast.
Margir eru svo fátækir að
þeir deyja hreinlega úr fá-
tækt; úr hungri, læknanleg-
um sjúkdómum, kulda eða
hita. Hæglega mætti bjarga
um helmingi þessa fólks.“
Gupta bendir á að til-
raunir til að draga úr fá-
tækt hafi víðast ekki borið
nægan árangur.
„Það hefur sýnt sig að
miðstýrð þróunaraðstoð
skilar ekki því sem ætlast
er til. Það má m.a. rekja til
þess að reynt hefur verið að
færa samfélög í vestrænt
horf, en innviðir og grunn-
gerð til þess eru ekki til
staðar.“
Þess vegna telur Gupta
mun heppilegra að finna
aðferðir til að leysa vanda-
mál inni á hverju heimili
fyrir sig, með sjálfbærum
einingum.
T.d. sé hægt að hreinsa
vatn og gera það drykkjar-
hæft með því að láta vatns-
flöskur standa í sól í um
átta tíma.
„Einföld ráð af þessu tagi
geta haft gríðarlega mikið
að segja. Þessi aðferð er
mun raunhæfari en áætl-
anir um að byggja alls stað-
ar vatnsveitur sem tengjast
hverju heimili.“
Gupta bendir á að fleiri
eignist farsíma með hverj-
um deginum sem líður,
m.a.s. á mjög fátækum
svæðum.
„Innan fárra ára verður
samruni síma og tölvu al-
gjör og þá mun fátæku fólki
sem hefur aðgang að Net-
inu fjölga mjög hratt.“
Því telur Gupta mik-
ilvægt að lausnir og aðferð-
ir til að bæta lífsskilyrði
birtist á Netinu í aðgengi-
legu formi og á sem flestum
tungumálum.
„Það ætti í rauninni ekki
að vera flókið, ef margir
koma að því. Einkaleyfi,
sem koma í veg fyrir að
hægt sé að nýta ákveðnar
lausnir, gætu helst reynst
óþægur ljár í þúfu.“
Gupta nýtir sér að-
ferðafræði opins hugbún-
Netið til bjargar
aðar í starfi sínu. Hann
bindur líka miklar vonir við
ódýr fjarskipti með opnum
hugbúnaði.
Hús fyrir flóttafólk
Gupta lærði upphaflega
forritun en fann köllun sína
þegar hann kynnti sér
rannsóknir á högum flótt-
fólks, gerðar á vegum hug-
veitu sem hann vann hjá í
sjálfboðastarfi.
„Þegar fólk er landflótta
er einn helsti vandinn að
koma því í skjól. Oft er hik-
að við að byggja flótta-
mönnum híbýli, af ótta við
að þeir hverfi ekki aftur til
síns heima. Því þurfti að
finna aðferð til að byggja
flóttamannabústaði sem
haldi veðri og vindum, eru
auðveldir í uppsetningu og
auðvelt er að færa.“
Gupta lagðist yfir verk-
efnið og fann upp aðferð til
að smíða skýli, sem uppfylla
kröfu Sameinuðu þjóðanna,
úr hörðum pappa og plasti.
Skýlin, sem kallast hexa-
yurt, eru mjög ódýr í fram-
leiðslu, það tekur bara
nokkrar mínútur að setja
þau upp og það er hægt að
pakka þeim saman og flytja
þau með sér.
Gupta hefur opnað vef-
síðu þar sem hægt er að
hala niður opinn hugbúnað
sem gerir kleift að fram-
leiða þessi skýli í verk-
smiðjum sem framleiða alla
jafna eitthvað allt annað.
„Uppfinningar af þessu
tagi gætu skipt miklu máli.
Pólitísk vandamál hverfa
nefnilega eins og dögg fyrir
sólu þegar réttar tækni-
legar lausnir finnast,“ segir
hann að lokum.