Morgunblaðið - 20.07.2008, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
S
ólveig Björk Svein-
björnsdóttir vinnur með
barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, UNICEF, í
héraðinu Abyei á landa-
mærum Norður- og Suður-Súdans.
Þegar blaðamaður náði tali af
henni var hún á skrifstofu SÞ í
bænum Kadugli í Norður-Súdan.
Hinn 13. maí síðastliðinn brut-
ust út hörð átök milli frelsishers
Suður-Súdans og hersveita stjórn-
valda í samnefndum höfuðstað
héraðsins, Abyei. Þeir 30.000 íbú-
ar, sem byggðu borgina, flúðu
átökin daginn eftir og borgin er nú
í eyði. Flestir héldu sunnar en íbú-
ar af arabískum uppruna hörfuðu
norður á bóginn.
Átök um olíu og beitarland
Sólveig segir að þetta svæði hafi
lengi verið þrætuepli á milli Miss-
eriya-fólksins sem er af arabískum
uppruna og Ng Dinka-þjóðarinnar
sem er upprunnin í Afríku. Átökin
hafa einkum snúist um beitarland.
Einnig er nú háð harðvítug bar-
átta um ríkulegar olíulindir hér-
aðsins, en þar eru miklir hags-
munir erlendra ríkja í húfi. Hvorki
Suður- né Norður-Súdanar vilja
því sleppa þessu svæði.
Árið 2004 náðist samkomulag
um skiptingu olíuauðsins milli
stjórnvalda í Norður-Súdan, suð-
urhlutans og ættbálkanna sem
byggja héraðið og ári síðar var
gert friðarsamkomulag á milli
frelsishers Suður-Súdans og
stjórnvalda í Khartoum.
Skortur á sérfræðiþekkingu
„Ástandið á svæðinu er afar við-
kvæmt og í raun er ekki víst hvar
þetta svæði lendir eftir kosning-
arnar á næsta ári, en þá verður
kosið um það hvort íbúar Suður-
Súdans vilji stofna eigið ríki.“
Sólveig var stödd í Kadugli til
þess að sinna neyðaraðstoð í
Abyei-héraði.
„Ég vinn aðallega í bæ sem heit-
ir Agok og er um 40 km suður af
Abyei, en þar og í þorpunum í
kring hefur meginhluti flóttafólks-
ins sest að.
Starf mitt er einkum fólgið í því
að hafa uppi á foreldrum barna, en
flóttinn frá Abyei brast á með svo
mikilli skyndingu að fjöldi barna
varð viðskila við foreldra sína. Nú
er ofuráhersla lögð á að hafa uppi
á þeim og sameina fjölskyldurnar.
Þá er einnig unnið að því að
koma á starfi með börnunum og
veita þeim stuðning til að aðlagast
nýjum aðstæðum. Reynt er að
beina huga þeirra frá atburðum
sem tengjast þessum átökum.
Helstu bjargir samfélagsins eru
sterk tengsl innan fjölskyldna og
ættbálka. Fólk af sama ættbálki
aðstoðar hvað annað. Ég vinn með
heimamönnum og nýti mér bjargir
samfélagsins til þess að sameina
fjölskyldur auk þess að veita fag-
lega leiðsögn, en mikill skortur er
á fólki með sérþekkingu á sviði
barnaverndarmála.
Sumir starfsmenn okkar urðu
viðskila við börn sín þegar flóttinn
brast á og því þurfti einnig að að-
stoða þá fyrstu dagana.“
Þegar Sólveig er spurð um
framtíð starfsins í héraðinu segir
hún að erfitt sé að segja nokkuð
um það. „Átök geta brotist út hve-
nær sem er. Sameinuðu þjóðirnar
eru nú með langfjölmennustu
sveitir sínar í Súdan. Þeim er ætl-
að að hafa eftirlit með því að frið-
arsamningur milli stjórnvalda og
uppreisnarmanna í Suður-Súdan
sé virtur. Átökin í Abeyei hefðu
getað hleypt samkomulaginu í
uppnám.
Vonandi sér þjóðin fram á bjart-
ari daga, en borgarastyrjöld hafði
geisað á þessu svæði í 20 ár áður
en samkomulag náðist.“
Tifandi tímasprengja í Súdan
Í HNOTSKURN
»Um íslensku friðargæslunagilda lög nr. 73/2007. Þau
taka á ýmsum málum sem
snerta störf íslenskra frið-
argæsluliða erlendis.
»Erlendir samstarfsaðilar ís-lensku friðargæslunnar eru
einkum Atlantshafsbandalagið
(NATO), stofnanir Sameinuðu
þjóðanna (UNICEF, UNIFEM,
WFP), Evrópsambandið og Ör-
yggis- og samvinnustofnun Evr-
ópu. Auk þess var norræna eft-
irlitssveitin á Srí Lanka (SLMM)
starfandi til ársloka 2007.
»Árið 2007 störfuðu samtals74 einstaklingar að lang-
tímaverkefnum fyrir frið-
argæsluna, en stöðurnar voru
um 30.
»Jafnframt fóru 17 manns ístuttar ferðir til þess að
sinna kosningaeftirliti á vegum
friðargæslunnar.
»Þátttaka kvenna í frið-argæslunni hefur aukist jafn
og þétt.
Börnin Mörg börn urðu viðskila við foreldra sína þegar flótti brast á. Sólveig vinnur við að sameina fjölskyldurnar.
Íslenska friðargæslan hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og stofnanir þeirra við val á verk-
efnum. Þátttaka kvenna í friðargæslu hefur farið vaxandi en hátt í 60 konur hafa farið á vettvang til lengri tíma á vegum íslensku frið-
argæslunnar á síðastliðnum áratug. Íslenskir friðargæsluliðar taka nú þátt í verkefnum á fjórum meginsvæðum í heiminum: í Afganist-
an, Mið-Austurlöndum, á Balkanskaga og í Afríku. Arnþór Helgason kynnti sér friðagæslumál.
Bjarney Friðriksdóttir er fulltrúi á skrif-stofu flóttamannastofnunar SÞ í Da-maskus. Hún fæst einkum við að
skipuleggja þjálfun starfsmanna og semja
handbækur, en fjöldi starfsfólks á skrifstof-
unni hefur áttfaldast síðastliðið hálft annað ár
vegna vaxandi fjölda flóttamanna frá Írak.
„Aðstæður í Sýrlandi eru mjög sérstakar,
því að langflestir flóttamenn búa í leigu-
húsnæði í borgum og bæjum. Þar af er meiri-
hluti þeirra í Damaskus,“ segir Bjarney.
Hún segir að Sýrland og Jórdanía skeri sig
úr að þessu leyti.
„Yfirleitt býr flóttafólk í flóttamannabúðum.
Í Sýrlandi eru einungis einar búðir en þar
dveljast Palestínumenn sem flúðu frá Írak.
Þeim hefur ekki verið veitt dvalarleyfi eins og
öðrum sem flúðu þaðan.
Enginn veit hversu margir hafa komið frá
Írak eftir að ráðist var inn í landið, því að
landamærin voru opin öllu flóttafólki þar til í
október í fyrra. Ýmsir telja að landflótta Írak-
ar í Sýrlandi séu á bilinu 1-1,5 milljónir.
Margir þeirra gátu keypt sér húsnæði og
haldið áfram að lifa eðlilegu lífi. Sumum þeirra
hefur einnig tekist að útvega sér vinnu eftir
einhverjum leiðum.
Sýrlensk yfirvöld heimila þó ekki flóttafólki
að vinna í landinu enda ríkir þar 10% atvinnu-
leysi. Margar fjölskyldur hafa því lent í mikl-
um vandræðum og reyna jafnvel að afla sér
tekna með vinnu barna og vændi.“
Veglyndi Sýrlendinga
Bjarney segir að í raun hafi Sýrlendingar
tekið mjög höfðinglega á móti flóttafólkinu og
almenningur hafi veitt því bæði húsaskjól og
fjárhagsaðstoð. Börnin fái ókeypis skólavist og
ekki sé amast við því að fólkið dvelji í Sýrlandi.
„Hér er þar að auki allfjölmennur hópur
flóttafólks frá Sómalíu sem dvalist hefur hér í
10-15 ár. Þá eru hér einnig Írakar sem flúðu
hingað á dögum Saddams Hússeins.
Það veldur nokkrum vandræðum að Sýrland
á ekki aðild að flóttamannasamningi SÞ. Sýr-
lendingar leita ekki langtímalausna á vanda
flóttafólksins heldur líta á það sem gesti í land-
inu. Sýrlendingar eru eina þjóðin í Araba-
bandalaginu sem veitir flóttamönnum frá að-
ildarríkjunum dvalarleyfi í landi sínu. Þess
vegna hafa flóttamenn frá Írak, Sómalíu, Súd-
an og fleiri löndum getað dvalist í Sýrlandi
jafnvel svo að árum skiptir. En fæstir þeirra
verða virkir þegnar samfélagsins.“
Flestir eru óskráðir
Á vegum flóttamannastofnunarinnar er nú
unnið að því að skrásetja flóttafólkið frá Írak.
Hingað til hafa einungis um 205.000 manns
verið skráð.
„Við gerum menn út af örkinni til þess að
leita fólkið uppi og fá það til að skrá sig.
Flóttafólkið snýr sér nú í auknum mæli til
okkar. Einkum á þetta við um fjölskyldur sem
eru með fötluð börn, alvarleg heilsuvandamál
eða án fyrirvinnu. Þessar fjölskyldur eiga rétt
á styrkjum.
Flóttamannastofnunin veitir hins vegar ekki
styrki fjölskyldum sem eru með karlmann á
aldrinum 18-60 ára innan sinna vébanda.
Ástæðan er fyrst og fremst skortur á fjár-
magni.“
Takmörkuð aðstoð bandamanna
Bjarneyju finnst sem þeir, sem stóðu að inn-
rásinni í Írak, hafi brugðist þeirri skyldu sinni
að koma flóttafólkinu til aðstoðar.
„Á hverjum degi koma um 500 manns á
skrifstofuna til okkar til þess að leita lausna á
vanda sínum. Flestir eru búnir með allt sparifé
sitt sem þeir höfðu sér til lífsframfæris og hafa
jafnvel selt allar eigur sínar. Þegar allt er upp-
urið fer staða fólksins síversnandi og fá úrræði
fyrir hendi.
Samkvæmt nýlegri könnun vilja einungis
4% flóttafólksins snúa aftur heim til Íraks og
fáir virðast trúa því að lausn sé þar í nánd.
Stuðningsmenn innrásarinnar hafa veitt
Sýrlendingum mjög takmarkaða aðstoð til
þess að takast á við þennan mikla fjölda flótta-
manna. Þá hafa fáir þeirra fengið vegabréfs-
áritun til Vesturlanda. Bandarísk stjórnvöld
hyggjast einungis taka við 12.000 írökskum
flóttamönnum, en það er eins og dropi í hafið.“
Írakar flykkjast til Sýrlands
Morgunblaðið/Ásdís
Í Damaskus Bjarney Friðriksdóttir segir Sýrlendinga taka höfðinglega á móti flóttafólki.