Morgunblaðið - 20.07.2008, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
N
icolas Sarkozy, Frakk-
landsforseti, lék á alls
oddi í hlutverki gest-
gjafans á stofnfundi
Miðjarðarbandalags-
ins um síðustu helgi. Sarkozy baðaði
sig í sviðsljósinu og það eitt að honum
skyldi hafa tekist að kalla saman til
fundar rúmlega 40 leiðtoga sem
margir hverjir hafa eldað saman
grátt silfur í gegnum tíðina, þótti
mikið afrek.
Helgin var viðburðarík, þar var
friðarviðræðum Miðausturlanda þok-
að áfram með óljósri niðurstöðu þó.
Sýrlandsforseti kom út úr skúma-
skoti sínu og settist við sama borð og
líbanski forsetinn, ísraelski forsætis-
ráðherrann og um 40 aðrir þjóð-
arleiðtogar. Stofnfundi Miðjarð-
arbandalagsins lauk svo þann 14.júlí,
á þjóðhátíðardegi Frakka, með til-
heyrandi listflugi og flugeldasýn-
ingum.
Þrátt fyrir auðsýndan sameining-
arvilja Sarkozys lýsti tregða og van-
traust sér m.a. í því að ekki reyndist
unnt að ná dæmigerðri fundarmynd
af öllum leiðtogunum samankomn-
um. Nokkrir leiðtogar arabaríkja
tóku sameiginlega myndatöku með
forsætisráðherra Ísraels ekki til
greina. Sarkozy lét það þó ekki spilla
stemmningunni heldur stillti sér
skælbrosandi upp í upphafi fundar
með hverjum leiðtoga fyrir sig, rúm-
lega fjörutíu sinnum.
Nokkuð bjartari vonir en áður
Sarkozy, sem nú gegnir embætti
forseta Evrópusambandsins, hefur
gengið með drauminn um Miðjarð-
arbandalag í maganum í nokkur ár.
Viðleitni til aukins samstarfs norðurs
og suðurs var reyndar sýnd fyrir 13
árum, þegar ferli sem kennt er við
Barcelona fór í gang, en lognaðist
fljótt út af.
Vonirnar þykja nokkuð bjartari nú
en þá, ekki síst með tilliti til aukinna
viðskipta og batnandi efnahags-
ástands í einhverjum landanna sunn-
anhafs. Þó stjórnmálaerjur geti gert
nýja bandalaginu erfitt fyrir virðist
viðskiptahliðin vera nokkuð vænleg.
Í nýlegum leiðara breska tímarits-
ins The Economist er bent á að bein
erlend fjárfesting í löndunum frá
Marokkó til Tyrklands hafi sexfald-
ast frá aldamótum, árið 2006 hafi hún
verið komin í 59 milljarða Banda-
ríkjadala. Þar með nálgist löndin
beina erlenda fjárfestingu í Kína sem
nemi 69 milljörðum dala. Einnig er
bent á að vöxtur vergrar landsfram-
leiðslu á sunnan- og austanverðri
Miðjarðarhafsströndinni hlaupi á
4,4% á ári og fari sívaxandi um leið og
sömu tölur fari lækkandi í Evrópu.
Þessar þjóðir eiga þó langt í land með
að ná evrópskum hagvexti og með
núverandi hraða áætlar Economist
að það muni taka þær 160 ár að ná því
marki.
Atvinnuleysi er víðast hvar gríð-
arlegt á þessu svæði, talið allt að 30%
þó opinberar tölur séu lægri og er at-
vinnuleysið ein ástæða þess að Evr-
ópulöndin renna hýru auga suður eft-
ir. Með nýrri innflytjendastefnu ESB
þar sem ríkjum er einsett að haga út-
gáfu landvistarleyfa eftir þörfum at-
vinnumarkaðanna er þó sýnt að besta
vinnuaflið verður valið úr og ekki
hverjum sem er hleypt inn fyrir.
Ekki líta allir jákvæðum augum til
nýs bandalags norðurs og suðurs.
Tyrkir hafa lýst yfir áhyggjum og
telja að með nýju bandalagi sé verið
að bjóða þeim til leiks á kostnað inn-
göngu þeirra í ESB sem þeir hafa
unnið að undanfarin ár.
Moammar al-Gaddafi, Líb-
íuleiðtogi, hélt sig víðsfjarri fund-
inum í París. „Við erum fjarri því að
svelta og erum engir hundar sem þau
verða að henda í beini,“ var haft eftir
Gaddafi í evrópskum fjölmiðlum.
Hann sagði nýlendufnyk af nýja
bandalaginu, Barcelona-verkefnið
hefði lognast út af fyrir 13 árum og
litlar vonir væru til annarrar nið-
urstöðu nú.
Sé leitað enn sunnar hefur Ab-
doulaye Wade, forseti Senegal, gagn-
rýnt stofnun nýja bandalagsins harð-
lega og sagt það reisa vegg um miðja
Afríku. „Það er augljóst eftir hverju
er sóst með stofnun sambandsins,
það er olían og gasið í Alsír auk olíu-
nnar í Líbíu,“ segir í nýlegri yfirlýs-
ingu forsetans
Framtíðin á huldu
Fyrstu tillögur að verkefnum
Miðjarðarbandalagsins eru gaum-
gæfilega valdar og ekki er snert á
mannréttindamálum eða öðrum eld-
fimum málum til að valda ekki ring-
ulreið strax í upphafi.
Tækifærin sem felast í Miðjarð-
arbandalaginu snerta 750 milljónir
manna. Of snemmt er að segja til um
hvort sambandið gefi af sér frjóar
viðskiptalausnir, aukið öryggi og frið
við Miðjarðarhafið eins og markmiðið
er eða hvort það lognist út af líkt og
Barcelona-verkefnið gerði forðum
daga. Enn eru grundvallaratriði á
huldu, eins og hvar aðalskrifstofa
sambandsins verður staðsett eða
hversu lengi Hosni Mubarak,
Egyptalandsforseti, og Nicolas Sar-
kozy munu sinna forystuhlutverk-
unum.
Erlent | Mikil tækifæri felast í Miðjarðarbandalaginu, en of snemmt er að segja til um hvort það nær
markmiðum sínum. Meiðyrði | Bandaríkjamenn segja breska meiðyrðalöggjöf vega að málfrelsi.
Réttarfar | Gerði Alþjóða glæpadómstóllinn illt verra með því að fara fram á handtökuskipun á hendur forseta Súdans?
Fullkomin Sarkozy-sýning?
Frakklandsforseti þótti standa sig vel í gestgjafahlutverkinu á stofnfundi Miðjarðarbandalagsins þegar
hann tók á móti litríkri flóru leiðtoga sem margir hafa átt í hatrömmum deilum svo áratugum skiptir
Ljósmynd/Associated press
Sáttaknús? Dramatíkin þótti ná hámarki þegar Abbas, forseti Palestínu, og Olmert, forsætisráðherra Ísraels,
stigu samtímis út úr bifreiðum sínum, gengu til Sarkozy og gáfu honum faðmlag fyrir sameiginlegan fund þeirra.
Í HNOTSKURN
»Upphafleg hugmynd Sar-kozy var að Miðjarð-
arbandalagið mynduðu aðeins
þjóðir með land að Miðjarð-
arhafinu. Merkel Þýskalands-
kanslari fékk hann ofan af því
og nú eiga öll ESB-ríkin aðild.
»Friður, öryggi og aukinviðskipti eru aðalmark-
miðin með stofnuninni.
»Sáttaumleitanir þóttuhelsta afrek stofnfund-
arins. Leiðtogar Sýrlands og
Líbanons sögðu möguleika
fyrir hendi á opnun sendiráða
í hvors annars ríkjum.
VIKUSPEGILL»
Erlent
!
"#$
&
'#
()&
*
$
+
,-.
/
0&
*!(" '(
1
2) &/ )
/
!
AÐEINS þremur dögum eftir að stofnfundi
Miðjarðarbandalagsins lauk var Angela Mer-
kel, kanslari Þýskalands, komin til fundar
við Abdelaziz Bouteflika, forseta Alsírs,
ásamt 50 manna fylgdarliði þýskra fjárfesta
og fulltrúa stórfyrirtækja. Markmiðið var að
treysta viðskiptatengsl þjóðanna og ræða
viðskiptasamninga upp á milljarða evra.
Þjóðverjar renna hýru auga til aukinna
viðskipta við Alsír, m.a. með tilliti til auð-
ugra olíu- og gaslinda sem þar er að finna.
Að sögn þýska orkumálaráðherrans, Bernd
Pfaffenbach, vilja þýsk yfirvöld kaupa gas í
auknum mæli af Alsíringum. Eins og er kem-
ur 40% af því gasi sem flutt er til Þýskalands
frá Rússlandi, en aðeins 1% frá Alsír.
Merkel hefur þótt sýna mikla einurð í að
ná góðum samskiptum við Alsíringa „við vit-
um að við erum ekki þau einu og að við
verðum að leggja okkur öll fram,“ hefur
dagblaðið Frankfurter Allgemeine eftir
henni á fundi með alsírskum og þýskum við-
skiptamönnum. Alsír gæti átt glæsta tíma
framundan náist að nýta náttúrulegar auð-
lindir landsins og hefur Merkel lagt á það
áherslu við yfirvöld landsins að samhliða
verði að byggja upp sterkt efnahagskerfi
sem byggi á breiðum grunni.
Margþættar þýskar lausnir
Viðskiptanefndin sem fylgdi Merkel var
með ýmsar lausnir í farteskinu. Hvers kyns
„pakkalausnir“ sem gætu tekið á marg-
víslegum vanda þjóðarinnar. Þýskaland vilji
nefnilega ekki aðeins selja Alsíringum her-
skip, járnbrautir, steinsteypu eða skolprör
heldur einnig kenna landsmönnum að fram-
leiða og þar með skapa atvinnutækifæri og
auka sjálfstæði þjóðarinnar.
Forstjóri stórfyrirtækisins ThyssenKrupp
er vongóður um að með þátttöku í viðræðun-
um í Alsír muni takast að koma á fót stærstu
áburðarverksmiðju heims þar í landi, auk
þess að landa sölu fjögurra herskipa fyrir
allt að fimm milljarða evra.
Í ferðinni var þó aðeins undirritaður einn
samningur sem er etv. ekki mjög dæmigerð-
ur fyrir þau viðskipti sem þar verða stunduð
í framtíðinni. En það var samningur um
byggingu þriðju stærstu mosku heims í Al-
geirsborg. Moskan sú mun kosta Alsírbúa
tæplega einn milljarð evra og er gert ráð
fyrir að hún geti rúmað rúmlega 100.000
manns að sögn verkfræðinga. Hún verður
um 20.000 fermetrar að stærð og með yfir
214 metra háum bænaturni.
Slíkar risaframkvæmdir á andlega sviðinu
gætu virst óhagkvæmar í landi þar sem
helmingur ungs fólks býr við atvinnuleysi,
en yfir 60% þjóðarinnar er undir 25 ára
aldri. Forseti landsins, Abdelaziz Bouteflika,
telur þó að andlegu lífi almennings verði að
sinna jafnt sem veraldlegu. jmv@mbl.is
Þjóðverjar byggja upp stórviðskipti í Alsír
Reuters
Vinir Angela Merkel og Abdelaziz Bouteflika
leiddust létt í lund í Algeirsborg á dögunum.