Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 17 Í öðru lagi tók Moreno-Ocampo þá óskiljanlegu ákvörðun að kæra aðeins forseta Súdans en sleppa stjórnmála- og herforingjunum, sem ásamt hon- um hafa lagt á ráðin um, fyrirskipað og skipulagt hina umfangsmiklu glæpi í Darfúr. Hefði Hitler verið á lífi í október 1945 hefði þeim 21 sak- borningi, sem var leiddur fyrir rétt í Nürnberg, ekki verið sleppt svo auð- veldlega. Að lokum er útilokað að skilja hvers vegna Moreno-Campo miðaði svona hátt og sakaði al-Bahsir um „glæp glæpanna“, þjóðarmorð, í stað þess að leggja fram ákærur, sem eru meira viðeigandi og auðveldara er að fylgja eftir, en þar má nefna stríðs- glæpi (sprengjuherferð á hendur óbreyttum borgurum) og glæpi gegn mannkyni (útrýming, nauðungar- flutningar, stórfelld morð og nauðg- anir og fleira). Þjóðarmorð er vissu- lega orðið eins konar lausnarorð og fólk telur að með því einu að nefna það sé hægt að framkalla vanþóknun samfélags þjóðanna og sjálfkrafa hrinda af stað íhlutun Sameinuðu þjóðanna. En það er ekki svo. Að auki þarf að uppfylla ströng skilyrði til að sanna þjóðarmorð. Fórnarlömbin þurfa að vera úr til- teknum þjóðflokki, trúarhópi, kyn- þætti eða samfélagi og gerandinn þarf að vera með „ásetning um þjóð- armorð“, það er að vilja útrýma hópn- um sem slíkum í heild eða að hluta, t.d. ef einstaklingur myrðir tíu Kúrda, ekki vegna þess að hann hafi andúð á þeim eða sterkar tilfinningar gegn hverjum og einum þeirra, held- ur eingöngu vegna þess að þeir eru Kúrdar; með því að myrða þessa tíu einstaklinga hyggst hann stuðla að útrýmingu hópsins sem slíks. Svo aftur sé vikið að Darfúr þá er hver hópanna þriggja samkvæmt Moreno-Ocampo þjóðflokkur; þótt þeir tali sama mál (arabísku) og að- hyllist sömu trú (íslam) og litaraft þeirra sé hið sama eru þeir aðskildir þjóðflokkar vegna þess að hver hópur talar einnig mállýsku og býr á af- mörkuðu svæði. Samkvæmt þessari skilgreiningu má líta á ýmsa hópa í Evrópu sem þjóðflokka, til dæmis Sikileyinga, sem auk þess að tala hið opinbera mál tala mállýsku og búa á afmörkuðu svæði. Að auki hefur Moreno-Ocampo dregið ályktanir um ásetning al- Bashirs um þjóðarmorð af stað- reyndum og framferði sem að hans mati eru skýr vitnisburður um slíkan ásetning. Samkvæmt alþjóðarétti er það hins vegar svo að aðeins er hægt að draga ályktanir um hugarástand stefnda ef það er eina ályktunin, sem hægt er að draga með skynsamlegum hætti á grundvelli sönnunar- gagnanna. Í tilfelli Darfúr myndi virðast skynsamlegra að lesa úr sönn- unargögnunum ásetning um að fremja glæpi gegn mannkyni (útrým- ingu), fremur en ásetning um að þurrka út þjóðflokka í heild eða að hluta. Ef við gerum ráð fyrir því að Al- þjóða-glæpadómstóllinn gefi út hand- tökuskipunina virðist ólíklegt að það hafi önnur áhrif en réttarfarsleg og er þar átt við að stefndi missi pólitísk- an og siðferðislegan trúverðugleika í kjölfarið. Það gerðist í máli Radovans Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosn- íu-Serba, sem hefur aldrei verið handtekinn þótt hann hafi verið fjar- lægður bæði frá völdum og af al- þjóðasviði vegna stefnunnar gegn honum árið 1995. Beiðni Moreno-Ocampos gæti þvert á móti haft neikvæð pólitísk áhrif með því að skapa glundroða í al- þjóðlegum samskiptum. Hún gæti hert súdönsk stjórnvöld í afstöðu sinni, grafið undan öryggi friðar- gæsluliða í Darfúr og jafnvel orðið al- Bashir tilefni til að svara í sömu mynt með því að stöðva eða torvelda aðstoð til þeirra tveggja milljóna manna, sem eru á vergangi í Darfúr. Að auki gæti beiðni Moreno-Ocampos aukið enn á tortryggni stórveldanna (Kína, Rússlands og Bandaríkjanna), sem um þessar mundir eru Alþjóða- glæpadómstólnum óvinveittar. Reuters Handtakið hann! Omar Hassan al-Bashir, forseti Súdans hefur kosn- ingalög á loft. Hljóp saksóknari Alþjóða-glæpadómstólsins á sig þegar han lagði fram beiðni um handtökuskipun á hendur honum? »Beiðni Moreno-Ocampos gæti þvert á móti haft neikvæð póli- tísk áhrif með því að skapa glundroða í alþjóð- legum samskiptum. Gallað réttlæti og stórfelldir glæpir í Súdan Beiðni um handtökuskipun á hendur al-Bashir, forseta Súdans, vekur furðu Antonio Cassese var fyrsti forseti al- þjóðlega stríðsglæpadómstólsins í mál- um gömlu Júgóslavíu (ICTY) og síðar formaður rannsóknarnefndar Samein- uðu þjóðanna í málefnum Darfúr. Hann kennir við lagadeild Háskólans í Flórens. © Project Syndicate Réttarfar Antonio Cassese Þ eim sem fylgjast með at- burðum í Darfúr vita full- vel að Omar Hassan al- Bashir, forseti Súdans, fer fyrir hópi forystu- manna í stjórnmálum og her, sem bera ábyrgð á alvarlegum og stór- felldum glæpum, sem her landsins fremur daglega með aðstoð þjóð- varðliða og vígamanna gegn súdönsk- um borgurum í þeim landshluta. Þessir borgarar eru sekir um það eitt að vera úr þjóðflokkunum þremur (Fur, Masalit og Zaghawa), sem gátu af sér uppreisnarmennina, sem hófu vopnaða baráttu gegn stjórninni fyrir nokkrum árum. Því eru allar aðgerðir til þess ætl- aðar að draga leiðtoga Súdans til ábyrgðar fyrir glæpi þeirra fagnaðar- efni. Engu að síður vekur ákvörðun Luis Moreno-Ocampo, saksóknara Alþjóða-glæpadómstólsins, um að fara fram á handtökuskipun á hendur al-Bashir furðu af þremur ástæðum. Í fyrst lagi, hafi Moreno-Ocampo ætlað sér að koma því til leiðar að al- Bashir yrði handtekinn hefði hann getað gefið út innsiglaða beiðni og farið fram á að dómarar réttarins gæfu út innsiglaða handtökuskipun, sem yrði aðeins gerð opinber þá og þegar al-Bashir færi úr landi. Lög- saga dómsins yfir glæpunum í Darfúr var staðfest með bindandi ákvörðun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem þýðir að jafnvel ríki, sem ekki eru aðilar að Alþjóða glæpadóm- stólnum, verða að framfylgja skip- unum réttarins. Með því hins vegar að gera óskina um handtökuskipun opinbera getur al-Bashir – að því gefnu að orðið verði við beiðninni – einfaldlega sleppt því að ferðast til út- landa og þannig komist hjá handtöku. Gæludýraeigendur mega ekki gleyma að hugsa vel um dýrin á sumrin. Hundar og kettir geta ver- ið viðkvæmir fyrir sólinni og því þarf að fylgjast með þeim og gera tilheyrandi ráðstafanir, svo þeim líði vel og verði ekki veik. Stutt- hærðir hundar og hárlausir eiga á hættu að brenna í sumarsólinni og það sama á við um hvíthærða ketti. Þess vegna skal gæta þess að bera reglulega á þá sólaráburð, sem gerður er sérstaklega fyrir dýr. Húð á hundum sem eru mestmegnis hárlausir á það einnig til að skorpna og því ættu eigendur að vera duglegir að bera á þá. Á heitustu sumardögum skal ekki fara með hunda út að hlaupa. Betra er að fara snemma morguns eða síðla kvölds. Gæludýr sem eru með flöt trýni, til dæmis bolabítar og persneskir kettir, eiga sér- staklega á hættu að fá sólsting. Feldurinn einangrar Hundategundir sem eiga upp- runa sinn að rekja á norðlægar slóðir eru flestar með mikinn og þykkan feld. Á sumrin mætti halda að feldurinn væri til óþæginda og virkaði sem heitur pels, en svo er ekki. Feldurinn er einangrandi og heldur hitanum frá þeim. Því er alls ekki góð hugmynd að raka hárið af slíkum hundum, því þá eiga þeir ekki jafnauðvelt með að verjast hit- anum. Mikilvægt er að hafa vatnsskálar út um allt. Ekki er nóg að hafa eina skál fyrir hvert dýr, því það þarf að hvetja þau til að drekka sem mest. Á heimasíðunni www.petco.com er til dæmis hægt að fá lítinn gos- brunn handa kisum og smæstu hundunum, með sírennandi vatni sem hvetur þau til að drekka meira. Dýrin eiga ekki aðeins á hættu að sólbrenna, heldur geta þau einnig fengið sólsting. Helstu einkennin er að þau verða móð, slefa óvenju mik- ið, skjögra, eru veikluleg í útliti og rugluð. Ef að þessi einkenni koma fram skal fara beint til dýralæknis, eins fljótt og auðið er. gudnyh@mbl.is Morgunblaðið/RAX Funheitir ferfætlingar Jakkaföt frá kr. 18.900 Stakir jakkar frá kr. 10.900 Stakar buxur frá kr. 5.900 Kakí- og Flauelsbuxur frá kr. 5.900 Hálfermaskyrtur frá kr. 1.990 Pólóbolir frá kr. 2.700 Sumarblússur frá kr. 6.200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.