Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 23
Allar nánari upplýsingar í
síma 863 9360
profsteinn@profsteinn.is
ÍTALSKIR
ÖRYGGISSKÓR
Mikið úrval - Heildsöluverð
KERRUR Í MIKLU ÚRVALI
Fjölnota kerrur á frábæru verði frá NORTH STAR
lifað tímamótin og blaða- og frétta-
menn fengju eitthvað úr að moða.
Svo var liðinu smalað saman
klukkan 16:40 til formlegrar undir-
skriftar. Þeir sem máttu og gátu
skrifað undir gerðu það, aðrir
munduðu pennana líkindalega og
létu sem þeir skrifuðu eitthvað á
blað. Menn handsöluðu síðan samn-
ingana, glaðir í bragði og baðaðir í
ljósum sjónvarpsvéla. Sumum var
ekki hlátur í huga en þeir létu sem
ekkert væri. Sögulegir samningar
voru í höfn en voru það í raun og
veru ekki. Það vissu samn-
ingamennirnir en hvorki ráðherrar,
fréttamenn, aðrir gestir né þjóðin.
Veisla í tilefni dagsins
Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra bauð til veislu í Ráð-
herrabústaðnum um kvöldið til að
fagna samningum um Hvalfjarð-
argöng. Þar komu saman flestir
sem hlut áttu að máli, einnig þeir
sem enn höfðu ekki náð sam-
komulagi sín á milli, án þess að hátt
færi í samsætinu, þar á meðal
fulltrúar Enskilda Banken, Skanska
og John Hancock. Gestgjafinn
ávarpaði samkomuna og fagnaði
sérstaklega því skrefi í samgöngu-
málum að einkafyrirtæki væri falið
að annast undirbúning, framkvæmd
og rekstur vegganga. Philip Fletc-
her, lögfræðingur John Hancock,
ávarpaði líka gesti í ráðherraboðinu
og lýsti ánægju yfir því að samning-
arnir væru afstaðnir, fyllilega með-
vitaður um að á Hóteli Sögu biði
hans að hefja á ný þref við Enskilda
Banken um kröfur NCC til að reyna
að ná samkomulagi! Fletcher leyndi
því ekki að samningaferlið hefði
verið flókið, tímafrekt og erfitt en
kvaðst sannfærður um að Hval-
fjarðargöng yrðu farsæl og arðsöm
framkvæmd. Søren Langvad, fram-
kvæmdastjóri E. Pihl & Søn, talaði
fyrir hönd verktakans, Fossvirkis,
og tók í sama streng. Hann sagði að
þegar fagnaðarlátum linnti yrðu
hendur látnar standa fram úr erm-
um við undirbúning verksins beggja
vegna Hvalfjarðar.
Samgönguráðherra bauð upp á
drykk fyrir matinn og kræsingar
voru síðan á borð bornar. Mat-
arlystin var takmörkuð hjá mörgum
samningamanninum og vínlystin
enn minni eftir vinnulotu sem hafði
staðið yfir linnulaust í 36 klukku-
stundir. Samningamenn skáluðu í
kurteisisskyni og skoluðu munninn
með rauðvíni. Lögmaður einn bug-
aðist strax yfir forréttinum og lét
sig hverfa. Hann fór beint út á Hót-
el Sögu og náði tæpast að afklæðast
fyrir svefninn. Aðrir þraukuðu en
fóru heim í háttinn strax eftir borð-
hald nema þeir sem áttu eftir að út-
kljá deilumál sín. Hjá þeim fór í
hönd enn einn samningafundurinn
ef hægt er að kalla samskiptin því
nafni. Viðstöddum er enn fersk í
minni harkaleg senna Nicolas Coa-
tes frá ING Barings og Erlands
Ringblom frá Enskilda Banken að
lokinni ráðherraveislunni. Rifrildinu
lyktaði með því að Coates strunsaði
til herbergis síns á Sögu, læsti að
sér, tók símann úr sambandi og var
ekki til frekari viðræðu fyrr en dag-
inn eftir. Ringblom hótaði því um
nóttina að Enskilda Banken drægi
sig út úr öllu saman. Svíinn þótti af-
ar harðskeyttur í samninga-
viðræðum og til marks um það má
taka að bandarískir lögfræðingar,
sem komu að gangamálinu og kalla
ekki allt ömmu sína, líktu hegðun
hans við ofurstrangan kennara sem
tuktar nemendur sína harkalega til
af minnsta tilefni.
Lengra varð ekki komist og menn
ákváðu að fella talið og sofa á deilu-
málinu. Lítill hópur ráðgjafa neitaði
sér hins vegar um hvíld og sat á
rökstólum til morguns enda voru
samningar um Hvalfjarðargöng í
uppnámi, þrátt fyrir að undirskrift-
arathöfnin væri afstaðin og þrátt
fyrir að gleðskapur vegna lykta
málsins stæði fram á nótt í Ráð-
herrabústaðnum!
Vökunóttin skilaði árangri
Þráðurinn í samningamálum var
tekinn upp að nýju snemma dags
23. febrúar, annars vegar til að
skrifa undir plögg sem ekki vannst
tími til að afgreiða daginn áður en
hins vegar til að reyna til þrautar að
leysa hnútinn varðandi áhættu
vegna hugsanlegra skaðabóta Spal-
ar til handa verktakafyrirtækinu
NCC. Það kom fljótlega í ljós að
mennirnir sem vakað höfðu til
morguns og voru hvað þreyttastir
allra á vettvangi, höfðu fundið leið
sem allir samþykktu að fara, seint
og um síðir. Verktakinn Fossvirki
tók á endanum á sig áhættu af
málarekstri sem NCC kynni að
stofna til gegn Speli og klukkan
17:00 var loksins skrifað undir stað-
festingarskjal samninga um Hval-
fjarðargöng. Aldrei reyndi á ábyrgð
Fossvirkis enda heyrðist ekki frek-
ar frá NCC um deilumálið við Spöl
eftir að Eftirlitsstofnun EFTA vís-
aði því frá.
Þar með var hægt að segja með
sanni að samningsgerðinni hefði í
raun og veru lokið meira en einum
sólarhring eftir að undirritunar-
athöfnin mikla hófst. Þá fyrst gátu
samningamenn varpað öndinni létt-
ar og slakað á. Endanlega var lokið
viðræðum um fjármögnun sem stað-
ið höfðu yfir í tvö ár samfleytt. Ef
samgönguráðherra hefði grunað á
þeirri stundu hvernig málið var í
pottinn búið hefði hann trúlega opn-
að Ráðherrabústaðinn til fram-
haldsveisluhalda og kallað til sín
kokka og þjóna á nýjan leik. Það
gerðist ekki enda báru samn-
ingamenn aldrei á torg að hin hátíð-
lega undirritun samninga í Súlnasal
daginn áður hefði að hluta verið
sviðsett.“
Morgunblaðið/Sverrir
tilburðir í Súlnasal
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara
Ýmislegt áhugavert fyrir safnara
Borðstofuhús ögn
Stakir skápar