Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 24

Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 24
24 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Á rið 1938 lágu frum- drögin að Leðurblöku- manninum á teikni- borði listamannanna, teiknarans Bobs Kane og handritshöfundarins Bills Fin- ger. Ári síðar birtist hann fullskap- aður í fyrsta skipti, sem nýjasta teiknimyndasöguhetja hasarblaða- útgáfu sem síðar varð DC Comics. Markaðurinn tók hressilega við sér, Batman varð á skömmum tíma einn af máttarstólpum útgáfunnar og hefur haldið þeirri stöðu lengst af. Óþarft er að tíunda inntak og bakgrunn Leðurblökumannsins, sem heitir í rauninni Bruce Wayne og er auðmaður mikill og eðalmenni sem lætur drjúgt af hendi rakna til mannúðarmála ýmiss konar. Barn- ungur varð hann vitni að því er for- eldrar hans voru myrtir og upp frá því eyddi hann öllum stundum í að byggja sig upp andlega og lík- amlega til að berjast við glæpa- menn og undirheimalýð. Hann er ekki gæddur þeim yfirnáttúrulegu kröftum sem einkenna flesta koll- ega hans á síðum hasarblaðanna, styrk sinn fær Leðurblökumað- urinn innan frá, af lærdómi og lík- amsrækt auk þess sem hann nýtur ýmissa hjálpartækja. Höfuðstöðvar Leðurblökumanns- ins eru í Gotham-borg, þar sem hann herjar linnulaust á ódáma og sér ekki högg á vatni. Hans helstu hjálparhellur eru Robin hinn ungi og breskættaði einkaþjónninn Alfred Pennyworth. Blómatími teiknimyndasagna var í hámarki um og eftir miðja síðustu öld og oftar en ekki skák- aði Batman keppinautum sínum í sölu og var eina ofurhetjan sem var gefin út reglulega, allt fram á 7. áratuginn. Þá var salan tekin að dala, annað afþreyingarefni, einkum tengt sjónvarpi, sótti miskunnarlaust að Leðurblöku- manninum sem og öðrum görp- um DC Comics og Marvel, en þessar tvær útgáfur voru og eru nánast einráðar á has- arblaðamarkaðnum. Kapp- inn var þá kannski ekki ódrepandi eftir allt. DC var ekki á þeim buxunum að farga bestu mjólkurkúnni eða láta hana vesl- ast upp á stalli og leitað var bjargráða logandi ljósi. Sjónvarpið var töfraorðið á þeim sjöunda og Batman fór í loftið árið 1966 og nutu hálftímalangir þætt- irnir talsverðra vinsælda í þrjú ár. Í augum heittrúaðra Batman- unnenda eru þeir helgidómur og Adam West er staffírugur Leð- urblökumaður. Leikarar í Það er tæpast hægt að þverfóta fyrir litríkum ofurhetjum í bíóunum, einkum yfir sumarmánuðina. Þetta eftirsótta umfjöllunarefni er ættað úr hasarblaðaheiminum og hefur þeim almennt vegnað vel á hvíta tjaldinu. Sæbjörn Valdimarsson kynnti sér feril einnar þeirrar vinsælustu, Leðurblökumannsins – Batman, sem kemur örugglega til með að lífga hressilega upp á bíóaðsóknina næstu vikurnar. Ofursvalir Christian Bale er Batman og Heath Ledger leik- ur Jókerinn í nýjustu Batman-myndinni. Lífseigur Leðurblök

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.