Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Á rið 1938 lágu frum- drögin að Leðurblöku- manninum á teikni- borði listamannanna, teiknarans Bobs Kane og handritshöfundarins Bills Fin- ger. Ári síðar birtist hann fullskap- aður í fyrsta skipti, sem nýjasta teiknimyndasöguhetja hasarblaða- útgáfu sem síðar varð DC Comics. Markaðurinn tók hressilega við sér, Batman varð á skömmum tíma einn af máttarstólpum útgáfunnar og hefur haldið þeirri stöðu lengst af. Óþarft er að tíunda inntak og bakgrunn Leðurblökumannsins, sem heitir í rauninni Bruce Wayne og er auðmaður mikill og eðalmenni sem lætur drjúgt af hendi rakna til mannúðarmála ýmiss konar. Barn- ungur varð hann vitni að því er for- eldrar hans voru myrtir og upp frá því eyddi hann öllum stundum í að byggja sig upp andlega og lík- amlega til að berjast við glæpa- menn og undirheimalýð. Hann er ekki gæddur þeim yfirnáttúrulegu kröftum sem einkenna flesta koll- ega hans á síðum hasarblaðanna, styrk sinn fær Leðurblökumað- urinn innan frá, af lærdómi og lík- amsrækt auk þess sem hann nýtur ýmissa hjálpartækja. Höfuðstöðvar Leðurblökumanns- ins eru í Gotham-borg, þar sem hann herjar linnulaust á ódáma og sér ekki högg á vatni. Hans helstu hjálparhellur eru Robin hinn ungi og breskættaði einkaþjónninn Alfred Pennyworth. Blómatími teiknimyndasagna var í hámarki um og eftir miðja síðustu öld og oftar en ekki skák- aði Batman keppinautum sínum í sölu og var eina ofurhetjan sem var gefin út reglulega, allt fram á 7. áratuginn. Þá var salan tekin að dala, annað afþreyingarefni, einkum tengt sjónvarpi, sótti miskunnarlaust að Leðurblöku- manninum sem og öðrum görp- um DC Comics og Marvel, en þessar tvær útgáfur voru og eru nánast einráðar á has- arblaðamarkaðnum. Kapp- inn var þá kannski ekki ódrepandi eftir allt. DC var ekki á þeim buxunum að farga bestu mjólkurkúnni eða láta hana vesl- ast upp á stalli og leitað var bjargráða logandi ljósi. Sjónvarpið var töfraorðið á þeim sjöunda og Batman fór í loftið árið 1966 og nutu hálftímalangir þætt- irnir talsverðra vinsælda í þrjú ár. Í augum heittrúaðra Batman- unnenda eru þeir helgidómur og Adam West er staffírugur Leð- urblökumaður. Leikarar í Það er tæpast hægt að þverfóta fyrir litríkum ofurhetjum í bíóunum, einkum yfir sumarmánuðina. Þetta eftirsótta umfjöllunarefni er ættað úr hasarblaðaheiminum og hefur þeim almennt vegnað vel á hvíta tjaldinu. Sæbjörn Valdimarsson kynnti sér feril einnar þeirrar vinsælustu, Leðurblökumannsins – Batman, sem kemur örugglega til með að lífga hressilega upp á bíóaðsóknina næstu vikurnar. Ofursvalir Christian Bale er Batman og Heath Ledger leik- ur Jókerinn í nýjustu Batman-myndinni. Lífseigur Leðurblök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.