Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 26

Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 26
26 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Í Persaflóanum, við strendur Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna, hvílir fjöldi ósnortinna eyja. Flestar eru þessar eyjar í eigu fursta, en einnig hefur færst í vöxt að Hollywoodstjörnur festi kaup á þeim til að dvelja á í fríum sínum. Eyjarnar fyrir utan Abu Dhabi voru áður fyrr undir stjórn furstans Zayed bin Sultan Al Nahyan, sem var mikilll náttúruverndarsinni og hreyfði ekki við eyjunum. Eftir and- lát hans erfði sonur hans, Khalifa bin Zayed Al Nayhyan sumar þeirra. Þá stofnaði hann fyrirtækið TDIC til að skipuleggja uppbygg- ingu á eyjum sínum og öðrum svæðum, með það í huga að auka heimsóknir túrista og fólks í við- skiptaferðum. Aðaltekjulind arabísku furstanna hefur hingað til verið olía og gas og gætu þeir lifað í vellystingum næstu aldirnar einungis af þeim tekjum sem þeir fá fyrir þær uppsprettur. Nú vilja þeir hins vegar ekki ganga of mikið á náttúruauðlindirnar og renna hýrum augum til ferða- manna. Helsta uppbyggingarverk- efni, sem TDIC stendur í þessa dagana og reyndar árin, er eyjan Saadiyat. Bein þýðing á nafninu er Hamingjueyjan, enda á hún að vera sælustaður fyrir bæði túrista og innfædda og þar verður allt sem hugurinn girnist, baðstrendur, lista- söfn, golfvellir, verslanir, kaffihús, veitingastaðir, sæfarasafn og svona mætti lengi áfram telja. Snæbjörn Jónasson útskrifaðist frá Háskóla Íslands sem bygging- arverkfræðingur árið 1998 og fór í meistaraprófsnám við University of Washington í Seattle. Hann ætlaði aðeins að vera erlendis í eitt ár, en tæplega tíu árum síðar er hann ekki enn snúinn heim. Hann réð sig til vinnu hjá bandaríska fyrirtækinu Parsons og hefur frá því í sept- ember sl. búið og starfað í Abu Dhabi. Rétt að koma upp úr sandinum Að íslenskum sið nefndi ég fyrst veðrið, þegar við Snæbjörn sett- umst yfir kaffibolla. Sólin skein fyr- ir utan gluggann og undanfarna daga hafði veðrið komist nálægt því að vera eins og á sólarströnd. „Ég er búinn að vera í úlpunni minni all- an tímann,“ svaraði Snæbjörn mér, sem er skiljanlegt, enda er í kring- um 45 stiga hiti í Abu Dhabi yfir sumartímann og hann orðinn því vanur. Hitinn á svo eftir að fara hækkandi, þótt ótrúlegt sé, og nærri er ólíft utandyra þar til líður á september. Saadiyat-eyjunni er skipt í nokk- ur svæði, sem eiga að höfða til mis- munandi hópa fólks. Nú þegar er byrjað á fyrsta svæðinu, Saadiyat- ströndinni, 9 km strandlengju. Þar verður einnig golfvöllur, hannaður af golfaranum Gary Player, tíu fimm stjörnu hótel og fimm hundr- uð einbýlishús. „Við erum rétt að koma upp úr sandinum núna. Við höfum dælt töluverðu magni af aukasandi þar sem golfvöllurinn á að vera til þess að forma hóla.“ Ein ástæða þess að verkið tekur langan tíma er að of heitt er í veðri til að verkamenn geti unnið á dag- inn. „Lögin segja að verkamenn sem vinna úti megi ekki vinna á milli tólf og þrjú á daginn yfir sum- armánuðina,“ segir Snæbjörn og bætir því við að það sé heldur ekki hægt. „Það eina sem maður gerir utan dyra á þessum tíma er að svitna.“ – En er ekki heimskulegt að byggja á sandi? „Það mætti ætla að það væri heimskulegt, en þessir menn hafa gert það alla tíð og það hefur geng- ið vel. Það er nefnilega hægt að stýra sandi,“ svarar Snæbjörn. Hann viðurkennir samt sem áður að það geti verið erfitt að vinna í sandi. Oftar en ekki festast bílarnir á leið í vinnuna og bílastæði og veg- ir týnast undir sandi. „Þetta er í raun þeirra snjór.“ Einnig hefur verið hafist handa að byggja hraðbrautir og brýr sem tengja Saadiyat við Abu Dhabi ann- ars vegar og hins vegar við eyj- arnar í kring. Hraðbrautirnar samanstanda af fimm akgreinum í hvora áttina, enda búist við mikilli umferð um eyjarnar. Það er þó kannski ekki fyrir hvern sem er að aka eftir hraðbrautunum á þessum slóðum. Þó svo að hámarkshraðinn sé 120 km/klst., þá eru myndavél- arnar sem fylgjast með umferðinni stilltar á hámarkshraðann 160 km/ klst. Meðalhraðinn á brautunum fer þó yfirleitt yfir 200 km/klst., enda tekur lögreglan ekki þátt í hraða- eftirliti. Hún reiðir sig á myndavél- arnar. Nekt vafasöm En verkið er rétt hafið og áætlað er að það klárist ekki fyrr en að tíu árum liðnum. Á eyjunni mun rísa menningarsvæði, þar sem systur- söfn þekktra listasafna rísa. Þeirra á meðal eru Guggenheim Abu Dhabi, hannað af Frank Ghery og Louvre Abu Dhabi, hannað af Jean Nouvel. Þessi söfn verða opnuð á næstu árum, en þau eru þó engin smásmíði enda hafa arkitektarnir Borg byggð á sandi tælir Snæbjörn Jónasson verk- fræðingur fetar ekki troðnar slóðir og vinnur að uppbyggingu eyjar rétt utan við strendur Abu Dhabi. Hann kom nýver- ið í vikuheimsókn til Ís- lands til að kæla sig nið- ur. Guðný Hrafnkels- dóttir ræddi við hann um líf og starf í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Morgunblaðið/Valdís Thor Sælueyja Snæbjörn Jónasson starfar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum við uppbyggingu sælueyjar. Heimamönnum Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna er umhug- að um ímynd sína og landsins. Þó svo að aðaltekjulind þeirra sé olía og gas vilja þeir ekki sverta ímynd landsins. Því er þeim um- hugað um náttúruna. Af þeim sökum eru enn eyjar við strend- ur Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna sem eru ósnertar. Sumir furstanna eru harðir nátt- úruverndarsinnar og neita að fara út í framkvæmdir á sínum svæðum. Heimamenn óttast einnig, að gangi þeir of mikið á náttúruna og sverti ímynd sína, vilji Holly- wood-stjörnurnar og ríka fólkið ekki lengur dvelja á eyjunum í fríum sínum. Ef svo færi gæti það vakið upp illt umtal og túr- istaiðnaðurinn dregist saman. Náttúruvernd í olíuríki Sameinuðu arabísku furstadæmin eru vestrænni en nágrannaþjóð- irnar að mörgu leyti. Undanfarin ár hafa íbúarnir keppst við að fá það besta úr báðum heimum, þó misvel hafi tekist til. Þar sem heimamenn eru músl- imar neyta þeir ekki svínakjöts. Hins vegar geta ferðamenn og að- fluttir auðveldlega nálgast það, ým- ist á hótelum eða í sumum versl- unarkeðjum. Á þeim stöðum eru þó viðvörunarskilti, sem vara múslima við að fara inn. Eins geta ferðamenn og innflytj- endur keypt sér áfengi, bæði í áfengisverslunum og á hótelbörum. Til þess að kaupa áfengi þarf samt fyrst að fá sér áfengisleyfi. Það fæst með því að framvísa vegabréfi, en á því þarf að koma fram hverrar trú- ar viðkomandi er. Gluggar áfeng- isverslananna eru allir byrgðir svo múslimar sjái ekki inn. En fyrir handhafa áfengisleyfis eru allir veg- ir færir. Gífurlegur fjöldi aðfluttra vinnu- manna er í landinu og hafa ráða- menn þess verið harðlega gagn- rýndir fyrir misrétti, hvað varðar laun og ýmis önnur kjör. Í stað þess að einn maður móti sandhól á Saa- diyat með gröfu, eru tíu til tuttugu erlendir verkamenn látnir vinna sama verk með skóflur að vopni. Verkamennirnir koma flestir frá Suður-Asíu og þeir fá margir hverj- ir fjörutíu íslenskar krónur í tíma- kaup. Mikill munur er einnig á verk- fræðingum og öðrum sérfræðingum frá Asíu og frá Vesturlöndunum. Laun Asíubúanna komast ekki ná- lægt því sem sérfræðingar frá Vest- urlöndunum fá. Vesturlandabúarnir fá einnig betri heilbrigðisþjónustu og eru sendir á sömu sjúkrastofnanir og heimamenn, en Asíubúar njóta ekki þessara fríðinda. Þeir eru yfirleitt sendir á lakari sjúkrastofnanir sem heimamenn myndu aldrei láta bjóða sér upp á. Ef dauðsfall verður á vinnustað eru greiddar um fimmtíu þúsund dollarar til fjölskyldu Asíubúa, um 3,75 milljónir króna, en nær einni milljón dollara til fjölskyldu Vest- urlandabúa, eða um 75 milljónir kr. Ekki tíðkast að almenningur sé með netið, enda er það dýrt. Að- gangi að því er einnig stýrt og er lokað fyrir sumar síður og einhver forrit. Þannig er ekki hægt að hafa Vestrænt yfirbragð að ýmsu leyti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.