Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 27
fjörugt ímyndunarafl. Gert er ráð
fyrir að söfnin sýni verk sem þau fá
að láni frá Louvre og Guggenheim
auk annarra safna. Þó er nokkuð
víst að einhverjar hömlur verði
settar varðandi listaverkaval, enda
heimamenn flestir múslímar. Því
mun væntanlega ekkert sýnt sem
misboðið gæti þeim, hvort sem það
er nekt eða eitthvað er tengist
trúarbrögðum sem þeim gæti mis-
líkað.
„Svæði sem nefnt hefur verið
Wetlands er líka áhugavert. Þar
verður annar golfvöllur, sem sam-
anstendur af mörgum litlum eyjum.
Ég get ekki séð fyrir mér hvernig
einhver eigi að geta klárað hann.“
segir Snæbjörn og glottir. Svæðið
er aðeins lokaðra en hin og þar get-
ur fólk komið sem vill fá ró og næði.
Þeir sem vilja kaupa íbúðarhús á
svæðinu verða þó að hafa eitthvað á
milli handanna en reiknað er með
því að húsin kosti um 200 milljónir
íslenskra króna. Þar verða líka lúx-
us-hótel og verslunarmiðstöðvar,
eins og á hinum svæðunum.
„Það er mjög skrítið að fara inn í
verslunarmiðstöðvar í Abu Dhabi.
Það lítur allt eðlilega út og þær
virðast vera nákvæmlega eins og
þær vestrænu. En það er ekki alveg
rétt, því að annað slagið eru þuldar
upp heilu bænirnar á arabísku í
kallkerfið. Að bænalestri loknum er
svo haldið áfram eins og ekkert hafi
í skorist,“ segir Snæbjörn um
reynslu sína af arabískum versl-
unarmiðstöðvum. „En eftir nokkrar
ferðir þá hættir maður að taka eftir
þessu.“
Furstar fara illa
með taugarnar
„Furstinn skiptir um skoðun aft-
ur og aftur og það getur vissulega
tekið á taugarnar. Deiliskipulagið á
stundum til að breytast viku frá
viku, allt eftir hans áherslum. Ég
þekki arkítekt sem hafði staðið í
ströngu við að flytja marmara til
Dubai fyrir hótel sem var í bygg-
ingu. Þegar loksins var búið að
koma marmaranum fyrir á sínum
stað á hótelinu og vinna úr honum
kom furstinn. Honum þótti hann að-
eins of gulur og því þurfti að byrja
upp á nýtt.“
Að sögn Snæbjörns kunna furst-
arnir lítið við að skuldbinda sig.
Hins vegar vilja þeir að það sem
þeir biðja um gerist strax og líkar
alls ekki að bíða eftir hlutunum.
„Fursti spyr ekki hvort eitthvað sé
hægt eða hversu langan tíma það
taki. Fursti spyr hversu mikið það
kosti og borgar þá upphæð ef hann
er sáttur.“
Ferðamannatímabilið í Samein-
uðu arabísku furstadæmunum er
frá október og fram í apríl. Þá fer
veðrið yfirleitt ekki yfir 30 gráður
og er jafnvel eins og íslenskt sum-
arveður. Yfir sumartímann er hins
vegar of heitt fyrir flesta að dvelja
á staðnum og þá eru mun færri
ferðamenn.
– En hverjir munu dvelja á Saa-
diyat?
„Það er auðvitað ekki fyrir hvern
sem er að dvelja á lúxushótelum
eða kaupa sér 200 milljóna króna
sumarbústað. En það er líka til nóg
af ríku fólki í heiminum sem hefur
efni á því. Þeir reikna með að fólk
sem nú þegar á tvö eða þrjú heimili
um heiminn, kaupi sér eitt til við-
bótar þarna.“
Snæbjörn segir að það sé einfald-
lega verið að byggja sjálfstæða
borg upp frá grunni. Fullgerð mun
hún í allt hýsa þrjú hundruð þúsund
manns, þar af hundrað og fimmtíu
þúsund íbúa. Vonast er til þess að
Saadiyat verði aðalaðdráttarafl og
menningarmiðstöð Abu Dhabi og
efli túristaatvinnuveginn til muna.
túrista
samskipti í gegnum netið með for-
ritinu Skype. Múslimar miða daga-
tal sitt við tunglið og eru tyllidagar
því ekki á ákveðnum dagsetningum.
Einu eða tveimur kvöldum fyrir
tyllidaginn tilkynna stjórnvöld á
hvaða degi hann lendir, en það
ræðst af stöðu tunglsins. Einu tylli-
dagarnir sem miðast við dagsetn-
ingar ár hvert eru nýársdagurinn,
1. janúar, og þjóðhátíðardagur
þeirra, 2. desember.
Sameinuðu arabísku furstadæmin
eru mjög tæknivædd að sumu leyti,
en geta líka verið svolítið gam-
aldags. Sé debet- eða kreditkort frá
þarlendum banka notað í hrað-
banka er kvittun í formi sms kominn
í síma viðkomandi áður en hann hef-
ur fengið peningana í hendurnar.
Heimamenn vilja hins vegar að mik-
ilvægar kvittanir og annað slíkt sé
handskrifað og stimplað, því þeir
treysta þeirri aðferð betur.
Á öllum almenningsstöðum og
vinnustöðum eru bænaherbergi, svo
heimamenn geti iðkað trú sína.
Bænaherbergin setja austrænan
blæ á annars vestrænt útlítandi
staði, til að mynda verslunarmið-
stöðvar.
Fréttum er stýrt í landinu og
sjónvarpsfréttir hefjast alltaf með
góðri frétt um fursta. Aldrei er því
haldið fram í fréttum að fursti hafi
gert eitthvað af sér eða gert nokkuð
rangt.
Konur í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum njóta ýmissa rétt-
inda sem kynsystur þær í nágranna-
löndunum njóta ekki. Fyrir nokkr-
um árum fengu þær til að mynda
leyfi til að aka bíl. Einnig hafa þær
færi á að gegna sömu störfum og
karlar, velja sér maka og að vera
fjárhagslega sjálfstæðar. Hins veg-
ar eru allir ríkisreknir háskólar
kynjaskiptir.
Meiri sand Þó Saadiyat sé eyðimörk að mestu er unnið linnulaust við að dæla meiri sandi á hana til að móta hana.