Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar börnin í Bolungarvík á Ströndum ólust upp var næsti nálægi skóli þrjár dag- leiðir í suðurátt. Þau fóru í farskóla í Reykjarfirði dag- leið í burtu. Yfir sumarið var vistum siglt einu sinni á mánuði á djúpbáti inn í víkina en á öðrum árstímum og í vondum veðrum varð að koma þeim fyrir í Hrafnfirði og selflytja þær á tveimur jafn- fljótum yfir endilanga Bolungarvíkurheiðina. Veturnir norður undir heimskautsbaugi voru snjóþungir, norðanáttin ill við að etja. Sumarið sem allt fauk af túnum í Bolung- arvík á Ströndum ákvað heimilisfólk að flytja í burtu. Það var í sama veðri og skipið Pourqois Pas? tók niðri. Þetta var árið 1949 og annar tveggja sveitabæjanna í Bolungarvík þegar far- inn í eyði. Erfitt var orðið um alla aðdrætti og byggð annars staðar á Hornströndum að leggj- ast af. Fólkið flutti í burtu. Seinna kom það aftur. Í górítex-göllum og með GPS-tæki. Núna þurfti enginn að hokra. Núna mátti ganga um Hornstrandir fólki til ánægju og yndisauka – og síðan sigla aftur heim á leið. Ísjakar og birkiskógur Einn þeirra sem ólst upp í Bolungarvík var Vilmundur Reimarsson. Áður en hann lést reisti hann þar skála fyrir ferðafólk, ásamt syni sínum Reimari. Skálinn er byggður úr rekaviði á svæðinu og þar eru kojur, sturta og eldunaraðstaða. Þaðan er upplagt að ganga dagleiðir. Á sumrin dvelur móðir Reimars, Sigfríður Jóna Hallgrímsdóttir, í Bolungarvík en sjálfur siglir hann ferðamönnum til og frá svæðinu á bátnum Sædísi IS 67. Farið er frá Norðurfirði, þaðan sem eiginlegur vegur norður eftir endar. Ég slæst í för með hópi af fólki sem skipu- lagði ferðina sjálft og hafði samband við Reim- ar upp á siglingu og gistingu. Við eigum heim- inn þar sem við drekkum kaffi í Hrafnfirði, virðum fyrir okkur fallega Barðsvíkina og þrömmum á milli rekaviðardrumba í fjörunni í Furufirði. Náttúrufegurðin er stórkostleg. Við erum á 66. breiddargráðu og tökum myndir af ísjökum í Skorarvatni og virðum fyrir okkur tignarlegan Drangajökulinn. Berjalyng og birkiskógur taka við af snjódyngjum og stór- grýti og landslagið breytist stöðugt. Á sauðskinnsskóm í snjónum Þótt hásumar sé er víða snjór. Hér vorar seint og haustar snemma. Hvítur snjórinn er fallegur í glampandi sólinni. Við getum ekki annað en velt fyrir okkur hvernig hafi verið að ganga þennan snjó í stormi og stórhríð – á sauðskinnsskóm. Hversu dimmt og drungalegt hlýtur ekki að verða undir þessum bröttu fjöll- um á veturna? Þetta getur ekki hafa verið auð- velt. „Á einhver gerviskinn til að setja á hælana?“ heyrist úr hópnum meðan við virðum fyrir okk- ur fjöllin. „Nei, ég á bara litlu gerviskinns- plástrana sem eru sérsniðnir til að passa utan um tærnar!“ Við plástrum okkur, bætum sólaráburði á nefið og fáum okkur kaffi. Vilmundur Reim- arsson reið barn að aldri í svartaþoku yfir í Hrafnfjörð og út í Kjós að ná í ljósmóður þeg- ar fjölgun í fjölskyldunni stóð fyrir dyrum. Síð- ar arkaði hann á milli fjarða með póst úr skip- inu sem lagði að í Hrafnfirði. Nokkrum áratugum síðar fæ ég mér prótínstöng áður en ég held með göngustaf og GPS-tæki upp á heiðina. Ég er hlægilegt borgarbarn sem veit ekkert um það hvernig á að lifa af í náttúrunni án þar til gerðra tækja og tóla. Eftirlýst: Sunnanátt Í veðurblíðunni rýfur ekkert kyrrðina nema fuglasöngur. Við erum utan gemsasambands, utan vegasambands, ein í heiminum. Jafnnorð- arlega sest sól ekki á sumarsólhvörfum og það er stórkostlegt að vera stödd á slíkum stað á bjartasta tíma ársins. Þetta er paradís. Adam var þó ekki lengi í paradís. Skyndilega breytist veðrið og hann snýst í norðanátt. „Slæma norðanátt.“ Hornstrandir liggja að sjó – nema hvað – og í norðanáttinni blæs vind- urinn beint af hafi. Okkur er tilkynnt að vegna veðurs sé ekki hægt að sigla með okkur í Reykjarfjörð eins og ætlunin var. Báturinn kemst ekki til og frá landi í ölduganginum. Nú er ekkert annað að gera en að smella sér í regngallann yfir sól- Sólbrennd og veðurtepp Þau sem verða veðurteppt um hásumar norðan Drangajök- uls geta í öllu falli reynt að setja sig í spor þeirra sem byggðu Hornstrandir á árum áður. Sigríður Víðis Jónsdóttir velti fyrir sér hvernig fólk fór að án gerviskinns og górítex- galla. Fjöllin hafa vakað Séð yfir Bolungarvík á Ströndum og út í Furufjörð og Þaralátursfjörð.                                          Hinn tíu ára gamli Villi, sem heitir raunar Vilmundur, dvelur í Bol- ungarvík á Ströndum í sumar ásamt ömmu sinni Sigfríði og föð- urnum Reimari. Þau eru þau einu sem dvelja í víkinni, utan göngu- fólks. „Það er miklu skemmtilegra að vera hér en að hanga í tölvunni,“ segir Villi, hress og kátur þótt fé- lagsskap annarra jafnaldra skorti og ekkert sé sjónvarpið, hvað þá nettengd tölva. Villi leikur sér úti frá morgni til kvölds og er dugleg- ur við að rétta hjálparhönd ferða- fólkinu sem kemur í Bolungarvík. Villi þylur upp veðurspána fyrir okkur, færir okkur fréttir og ekur farangrinum til og frá fjörunni á fjórhjóli. Þótt enn sé langt í bíl- prófsaldurinn finnst honum lítið mál að aka hjólinu – og festir kerru aftan á, bakkar og beygir eins og honum væri borgað fyrir það. Þetta er þriðja sumarið sem Villi er í Bolungarvík á Ströndum. „Það er bara svo gaman!“ Skemmtilegra en að ver Gaman Vilmundi Reimarssyni 10 ára finnst skemmtilegt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.