Morgunblaðið - 20.07.2008, Síða 30

Morgunblaðið - 20.07.2008, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar börnin í Bolungarvík á Ströndum ólust upp var næsti nálægi skóli þrjár dag- leiðir í suðurátt. Þau fóru í farskóla í Reykjarfirði dag- leið í burtu. Yfir sumarið var vistum siglt einu sinni á mánuði á djúpbáti inn í víkina en á öðrum árstímum og í vondum veðrum varð að koma þeim fyrir í Hrafnfirði og selflytja þær á tveimur jafn- fljótum yfir endilanga Bolungarvíkurheiðina. Veturnir norður undir heimskautsbaugi voru snjóþungir, norðanáttin ill við að etja. Sumarið sem allt fauk af túnum í Bolung- arvík á Ströndum ákvað heimilisfólk að flytja í burtu. Það var í sama veðri og skipið Pourqois Pas? tók niðri. Þetta var árið 1949 og annar tveggja sveitabæjanna í Bolungarvík þegar far- inn í eyði. Erfitt var orðið um alla aðdrætti og byggð annars staðar á Hornströndum að leggj- ast af. Fólkið flutti í burtu. Seinna kom það aftur. Í górítex-göllum og með GPS-tæki. Núna þurfti enginn að hokra. Núna mátti ganga um Hornstrandir fólki til ánægju og yndisauka – og síðan sigla aftur heim á leið. Ísjakar og birkiskógur Einn þeirra sem ólst upp í Bolungarvík var Vilmundur Reimarsson. Áður en hann lést reisti hann þar skála fyrir ferðafólk, ásamt syni sínum Reimari. Skálinn er byggður úr rekaviði á svæðinu og þar eru kojur, sturta og eldunaraðstaða. Þaðan er upplagt að ganga dagleiðir. Á sumrin dvelur móðir Reimars, Sigfríður Jóna Hallgrímsdóttir, í Bolungarvík en sjálfur siglir hann ferðamönnum til og frá svæðinu á bátnum Sædísi IS 67. Farið er frá Norðurfirði, þaðan sem eiginlegur vegur norður eftir endar. Ég slæst í för með hópi af fólki sem skipu- lagði ferðina sjálft og hafði samband við Reim- ar upp á siglingu og gistingu. Við eigum heim- inn þar sem við drekkum kaffi í Hrafnfirði, virðum fyrir okkur fallega Barðsvíkina og þrömmum á milli rekaviðardrumba í fjörunni í Furufirði. Náttúrufegurðin er stórkostleg. Við erum á 66. breiddargráðu og tökum myndir af ísjökum í Skorarvatni og virðum fyrir okkur tignarlegan Drangajökulinn. Berjalyng og birkiskógur taka við af snjódyngjum og stór- grýti og landslagið breytist stöðugt. Á sauðskinnsskóm í snjónum Þótt hásumar sé er víða snjór. Hér vorar seint og haustar snemma. Hvítur snjórinn er fallegur í glampandi sólinni. Við getum ekki annað en velt fyrir okkur hvernig hafi verið að ganga þennan snjó í stormi og stórhríð – á sauðskinnsskóm. Hversu dimmt og drungalegt hlýtur ekki að verða undir þessum bröttu fjöll- um á veturna? Þetta getur ekki hafa verið auð- velt. „Á einhver gerviskinn til að setja á hælana?“ heyrist úr hópnum meðan við virðum fyrir okk- ur fjöllin. „Nei, ég á bara litlu gerviskinns- plástrana sem eru sérsniðnir til að passa utan um tærnar!“ Við plástrum okkur, bætum sólaráburði á nefið og fáum okkur kaffi. Vilmundur Reim- arsson reið barn að aldri í svartaþoku yfir í Hrafnfjörð og út í Kjós að ná í ljósmóður þeg- ar fjölgun í fjölskyldunni stóð fyrir dyrum. Síð- ar arkaði hann á milli fjarða með póst úr skip- inu sem lagði að í Hrafnfirði. Nokkrum áratugum síðar fæ ég mér prótínstöng áður en ég held með göngustaf og GPS-tæki upp á heiðina. Ég er hlægilegt borgarbarn sem veit ekkert um það hvernig á að lifa af í náttúrunni án þar til gerðra tækja og tóla. Eftirlýst: Sunnanátt Í veðurblíðunni rýfur ekkert kyrrðina nema fuglasöngur. Við erum utan gemsasambands, utan vegasambands, ein í heiminum. Jafnnorð- arlega sest sól ekki á sumarsólhvörfum og það er stórkostlegt að vera stödd á slíkum stað á bjartasta tíma ársins. Þetta er paradís. Adam var þó ekki lengi í paradís. Skyndilega breytist veðrið og hann snýst í norðanátt. „Slæma norðanátt.“ Hornstrandir liggja að sjó – nema hvað – og í norðanáttinni blæs vind- urinn beint af hafi. Okkur er tilkynnt að vegna veðurs sé ekki hægt að sigla með okkur í Reykjarfjörð eins og ætlunin var. Báturinn kemst ekki til og frá landi í ölduganginum. Nú er ekkert annað að gera en að smella sér í regngallann yfir sól- Sólbrennd og veðurtepp Þau sem verða veðurteppt um hásumar norðan Drangajök- uls geta í öllu falli reynt að setja sig í spor þeirra sem byggðu Hornstrandir á árum áður. Sigríður Víðis Jónsdóttir velti fyrir sér hvernig fólk fór að án gerviskinns og górítex- galla. Fjöllin hafa vakað Séð yfir Bolungarvík á Ströndum og út í Furufjörð og Þaralátursfjörð.                                          Hinn tíu ára gamli Villi, sem heitir raunar Vilmundur, dvelur í Bol- ungarvík á Ströndum í sumar ásamt ömmu sinni Sigfríði og föð- urnum Reimari. Þau eru þau einu sem dvelja í víkinni, utan göngu- fólks. „Það er miklu skemmtilegra að vera hér en að hanga í tölvunni,“ segir Villi, hress og kátur þótt fé- lagsskap annarra jafnaldra skorti og ekkert sé sjónvarpið, hvað þá nettengd tölva. Villi leikur sér úti frá morgni til kvölds og er dugleg- ur við að rétta hjálparhönd ferða- fólkinu sem kemur í Bolungarvík. Villi þylur upp veðurspána fyrir okkur, færir okkur fréttir og ekur farangrinum til og frá fjörunni á fjórhjóli. Þótt enn sé langt í bíl- prófsaldurinn finnst honum lítið mál að aka hjólinu – og festir kerru aftan á, bakkar og beygir eins og honum væri borgað fyrir það. Þetta er þriðja sumarið sem Villi er í Bolungarvík á Ströndum. „Það er bara svo gaman!“ Skemmtilegra en að ver Gaman Vilmundi Reimarssyni 10 ára finnst skemmtilegt að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.