Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 31

Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 31
ir því að vera sólbrennd en veðurteppt – og geta að minnsta kosti virt GPS-punktinn á tækinu fyrir sér. - „Er ekki hægt að stilla tækið einhvern veg- inn þannig að það flytji okkur sjálfkrafa í Norðurfjörð?“ - „Blessuð vertu, fáðu þér meira kakó og hættu þessu röfli!“ Síðan förum við í gönguferð í rokinu. Margra poka ferð Tveimur sólarhringum eftir að byrjaði að rigna hefur vindinn lægt nógu mikið til að hægt sé að sigla. Það tekur Reimar þrjá tíma að sigla frá Norðurfirði til Reykjarfjarðar og loks til okkar. „Þetta verður margra poka ferð,“ er viðkvæðið og við ferjuð með gúmmí- bát í nokkrum hópum út í Sædísina sem bíður fyrir utan. Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á, stormar og sjóir því grandað ekki fá. Við syngjum alla leiðina suður eftir á skipinu og sjáum að lokum rennblaut glitta í Norðurfjörð, þaðan sem eig- endur Kaffi Norðurfjarðar hafa boðist til að hafa opið lengur fyrir okkur. Íslandið hátt upp úr öldunum rís, eyjan sem kennd er víð ís. Frábær ferð er að baki. sigridurv@mbl.is úrlega við opið úthaf hérna. Það er allt svo op- ið hér á Ströndum.“ Brimið skellur á klettunum neðan við hús Sigfríðar. Inni sitjum við, hlustum á útvarpið og virðum fyrir okkur sjóinn fyrir utan gluggann. Sigfríður útskýrir hvernig hús sem reist hafði verið hinum megin í víkinni fauk fyrir nokkrum árum. „Fauk með öllu – til og með eldavélinni!“ Sjálfur mokaði Reimar sonur hennar snjó út úr gistiskálanum þegar hann vitjaði hans í vet- ur. Nokkrum árum áður hafði hann einmitt neglt þakið á húsið í hríðarbyl. Það var á sjálfum 17. júní. „Hér getur snjóað á öllum árstímum,“ segir hann bara og hlær. Kakó í veðravíti Í fjöldamörg ár hefur Sigfríður dvalið í Bol- ungarvík yfir hásumarið. Sjálf er hún fædd á Dalvík. „Ég kann vel við mig hérna, hér er gott að vera. En ætli þetta hafi ekki verið óttalegt hokur áður fyrr. Á veturna var allt á kafi í snjó og fátæktin gríðarleg. Þó er sagt að mat hafi aldrei skort í Bolungarvík.“ Ég fæ að nota NMT-símann hjá Sigfríði til að hringja heim og tilkynna að ég sé veð- urteppt. Allt í einu koma gerviskinnið og górí- texið mér hvergi, ég er agnarsmá miðað við náttúruna – aumingi sem nenni ekki að ganga þrjár dagleiðir í bílinn í Norðurfirði. Og nú er ekkert að gera nema að bíða. Í norðanáttinni er notalegt að sitja inni í hlýju húsi, spila og syngja með gítar. Hlæja yf- brúnkuna og bíða eftir að hann lægi. Ég banka upp á hjá Sigfríði og legg fyrir hana hina brennandi spurningu: Er þetta eðli- legt um hásumar? Hún skellihlær. „Þetta er óttalegt veðravíti. Jú, vittu til, þetta gerist oft! Við erum nátt- pt við heimskautsbaug Ljósmynd/Gréta S.Guðjónsdóttir Á sjó Veðurtepptir ferðalangar blotna hressilega í gúmmíbát á leið út í Sædísina. Stál og hnífur Gítarinn og GPS tækið ferjað inn í hús í Bolungarvík úr bátnum frá Norðurfirði. Hægt er að nálgast Reimar Vilmundarson í síma 893 6926. Frá Brú í Hrútafirði eru 222 kílómetrar til Norðurfjarðar. Hundánægður Engan sáum við ísbjörninn á Hornströndum en hundurinn Skundi kunni vel við sig í snjónum og tók dansspor með stæl. ra í tölvunni búa í Bolungarvík á Hornströndum á sumrin. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.