Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is H ann var frægastur fyr- ir konurnar sem hann var giftur.“ Þessi eftirmæli eft- ir bandaríska leik- arann, leikstjórann og ljósmynd- arann John Derek getur að líta á alfræðiritinu Wikipediu á netinu. Skyldu þetta vera eftirsóknarverð eftirmæli? Dæmi nú hver fyrir sig. Einhver kann að benda á, að það fari eftir því hvert kvonfangið var. Derek var fjórkvæntur og allar voru spúsur hans Hollywood-leikkonur – orðlagðar fyrir fas og fegurð. Deilt hefur verið um hæfileikana. Þetta eru Pati Behrs, Ursula Andress, Linda Evans og Bo Derek. Svo stolt- ur var Derek af eiginkonum sínum að hann myndaði þrjár þær síðarnefndu á Evuklæðunum fyrir hið kunna menningartímarit Playboy. Þó ekki allar í einu. John Derek fæddist í Hollywood árið 1926 og var skírður Derek De- levan Harris. Hann haslaði sér ungur völl sem aukaleikari í kvikmyndum og er sennilega þekktastur fyrir að hafa leikið á móti Humphrey Bogart í Knock on Any Door árið 1949 og í Boðorðunum tíu eftir Cecil B. De- Mille árið 1956. Gekk að eiga frænku Tolstojs Derek var mikill kvennaljómi og segir sagan að hann hafi vafið veik- ara kyninu um fingur sér. Fyrsta eiginkona hans var Pati Behrs (f. 1922), dóttir ofursta í rússneska hernum á keisaratímanum og frænka rússneska rithöfundarins Leo Tolstojs. Hún var upprunalega ballerína og starfaði sem dansari í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni en þegar kynni tókust með þeim De- rek var hún komin til Hollywood og hugðist reyna fyrir sér sem leikkona. Ferill hennar þar varð endasleppur. Behrs var fjórum árum eldri en Derek og stofnuðu þau til hjóna- bands árið 1951. Behrs ól Derek tvö börn, soninn Russell (f. 1950) og dótt- urina Sean Catherine (f. 1953), og eru það einu börn hans. Fáum sögum fer af hjúskap þeirra að öðru leyti. Behrs andaðist árið 2004. Russell Derek lamaðist fyrir neð- an brjóst í mótorhjólaslysi þegar hann var aðeins nítján ára en Sean Catherine er þekktust fyrir end- urminningar sínar, Cast of Charac- ters, þar sem hún gerir grein fyrir því hvernig það hafi verið að eiga John Derek fyrir föður og Ursulu Andress, Lindu Evans og Bo Derek sem stjúpmæður. Fönguleg í flæðarmálinu John Derek yfirgaf Behrs fyrir svissnesk-þýsku kynbombuna Ur- sulu Andress (f. 1936) árið 1957. Þau kynntust þó öllu fyrr, alltént segir sagan að James Dean, sem Andress hafði verið að slá sér upp með, hafi boðið henni með sér í bíltúr á Porsc- henum sínum til San Francisco 30. september 1955 en hún neitað þar sem hún var yfir sig hrifin af Derek. Þetta reyndist hinsta för Deans. Ursula Andress, eða Ursula Un- dressed eins og gárungarnir kölluðu hana, hafði á þessum tíma látið að sér kveða sem fyrirsæta og leikkona á Ítalíu en var óþekkt með öllu í Bandaríkjunum. Það breyttist á einni nóttu þegar hún fékk hlutverk Honey Ryder í fyrstu James Bond- myndinni, Dr. No, árið 1962. Án fyr- irhafnar dró hún karlpening þessa heims opinmynntan fram á sæt- isbrúnina þegar hún steig eins og gyðja upp úr Karabíska hafinu klædd hvítu bikiníi með hníf í belti. Þykir það ein kynþokkafyllsta sena kvikmyndasögunnar og er Andress í hugum margra hin eina sanna Bond- skutla. Ursula Andress mun seint skipa sér á bekk með merkustu leikkonum í Hollywood en eftir Bond-ævintýrið hafði hún nóg að gera, lék m.a. í sex myndum árið 1965, og var farin að skyggja duglega á bónda sinn. Hvort það var af þeim ástæðum eða öðrum þá sigldi hjónaband De- reks og Andress í strand árið 1966. Hún hefur ekki gifst aftur en verið í tygjum við marga kempuna, nægir þar að nefna Jean-Paul Belmondo, Marlon Brando, Sean Connery, Ryan O’Neal, Warren Beatty, Dean Martin og Harry Hamlin en með þeim síðastnefnda, sem er fimmtán árum yngri en hún, eignaðist And- ress soninn Dimitri árið 1980. Andress hefur búið í Róm um ára- bil og kemur sárasjaldan fram í kvik- myndum í seinni tíð. Veðjað á yngri útgáfu Illar tungur segja ástæðuna fyrir skilnaði Dereks og Andress þá að hann hafi viljað skipta henni út fyrir yngri útgáfu, Lindu Evans (f. 1942). Ekki skal lagt mat á það hér en þær eru vissulega um margt áþekkar, Andress og Evans. Sú síðarnefnda er af norsku bergi brotin en óx úr grasi í Connecticut í Bandaríkjunum. Hún hóf að koma fram í sjónvarpsþáttum á unglings- aldri en sló fyrst í gegn í þáttunum The Big Valley sem sýndir voru við miklar vinsældir vestra frá 1965 til 1969. Frægust er Evans þó án efa fyrir hlutverk sitt sem Krystle Carr- ington í sápuóperunni Dynasty á ní- unda áratugnum en fyrir það hlaut hún Golden Globe-verðlaunin árið 1982. Á þeim tíma var hún ein skær- asta stjarnan í sjónvarpi ásamt hinni aðalleikkonunni í þáttunum, Joan Collins, en þær elduðu sem frægt er grátt silfur meðan á tökum stóð. Enn eimir af þeirri illsku en fyrir tveimur árum ritaði Collins grein í breska dagblaðið Daily Mail undir yfirskriftinni: „Hvers vegna ég mun aldrei aftur vinna með Lindu Ev- ans.“ Lét hún þar aursletturnar ganga yfir stöllu sína og fullyrti að hún hefði eitt sinn slegið sig kalda á Dynasty-tímanum. Enginn annar er hins vegar til frásagnar um þann verknað. Þá klikkti Collins út með því að kalla Evans „Varirnar“ en sú síðarnefnda lét fyrir einhverjum misserum stækka á sér varirnar með umdeildum árangri. Derek og Evans gengu í heilagt hjónaband árið 1968 og skildu form- lega árið 1974 en hann hafði yfirgefið hana nokkru áður. Evans dró sig í hlé frá sjónvarpi fyrir um áratug og rekur nú litla keðju líkamsrækt- arstöðva í Washington-ríki. Féll fyrir brimbrettaskutlu Ábyrgðina á því að hjónaband De- reks og Evans rann út í sandinn bar sextán ára gömul brimbrettaskvísa á Long Beach, Kaliforníu, Mary Cat- hleen Collins að nafni (f. 1956). Köll- uð Bo. Hafi Andress og Evans verið líkar er vart hægt að þekkja Evans og Bo Derek í sundur á gömlum myndum. Smekkur Johns Dereks hefur verið býsna einfaldur. Bo þótti bera af öðru ungviði á ströndinni en sýndi fyrirsætustörf- um í fyrstu lítinn áhuga. Hún lét þó til leiðast þegar hún sá fram á að geta fjármagnað áhugamál sitt, brimbrettabrun, með þeim hætti. Eitt leiddi af öðru og Bo kynntist De- rek í áheyrnaprufu vegna sjónvarps- auglýsingar. Hann féll kylliflatur fyrir stúlkunni enda þótt hún væri þrjátíu árum yngri. Gatan var þó hvergi nærri greið enda óheimilt að hafa samræði við einstaklinga yngri en átján ára í Bandaríkjunum. Til að komast und- an ákvæðum hegningarlaga hélt par- ið því sem leið lá til Þýskalands og bjó þar uns Bo náði lögaldri árið 1974. Engum sögum fer af því hvern- ig foreldrar hennar tóku þessum uppslætti en smjattið í slúðurpress- unni ómaði um fjöll og firði. Þau giftust tveimur árum síðar og Bo tók upp nafn Dereks. Hún freist- aði þess að koma sér á framfæri sem leikkona en róðurinn var þungur í fyrstu. Árið 1977 hljóp þó á snærið hjá Bo þegar hún fékk hlutverk í myndinni Orca með gamla brýninu Richard Harris í aðalhlutverki. Myndin gekk illa en það gilti einu – Bo Derek var komin á kortið. Ellefu af tíu mögulegum Næsta hlutverk gerði hana líka heimsfræga. Það var í hinni marg- rómuðu gamanmynd Blake Edwards 10, þar sem Bo leikur draumadís Dudley heitins Moores. Karakterinn, Jenny Hanley, er eins og snýttur út úr nösinni á Honey Ryder en einnig er talið að hlutverkið hafi verið byggt á Malibu, karakter Sharon Tate í gamanmyndinni Don’t Make Waves með Tony Curtis frá 1967. Hvað sem því líður er Bo löðrandi í kynþokka í myndinni og fær einkunnina 11 hjá Moore – á skalanum 1 til 10. Áhrifin voru varanleg. Bo Derek fylgdi velgengninni eftir með nokkrum myndum, þeirra kunn- astar Tarzan, the Ape Man og Bo- lero, sem bóndi hennar leikstýrði. Þær mæltust aftur á móti illa fyrir og Bo dró sig í hlé um miðjan níunda áratuginn. Hún var föst í fjötrum eig- in kynþokka og enginn virtist taka hana alvarlega sem listamann. Hún sneri aftur í byrjun síðasta áratugar og hefur annað veifið birst í smærri kvikmyndum og sjónvarpsmyndum Seiðandi Bo Derek í hinu fræga hlutverki sínu sem Jenny Hanley í kvik- myndinni 10 árið 1979. Það skaut henni með látum upp á stjörnuhimininn. Fjölskyldan John Derek og fyrsta eiginkona hans, Pati Behrs, ásamt börn- um sínum tveimur, Russell og Sean Catherine, snemma á sjötta áratugnum. Heit Ursula Andress sem Honey Ry- der í James Bond-myndinni Dr. No. Til að komast undan ákvæðum hegningarlaga hélt parið því sem leið lá til Þýskalands og bjó þar uns Bo náði lögaldri árið 1974. Þokki Linda Evans ásamt Lee Maj- ors í þáttunum The Big Valley. Maður kvenna sinna © Orban Thierry/Corbis Sygma Vinir Ursula Andress, John og Bo Derek á góðri stundu árið 1987. Þær stöllur eru ennþá prýðilegir vinir. »Héldi John Derek námskeið um það hvernig fást á við eig- inkonur yrði ég fyrstur til að skrá mig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.