Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 33
17.-29. september 2008
Sigling frá Pétursborg til Moskvu
Kynnist stærsta landi heims í einstakri siglingu á milli helstu
borga Rússlands. Siglt á skemmtiferðaskipi á milli Pétursborgar
og Moskvu undir öruggri fararstjórn Hauks Haukssonar sem
hefur meira en 18 ára reynslu á svæðinu. Bjarmaland ferðaskrif-
stofa er frumkvöðull á þessu sviði; treystið fagmönnum!
Ferðakynning í MÍR salnum (Menningartengsl Íslands og Rúss-
lands) Hverfisgötu 105, Rvk. 1. hæð, mánudag 21. júlí kl. 18:00.
Haukur Hauksson mun þar sýna myndir og fara nánar yfir
ferðatilhögun og skipulagsatriði. Allir velkomnir, kaffiveitingar.
Allt innifalið. Verð 268.000 kr.
Sími: 770 50 60 | 770 50 61 | 770 50 62
bjarmaland@bjarmaland.is | www.bjarmaland.is
síðan en aldrei farið almennilega á
flug. Fyrirfram spáðu fáir sambandi
Derek-hjónanna löngu lífi en þau
stóðu við heiti sitt við altarið – voru
trú allt til dauða. Síðustu árin átti
John við vanheilsu að stríða og Bo er
sögð hafa hjúkrað honum af alúð en
hjartasjúkdómur varð honum að ald-
urtila á heimili þeirra í Kaliforníu vor-
ið 1998. Hann var 71 árs að aldri.
Hugguð af þeirri fyrrverandi
Bo syrgði eiginmanni sinn mjög og
það er kaldhæðni örlaganna að fáir
veittu henni meiri stuðning en Linda
nokkur Evans en þeim hefur um
langt skeið verið vel til vina. Raunar
er kært með þeim öllum, Bo Derek,
Lindu Evans og Ursulu Andress.
Frægt er þegar Andress og Evans
komu saman á tökustað sjónvarps-
þáttanna Love Boat árið 1983. Þá
biðu ljósmyndarar í löngum röðum
eftir að sjá neistana fljúga. Það gerð-
ist ekki. Þvert á móti fór framúrskar-
andi vel á með stöllunum. Þá varð ein-
um ljósmyndaranna að orði: „Héldi
John Derek námskeið um það hvern-
ig fást á við eiginkonur yrði ég fyrst-
ur til að skrá mig.“
Í seinni tíð hafa hestar átt hug Bo
allan og hefur hún m.a. gefið út bók
um áhuga sinn á þeirri göfugu
skepnu. Þá hefur hún gefið sig í aukn-
um mæli að stjórnmálum og er yf-
irlýstur stuðningsmaður George W.
Bush Bandaríkjaforseta. Studdi
kosningabaráttu hans með ráðum og
dáð bæði 2000 og 2004.
Bo hefur slegið sér upp með ýms-
um mönnum hin síðari ár en núver-
andi kærasti hennar er leikarinn
John Corbett sem líklega er þekkt-
astur fyrir hlutverk sitt sem Aidan
Shaw í sjónvarpsþáttunum Sex and
the City.
Það var og. Hafandi sagt allt þetta,
er það líklega hvorki tilviljun né
skömm að Johns Dereks skuli fyrst
og síðast vera minnst fyrir konurnar
sem hann var giftur.
orri@mbl.is
Kanína 1 Ursula Andress.
Kanína 3 Bo Derek.
Kanína 2 Linda Evans.
G
OÐSAGNIR um vamp-
írur, blóðsugur, hafa
fylgt mannkyninu í
þúsundir ára en um
miðbik síðustu aldar
tók ímynd hennar nokkrum stakka-
skiptum, breyttist úr því að vera
ófreskja í að vera nánast mannlegar
verur sem áttu skilið að fá samúð.
Um leið og ímyndin breyttist, að-
allega fyrir tilstilli skáldsagna og
kvikmynda, varð vampíran að eró-
tískri hetju, pilturinn sem er nánast
fullkominn, heillandi, fagur og
myndarlegur með myrka fortíð og
ekki síst ógnandi – hver fær staðist
hann? Þegar við bætist að aldrei má
ganga alla leið, hvílubrögðin gætu
orðið banvæn, er það hinn fullkomni
kærasti eða svo birtist hann í það
minnsta í metsölubókum Stephenie
Meyer.
Vampírubókmenntir hafa þróast
mikið og í raun eins og vestrænt
samfélag, þær eru ekki bara hryll-
ingssögur lengur, sögur um ófreskj-
ur og óttaleg örlög. Upp úr miðjum
tíunda áratugnum urðu til bækur og
sjónvarpsþættir þar sem spilað var á
samúð lesandans með vampírunni
sem glímir við blóðþorsta þvert gegn
vilja sínum, verður að drekka blóð
manna þó að hana langi alls ekki til
þess. Á sama tíma er vampíran eft-
irsóknarverð vegna eiginleika sinna,
ómennskrar fegurðar, ofurstyrks,
mikilla gáfna, siðfágunar og auðæva.
Djöfulleg ímynd vampírunnar hefur
hopað að sama skapi; hún óttast ekki
lengur krossa og vígt vatn og skelf-
ist ekki sólarljós eða kirkjuklukkur.
Vampírur í bílförmum
Úr slíku umhverfi sprettur vamp-
íran í metsölubókum bandaríska rit-
höfundarins Stephenie Meyer sem
hrifið hefur lesendur víða um heim
en aðallega þó unglingsstúlkur og
ungar konur, en fyrsta bókin, Twi-
light, sem kom út fyrir þremur ár-
um, hefur selst í bílförmum um allan
heim.
Meyer lýsir því svo á vefsetri sínu
að hún hafi verið búin að glíma við
ýmsar sögur áður en Twilight kom
til sögunnar, en aldrei komist nema
rétt úr sporunum. Þá var það aðfara-
nótt annars júní 2003 að hana
dreymdi stúlku sem hittir geysifagr-
an glitrandi vampírupilt í skóg-
arrjóðri, en eins og hún lýsir
draumnum þá ræddu þau pilturinn
og stúlkan þann vanda að þau væru
við það að verða ástfangin hvort af
öðru og að vampíran ætti erfitt með
sig því hana langaði svo að drekka
blóð stúlkunnar. Um leið og hún
Meyer var búin að koma börnunum í
skólann morguninn eftir settist hún
við skriftir og skrifaði drauminn nið-
ur (sjá 13. kafla Twilight).
Mesta vinnan að velja nöfn
Þar með var hún komin í gang og
næstu daga greip hún hverja stund
sem gafst til að skrifa. Það dugði
henni svo vel að þremur mánuðum
síðar var hún tilbúin með fyrsta
handrit. Hún segir að mesta vinnan
hafi farið i að velja réttu nöfnin á
söguhetjurnar, Edward Cullen og
Isabella „Bella“ Swan heita þau, en
einnig hafi tekið sinn tíma að finna
rétta sögusviðið sem reyndist vera
Ólympíuskagi í Washington-fylki, en
það er víst sá staður í Bandaríkj-
unum þar sem mest rignir.
Um leið og fyrsta handritið var
tilbúið fór Meyer að skrifa fram-
haldið samhliða því sem hún end-
urbætti og slípaði handritið að fyrri
bókinni. Um leið og það var komið í
sæmilegt horf að henni fannst hófst
streðið við að finna útgefanda og
gekk svo brösuglega að um tíma
segist hún hafa velt því fyrir sér að
hætta við allt saman. Á endanum
tókst henni þó að ná sér í almenni-
legan umboðsmann og í kjölfarið út-
gáfusamning.
Þegar allt er talið liðu ekki nema
sex mánuðir frá draumnum góða þar
til Meyer var komin með útgáfu-
samning sem verður að teljast harla
gott, en það tók þó tíma að koma
henni út – Twilight kom út vestan
hafs í október 2005.
Milljónasala
Bókinni var gríðarvel tekið, hefur
selst í ríflega tveimur milljónum ein-
taka þegar þessi orð eru skrifuð, og
framhaldsbækurnar, New Moon,
sem kom út í ágúst 2006, og Eclipse,
sem kom út í ágúst sl., hafa líka selst
afskaplega vel. Fjórða bókin, Break-
ing Dawn, kemur út í ágúst nk. Ef
marka má það sem stendur á vef-
setri Meyer verður næsta bók í röð-
inni, Midnight Sun, skrifuð frá sjón-
arhorni Edwards, en hinar eru allar
með Bellu sem miðpunkt.
Kvikmynd sem byggð er á fyrstu
bókinni er í framleiðslu og stendur
til að frumsýna hana 12. desember
næstkomandi. Leikstjóri mynd-
arinnar er Catherine Hardwicke, en
aðalhlutverk leika Kristen Stewart
(Bella) og Robert Pattinson (Edw-
ard).
Mormónatrú
og ofbeldissamband
Í kjölfar vinsælda bókanna hafa
ýmsir orðið til að gagnrýna þær,
nema hvað. Mörgum þykir einna
merkilegast við bækurnar að Meyer
er mormóni og margir hafa farið lús-
arleit í gegnum bækurnar til að
finna þar mormónsku með mis-
jöfnum árangri. Það er helst að
mormónatrú Meyer sjái stað í lýs-
ingum hennar á samskiptum
kynjanna enda eru öll ungmenni
sem birtast í bókinni góðir krakkar,
stilltir og siðprúðir, og ljótu kall-
arnir hafa sínar ástæður fyrir því að
vera ljótir.
Öllu beittari hefur verið gagnrýni
á samband þeirra Bellu og Edwards,
enda svipar því mjög til ofbeldis-
sambands eins og gagnrýnandi Ac-
tive Voice benti á fyrir stuttu. Edw-
ard er skapbráður, duttlungafullur
og sjúklega afbrýðisamur. Alltaf
þegar hann er harkalegur við Bellu,
beitir hana ofbeldi þó að saklaust sé
er það vegna þess að hann elskar
hana svo mikið, eða svo segir hann,
eða að það sé henni fyrir bestu.
Hann einangrar hana frá vinum sín-
um og gerir hana algerlega háða sér,
svo háða að hún óttast það sífellt að
styggja hann, enda muni hann þá
missa stjórn á skapi sínu eða fara
sína leið, aukinheldur sem hann
tönnlast sífellt á því að hún haldi lífi
fyrir það eitt hvað hann hefur gott
vald á fýsnum sínum.
Þrátt fyrir þessa gagnrýni, sem á
að mörgu leyti rétt á sér, hallmæla
fáir bókum Meyers og ungmennin
sem dá hana láta allt jóss sem vind
um eyru þjóta; vinsældir hennar
aukast enn.
Vampíran sem
elskaði mig
Hætta Elskhuginn er ógnvekjandi, en ómótstæðilegur. Kvikmynd eftir
fyrstu sögu Stephenie Meyer er væntanleg í desembe r á þessu ári.
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Bandaríski rithöfundurinn Steph-
enie Meyer.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn