Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 45
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN FRIÐRIK JÓNSSON
málarameistari,
Ofanleiti 25,
áður Njálsgötu 8b,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 13. júlí.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn
22. júlí kl. 13.00.
Anna Lind Jónsdóttir, Guðmundur Guðmundsson,
Arnfríður Jónsdóttir, Karl Þór Ásmundsson,
Soffía Rut Jónsdóttir, Einar O. Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma
og langamma,
INGA ÁSGRÍMSDÓTTIR,
Inga á Borg,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 16. júlí á Landspítalanum,
Fossvogi, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 25. júlí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Gigtarfélag Íslands.
Páll Pálsson, Hafdís Halldórsdóttir,
Ásgrímur Gunnar Pálsson, Helga Tryggvadóttir,
Arndís Pálsdóttir, Rafn Árnason,
Auðunn Pálsson, Anna Baldvina Jóhannsdóttir,
Björgvin Rúnar Pálsson, Fríður Reynisdóttir,
Karl Ásgrímsson, Oddbjörg Júlíusdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
KONRÁÐ ÁRNASON,
Brekkugötu 38,
Akureyri,
áður Kringlumýri 27,
lést á dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 9. júlí.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
22. júlí kl. 13.30.
Nanna Kristín Bjarnadóttir,
Björg Konráðsdóttir, Anton Benjamínsson,
Heiðar Geir Konráðsson, Hjördís Stefánsdóttir,
Halldóra Konráðsdóttir, Karl Símon Helgason
og barnabörn.
✝
Elskuleg systir okkar,
ÓLAFÍA S. ÓLADÓTTIR
frá Siglufirði,
Hátúni 10b,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 10. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum samúð, hlýhug og vinarþel í okkar garð.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á lungna-
deild A-6 og gjörgæsludeild Landspítalans í Foss-
vogi fyrir frábæra meðferð og umönnun. Einnig
öllum þeim sem stutt hafa hana í langvarandi veik-
indum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svanhildur Óladóttir,
Kristín B. Óladóttir.
ingarnar á hilluna og safnaði í spari-
bauk verðgildi eins sígarettupakka á
viku þá myndi hún leggja annað eins á
móti og safna með honum fyrir utan-
landsferð. Í mínum huga leikur eng-
inn vafi á því að þarna var lagður
grunnurinn að velgengni Jóns Guð-
manns í peningamálum.
Miklabraut 40 mun alltaf tilheyra
Siggu og Tóta í mínum huga, þó þau
búi ekki þar lengur og ég hugsa alltaf
til þeirra þegar ég keyri þar framhjá.
Ég á eftir að sakna Siggu, hún hefur
alltaf verið nálæg og til staðar fyrir
okkur í fjölskyldunni.
Það er fólk eins og Sigga sem er
dýrmætast að eiga að þegar á reynir.
Ég votta ykkur Tóti, Jón Guðmann,
Magga, Helena Margrét og aðrir ást-
vinir, mína dýpstu samúð.
Hulda S. Jeppesen
Bandamenn. Lífsnauðsynlegir.
Ómetanlegir. Þeir fengjust ekki í
skiptum fyrir allan þann veraldlegan
auð sem til er. Þeir eru baklandið.
Þeir eru skjólið og stuðningurinn.
Þeir eru til staðar þegar á reynir,
jafnt í gleði og sorg. Þeim er hægt að
treysta.
Og vegna þessa mikilvægis, er sú
reynsla að sjá baki bandamanni sár.
Hún er ólýsanlega sár.
Mig langar til að þakka þér, Sigga
mín, kærlega fyrir samfylgdina,
þakka þér fyrir alla þá alúð, áhuga og
væntumþykju, styrk, stuðning og
rausnarskap sem þú hefur sýnt mér
og fjölskyldu minni í áratugi.
Mig langar til að þakka þér fyrir að
vera til staðar þegar á reyndi. Þakka
þér fyrir að vilja vera ein af okkur,
vera bandamaður okkar, og sannur
vinur! Þín verður sárt saknað um
ókomna tíð.
Við sem eftir stöndum, þéttum nú
hópinn.
Blessuð sé minning þín, elsku
Sigga mín.
Páll Jakob.
Lífsgöngunni er lokið svo alltof
fljótt. Fyrir tæpu ári síðan kom í ljós
að vinkona mín Sigríður hafði ekki
sigrast á krabbameininu sem hún
greindist með og tókst á við 4 árum
áður. Sjúkdómurinn tók sig upp aftur
og nú var engin vægð gefin þrátt fyrir
harða baráttu. Við héldum í vonina og
trúðum því að með nýjum meðferð-
arúrræðum væri hægt að lengja tím-
ann. Með hækkandi sól var ljóst að
hverju stefndi og Sigga varð að lúta í
lægra haldi.
Það eru nú í sumar 30 ár frá því
kynni okkar Siggu hófust, kynni sem
leiddu til náinnar vináttu þrátt fyrir
að rúm tuttugu ár skilji okkur að í
aldri. Ég var komin á mína síðustu
deild í hjúkrunarnámi og þarna var
hún, sjúkraliðinn sem Steinunn
amma mín hafði af og til spurt mig
hvort ég hefði nú ekki séð á Landspít-
alanum. Þær höfðu þegar Sigga var
ung og amma mín á miðjum aldri
starfað saman á Kleppsspítala og orð-
ið vel til vina. Þessarar vináttu naut
ég síðan. Við áttum eftir að starfa
saman í mörg ár á Landspítalanum og
oft gengum við saman niður í miðbæ
eftir vinnu til að vinda ofan af okkur,
setjast inn á kaffihús og ræða málin.
Vinnan skipti Siggu miklu máli
enda var hún alla tíð útivinnandi. Hún
helgaði sig umönnunarstörfum þar
sem eiginleikar hennar nutu sín. Hún
var samviskusöm og naut þess að
gera vel við fólk sem skilaði sér vel í
alúð og samlíðan með þeim sem hún
sinnti. Sigga vann þar til hún var sjö-
tug og það voru því mikil umskipti
fyrir hana þegar hún varð að hætta
vinnu sökum aldurs, en hún hélt
áfram að fylgjast með því hvernig
gengi á deildunum sínum á Landspít-
alanum.
Þó svo Sigga ynni alltaf mikið þá
var hún dugleg að sinna fólkinu sínu,
var traustur vinur og átti góðar vin-
konur sem héldu tryggð við hana til
loka. Hún var ein af þeim sem létu sér
annt um fólk, henni var tamara að
gefa en að þiggja og var alltaf boðin
og búin þegar eitthvað bjátaði á. Oft
var hringt og spurt: „Er eitthvað sem
ég get gert?“
Sigga átti gott líf. Hún naut þess að
geta farið ferða sinna, skroppið í bíl-
túra með vinum eða ættingjum og
helst þurfti hún að vera undir stýri.
Þannig var það líka í lífinu, Sigga vildi
vera við stjórnvölinn, taka ákvarðanir
og framfylgja þeim. Undir lokin var
það annar sem hafði stjórnina og það
var erfitt að sætta sig við að fá engu
ráðið.
Einhvers staðar stendur að gefa sé
að veita af tíma sínum, hug og krafti.
Sigga var gjöful og hún skapaði góðar
minningar sem munu fylgja okkur.
Elsku vinkona, hafðu þökk fyrir allt
sem þú varst mér og minni fjölskyldu.
Innilegar samúðarkveðjur til Þóris,
Jóns, Margrétar, Helenu og Rúnars.
Herdís.
Fyrir rúmlega 50 árum var hópur
af stúlkum víðs vegar af landinu
mættur við skólasetningu Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur, allar voru
þessar stúlkur komnar í þeim tilgangi
að mennta sig til að verða fyrirmynd-
arhúsmæður.
Strax eftir skólasetninguna var far-
ið að Korpúlfsstöðum að tína rifsber,
það var þjóðráð því þar náðum við
strax að kynnast hver annarri. Þarna
hittumst við Sigga fyrst og unnum
saman. Þegar við mættum við skól-
ann með berjafenginn hafði borist sú
fregn að flak Geysis væri fundið á
Vatnajökli og áhöfnin öll á lífi, en þau
höfðu verið talin af, þessi dagur er
mér mjög minnisstæður.
Þennan vetur var ekki slegið slöku
við að læra allt sem í boði var. Hálfan
veturinn var verið í eldhúsinu við mat-
reiðslu en hinn helminginn var verið
að læra saumaskap og vefnað, kvöldin
voru notuð til að bródera dúka, sem
aðeins hafa verið notaðir við hátíðleg
tækifæri og líklegast verða að ættar-
gripum. Við Sigga vorum númersyst-
ur ásamt Nönnu frá Þingeyri og Sól-
veigu frá Akureyri, það þýddi að við
unnum saman í eldhúsinu, núna væri
þetta kallað teymi. Þarna myndaðist
vinátta sem staðið hefur til þessa
dags, og þarna lærðum við það sem
nýttist okkur vel og er enn í gildi og í
raun er það sorgarsaga hvernig málin
með húsmæðraskólana þróuðust.
Sigga bjó alla tíð í Reykjavík og
fyrir okkur landsbyggðafólkið var
ómetanlegt að eiga hana að, hún tók
bílpróf fljótlega og áður en fór að
þykja sjálfsagt að konur almennt
tækju próf, hún var alltaf tilbúin að
taka á móti okkur þegar við komum í
borgina, skemmst er að minnast þess
að þegar við hjónin þurftum bæði að
fara í augasteinaaðgerð þá tók Sigga
á móti okkur, ók með okkur til Hafn-
arfjarðar í aðgerðina, tók okkur heim
til sín í gistingu og ók með okkur dag-
inn eftir í skoðun og gerði okkur þetta
því eins léttbært og kostur var.
Sigga var afar duglegur bílstjóri og
eina ferð þar sem hún ók fórum við
saman til Akureyrar að fylgja Svönu
skólasystur okkar til grafar, þrátt
fyrir dapurlegt tilefni ferðarinnar var
þetta góð samvera hjá okkur, Sigga
ók af svo miklu öryggi og festu að mér
datt ekki eitt augnablik í hug að efast
um öryggi okkar.
Vinátta Siggu og umhyggja var
dýrmæt gjöf, hún var alltaf tilbúin að
rétta hjálparhönd og hafði reglulega
samband til að frétta af okkur, hún
var óspör á að miðla góðum ráðum,
hún var lærður sjúkraliði og kunni oft
ráð sem dugðu vel.
Núna nýskeð þegar stóri Suður-
landsjarðskjálftinn reið yfir og við
máttum ekki sofa heima í okkar íbúð
og höfðum ekki rænu á að láta vita um
okkur, þá hafði Sigga uppi á okkur
eftir krókaleiðum til að frétta hvort
allt væri í lagi með okkur, þá var hún
sjálf illa haldin og um það bil að leggj-
ast inn á sjúkrahús, hún var ekki
ánægð fyrr en hún vissi að við værum
ómeidd.
Ég kveð mína kæru og traustu vin-
konu með miklum söknuði og þökk
fyrir allt sem hún var mér og mínum
og bið henni allrar blessunar. Ég
sendi eiginmanni hennar, einkasyni,
tengdadóttur og sonardóttur og öllum
sem syrgja hana einlægar samúðar-
kveðjur.
Arndís.
Við systkinin
þekktum Óttar alla
ævi. Hann var besti
vinur föður okkar og
var því góður og tíð-
ur gestur á heimilinu. Gisti hann
oft á heimili okkar í Frakklandi,
hafði meira að segja eigið herbergi
á tímabili.
Óttar var alltaf glaður að sjá
okkur. Andlitið lifnaði við og stóra
brosið lét okkur alltaf vita, hvað
honum þætti vænt um okkur og
hefði gaman af okkur. Óttar var
einstaklega barngóður. Við minn-
umst sérstaklega hláturs hans og
hvað honum fannst allt sem við
gerðum sniðugt og skemmtilegt.
Þegar við eldri systkinin glímdum
án sýnilegs árangurs við erfið
reikningsdæmi í franska skólanum
okkar, reyndu Óttar, pabbi og
Johnny Walker að hjálpa okkur
Óttar Þorgilsson
✝ Óttar Þorgils-son fæddist á
Hvanneyri 30. mars
1925. Hann andaðist
á líknardeild Landa-
kotsspítala 22. apríl
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Laugarneskirkju
28. apríl.
með dæmin, en þau
reyndust þeim ofviða
í öllum tilfellum. Hef-
ur minningin um
þetta vakið hlátur í
fjölskyldunni æ síð-
an. Að vísu kenndi
Óttar Katrínu, sem
er yngst okkar, að
lesa, og sýndi mikla
þolinmæði.
Óttar hafði mikla
kímnigáfu og var
sannur sjentílmaður,
sem varð fyrirmynd
fyrir okkur um
hvernig góður maður eigi að vera.
Það vildi svo til, að Óttar bjó í
sama landi og við alla tíð, hvert
sem fjölskyldan flutti, og urðu
þess vegna samskiptin órofin í
marga áratugi.
Eftir að faðir okkar dó, hljóp
Óttar í skarðið. Hann fylgdi Jó-
hönnu upp að altarinu, og hann
hélt ræðu í fertugsafmæli Katrínar
„in loco parentis“, eins og hann
sagði sjálfur. Óttar var viðstaddur
alla mikilvæga atburði í fjölskyldu
okkar.
Nú þegar við höfum safnast
saman í fjölskyldunni vegna sorg-
aratburðar, finnum við fyrir því að
Óttar er ekki lengur á meðal okk-
ar. Hans er saknað.
Við erum Óttari ævinlega þakk-
lát fyrir áhrifin sem hann hafði á
líf okkar og munum ætið minnast
hans með hlýhug og ást.
Sigrún, Helgi, Sara,
Jóhanna og Katrín
Harðarbörn.