Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 46

Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 46
46 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóna Sæmunds-dóttir fæddist á Efri Hólum í Núpa- sveit 21. mars 1935. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 3. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Jónsdóttir frá Brekku f. 24 september 1906, d. 30 apríl 1949 og Sæ- mundur Friðriksson frá Efri Hólum, f. 28. júní 1905, d. 30 ágúst 1977. Jóna átti eina systur, Guðrúnu Ágústu, f. 25. ágúst 1939. Jóna var jarðsungin frá Foss- vogskapellu 11. júlí. Ragnar Gísli Daníelsson fædd- ist í Reykjavík 10. maí 1932. Hann lést á heimili sínu á Seyðisfirði 2. desember 1991. Foreldrar hans voru Fanney Tryggvadóttir f. 15. nóvember 1905, d. 16. október 1986 og Daníel Kristjánsson f. 1908, d. 1982 frá Hreðavatni. Þau slitu samvistir. Ragnar átti þrjú samfeðra systkini, Kristján, Guð- mund og Hrefnu. Jóna og Ragnar giftust 1966 og eignuðust þrjú börn: 1) Guðbjörgu Svövu f. 11 maí 1967, sambýlismaður Gestur Guðnason, börn Gísli Ragnar Ax- elsson og Dagur Þeyr Gestson; 2) Tryggva f. 23 maí 1968 og 3) Arn- fríði f. 3. maí 1969, eiginmaður Sigurður Másson, börn Margrét Sigurðardóttir og Fanney Ágústa Sigurðardóttir. Ragnar var jarðsunginn frá Fossvogskapellu í desember 1991. Jóna Sæmundsdóttir ólst upp fyrstu árin ásamt systur sinni Guð- rúnu Ágústu á Efri Hólum í Núpa- sveit. Þegar systurnar voru 5 og 9 ára veiktist móðir þeirra af berkl- um og fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Í byrjun áttu þau heima á Bergstaðastræti og seinna bjuggu þau sér heimili á Hofsvalla- götunni. Jóna þótti einstaklega hugljúf og stóð sig framúrskarandi vel í skóla. Þegar Jóna var á 14. ári og Guðrún Ágústa 9 ára, lést móðir þeirra. Í kjölfarið var yngri syst- irin sett í fóstur á Dalvík en Jóna bjó áfram að mestu hjá föður sín- um. Andlát móður Jónu hafði djúp- stæð áhrif á hana og um sama leyti missti hún einnig föðurömmu sína Guðrúnu sem hefði annars geta verið mikill stuðningur fyrir hana. Sæmundur faðir Jónu, starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Stéttasambands bænda. Seinna á lífsleiðinni kynntist hann seinni konu sinni Arnfríði Guðjónsdóttur sem reyndist Jónu og fjölskyldu hennar mikil stoð og stytta. Jóna fór í Samvinnuskólann og síðar í húsmæðraskóla í Danmörku. Þar lærði hún ýmsar hannyrðir sem við afkomendur hennar njótum í dag. Tónlist var stórt áhugamál og einn- ig vissi hún allt um kvikmyndir gamla tímans. Jóna starfaði við ýmislegt eftir skólagönguna, m.a. í Noregi og Bretlandi. Einnig tók hún þátt í síldarævintýrinu hérna á Íslandi eins og algengt var. Jóna hafði einstaklega fallega rithönd og var sérstaklega eftir því tekið. Hún kunni líka að meta lífsins lysti- semdir, góðan mat og fallega hluti. Ragnar Gísli Daníelsson bjó fyrst í stað á Hreðavatni en flutti síðan með móður sinni á Skóla- vörðustíginn. Ragnar dvaldi oft á Hreðavatni á stríðsárunum, sér- staklega yfir sumartímann og kynntist þá systkinum sínum þeim Kristjáni, Guðmundi og Hrefnu sem faðir hans átti með seinni konu sinni. Í heimili með Fanneyju og Ragnari voru einnig um tíma for- eldrar Fanneyjar, Kristjana Guð- laugsdóttir og Tryggvi Björnsson. Að auki bjuggu þar um tíma systrabörn Fanneyjar, Steinunn og Birgir og seinna Kristján sonur Birgis. Ragnar fór í Sjómanna- og stýrimannaskólann, lærði þar járn- smíði og til vélstjóra. Hann vann við vélstjórn og járnsmíði nánast alla sína ævi. Á sínum yngri árum vann Ragnar á millilandaskipum og kynntist menningu framandi landa. Stundum kom það fyrir að hann vann sem kokkur í þessum ferðum ef á þurfti að halda. Ef að Ragnar eldaði heima þá dugði mat- urinn í marga daga enda skammt- urinn ætlaður fyrir heila áhöfn á millilandaskipi. Ragnar hafði áhuga á að veiða rjúpur, en ekki munum við eftir að hafa nokkurn tímann haft rjúpur í matinn. Hins vegar hafa fundist margar fallegar myndir teknar á heiðum í fallegu veðri. Sennilegt er að byssan hafi verið lítt hlaðin enda grunar okkur að pabbi hafi ekki haft mikinn áhuga á að stytta líf fuglanna. Leiðir Jónu og Ragnars lágu saman þegar þau störfuðu bæði við framleiðslu á Coca Cola sem þá var í Vesturbænum. Ragnar vann við að þrífa flöskurnar en fékk þær jafnharðan í hausinn þar sem innra eftirlitið, þ.e. Jóna, sagði þær enn þá skítugar. Í júní 1966 giftust Jóna og Ragnar og eignuðust í framhaldinu þrjú börn. Jóna og Ragnar byrjuðu búskap sinn í Ból- staðarhlíð. Þaðan fluttu þau út á land ásamt Fanneyju móður Ragn- ars sem var heimilinu mikil stoð og stytta. Fyrst til Tálknafjarðar, síð- an til Ísafjarðar og að lokum til Seyðisfjarðar, þar sem þau bjuggu til æviloka. Þar byggðu þau hús og börnin gengu í skóla. Jóna var ekkja seinustu 17 árin og bjó hún í þjónustuíbúð á vegum sjúkrahúss- ins á Seyðisfirði. Þar leið henni vel og var vel um hana hugsað, sér- staklega eftir að hún veiktist. Jóna tók veikindum sínum af einstöku æðruleysi og kvartaði aldrei þó ljóst væri að þau væru erfið. Við viljum þakka öllum þeim sem önn- uðust um Jónu. Hvílið í friði, kæru foreldrar, Guðbjörg Svava, Tryggvi og Arnfríður. Jóna Sæmundsdóttir og Ragnar Gísli Daníelsson Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík •  566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, HELGU ÞORLEIFSDÓTTUR frá Uppsölum, Svarfaðardal. Jón Leifur Óskarsson, Lára Valgerður Ingólfsdóttir, Selma Jónsdóttir, Hildur Gréta Jónsdóttir, Sigmundur Karl Ríkarðsson, Magnea Björg Jónsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar HJÓNAMINNING ✝ GuðnýÁmundadóttir fæddist í Reykja- vík 30. janúar 1922. Hún lést í Longwood í Flór- ída í Bandaríkj- unum 18. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Stefanía Gísladóttir, f. 19.12. 1888, d. 21.6. 1961 og Ámundi Árnason, f. 3.3. 1868, d. 5.12. 1928, kaupmaður í Verzlun Ámunda Árnasonar, Hverfisgötu 37. Stefanía var seinni kona Ámunda, fyrri kona hans var Guðný Guðmundsdóttir, f. 7.5. 1874, d. 18.11. 1918. Systur Guð- nýjar samfeðra voru Guðrún, f. 24.6. 1904, d. 30.6. 1971, og Vil- borg, f. 24.12. 1906, d. 22.7. 1997. Guðný ólst upp á Hverfisgöt- inni og lauk námi frá Verzl- þau eiga tvö börn; þær eru fædd- ar 7.9. 1949. Eftir útskrift Úlfars frá læknadeild Háskóla Íslands 1947 fluttust þau til Bandaríkj- anna, þar sem Úlfar sérhæfði sig í lyflækningum og blóðfræði. Þau gerðust bandarískir ríkisborgar og settust að í Boston. Úlfar var kallaður í bandaríska herinn og á árunum 1953 til 1956 gegndi hann herþjónustu í Þýzkalandi og Frakklandi. Eftir herþjónustu settust þau að í Miami á Flórída, þar sem Úlfar starfaði við Uni- versity of Miami. Úlfar lézt um aldur fram, 40 ára að aldri, og fluttist Guðný þá heim til Íslands. Hún sinnti uppeldi barna sinna og stofnaði síðar kvenfataverzlun með vinkonu sinni Theódóru Björnsdóttur, sem þær ráku um áratuga skeið, síðast í Kringlunni. Guðný var félagslynd og hélt vin- skap við skólafélaga sína og starf- aði mikið innan Oddfellowregl- unnar. Nokkrum árum eftir að hún lauk verzlunarrekstri, flutt- ist hún aftur til Bandaríkjanna þar sem börn hennar búa. Útför Guðnýjar var gerð í Or- lando í Flórída. unarskóla Íslands og Tónlistarskólanum, auk þess sem hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941. Á menntaskólaárunum kynntist hún Úlfari Jónssyni, f. 21.6. 1921, d.23.11. 1961. Foreldrar hans voru Jakobína Sigurveig Guðmundsdóttir, f. 7.12. 1887, d.16.1. 1967, og Jón Björns- son, kaupmaður í Reykjavík, f. 29.9.1887, d. 25.8. 1949. Guðný og Úlfar giftust 1. des- ember 1942. Þau eignuðust þrjú börn, a) Jakob lækni, f. 25.6. 1943, kvæntur Olgu Håkonsen, þau eiga tvo syni; og tvíburana b) Stefaníu Ernu félagsráðgjafa, gift Pétri Sigurðssyni, þau eiga tvær dætur, og c) Ástríði Eir hjúkrunarfræð- ing, gifta Leonidas Lipovetsky, Hinn 18 júní sl. lést á hjúkrunar- heimili í Florida tengdamóðir mín og vinkona Guðný Ámundadóttir, 86 ára. Þrátt fyrir alvarleg veikindi und- anfarin ár er það undarleg tilfinning, að nú hafi hún lagt upp í sína hinstu ferð. En hvíldin fyrir hana er kær- komin. Það eru liðnir nær fjórir áratugir, síðan við hittumst fyrst. Sonur henn- ar Jakob, kynnti okkur, þegar við, unga fólkið, komum heim af dansleik á laugardagskvöldi. Eins og alltaf tók hún mér sérlega vel og lagði grunn- inn að áratuga löngum vinskap. Hún var glæsileg, ljós yfirlitum, há og grönn með framandi, heimsborara- legan blæ yfir sér. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hún kynnst sorginni, þeg- ar eiginmaður hennar Úlfar Jónsson lést skyndilega 1961 og hún stóð uppi á erlendri grund með þrjú ung börn. Þetta voru þeim erfiðir tímar. Hún ákvað að flytja til Íslands og þegar við hittumst fyrst árið 1968 hélt hún heimili fyrir börn sín. Þegar þau uxu úr grasi og hún hafði meiri tíma af- lögu, stofnaði hún ásamt vinkonu sinni tískuverslunina Dídó. Í fyrst ráku þær verslunina á æskuslóðum Guðnýjar á Hverfisgötunni í Reykja- vík. En síðar fluttu þær sig um set og voru á meðan fyrstu kaupmanna sem opnuðu verslun í Kringlunni. Það er óhætt að fullyrða að á þeim tuttugu árum sem þær ráku versl- unina höfðu þær heilmikil áhrif á tísku, gæði og fataúrval íslenskra kvenna. Að reka kröftugt fyrirtæki var ekki alltaf auðvelt, þó að verkefnið væri spennandi. Ég dáðist að þolin- mæði og þrautseigju Guðnýjar á löngum dögum í búðinni. Aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún var bæði dugleg og fylgin sér. Eftir rúm tutt- ugu ár í verslunarrekstri ákváðu þær stöllur að hætta. Í kjölfarið flutti Guðný búferlum í hlýrra loftslag til Flórída þar sem börn hennar og barnabörn bjuggu. Hún keypti sér lítið hús þar sem hún átti góða daga. Mér segist þó svo hugur að oft hafi hún saknað æskustöðvanna og vina sinna á Íslandi. Tengdamóðir mín var einstök kona. Hún var ákaflega dagfarsprúð og ljúf manneskja. Hún bar ekki til- finningar sínar á torg og það var ekki oft sem ég heyrði hana ræða aðra. Hún var vel menntuð, glæsileg og að mörgu leyti langt á undan sinni sam- tíð. Hún hafði einstakt auga fyrir myndlist og hvers kyns formi. Klass- ísk tónlist var hennar líf og yndi auk þess sem hún spilaði sjálf á píanó. Hún átti alltaf fagurt heimili þar sem glæsileiki og góður smekkur réðu ríkum. Hún var höfðingi heim að sækja. Hún naut þess að bjóða vinum sínum til veislu, þar sem ekkert var til sparað. Undanfarin ár hefur heilsu hennar hrakað. Hún fékk alvarlegan tauga- sjúkdóm auk ítrekaðrar tíðni hæg- fara heilablæðinga sem rændu hana orkunni til að búa ein og vera sjálf- stæð. Andleg og líkamleg geta þvarr. Fyrir réttum þrem árum flutti hún á heimili þar sem henni var veitt hjúkr- un og umönnun þar til yfir lauk. Nú þegar leiðir skilja í bili, vil ég þakka henni samfylgdina. Hún hefur alltaf skipað stóran sess í mínu lífi síðan við hittumst fyrst. Megi minn- ingin um góða konu lifa. Olga. Látin er í Bandaríkjunum móð- ursystir mín, Guðný Ámundadóttir. Með fráfalli hennar eru viss þátta- skil, því genginn er síðasti náinn meðlimur fjölskyldunnar af elstu kynslóðinni. Nú verða því hlut- verkaskipti og mín kynslóð tekur við sem sú elsta. Guðný er afar eftirminnileg, ann- áluð fyrir smekkvísi og áhuga sinn á menningu og listum. Hún bjó yfir mikilli þekkingu og fróðleik varð- andi þau mál og var gaman og upp- fræðandi að eiga við hana samræð- ur þar um. Þá var sérlega ánægjulegt að vera með henni á ferðalögum, jafnt innanlands sem utan og njóta þekkingar hennar á hinum ýmsu málefnum. Ferðalög voru mikið áhugamál hennar og ferðaðist hún víða, auk þess sem að vera búsett allmörg ár erlendis, fyrst með eiginmanni og börnum og svo síðustu árin nærri börnum sín- um í Flórída. Guðný var höfðingi heim að sækja og voru boð hennar bæði eft- irminnileg og skemmtileg, þar sem hún naut sín sem hinn fullkomni gestgjafi. Í þeim málum átti hún sér fáa líka. Guðný átti marga vini og kunn- ingja, sem hún hélt sambandi við enda var hún bæði trygglynd og fé- lagslynd. Hún hafði áhuga á högum og líð- an ættingja og vina, en var jafn- framt frekar dul um eigin hagi og aðstæður. Eftir að hún kom aftur til Íslands eftir lát eiginmanns síns, einbeitti hún sér að uppeldi barna sinna, en þegar þau voru komin vel á legg, tók hún til við verslunarrekstur með vinkonu sinni, Theódóru Björnsdóttur, en þær ráku um ára- bil kvenfataverslunina Dídó. Síðast voru þær með reksturinn í Kringl- unni og voru þær meðal þeirra fyrstu, sem þar hösluðu sér völl. Guðný hafði ljúfa og vingjarn- lega framkomu, en gat verið stíf á sínu, enda eins og hún sagði sjálf, einkabarn og mikið eftirlæti móður sinnar, vön að koma sínu fram. Við eigum góðar minningar um hana og svo er um fleiri, sem hefðu gjarnan viljað geta kvatt hana að lokum. Hennar ósk var þó um látlausa athöfn, sem fór fram nýverið í kyrr- þey í Bandaríkjunum. Ólafur Huxley Ólafsson. Guðný Ámundadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.