Morgunblaðið - 20.07.2008, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 51
Lögga, læknir og lögfræðingur
Kippan
HVERSU LANGT ER Í
AÐ ÉG FÁI NIÐUR-
STÖÐURNAR ÚR
RANNSÓKNINNI?
EFTIR
HÁDEGI Á
MORGUN
HVERSU
LANGT?
STRAX Í
FYRRAMÁLIÐ
HVERSU
LANGT?
BARA RÉTT
BRÁÐUM
VÍSINDIN
ERU ÓTRÚLEG
GÓÐAR FRÉTTIR...
ÞÚ ERT EKKI MEÐ HITA
ÞAÐ VAR RÉTT
HJÁ ÞÉR, HANS
!
ÞEIR BYGGJA EK
KI
HÚS EINS OG Þ
EIR
GERÐU Í GAMLA
DAGA
FÓLKI FINNST
ÉG VERA
LEIÐINLEGUR
ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ
ALLIR YRÐU ÆSTIR Í
PÍRAMÍDANA OKKAR!
EF SKÓRINN PASSAR,
SKALTU NOTA HANN...
Velvakandi
SLIPPUR eða skipasmíðastöðvar er nauðsynlegur viðkomustaður skipa,
en þar eru þau smíðuð, tekin upp til viðgerðar eða rifin. Hér er eitt glæsi-
legt skip í upplyftingu.
Morgunblaðið/Frikki
Slippurinn
Náttúra til sölu
VIÐ Íslendingar hlust-
um ekki á Óskar Magn-
ússon og hans lið sem
ætla sér skyndilega að
selja aðgang að nátt-
úruperlum landsins.
Kerið er ein slík og
verður ekki við það un-
að að menn geti eignast
slíkar perlur. Ríkið á að
taka þetta svæði eign-
arnámi og loka strax
fyrir svona græðgisfíkn.
Við sem vorum þarna í
sveit sem börn vitum að
engum hefur fyrr dottið
slík vitleysa í hug að
selja aðgang að Kerinu, Gullfossi eða
Geysi, Hvítárgljúfrum, Herðubreið-
arlindum eða nefndu það. Hann á
ekki að láta sér detta þetta í hug og
náttúru verndarráð á að loka á svona
græðgi strax, ekki láta menn komast
upp með svona lagað. Við sem horfð-
um á Kastljósið á fimmtudag erum
öskureið.
Reiður áhorfandi.
Hvernig má það vera?
ÞAÐ er svo skrýtið að þegar maður
lítur í kringum sig og horfir á sannar
myndir utan úr heimi þá kemur í ljós
að fátæktin er gríðarleg. Fólk í
stórum stíl á hvorki í sig né á. Svo eru
aðrir sem lifa í einhvers konar ríki-
dæmi, eiga allt og miklu meira en
það. Verst þykir mér að kirkjan í
þessum löndum þar sem armæðan er
mest, virðist eiga nóg af gulli og hvers
kyns gnægtum og ætti því að eiga
auðvelt með að brauðfæða þá sem
minna mega sín og ekkert eiga. Ein-
hvern tímann las ég það að um það bil
80% af öllu því fólki sem lifir á þessari
jörð ættu um 20% af þeim auð sem
fyrirfyndist í heiminum og fyndist
það í lagi, 80% af öllu því ríkidæmi
sem fyrirfinnst í veröldinni. Hvernig
má þetta vera? Af hverju er ekki
hægt að haga sér öðruvísi? Að deila
þessu ríkidæmi sem safnast hefur á
fáar hendur á milli þeirra sem minna
mega sín og eru hjálparþurfi. Þeirra
bíður aðeins þjáning, sorgir og hvers
kyns önnur armæða. Það er ekkert
guðlegt við það að svona sé staðan.
Við sem trúum því að yfir okkur vaki
algóður Drottinn ættum að skamm-
ast okkar. Ef við eigum auð til að nýta
fyrir þá sem minna mega sín hlýtur
það að vera forsjóninni þóknanlegt að
láta af hendi rakna það sem er um-
fram það sem við þurfum, til að aðrir
þurfi ekki að kveljast
vegna auraleysis sem
dregur dilk á eftir sér
og veldur stórþján-
ingum. Það er mik-
ilvægt og afar áríðandi
að við högum lífi okkar
þannig að okkur finnist
meira en sjálfsagt að
gefa frá okkur það sem
við þurfum ekki á að
halda. Hvaða vit er í því
að hlaða í kringum sig
gulli og gersemum bara
til að upphefja okkur í
augum náungans? Af
hverju lítum við ekki í
kringum okkur og gef-
um þeim sem ekkert
eiga og þurfa sárlega á hjálp okkar
hinna að halda? Það er mjög stutt síð-
an Íslendingar skriðu út úr mold-
arkofunum og því ættu þeir að eiga
mjög auðvelt með að setja sig í spor
þeirra sem þurfa á því að halda sem
ríkir eiga. Okkur á ekki, þegar við
höfum þefað af auðnum, að finnast
sjálfsagt að hlaupa út um allt og fjár-
festa eins og okkur komi ekki við sú
þjáning sem viðgengst í veröldinni.
Jóna Rúna Kvaran,
blaðamaður og rithöfundur.
Sjokkerandi sjónvarpsefni
VIÐ fjölskyldan settumst fyrir fram-
an sjónvarpið að kvöldi 17. júlí sem er
ekki í frásögu færandi nema vegna
þess að þátturinn sem hófst þá í sjón-
varpinu á ónefndri sjónvarpsstöð
kom fjölskyldunni í mikið uppnám.
Sjóvarpstöðin aðgreinir þætti sem
hún hefur á dagskrá með litum, og
þessi tiltekni þáttur var merktur
hvítu, en það þýðir að þátturinn sé
leyfður öllum aldurshópum. En atriði
í þessum þætti voru svo sannarlega
ekki fyrir alla aldurshópa, þegar
hryllilegar vampírur birtust og
lambsblóði var úthellt með tilheyr-
andi ógeði. Fjölskylda mín sat í hálf-
gerðu sjokki fyrir framan kassann.
Við erum að sjálfsögðu ekki lítið
óhress með þetta hugsunarleysi og
ábyrgðarleysi sem þetta er, að bjóða
upp á slíkt er forkastanlegt. Þeim ber
skylda til að vara við slíkum atriðum
en ekki auglýsa svona þætti sem róm-
antíska spennuþætti sem séu leyfðir
öllum aldurshópum með hvítum lit,
heldur rauðum.
Áhorfandi.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Eftirlaunadeild símamanna | Sum-
arferðin verður 2.-7. ág. til Hvanna-
linda og Kverkfjalla, að Aldeyjarfossi
og Svartárkoti, út í Grímsey og heim
um Mælifellsdal og Kjöl. Hafi einhverjir
félagar ekki fengið bréf, þá hringið í
Ragnhildi í síma 551-1137 eða 898-
4437. Fundur fyrir brottför.
Ferðaklúbburinn Flækjufótur |
Skráning í Þýskalandsferðina 22.-29.
sept. er hafin. Uppl. í síma 898-2468.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan er lokuð til 5. ágúst. Uppl.
gefa: Kristjana s. 897-4566 og Krist-
mundur s. 895-0200. Félagsvist verð-
ur í Gjábakka og Gullsmára.
Hraunbær 105 | Farið verður í Viðey
miðvikudaginn 23. júlí. Boðið upp á
gönguferð um eyna með leiðsögu-
manni o.fl. Skráning á skrifstofu eða í
síma 411-2730. Verð 2.300 kr.
Hæðargarður 31 | Félagsvist á má-
nud. kl. 13.30. Matur og kaffi virka
daga og listasmiðjan opin. Uppl. 568-
3132.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó og pútt á
vegum menningarflatarinnar við Gerð-
arsafn á miðvikud. kl. 12 og laugard.
kl. 13. Línudans í Húnabúð, Skeifunni
11, Rv. á miðvikudaginn kl. 17. Uppl. í
síma 564-1490 og 554-5330.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Söng- og helgistund
kl. 20.30. Sr. Óskar Hafsteinn Ósk-
arsson.