Morgunblaðið - 06.08.2008, Page 14

Morgunblaðið - 06.08.2008, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF    !"" #$! # $%    &' & ( # $) *&$%        '++ &' %) #&$( #&$!     %'%% +'%( #&$% #&$"     ' (( *)$ # $)   ÞETTA HELST ...               !""#        ! "#$" %& ##'("$" %& )*! $*! *"+ #* , *-#*&./0  1  *"$" %& 2%&3* / # 4 + #*0  "  56 !"%-%"7%"8"9 :9" +  ;-* <%"        => ! !**" ; ! !*5 !"  %-5? *# #* @" ; # A ":* ";//* /-*8!(8*  B* %!(8*   !  " # C !%";%-* %- ,$" * ,-&*8:  $ %&  ' +$"( %$! &%$") +$") %$) $ ) "$&) ")%$)) & $)% ! $%) $) ($& $!) !+$)) $+ (&$"% %(%$)) &)!$))  !$)) &$() !$%) ) )$))                            B*8#*&!* /*  *+ 8D # /E 2%&  FF =  > G G  HHI G I F>I =  > H I>  F = =F > I= >H >FH =G= F  G= F G=> = F I= G > 7 F = >> G> > F=F I FF =G 7 7 7 H H  7 7 >JH> J= FJH >J>I J J= HJ HJ F=J IFJG =J= GJF= J= IJG 7 GJ GJ FIJ =FJ 7 7 7 =GGJ 7 7 >JI J F>J >JHF J J HJF HGJ F=J I=J> =JF GJFI JI I>J J> G>J >J FJ =IJ FJG 7 IJ J J J :( * '*8#*&! 7 H  F =>   G I F >    7    = 7 7 7  7 7 / ! * / '*8# ' "8  I FI  I FI  I FI  I FI  I FI  I FI  I FI  I FI  I FI  I FI  I FI  I FI  I FI  I FI G H FI  I FI  I FI  I FI  I FI > H FI > F FH = > FI  I FI FI H FI H = FI    ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar lækkaði um 0,1% í viðskiptum gær- dagsins og var lokagildi hennar 4.133 stig. Eimskip, Glitnir og SPRON lækk- uðu um 0,7%, en Teymi hækkaði um 4,7% og Exista um 1,7%. Velta nam rúmum milljarði króna, þar af var rúm- ur helmingur með bréf Glitnis. Sænska vísitalan hækkaði um 3,5%, sú danska um 1,8%, en sú norska lækkaði um 2,5%. halldorath@mbl.is Lækkun í kauphöllinni ● GENGI krón- unnar styrktist um 1,7% á gjald- eyrismarkaði í gær. Upphafsgildi gengisvísitölunn- ar í gærmorgun var 159,25 stig, en lokagildi henn- ar við lokun mark- aða var 156,55 stig. Velta á millibankamarkaði nam 31,9 milljörðum króna. Gengi Bandaríkjadals endaði í 78,73 krónum, gengi sterlingspunds í 153,70 krónum og evrunnar 121,75 krónur. bjarni@mbl.is Gengi krónunnar styrktist í gær Kauphöllin á Íslandi. ● SKULDATRYGGINGARÁLAG Glitnis og Kaupþings er komið yfir 10%. Álag á Kaupþingi er rúm 10,04% og á Glitni 10,55% en er þó nokkuð lægra á skuldatryggingar Lands- bankans, eða 7,25%. Þetta er hækkun um 0,15-0,30% hjá Kaupþingi og Glitni frá því í síð- ustu viku, en 1,00% hækkun hjá Landsbankanum. Skuldatryggingar- álag mælir hvað það kostar fyrir fjár- festa að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skulda- bréfs geti ekki staðið við skuldbind- ingar sínar. halldorath@mbl.is Tryggingarálag hækkar hjá bönkunum STJÓRN Seðlabanka Bandaríkj- anna ákvað í gærkvöld að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og verða þeir því áfram 2%. Sérfræð- ingar höfðu almennt búist við þess- ari ákvörðun þótt Seðlabankinn þurfi bæði að bregðast við auknum verðbólguþrýstingi og hægagangi í hagkerfinu. Í yfirlýsingu sagði seðlabankastjórnin, að þótt enn væri hætta á samdrætti hefði hún einnig áhyggjur af vaxandi hættu á verðbólgu, sem þó hefði minnkað vegna lækkandi olíuverðs. Verðbréf héldu áfram að hækka á Wall Street í dag í kjölfar ákvörðunar seðlabankans, en lækkandi olíuverð hjálpaði einnig til. Þá létti það lund fjárfesta að seðlabankinn greindi frá því að aukning hefði orðið í almennri neyslu og útflutningi á öðrum fjórðungi ársins. Dow Jones-vísi- talan hækkaði um 2,94% og Nasd- aq um 2,81%. bjarni@mbl.is Óbreyttir vextir Hækkanir á banda- rískum hlutabréfum BANDARÍSKUR þingmaður, John Dingell, vill hraða afgreiðslu laga þess efnis að bílaframleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler fái 25 milljarða dala lán frá ríkinu. Þannig geti fyrirtækin breytt verk- smiðjum sínum til að framleiða bíla sem nota aðra orkugjafa en olíu. Fjármögnunin yrði hluti af orku- frumvarpi sem sett var fram á síð- asta ári, en eftir er að vinna úr. Upphæðin svarar til tæplega 2.000 milljarða íslenskra króna. Tap Ford og GM var 24,2 milljarðar dala á öðrum fjórðungi. halldorath@mbl.is Vill styrkja bandaríska bíla- framleiðendurDÓTTURFÉLAG Kaupþings í Bret-landi, Kaupþing Singer & Friedland- er (KSF) hefur selt rekstur sinn í fjármögnun tryggingaiðgjalda til Close Brothers. Söluverðið er, sam- kvæmt tilkynningu, lítillega yfir bókfærðu verði. Með sölunni er losað um lausafé að andvirði um 16 milljarða króna hjá KSF, en jafnframt hefur félagið nánast hætt fjármögnun hrávöruvið- skipta og hafa 97% af upprunalegu eignasafni verið greidd upp, and- virði um 55 milljarða króna. Frá kaupum Kaupþings á Singer & Friedlander hefur KSF unnið að end- urskipulagningu, sem m.a. felur í sér að hætta áðurnefndri fjármögnunar- starfsemi og munu margir aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa hana af bank- anum. Þá hafa skipulagsbreytingar verið gerðar innan fyrirtækjasviðs bankans á Bretlandi. bjarni@mbl.is Singer & Friedlander hættir fjármögnun iðgjalda Kaup Kaupþing keypti hinn breska Singer & Friedlander árið 2005. FRÉTTASKÝRING Etir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Á AFKOMUFUNDI Straums-Burðaráss í liðinni viku kom fram að vegna mistaka sem gerð voru við fjárfest- ingar á fyrsta ársfjórðungi hafi bankinn tapað töluverð- um upphæðum. Ólafur Teitur Guðnason, fjölmiðlafulltrúi Straums, segir tvær fjárfestingar skýra tapið að meginhluta. Sú fyrri gekk út á að hagnast á væntri samleitni vaxta í Danmörku og á evrusvæðinu, þ.e. að vaxtaferlar á mynt- svæðunum myndu þróast á svipaðan hátt og nálgast hvor annan eftir því sem nær dregur atkvæðagreiðslu um að- ild að Myntbandalagi Evrópu á næsta ári. „Fjárfestingin var gerð á þann hátt að keypt voru dönsk skuldabréf og áhættuvörn (e. hedge) í evrum á móti. Þetta er alvanaleg aðferð til að hagnast á samleitni, þ.e. að taka stöðu í hvoru tveggja og stilla fjárfestinguna þannig af að hagnaður verði af samleitni,“ segir Ólafur og bætir við að skuldabréfin hafi verið haft mjög góða lánshæfiseinkunn (AAA) og því hafi verið auðvelt að selja þau þegar þess þurfti. Að sögn Ólafs brugðust hins vegar þær áhættuvarnir sem keyptar voru vegna fjárfestingarinnar þannig að fjárfestingin fór að skila tapi. „Ekki er ljóst hvers vegna þessi þróun varð, en vísbendingar eru um að tiltekinn vogunarsjóður hafi neyðst til að losa sig skyndilega við sams konar stöðu og það hafi valdið þessum óvæntu sveiflum, sem voru ólíkar því sem hafði verið í nokkur ár samfellt,“ segir Ólafur. Síðari fjárfestingin gekk út á að munur á lang- og skammtímavöxtum í Bretlandi myndi aukast. „Skynsam- leg rök hnigu að þessari fjárfestingu, enda má gera ráð fyrir að þróunin verði á þennan veg þegar verðbólga eykst. Fyrst eftir að staðan var tekin þróaðist vaxta- kúrfan í rétta átt, með samsvarandi hagnaði fyrir okkur. En svo snerist sú þróun við, og þá losuðum við okkur út úr stöðunni,“ segir Ólafur og minnir á orð William Fall, forstjóra bankans, í afkomutilkynningu bankans. Þar sagði Fall: „Tap af tilteknum fjárfestingum á öðr- um ársfjórðungi er áminning um hve þýðingarmikið var að auka breiddina í starfsemi bankans eins og gert hefur verið. Og það hefur ekki yfirskyggt þann árangur sem við höfum náð í þeim efnum, eins og birtist í því að tekjur af þjónustu við viðskiptamenn á fyrri helmingi ársins jukust um 12% á milli ára.“ Straumur tapaði vegna ófyrirséðrar þróunar Morgunblaðið/Golli Straumur Mistökin kostuðu bankann 35 milljónir evra.● GREININGARDEILD svissneska bankans UBS hefur lækkað verðmat sitt á Kaupþingi um 70 krónur á hlut. Verðmatsgengi bréfa Kaupþings er nú 550 krónur á hlut en var áður 620 krónur á hlut. Frá þessu greinir sænska fréttaþjónustan Direkt og vísar í frétt Bloomberg News. Gengi bréfa Kaupþings í kauphöllinni í gær var 705 krónur á hlut. Þá hefur greiningardeild Svenska Handelsbanken einnig lækkað verð- mat sitt á Kaupþingi. Verðmatsgengi Kaupþings er 45 sænskar krónur hjá SHB en var áður 50 krónur. Við lokun sænsku kauphallarinnar í gær kost- uðu bréf íslenska bankans 54,5 sænskar krónur og mælir SHB með því að fjárfestar selji bréf sín í Kaup- þingi. sverrirth@mbl.is Lækka verðmat á Kaupþingi Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is NÝR forstjóri hefur tekið við stjórn- artaumunum hjá Actavis Group, Sig- urður Óli Ólafsson, og tekur hann við af Róbert Wessman, sem gegnt hef- ur starfi forstjóra frá stofnun fyr- irtækisins. Róbert mun áfram sitja í stjórn Actavis, en hyggst snúa sér að öðru leyti að rekstri fjárfestingar- félags síns, Salt Investments. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins munu eigendur Actavis hafa talið að hagsmunir Róberts í Salt gætu dreg- ið athygli hans frá daglegum rekstri Actavis. Sigurður Óli er lyfjafræðingur, sem vann um fimm ára skeið hjá lyfjarisanum Pfizer eftir að hafa unnið í fjögur ár hjá Omega Farma. Árið 2003 hóf hann störf hjá Actavis og hefur gegnt störfum yfirmanns viðskiptaþróunar og stýrt alþjóð- legri sölu- og markaðsdeild. Frá 2006 hefur hann starfað sem að- stoðarforstjóri Actavis. „Þetta er geysilega spennandi verkefni,“ segir Sigurður Óli um nýja starfið. Róbert segist hafa verið búinn að ræða það nokkrum sinnum við Björgólf Thor Björgólfsson, stjórn- arformann Actavis, að tími væri kominn fyrir hann að hætta störfum. Hann hafi verið búinn að stýra félag- inu í tíu ár og byggja samhliða upp myndarlegt fjárfestingarfélag, sem hann vilji einbeita sér að nú. Forstjóraskipti hjá Actavis  Róbert Wessman verður áfram í stjórn, en snýr sér að rekstri fjárfestingar- félagsins Salt Investments  Sigurður Óli Ólafsson tekur við stjórn Actavis Morgunblaðið/G. Rúnar Stjórar Sigurður Óli Ólafsson, nýr forstjóri Actavis, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda fyrirtækisins. Í HNOTSKURN » Róbert Wessman hefurverið forstjóri Actavis frá árinu 2002, en hafði verið for- stjóri Delta frá 1999. » Sigurður Óli Ólafsson hef-ur verið aðstoðarforstjóri Actavis frá 2006, en hefur unnið hjá fyrirtækinu frá 2003. » Róbert á áfram 8% íActavis og situr í stjórn fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.