Morgunblaðið - 06.08.2008, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í BorgarbíóSími 462 3500
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
Hellboy 2 kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
The Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Meet Dave kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára
The Incredible Hulk kl. 10:10 B.i. 12 ára
The Love Guru kl. 6 - 8 - 10 B.i.12ára
The Strangers kl. 10:10 B.i.12ára
Mamma Mia kl. 6 - 8 LEYFÐ
The Dark Knight kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
Hellboy 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Sex and the City kl. 6 - 9 B.i. 14 ára
650kr.
650kr.
SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
FRÁ VERÐLAUNA-LEIKSTJÓRA
PAN´S LABYRINTH.
eee
- Tommi - kvikmyndir.is
eeee
- V.J.V./TOPP5.is/FBL
650k
r.
HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM
NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS
SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- T.V. - Kvikmyndir.is
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
650k
r.
650kr.
BRENDAN FRASER JET LI
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
“Hressir leikarar, skemmtilegur fílingur
og meiriháttar tónlist!”
- T.V. - Kvikmyndir.is
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
SÝND SMÁRABÍÓI
Stórbrotin ævintýramynd sem
allir ættu að hafa gaman af!
STÆRSTU OG BESTU ÆVINTÝRIN
ERU EINFALDLEGA ÓDAUÐLEG!
BÆKUR»
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
EINN af þeim glæpapennum sem
batna með árunum er Robert Crais.
Hann skrifar bækur um einkaspæj-
arann Elvis Cole, sem er ekki bara
með kjánalegt nafn (Elvis!?) heldur
er hegðan hans sérkennileg um
margt. Reyndar hefur dregið úr sér-
visku Coles, sem betur fer, því greini-
legt var í annarri eða þriðju bókinni
um hann að Crais var eiginlega kom-
inn í klemmu – Mikka Mús-síminn og
Gosa-klukkan eru bara fyndin í fyrsta
og hugsanlega annað sinn, en síðan
ekki söguna meir.
Sögurnar af Cole hafa líka batnað í
gegnum árin, Crais fer fram sem höf-
undi, og þó deila megi um þann of-
urraunsæa stíl sem hann hefur til-
einkað sér smám saman, líkt og
Pelecanos, þá er hann það lipur penni
að allt gengur upp.
Töffarabókmenntir og glæpasögur
fara vel saman og þær eru ófáar ein-
farahetjurnar sem leysa glæpi með
sorg í hjarta. Sumir glíma við drykkju-
skap, til að mynda Dave Robicheaux,
alkóhólisti í afturbata, sem er hug-
arfóstur James Lee Burke, ömurlega
æsku, eins og Hieronymus „Harry“
Bosch, sem kominn er úr penna Mich-
ael Connellys, og enn aðrir eru of miklir
töffarar til að vera flæktir og um leið of
miklir töffarar til að vera til eins og
Spencer sem Robert B. Parker gjörði.
Svo er það Elvis Cole. (Til gamans má
geta þess að Harry Bosch bregður fyrir
í einni Crais-bók og Connelly borgaði
fyrir í sömu mynt.)
Cole er spæjari í Los Angeles og
líkt og vill verða er hann með óstöðv-
andi aðstoðarmann (Pike, bara Pike)
sem er nánast ofurmannlegur, bar-
dagameistari, óstöðvandi hjartalaus
drápsvél ef svo ber við, en annars
með gullhjarta. Pike fékk eigin bók á
síðasta ári, The Watchman, sem fékk
fína dóma fyrir einhverjar sakir, en
hún var venju frekur blóðug – bókin
hefst nánast með því að fjórir menn
eru drepnir á mettíma (Pike í stuði)
og þeim fjölgar ört er líður á. Önnur
jaðarpersóna hefur líka fengið eigin
bók, þó réttara sé að segja að hún hafi
slegist í hópinn eftir að hafa slegið í
gegn í eigin bók, Demolition Angel.
Robert Crais hóf ferilinn sem hand-
ritshöfundur í sjónvarpsþáttaröðunum
Cagney & Lacey, Miami Vice, Quincy,
M.E., The Equalizer og Hill Street
Blues, sem skýrir stílinn hjá honum að
nokkru leyti, og hann hefur hlotið
fjölda verðlauna fyrir bækur sínar.
Ein bókanna var kvikmynduð fyrir
nokkrum árum, Hostage, og til stend-
ur að kvikmynda Demolition Angel.
Síðasta bók Crais er Chasing Dark-
ness og segir frá frekari ævintýrum
þeirra Coles og Pikes.
Chasing Darkness eftir Robert
Crais. Orion gefur út.
Forvitnilegar bækur: Einkaspæjari með kjánalega kæki
Elvis og Pike
Naglapabbi Robert Crais, skapari
Elvis Cole og Pike (bara Pike).
ÞESSI bók Chris Cleave, sem er
fyrsta skáldsaga hans, hefur þegar
vakið nokkra athygli þó hún sé eig-
inlega nýkomin út. Í bókinni, sem
segir frá örlögum flóttastúlkunnar
Little Bee, fléttar Cleave saman
óhugnað og kímni og tekst alla jafna
býsna vel upp. Sérstaklega er frá-
sögn Little Bee vel skrifuð en að
sama skapi skelfileg og hennar örlög
eru þyngri en tárum taki.
Þó hún sé skáldskapur þá er hún
um leið átakanlega sönn og gott
dæmi um þá þraut sem græðgi Vest-
urlandabúa í efnisleg gæði leggur á
íbúa Afríkulanda. Víst er ástandið í
Nígeríu frekar stöðugt, lýðræði
nokkurn veginn virkt og yfirvöld ala
einhverja önn fyrir þegnum sínum,
eða svo segja yfirvöld víða um Evr-
ópu þegar flóttamenn þaðan eru
sendir heim – oftar en ekki út í opinn
dauðann.
Andrew og Sarah rekast harka-
lega á raunveruleikann þar sem þau
eru stödd á lúxusstrandhóteli í sum-
arleyfisferð sem bjarga á hjóna-
bandi þeirra. Andrew er blaðamaður
á virtu bresku
blaði og Sarah
ritstjóri tímarits
sem höfða á til
ungra kvenna;
bæði frjálslynd
og raunsæ í senn
og vel með á nót-
unum, eða svo
halda þau í það
minnsta þegar þau rekast á tvær
stúlkur sem eru á flótta undan morð-
sveit ríkisolíufélags Nígeríu. Það
sem ber við á eftir að breyta lífi
þeirra og draga annað þeirra til
dauða áður en yfir lýkur.
The Other Hand er harkaleg frá-
sögn um margt, en hún er líka fynd-
in að mörgu leyti, grátbroslegur
harmleikur. Cleave dregur ekkert
undan í lýsingu sinni á hörmulegu
viðurværi flóttamanna í Bretlandi,
þ.e. þeirra sem eru svo óheppnir að
komast ekki inn í landið heldur
lenda í eilífðarbið í flóttamannabúð-
um. Það er sitt hvað athugavert við
það hvernig tekið er á móti flótta-
mönnum og þá ekki bara hér á landi,
heldur víðast í Vestur-Evrópu.
Grátbroslegur
harmleikur
The Other Hand, skáldsaga eftir Chris
Cleave. Sceptre gefur út. 368 bls. innb.
Árni Matthíasson