Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is NEMENDUR í 8.-10. bekk við Korpuskóla, sem hingað til hafa þurft að hafast við í heilsuspillandi bráðabirgðakennslustofum, þurfa næstu tvo vetur að sækja kennslu í Víkurskóla. Á þeim tíma verður byggð fjölnota viðbygging við Korpuskóla sem mun rúma kennslu fyrir fyrrnefnda árganga. Foreldrar nemenda í Korpuskóla samþykktu þetta á fjölmennum fundi í gær. Um er að ræða ályktun sem Júlíus Vífill Ingvarsson, for- maður menntaráðs, og Ragnar Þor- steinsson fræðslustjóri unnu í sam- ráði við fulltrúa foreldra og samþykkt var af foreldraráði og for- eldrafélagi Korpuskóla. Í ályktuninni segir einnig að leitað verði til opinberra aðila um að fram- kvæma og kosta lögmæta sýnatöku sem ekki verður hægt að vefengja fyrir dómstólum svo „þeir foreldrar sem þess óska geti leitað réttar síns telji þeir að heilsutjón eða annar skaði hafi orðið af viðveru í sýktu bráðabirgðakennsluhúsnæðinu við Korpuskóla frá árinu 2005“. Lausar kennslustofur víða Korpuskóli var tekinn í notkun ár- ið 2005 og var strax frá upphafi of lít- ill miðað við nemendafjölda. Bráða- birgðakennslustofur sem standa á lóð skólans voru því teknar í notkun strax sama ár og hefur kennsla á unglingastigi farið þar fram. Fund- urinn í gær var haldinn í kjölfar þess að úttekt á bráðabirgðastofunum í júní leiddi í ljós að þar væru myglu- sveppir og bakteríur í miklu magni. Júlíus Vífill sagði að lausar kennslustofur væru allt of víða í borginni en þær væru nauðsynlegar til að bregðast við auknum nemenda- fjölda. Það væri stefna menntaráðs- ins að vinda ofan af þessari þróun en það tæki tíma þar sem stofurnar væru um 100 talsins. Ragnar Þorsteinsson fræðslu- stjóri sagði þá ákvörðun að senda nemendurna í Víkurskóla meðan byggt væri við Korpuskóla langsam- lega farsælustu leiðina og undir það tók Svanhildur Ólafsdóttir, skóla- stjóri Korpuskóla, sem sagðist styðja fyrirkomulagið heilshugar. Eftir framsögur var spurningum foreldra svarað en þegar síga fór á seinnihluta fundarins var varpað fram gagnrýni, undir lófataki við- staddra, á að fjölmiðlum og stjórn- málamönnum væri boðið á þennan fyrsta kynningarfund með foreldr- um nemendanna. Kvöddu þá Júlíus Vífill og aðrir borgarfulltrúar og embættismenn og þökkuðu fyrir sig. Blaðamanni var hins vegar vísað inn á bókasafn meðan hann beið þess að sjá hvort ályktunin yrði samþykkt, sem hún svo var, eftir nokkrar um- ræður og lófaklapp. Þurfa að sækja nám í öðrum skóla Morgunblaðið/Kristinn Einbeitt Fjöldi foreldra mætti í gær á fundinn í Korpuskóla. Nemendur 8.-10. bekkjar í Korpuskóla sendir í Víkurskóla ERLENDIR ferðamenn eru oft fljótir að læra á íslenskt veðurfar, hér eru tveir á Laugaveginum í Reykjavík í gær og greinilega staðráðnir í að sýna ekki á sér bilbug í steypiregninu. En í dag er spáð sól og ljúfu veðri um mestallt landið, rigning verður þó á norðanverðum Austfjörðum. Morgunblaðið/Golli Hressandi regn á Laugavegi Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úr- skurð héraðsdóms þess efnis að ekki væru fyrir hendi skilyrði fyrir því að fyrrverandi sambýlismanni konu, sem kært hafði hann áður fyrir lík- amsárás, yrði gert að sæta áfram- haldandi nálgunarbanni gagnvart henni. Maðurinn hafði áður sætt nálgunarbanni frá 31. janúar. Einn af þremur dómurum skilaði sératkvæði og vildi framlengja nálgunarbannið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði kröfu um að maðurinn héldi sig í 50 metra fjarlægð frá heimili kon- unnar og að hann hringdi ekki í hana eða nálgaðist hana á annan hátt. Ákæru vegna ætlaðrar líkams- árásar mannsins gagnvart konunni var vísað frá héraðsdómi 10. apríl sl. vegna annmarka á ákæru. Áverkar konunnar voru rifbeinsbrot, sprungin hljóðhimna auk þess sem hún var með fjölda marbletta víðs vegar um líkam- ann. Meirihluti Hæstaréttar, skipaður Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Ólafi Berki Þorvaldssyni, staðfesti úrskurð héraðsdóms, þar sem segir að þrátt fyrir að fullnægjandi rök hafi á sínum tíma staðið til þess að nálgunarbanni yrði beitt í því skyni að vernda konuna verði ekki fallist á að þær forsendur séu nú fyrir hendi. Í niðurstöðu meiri- hlutans kemur jafnframt fram að ekki liggi fyrir rökstudd ástæða til að ætla að maðurinn muni fremja afbrot gagn- vart konunni. Í sératkvæði Páls Hreinssonar kemur m.a. fram að vitnisburðir sem fram hafi komið við rannsókn málsins varpi ljósi á alvarleika þess ofbeldis sem konan hafi mátt sæta af hálfu mannsins. Af orðalagi 110. gr. laga um meðferð opinberra mála og lög- skýringagögnum megi ráða að beita megi banninu ef fyrri hegðun manns veiti vísbendingu um að raunveruleg hætta sé fyrir hendi á að maður raski friði þess sem í hlut á. Fyrir héraðsdómi kom fram að maðurinn hafði ekki virt upphaflegt nálgunarbann en hann hafði án nauð- synjar haft samband við konuna í tengslum við sambúðarslit þeirra, en bæði hafa þau lögmenn sem sinna hagsmunum þeirra. Nöfn ekki birt opinberlega Velta má vöngum yfir því hvaða hagsmuni maðurinn hafi af því að nálgunarbann yfir honum sé ekki framlengt. Um takmarkaða frels- isskerðingu er að ræða. Í málum af þessu tagi eru nöfn aðila aldrei birt opinberlega. Rök um hugsanlega op- inbera smán sem gæti fylgt því að vera úrskurðaður í nálgunarbann eiga því ekki við. Nálgunarbanni hafnað  Fær að nálgast sambýliskonu sína þrátt fyrir gróft ofbeldi  Hafði áður sætt nálgunarbanni sem hann virti ekki  Sætir rannsókn vegna kynferðisofbeldis Upphaf málsins var að 23. sept- ember í fyrra barst tilkynning um mikil læti úr íbúð konunnar og mannsins, sem þá voru í sambúð. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn í átökum við nágranna sem komið hafði að. Konan lá hins vegar í rúmi og virtust áverkar á líkama hennar verulegir. Konan kærði manninn einnig fyrir líkams- árás 21. desember sl. Í skýrslutök- um kom fram að konan hafði haft samfarir við aðra menn sem sam- býlismaður hennar tók upp á myndband. Konan sagði að þetta hefði verið andstætt vilja hennar en hún hefði orðið að láta að vilja mannsins því að öðrum kosti hefði hún mátt þola líkamlegt ofbeldi af hans hálfu. Maðurinn neitaði því ekki að slíkt hefði átt sér stað. Hinn 10. janúar á þessu ári kærði konan manninn fyrir ítrekuð kyn- ferðisbrot á árunum 2005-2008. Líkamsárás og kynferðisofbeldi LITHÁSKUR karlmaður á þrí- tugsaldri, sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli grunaður um að smygla fíkniefnum innvortis, hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til föstudagsins 15. ágúst. Að sögn lögreglunnar á Suður- nesjum stöðvuðu tollverðir mann- inn í venjubundnu eftirliti við kom- una til landsins og í ljós kom að hann var með hylki innvortis. Grunur leikur á um að fíkniefni séu í hylkjunum, en hvorki liggur fyrir magnið né um hvaða fíkniefni sé að ræða. Beðið eftir meltingunni Þess er beðið að hylkin fari sína leið í gegnum meltingarkerfi mannsins en það getur tekið nokkra daga eða vikur. Maðurinn er undir stöðugu eftirliti þar sem líf hans er í hættu ef gat kemur á hylkin eða umbúðirnar sem eru í meltingarvegi hans. Handtekinn með hylki innvortis Úrskurðaður í gæsluvarðhald „Ég er tvístígandi,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, en hún á tvö börn í Korpuskóla sem munu nú í haust og á næsta ári setjast á skólabekk í Vík- urskóla. „Ég vil að sjálfsögðu að barnið mitt sé í skóla í sínu hverfi en styð þetta af heilsufarslegum ástæðum.“ Páll Melsteð á son sem er að byrja í 9. bekk og fer þ.a.l. í Víkurskóla. „Ég er hlynntur því að það verði byggt við Korpuskóla en mér finnst það verri kostur að börnin verði send í annan skóla,“ segir Páll en að hans mati hefði átt að reyna að útvega annað bráðabirgðahúsnæði við skólann. Að sögn Katrínar Skaptadóttur fara nú í hönd erfiðir tímar. „Mitt barn hefur aldrei fengið almennileg afnot af þessu skólahúsi. Hann byrjaði á Korpúlfsstöðum, fór svo í skúrana og mun nú útskrifast úr Víkurskóla. Þetta er eina lausnin í stöðunni en ég vona að börnin komi vel út úr þessu.“ Byrjuðu á Korpúlfsstöðum, fóru svo í skúrana og loks í Víkurskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.