Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is SÍÐUSTU ár hefur orðið sprenging í fjölda þeirra sem stunda jaðarsport á hvers konar tækjum. Hvert sem Morgunblaðið leitaði sögðu menn að fjölgað hefði verulega í hópnum og höfðu menn almennt engar áhyggjur af því að aftur kynni að fækka með versn- andi efnahagsástandi. Tugir byrja í kajakróðri Mikil aukning hefur einnig orðið í hópi kajakræðara á undanförnum árum. Annars vegar er um að ræða sjókajaka, sem eru um fimm metra langir og eru eins og nafnið gefur til kynna ætlaðir til notkunar úti á sjó, og hins vegar eru til straumka- jakar, sem notaðir eru í ám. Tala má um sprengingu í fjölda ræðara, en síðustu ár hafa rúmlega 50 bæst við félagsskap Kayak- klúbbsins á hverju ári, sem er stærsti félagsskapurinn á Íslandi með um 400 manns. Munu með- limir hans vera fjölbreyttur hópur og er mest um að ræða útivist- arfólk sem hugsar frekar um íþróttina sem alhliða útivist heldur en keppni. Að sögn Páls Gestssonar, for- manns Kayakklúbbsins, kostar rúmlega 100 þúsund krónur að byrja. Það sé það ódýrt að hann eigi ekki von á að þrengingar í efnahagsástandi skipti máli. Fjölskyldan á vélhjóli Fyrir fjórum árum voru um 100 í Vélhjólaíþróttaklúbbnum (VÍK) en að sögn Hrafnkels Sigtrygssonar, formanns klúbbsins, eru þeir nú um 1.000. Þá telur hann að hér sé að finna um 7.000 torfæruhjól. Hrafnkell telur skýringuna að nokkru liggja í því að æfing- arsvæðum fyrir íþróttina hefur fjölgað ört, fyrir fáeinum árum hafi aðstaðan nánast ekki verið til. VÍK stendur fyrir tvenns konar keppnum. Annars vegar er um að ræða svokallað motókross, þar sem ekin er stutt hringlaga keppn- isbraut, og hins vegar „enduro“, sem þýtt hefur verið sem þolakstur á íslensku. Þar er keppt á lokaðri braut á mun stærra landsvæði og reynir mikið á þol keppenda. Ofan á þetta nota menn götuskráð tor- færuhjól til að ferðast um landið. Fleiri svífa um loftið Á síðustu fimm árum hefur með- limum Fisfélags Reykjavíkur fjölg- að úr um 50 í um 120 manns. Þar er hópur áhugamanna um fisflug, svif- vængjaflug, svifdrekaflug og svo- kallað paramótorflug, þar sem svif- vængur er notaður en sætið er með mótor sem knýr loftskrúfu við bak flugmannsins. „Fjölgun á vélfisum væri mun meiri ef aðstaða væri betri,“ segir Ágúst Guðmundsson, formaður félagsins. Flugið stundi jafnt menntskælingar sem ellilíf- eyrisþegar. Stofnkostnaður sé þó- nokkur en eftir það kosti lítið að stunda íþróttina. Fjör Það er ekki að undra þótt fólk sæki í hvers kyns jaðarsport enda getur fjörið verið mikið. Sífellt fleiri hafa látið draumana rætast. Sækja í öðruvísi íþróttir  Æ fleiri stunda óhefðbundnar íþróttir á tækjum  Tugir bætast við hóp kajakræðara árlega  Meira en tvöfalt fleiri í fisflugi nú en fyrir fimm árum Hrafnkell Sigtryggsson er formaður Vélhjólaíþrótta- klúbbsins, sem er stærsta félagið á landsvísu um torfæru- vélhjólaíþróttina. Hann segir stærstu breytinguna sem hefur orðið á hópnum vera þá að æ fleira fjölskyldufólk sækir í íþróttina. „[Þetta] er stærsta breytingin á hópnum, það er fjöl- skylduvinkillinn sem er að koma inn,“ segir Hrafnkell, og tekur dæmi af félaga sínum sem fer á vélhjólið ásamt konu sinni og börnum. „Strákurinn minn er tíu ára. Hann er ekkert að keppa en hann hjólar um brautina,“ segir Hrafnkell, „Að setja strákana í þetta er það sniðugasta sem ég hef gert í þessu. Þeir fara ekkert einir að hjóla. Ég er með einn sem er 17 ára, Helga Má, sem hefur hjólað í sex til sjö ár. Ann- ar, Hlynur Örn, sem er tíu hefur hjólað í hálft ár. Við erum saman í þessu öllum stundum og svo er konan aðeins farin að prófa,“ segir Hrafnkell, og bendir á að þetta hafi í för með sér að konum fjölgi í hópnum. Fjölskyldan hjólar saman Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is STARFSMENN Landhelgisgæsl- unnar fóru um borð í trilluna Júlíönu Guðrúnu norðvestur af Garðskaga í gær og sigldu henni í land. Eigandi hennar, Ásmundur Jóhannsson, hef- ur ítrekað haldið til veiða á henni án aflaheimilda og var báturinn fyrst innsiglaður í gær. Þessar veiðar hefur Ásmundur stundað í mótmælaskyni gegn ís- lenska fiskveiðistjórnunarkerfinu sem hann kallar „stærsta glæpamál Íslandssögunnar“. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Suður- nesjum hefur Ásmundur nú verið boðaður í yfirheyrslur. Rannsóknardeild lögreglunnar sér nú um málið og ákvörðun verður tekin um hvort Ásmundur verður kærður fyrir athæfi sitt. „Nú hefjast málaferli. Ég fer í mál. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ályktað skýrt gegn þessu. Nú er að byrja nýr kafli í þessu máli og ég er tilbúinn til að fara alla leið.“ Ásmundur segir að þegar hann var útgerðarmaður hafi kvótinn ver- ið hirtur af honum. „Árið 1988 áttum við eftir 186 tonn en fengum upp- haflega 1.150 tonn. Við höfðum ekki pólitískt bakland og kvótanum var hreinlega stolið af okkur.“ Júlíana færð til hafnar og innsigluð af lögreglu Fiskveiðistjórnunarkerfinu mótmælt kröftuglega Mótmæli Landhelgisgæslan stöðvaði Ásmund Jóhannsson í gær. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is ÁSMUNDUR Jóhannsson, sem sækir miðin frá Sandgerði án aflaheimilda, seldi hlut sinn í út- gerðarfélaginu Festi hf. í Grinda- vík árið 1991 til meðeiganda síns Sigmars Björnssonar vélstjóra. Fyrirtækið átti loðnuskipið Þórshamar og á þessum tíma- punkti var það með 342 þorsk- ígildi í kvóta í botnfiski og auk þess tæp 200 tonn í rækju og rúmlega 2% aflahlutdeild í loðnu. „Þetta voru nú allt aðrar tölur en nefndar eru í dag,“ segir Sig- mar spurður um söluandvirðið. „Mig minnir að það hafi verið á bilinu 70 til 90 milljónir króna.“ Sigmar segist svo sem aldrei hafa haft neinar skoðanir á þessu kvótakerfi. „Maður gleymir nú svona á 30 árum. En í upphafi kvótakerfisins árið 1984 höfðum við heimild til að veiða um 1.000 til 1.200 tonn af öllum mögu- legum fiski en engar loðnuveiðar voru leyfðar á þeim tíma. En strax og loðnu var úthlutað aftur þá var skorið af aflaheimildum okkar í botnfiski á móti því. Og það sat í honum. Það lentu ekki í þessu nema fjögur loðnuskip, hin voru ekki með neinar botn- fiskheimildir. Svo var tekið meira og meira en hinir loðnu- bátarnir gátu náttúrlega ekki farið niður fyrir núllið. Og fyr- irtæki með fleiri skip gátu fært heimildirnar á milli skipa. Ás- mundur sagðist því hafa séð sitt óvænna og seldi sig út úr grein- inni á sínum tíma.“ Þegar skornar voru niður botnfiskheimildir loðnuskipa á sínum tíma, þ.e. þegar loðnu- kvóta var aftur úthlutað, var rökstuðningurinn sá að loðnu- veiðar hefðu verið bannaðar að hluta á viðmiðunarárunum og þess vegna hefðu loðnuskipin verið meira í bolfiski en ella. Loðnuveiðar voru bannaðar um áramótin 1981-1982 en þær voru leyfðar aftur í litlum mæli í nóvember 1983 og svo jukust veiðarnar verulega 1985 og 1986. Ásmundur seldi kvót- ann fyrir 17 árum Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Fjármálastjóri Garðabæjar ráð- stafaði með ólög- mætum hætti 9,2 milljónum króna í eigin þágu á nokkurra mánaða tímabili. Þetta uppgötvaðist við reglubundið innra eftirlit á bæjarskrifstofum Garðabæjar í fyrradag, skv. tilkynn- ingu frá bæjarfélaginu í gær. Fjármálastjórinn viðurkenndi að um óheimila ráðstöfun hefði verið að ræða og hefur hann þegar látið af störfum. Hann hefur ennfremur undirritað greiðslutryggingu til bæj- arins vegna málsins. Að sögn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, millifærði fjármálastjórinn einfaldlega upp- hæðir úr sjóði bæjarins inn á eigin reikninga. Hann segir ennfremur að málið hafi ekki enn verið kært til yfirvalda. „Það er í farvatninu að tilkynna mál- ið til yfirvalda.“ Fjármála- stjóri dró sér fé Ráðstafaði 9,2 millj- ónum í eigin þágu Í gæslu vegna hnífstungu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað tvo karlmenn til að sæta gæsluvarðahaldi til nk. mánu- dags vegna hnífstunguárásar sem átti sér stað í miðborginni aðfaranótt sl. föstudags. Þriðji maðurinn var handtekinn í fyrradag. Í árásinni var karlmaður stunginn í bakið á horni Hverfisgötu og Ing- ólfsstrætis og fluttur á slysadeild Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar var staðið að árásinni með þeim hætti að tveir menn voru á gangi á Hverfisgötu og urðu á vegi tveggja manna og einnar konu. Að sögn lögreglu lenti fólkið í einhverj- um orðaskiptum, sem endaði með því að annar mannanna var stunginn í bakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.