Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Líney MargrétGunnarsdóttir fæddist á Vatns- enda í Ljósavatns- hreppi 28. janúar 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 30. júlí 2008. Líney Margrét var dóttir hjónanna Sigurbjargar Sig- urjónsdóttur, f. 14.4. 1895 á Krossi í Ljósavatnshreppi, d. 18.11. 1966, og Gunnars Jóns Sigurjónssonar, f. 5.9. 1891 á Féeggsstöðum, Barkárdal, Eyja- firði, d. 6.2. 1960. Systkini Líneyjar: Þórhallur, f. 13.7. 1920, d. fárra vikna, Helga Sigrún, f. 5.10. 1921, d. 9.3. 2005, Þóra, f. 16.12. 1922, drengur, f. 1923, d. nýfæddur, Anna Herdís, f. 28. maí 1928, dáin 19.9. 1997, Birna f. 17.1. 1932, Ari, f. 4.6. 1933, d. 27.12. 2003, Sigurður, f. 26.7. 1934, d. 22.8. 1999, Theodór, f. 6.1. 1938. Líney Margrét ólst upp í for- eldrahúsum við hefðbundin sveita- störf til 14 ára aldurs er hún réðst í vist á Grund í Eyjafirði. Þaðan lá leið hennar til Akureyrar þar sem hún vann við hótelstörf um nokk- urra ára skeið. Árið 1949 fluttist Líney Margrét til Húsavíkur. Ári síðar giftist hún Baldri Ingimar Árnasyni pípulagningamanni. Baldur var fæddur á Hallbjarn- arstöðum á Tjörnesi 20.12. 1913, d. 19.9. 1984. Sonur hjónanna Konstantínu Vilhelmínu Sig- urjónsdóttur og Árna Sigurbjarn- arsonar. Fyrri eiginkona Baldurs Ingi- mars var Laufey Anna Aðalsteins- dóttir, fædd 11.4. 1916, d. 24.2. 1948. Börn þeirra: Aðalsteinn maki Hildur Aðalsteinsdóttir bók- ari, f. 4.9. 1955. Barn Ólafs fyrir sambúð, Guðfinna Kristín, fædd 1.11. 1973, maki Þórarinn Óli Rafnsson, f. 27.6. 1979. Börn Guð- finnu Kristínar: Heiðar Örn Rún- arsson, fæddur 15.12. 1994, og Inga Þórey Þórarinsdóttir, f. 19.5. 2000. Börn Ólafs og Hildar: Að- alsteinn, f. 2.5. 1981, unnusta Andrea Helgadóttir, f. 12.12. 1978, Andri Þór, f. 26.11. 1987. Aðalsteinn Árni Baldursson for- maður Framsýnar – stéttarfélags, f. 11.11. 1960. Maki Elfa Ósk Jóns- dóttir starfsmaður Heilbrigð- isstofnunar Þingeyinga, f. 10.10. 1960. Börn þeirra: Baldur Ingi- mar, f. 12.2. 1980, maki Hafdís Hrönn Reynisdóttir, f. 17.12. 1980. Barn þeirra: Aðaldís Emma, f. 12.10. 2005. Helga Dögg, f. 30.8. 1985, unnusti Skarphéðinn Ey- mundsson, f. 6.3. 1979. Barn hans: Lilja, f. 27.9. 2001. Elfar Árni, f. 12.8. 1990, unnusta Ragna Bald- vinsdóttir, f. 10.2. 1991. Linda Margrét Baldursdóttir bankastarfsmaður, f. 7.4. 1966, maki Kristján Friðrik Eiðsson vél- stjóri, f. 7.9. 1961. Börn þeirra Friðrik Mar, f. 12.2. 1987, unnusta Sylvía Víðisdóttir, f. 5.1. 1991, Hlynur, f. 28.10. 1993, Ásgeir, f. 5.1. 1998. Uppeldissonur Líneyjar og Baldurs: Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson út- gerðarmaður, f. 3. nóvember 1958, maki Auður Kristín Matthíasdóttir fulltrúi hjá Vinnumálastofnun, f. 18.10. 1959. Börn þeirra: Sigurður Gunnar, f. 11.2. 1980, unnusta Kol- brún Schmidt, f. 29.9. 1982, Berg- lind Ósk, f. 15.8. 1982, Baldur Ingi- mar, f. 25.1. 1986, Aðalheiður Kristín, f. 23.6. 1995. Útför Líneyjar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag kl. 14. Árni, f. 29.12. 1933, d. 21.10. 1959, Sig- urbirna Halldóra, f. 13.5. 1938, d. 17.12. 2000, Svanhildur Hlín, f. 30.10. 1939, drengur, f. 3.9. 1943, d. 6.1. 1944. Barn Líneyjar fyrir giftingu og uppeld- issonur Baldurs er Björn Gunnar Jóns- son rafvirkjameistari, fæddur 28.1. 1947, maki Guðný Anna Guðmundsdóttir sjúkraliði, f. 8.9. 1947. Börn þeirra: 1) Kristín Elfa, f. 13.6. 1973, maki Birkir Söebech Viðarson, fæddur 15.3. 1970. Börn þeirra: Birkir, fæddur 13.9. 1999, dáinn 13.9. 1999, Bjartey Guðný, fædd 13.11. 2002, Benedikt Viðar, f. 3.4. 2005, Elísabet Árný, f. 11.11. 2007. 2) Líney Helga, fædd 18.11. 1974, maki Þórir Örn Gunnarsson, f. 29.3. 1971. Börn þeirra: Hafdór Helgi, f. 18.4. 1997, Björn Gunnar, f. 2.10. 2002, Jenný Birna, f. 19.6. 2007. Guðmundur, f. 4.2. 1982. Unnusta Katla Rún Hreinsdóttir, f. 25.11. 1987. Snædís Birna, f. 9.11. 1990. Unnusti Heiðar Hrafn Halldórsson, f. 10.10. 1986. Börn Líneyjar og Baldurs eru: Leifur Vilhelm Baldursson tón- listarkennari, f. 28.4. 1950, maki Lára Júlía Kristjánsdóttir banka- starfsmaður, f. 25.10. 1952. Barn Leifs Vilhelms fyrir sambúð: Berg- lind Hólm, f. 9.9. 1969, d. 1.9. 1973. Börn Leifs Vilhelms og Láru Júlíu: Harpa Margrét, f. 20.9. 1970, maki Hrafn Hauksson, f. 25.9. 1966. Börn þeirra: Björk, f. 2.7. 1993, Júlía, f. 18.3. 1999, María, fædd 7.1. 2007. Yngvi Leifsson, f. 22.4. 1982. Ólafur Ágúst Baldursson pípu- lagningameistari, f. 18.8. 1954, Elsku mamma, mig langar að kveðja þig og þakka þér fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og mína, það var ómetanlegt að hafa aðgang að þér fyrir drengina okkar Friðrik Mar, Hlyn og Ásgeir þar sem þeir áttu alltaf hjá þér öruggt skjól og voru velkomnir hvenær sem var. Alltaf var amma heima til að sinna þeim. Ég sakna þín mjög mikið en veit líka að þú varst orðin þreytt, búin svo sannarlega að skila þínu í gegnum öll árin og nú færðu loks að hitta pabba aftur eftir langan aðskiln- að. Elsku hjartans mamma, amma og tengdamamma takk fyrir allt og allt, við elskum þig öll og minnumst þín með þakklæti og söknuði. Linda Margrét, Kristján, Friðrik Mar, Hlynur og Ásgeir. Þegar sest er niður til að skrifa minningargrein um góða konu skortir mann lýsingarorð til að tjá tilfinning- ar sínar á prenti. Íslenskan nær ekki yfir alþýðuhetjur eins og mömmu sem ólst upp í faðmi foreldra sinna sem hún unni svo mikið. Afi og amma bjuggu í sveit sem leiguliðar þar sem þau áttu ekki jarð- næði og fór því lítið fyrir fastri búsetu hjá þeim og oftar en ekki höfðu þau lítið á milli handanna. Mamma var barnung þegar hún var send í vinnu til að skapa tekjur fyrir heimilið. Hún tók því snemma á sig ábyrgð sem hún höndlaði með miklum glæsibrag enda afar dugleg og samviskusöm og lét ekki sitt eftir liggja til að draga björg í bú. Meðan mömmu naut við leitaðist hún við að miðla umhyggju, virðingu og heiðarleika sem hún fékk í vöggu- gjöf til okkar systkinanna. Hún stjórnaði heimilinu meðan pabbi vann myrkranna á milli og tók auk þess við hlutverki hans þegar hann féll frá alltof snemma. Hún huggaði okkur þegar þess þurfti með, hún saumaði á okkur föt, lærði með okkur og gaf okkur að borða. Alltaf var mamma nálægt og heimili hennar stóð öllum opið. Á góðviðrisdögum hér áður fyrr var oft vinsælt hjá okkur krökkunum á torginu að koma saman í garðinum heima á Iðavöllum og sparka fótbolta eða að fara í aðra leiki. Trén hennar mömmu voru notuð sem mörk. Henni var afar annt um garðinn sinn og horfði samt framhjá því meðan við spörkuðum boltanum í allar áttir, enda æsingurinn mikill hjá ungum og kappsömum drengjum. Það er á með- an við brutum ekki rúður og skemmd- um fyrir henni blómabeðin. Venjan var að gera hlé á kappleikjum þegar mamma kallaði á okkur inn í eldhúsið. Þar beið okkar alltaf nýbakað brauð, snúðar, sultubrauð og skúffukaka. Þá kom maður oftar en ekki heim í rifn- um buxum og götóttum sokkum eftir leiki dagsins. Mamma þoldi ekki að sjá okkur systkinin í rifnum fötum og því settist hún við saumavélina á kvöldin eftir að hafa komið okkur í háttinn og gerði við það sem gefið hafði eftir þann daginn. Samband okkar mömmu var alltaf mjög náið. Eftir að ég sleit barnsskónum, stofn- aði heimili og eignaðist börn tók mamma að sér að passa frumburðinn og veitti honum sömu hlýju og hún hafði veitt mér á mínum bernskuár- um. Þrátt fyrir háan aldur gafst mamma aldrei upp og hélt heimili nánast til hinstu stundar. Hún þáði aldrei heimilishjálp og taldi sig ekki of góða til að þrífa í kringum sig og gerði vikulegar hreingerningar enda mikið snyrtimenni. Ég fékk þó að slá fyrir hana lóðina undir það síðasta enda fann mamma að hún hafði ekki orku til þess lengur, líkaminn var búinn en hugurinn ekki. Elsku besta mamma mín, þú kenndir mér svo margt og gerðir mig að því sem ég er í dag. Þú varst mín stoð og fyrirmynd ásamt pabba. Viltu halda utan um hann fyrir mig og vernda afkomendur þína eins og þú hefur alltaf gert. Söknuðurinn er mik- ill og ég mun alltaf minnast þín með mikilli hlýju enda ekki hægt að gleyma móður eins og þér. Við syrgj- um þig öll. Minning þín mun lifa um ókomna tíð. Þinn sonur, Aðalsteinn Árni. Elsku amma, það er erfitt að sjá á eftir þér og hugsunin um að þú skulir vera farin er svo óraunveruleg. Orð litlu Bjart- eyjar barnabarnabarns þíns fá því vel líst hvernig okkur líður en morguninn sem við fengum fréttirnar um andlát þitt þá segir þessi litla dama: „Mig langaði að eiga hana lengur“ og það hefðum við svo sannarlega vilj- að. Þú varst yndisleg amma og minn- ingarnar um allar þær stundir sem við eldri systurnar eyddum á Iðavöll- unum hjá ykkur afa eru ófáar enda var stutt fyrir okkur að fara. Þú gafst þér alltaf tíma til að leika með okkur, við dressuðum okkur upp og sátum svo sem „fullorðnar“ konur og rædd- um heimsins mál yfir „kaffisopa“ við eldhúsborðið. Ófáar ferðir voru farn- ar niður í skrúðgarð með nesti eða út í Búrfell að kaupa nammi. Vinsælt var að fá að poppa og búa til karmellu og var það alltaf sjálfsagt, þó þú stæðir og bakaðir steikt brauð og kleinur sem ætíð voru til enda myndarleg og dugleg kona þar að störfum. Ein af minningum okkar eru um jólaboðin sem haldin voru á Iðavöllunum, þar sem við hittumst öll og borðuðum saman og héldum jólin hátíðleg. Mik- ið var biðin oft erfið á meðan verið var að ganga frá og hella upp á kaffi en eftir það var jú pakkastund, Kúti reyndi þó eftir bestu getu að stytta okkur stundir með dansi og öðru spaugi að hans hætti. Við kæmumst nú sennilega ekki fyrir núna með góðu móti þar sem þú varst rík af börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum, en minningin lifir. Elsku amma, svona gætum við haldið endalaust áfram en verðum að láta okkur nægja að hugsa um. Við viljum þakka þér fyrir öll árin, við er- um rík af minningum um yndislega og duglega konu, konu sem var amma okkar og við erum þakklát fyrir og stolt að hafa átt þig. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín, Kristín, Líney, Guðmundur og Snædís. Samskipti okkar ömmu Lín urðu meiri og nánari eftir því sem ég varð eldri. Harpa systir var mikið hjá henni sem barn en ég ekki fyrr en ég var orðinn stálpaðri. Með auknum þroska gerði ég mér betur grein fyrir hvaða visku hún bjó yfir og ég fór að venja komur mínar til hennar til að eiga við hana spjall yfir góðum kaffi- bolla. Eftir langan dag var heimsókn til hennar oft það eina sem maður þurfti til að átta sig á því mikilvæga í lífinu. Allir eiga sína góðu og slæmu daga, og þannig var einnig með ömmu, en alltaf höfðu samtölin við hana sömu áhrif. Hún fékk mann til að gleyma þessum litlu hlutum sem höfðu verið að naga mann og skiptu litlu sem engu máli, og hugsunin varð skýrari á eftir. Hvort hún ætlaði sér að hafa þessi áhrif veit ég ekki en hún hafði þau og hrósaði sér aldrei. Því miður Líney Margrét Gunnarsdóttir ✝ Hallfríður Hall-dóra Brynjólfs- dóttir fæddist á Þykkvabæj- arklaustri í Álfta- veri 7. nóvember 1922. Hún lést á Víf- ilsstöðum laug- ardaginn 2. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Brynjólfur Pétur Oddsson, bóndi á Þykkvabæj- arklaustri, f. 15.8. 1898, d. 30.4. 1987 og Guðrún Þórðardóttir, f. 2.12. 1888 á Hellum í Mýrdal, d. 18.4. 1965. Eftirlifandi systkini Halldóru eru: Bárður, f. 1928 og Oddur, f. 1930, sem og uppeldissystir þeirra Guðríður Jónsdóttir, f. 1931. Látin eru: Gísli, f. 1921, Hilmar Jón, f. 1924 og Katrín Sigrún, f. 1926. Einnig eru látin Þuríður, f. 1914, Guðjón, f. 1915 og Þórhild- ur, f. 1916, sem öll voru sam- dóttir hennar Claudia, f. 2005. 3) Guðrún, f. 1959, maki Eiríkur Ingi Eiríksson, f. 1956, börn þeirra tví- burarnir Margrét og Þórður, f. 1996. 4) Soffía Guðný, f. 1963, maki Björn L. Bergsson, f. 1964, börn: a) Ingibjörg, f. 1993, b) Dóra, f. 1999, c) Birna f. 2006. Halldóra vann sveitastörf á æskuheimili sínu á Þykkva- bæjarklaustri fram á fullorðinsár en einnig sinnti hún ýmsum störf- um í Reykjavík um lengri og skemmri tíma. Árið 1954 fór hún til Vestmannaeyja til fiskvinnslu- starfa, þar sem hún kynntist eft- irlifandi eiginmanni sínum. Eftir að þau hófu búskap saman ann- aðist Halldóra um börn og bú þeirra, auk þess ól hún önn fyrir tengdaforeldrum sínum sem bjuggu í sama húsi og þau Jón á meðan þeim entist aldur, fyrst í Vestmannaeyjum og síðar í Kópa- vogi. Útför Halldóru fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13. mæðra Halldóru. Halldóra giftist 21. apríl 1955 Jóni Hann- essyni frá Vest- mannaeyjum, f. 20.6. 1912. Foreldrar hans voru Hannes Sig- urðsson, bóndi á Brimhólum í Vest- mannaeyjum, f. 16.8. 1881, d. 14.2. 1981 og Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 24.5. 1884 d. 5.5. 1976. Börn Halldóru og Jóns eru: 1) Brynj- ólfur, f. 1955, maki Kristín Hanna Siggeirsdóttir, f. 1960, börn: a) Siggeir Fannar, f. 1980 og á hann dótturina Kristu Ýri, f. 2007 með sambýliskonu sinni Berglindi Ósk Einarsdóttur, b) Jón Hjalti, f. 1984, c) Ragnheiður Dóra, f. 1985 og á hún dótturina Guðnýju Birnu, f. 2007 með eiginmanni sínum Sæ- mundi Óskari Haraldssyni. 2) Hannes Rúnar, f. 1958, maki Beatriz Ramirez Martinez, f. 1982, Kær mamma, amma og langamma verður jarðsett frá Kópavogskirkju í dag. Söknuður, djúpt þakklæti og hlýja er mér efst í huga. Þakkæti fyrir að hafa fengið að vera þeirra gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Dóru, njóta nærveru hennar, leið- sagnar og síðast en ekki síst að eign- ast hana sem tengdamóður. Dóra verður alltaf í huga mér sem hin sannkallaða fórnfúsa hlýja mamma og amma með faðminn sinn út- breidda gagnvart öllum sínum sem á þurftu að halda hvar og hvenær sem var. Hennar þarfir komu alltaf síð- ast. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar hún kom til Svíþjóðar að hjálpa okkur hjónum og dvaldi hjá okkur í nokkra mánuði. Hlýja Dóru, notaleg nærvera og kærleikur streymdu um heimili okkar. Hún var til fyrir okkur, gekk í öll verk með gleði, hafði nógan tíma til að hlusta á drengina, lesa fyrir þá og segja þeim skemmtilegar sögur og vísur. Falleg söngrödd hennar hljómaði um heim- ili okkar þess á milli sem hún kom drengjunum í rúmið, eldaði, þreif, þvoði þvotta eða annað. Mér leið- beindi hún varðandi húsverkin, heimilishaldið og lífið sjálft, þetta með nærgætni og skilningi. Dóra bjó yfir mikilli þekkingu, enda góð húsmóðir af gamla skólan- um. Vön að sulta, baka og sauma, hvort heldur sem var föt á börnin, jakka á fullorðna eða fagran útsaum. Ekki var henni heldur ótamt að prjóna og hekla. Stundirnar sem við áttu saman þessa mánuði renna seint úr minni. Þetta var góður tími fyrir okkur öll. Mamma okkar og amma brást ekki í þetta sinn frekar en eldra nær og gerði þar með nöfnu sinni kleift að fæðast í þennan heim. Þessi mikla hjálp var ekkert eins- dæmi af hennar hálfu. Í mörg ár hafði hún hugsað um tengdaforeldra sína sem bjuggu í sama húsi, síðan um veikan föður sinn sem þau hjónin tóku inn á heimili sitt og svo mætti lengi telja. Dóra verður mér ætíð minnisstæð, fyrir hlýju sína, jákvæðni og fyrir þann kærleika sem hún veitti mér og fjölskyldu minni. Ég þakka fyrir að börn okkar fengu að kynnast ömmu sinni, njóta nærveru hennar, kær- leika og leiðbeininga. Mínum kæra tengdaföður, Jóni, börnum og barna- börnum votta ég mína dýpstu samúð. Dóru er og verður sárt saknað um leið og minning um góða mömmu og ömmu lifir, minning sem vísar okkur veginn. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson.) Kristín Siggeirsdóttir. Kaffitíminn er búinn og ég er nýbúinn með brauðsneiðina og sval- ann. Ég klifra upp á girðinguna og bíð eftir að Dóra amma mín labbi fram hjá á leið sinni út í búð, Vörðu- fell. Biðin er ekki löng. Amma mín kemur labbandi með græna inn- kaupanetið sitt. Hún brosir sínu blíða brosi og hún spyr hvort ég vilji ekki frekar koma með henni heim en að vera á leikskólanum. Auðvitað vil ég það. Við förum saman og verslum og ég fæ snúð og kakómjólk. Þetta er ein af mínum fyrstu minningum. Ég var aldrei heilan dag á leikskólanum, amma mín kom alltaf og sótti mig. Vildi svo til að ég sæi hana ekki strax á leið sinni út í Vörðufell, þá gekk hún bara mjög hægt fram hjá og gægðist yfir grindverkið og beið eft- Halldóra Brynjólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.