Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 11 FRÉTTIR Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0 STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÉG fékk 18 laxa á þremur tímum við Ægissíðufoss,“ sagði einn margra ánægðra veiðimanna sem lent hafa í veislu í Ytri-Rangá síð- ustu daga. „Ég tók átta á beit fyrir neðan fossinn og fór svo uppfyrir með einhendu. Tók einn við Hornið og hina við grjót hér og þar.“ Veiðitölur síðustu viku í Rang- ánum eru vægast sagt lygilegar. „Síðasta vika gaf 1.287 laxa, það er klárlega Íslandsmet,“ sagði Jóhann- es Hinriksson, veiðivörður við Ytri- Rangá, í gær. Það eru 183 laxar að meðaltali á dag, eða um tíu laxar á hverja stanganna átján. Áin hafði gefið 3.432 laxa í gær. Fullar frystikistur „Menn eru alveg í skýjunum hér. Og þetta er allt á flugu,“ sagði Jó- hannes. Hann bætti við að einu vandræðin við ána væru þau að það vantaði meira pláss í frystikistum. Bullandi göngur eru í ána og milli fimm og sex þúsund laxar gengnir um teljarann við Ægissíðufoss. Þeg- ar Jóhannes var spurður í hverskon- ar tölur veiðin stefndi var hann hik- andi en sagði að ef áfram veiddust um 1.000 laxar á viku út ágúst væri veiðin komin í 6.500 laxa, og með september- og októberveiði gæti heildartalan endað á bilinu sjö til níu þúsund. Ekki eru tölurnar miklu lakari í Eystri-Rangá, þar sem síðasta vika gaf 1.111 laxa. Að minnsta kosti tvo daga í vikunni veiddust yfir 200 lax- ar. Veitt er með 18 stöngum í eystri ánni. Að sögn Stefáns Sigurðssonar hjá Lax-á hefur afar góður gangur verið í Víðidalsá og Miðfjarðará síðustu daga. „Hörkuveiði hefur verið þar síðan um 20. júlí, þrátt fyrir lítið vatn,“ sagði hann. Þá er afar góður gangur í Laxá á Ásum, til að mynda fréttist af veiðimanni sem fékk 12 laxa á einum degi þar í vikunni. Í Miðfjarðará eru 830 laxar komnir á land, rúmlega 20 veiðast daglega, og í Víðidalnum er veiðin 710 laxar. Norðurá er komin niður í þriðja sæti listans yfir aflahæstu árnar, með 2.420, vegna moksins í Rang- ánum, en þrátt fyrir lága vatnsstöðu er veiðin ennþá mjög góð. 201 lax veiddist í síðustu viku. Þá er einnig góð veiði í Straumunum, skilum Norðurár og Hvítár, en hátt í 400 laxar hafa veiðst á stangirnar tvær. Morgunblaðið/Einar Falur Sá fyrsti Hallgrímur Magnússon býr sig undir að sleppa fyrsta flugulaxinum, sem hann veiddi í Reykjadalsá. Vikuveiðin klárlega Íslandsmet  Í síðustu viku veiddust 1.287 laxar í Ytri-Rangá og 1.111 í Eystri-Rangá  Að meðaltali um tíu laxar á dagsstöng  Veiðimaður náði 18 á þremur tímum við Ægissíðufoss  Góður gangur í Ásunum „Það tekur drjúgan tíma að bóka allan þennan lax,“ sagði Einar Lúðvíksson, umsjón- armaður Eystri-Rangár, í gær. Um 100 laxar höfðu þá veiðst fyrir hádegið og í fyrradag veiddust um 200. Síðustu vik- una veiddust 1.111 laxar en þá var áin skoluð í tvo daga þannig að veiðin hefði getað verið betri. „Það stefnir í 1.200-1.300 laxa veiði þessa vikuna. Allir veiðimenn hljóta að vera ánægðir,“ sagði Einar, sem var á þönum við að útvega meira lax- aplast og penna til að merkja pokana. Daglega þarf að aka laxi í bæinn en Einar segir átta frystikistur ekki duga undir þennan afla. „Við erum búin undir meðalveiði, um 50 laxa á dag. Þetta er mikið álag – en maður er undrandi yfir allri þessari veiði og veit varla hvað- an á sig stendur veðrið.“ Hann segir um metheimtur á seiðum að ræða í sumar, um eitt og hálft prósent í smálaxinum. Þá hafi milli fjögur og sex hundruð stórlaxar einnig veiðst í sumar. „Ég er ekki viss um að heildar- veiðin verði meiri en í fyrra,“ þegar metveiði var í ánni, 7.497 laxar, „en heimturnar eru mun betri,“ sagði Einar. Þurfa fleiri kistur HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem handtekinn var í vikunni, sæti gæsluvarðhaldi til 26. ágúst. Maðurinn, sem hefur lög- heimili hér á landi en er með pólskt ríkisfang, var eftirlýstur í Scheng- en-upplýsingakerfinu vegna nokk- urra dóma sem hann hlaut í Pól- landi fyrir rán, þjófnað og brot gegn þarlendum ávana- og fíkniefnalög- um. Á eftir að afplána alla dómana Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, að um sé að ræða fjóra dóma þar sem maðurinn hafi verið dæmdur til að sæta tveggja ára fangelsisvist, 10 mánaða fangelsi, sex mánaða fang- elsi og 16 mánaða fangelsi. Hann á eftir að afplána alla dómana. Haft er eftir manninum að hann hafi staðið í þeirri trú að þeim mál- um, sem hann hefur hlotið dóma fyrir, hefði verið lokað og hann hafi lifað góðu lífi hér á landi. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að ljóst sé að manninum beri að afplána ofangreinda refsidóma í heimalandi sínu og þar sé hann eftirlýstur. Því beri að verða við kröfu um gæslu- varðhald til að tryggja nærveru mannsins hér. Ekki hafi borist form- leg framsalsbeiðni frá pólskum stjórnvöldum en málið sé til með- ferðar hjá íslenskum yfirvöldum. Bíður fram- sals í gæslu- varðhaldi Eysteinsson ekki Eysteinn Framkvæmdastjóri ferðaskrifstof- anna VITA og Iceland Travel var á einum stað í frétt Morgunblaðsins í gær kallaður Eysteinn. Rétt nafn hans er Helgi Eysteinsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.