Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 23 Í FRÉTTUM Rík- isútvarpsins sl. þriðju- dag mátti heyra eft- irfarandi staðhæfingu: „Líklegt er talið að vændi aukist meðal fá- tækra kvenna í kjölfar síhækkandi mat- vælaverðs.“ Fréttin vekur okkur til umhugsunar um ýmsa þætti er varða stöðu kvenna í heim- inum, ekki síður en mat- vælaframleiðslu og verðlagningu matvæla. Vonandi fylgir frétta- stofa Ríkisútvarpsins fréttinni eftir á næstu dögum og dýpkar um- fjöllunina. Áleitin verður spurningin um það hvers vegna konur í heim- inum hafi ekki nægilegt fé handa á milli til að framfleyta sér og börnum sínum. Kaldranaleg sannindi Í fréttinni er vísað til skýrslu Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem kynnt var á alnæmisráðstefnunni í Mexíkó- borg sem nú stendur yfir. Þar segir m.a. að orsakanna fyrir háu mat- vælaverði sé m.a. að leita í ásókn iðnvæddra ríkja í land í fátækari heimshlutum undir ræktun á korni og öðrum jarðargóða til að fullnægja þörfum sínum fyrir eldsneyti. Hér eru fólgin þau kaldranalegu sannindi að í heimi, sem ekki hefur náð að seðja hungur hundraða milljóna manna, er nú tekið upp ræktarland undir matvöru sem brennd er á bensínhreyflum okkar burgeisanna í ríku löndunum. Þetta er ósómi sem verður að stöðva. Óásættanlegt að brenna frum- framleiðslu Það er eðlilegt að leiða sé leitað til að sporna við loftslags- vanda veraldarinnar með því að framleiða eldsneyti úr lífrænum efnum, en í þeirri við- leitni verða menn beita skynseminni og tryggja að einungis önnur kynslóð rækt- unar fari í slíka fram- leiðslu. Það nær ekki nokkurri átt að frum- framleiðsla sé nýtt með þessum hætti. Það er gríðarlegt magn lífrænna efna sem gengur af við framleiðslu landbún- aðarafurða hverskonar, þ.m.t. við skógarhögg og allan iðnað sem því tilheyrir. Einnig er talsvert um um- framframleiðslu og mikið magn ávaxta og grænmetis sem ekki tekst að nýta beint í matvælaframleiðslu. Nauðsynlegt er að gera átak til að það, sem kalla má aðra kynslóð framleiðslunnar ásamt öðrum líf- rænum úrgangi, verði endurnýtt og þá e.t.v. til eldsneytisframleiðslu. Staða kvenna Í skýrslu Matvælastofnunarinnar er skortur á matvælum í fátækum ríkjum sagður leiða til þess að fá- tækar konur leiðist út í vændi. Hér er tvennt sem skiptir höfuðmáli, annars vegar staða kvennanna sjálfra. Konurnar sem skýrslan fjallar um eru algerlega háðar körl- um um afkomu sína, ef þeir sjá ekki fyrir þeim með beinum hætti þá gera þeir það með því að kaupa sér afnot af líkama þeirra. Hitt sem skiptir sköpum er sú staðreynd að jafnvel þó konurnar hafi einhver auraráð, þá nægja fjármunir þeirra ekki fyrir mat. Það tengist verð- lagningu matvælanna og krefst ekki bara skoðunar á verðlagningunni, heldur ekki síður því hvers vegna tekjur fólks haldast ekki í hendur við matvælaverð. Ef fram- leiðslukostnaður matvæla er of mik- ill til að venjulegar tekjur nægi fyr- ir nauðþurftum, þá þarf að skoða tekjuskiptinguna og það hvernig hagsmunir heildarinnar spila sam- an. Þetta er raunin í hvaða sam- félagi sem er, ekki bara þeim fátæk- ari. Samhengi hlutanna Það verður að gera þá kröfu að venjulegar atvinnutekjur nægi fyrir framfærslu og ef þær gera það ekki þá þarf auðvitað að skoða fram- leiðslukostnað matvælanna, en ekki síður atvinnutekjurnar. Í okkar heimshluta hafa menn haft tilhneig- ingu til að beina kastljósinu ein- göngu að framleiðslukostnaðinum og viljað lækka hann einhliða með því að þjappa saman framleiðslunni og stækka búin. Slíkt hefur í för með sér óheilbrigðari fram- leiðsluaðferðir og ýmis vandamál af heilsufarslegum- og umhverf- islegum toga. Þar með er unnið gegn hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, sem gerir ráð fyrir að stjórnvöld þurfi að tryggja jafnvægi milli efnahagslegra-, félagslegra- og umhverfislegra þátta í samfélag- inu. Þessa heildarmynd er nauðsyn- legt að hafa í huga þegar mat- vælaframleiðsla heimsins er skoðuð. Þar skiptir staða kvenna miklu máli, en líka staða bænda og hin ójafna tekjuskipting í sam- félögum veraldarinnar, ásamt sam- þjöppun auðs á Vesturlöndum. Matvælaverð, vændi og sjálfbær þróun Kolbrún Halldórs- dóttir skrifar um matvælaframleiðslu » Það nær ekki nokkurri átt að frumfram- leiðsla sé nýtt með þessum hætti. Kolbrún Halldórsdóttir Höfundur er alþingismaður. Skólar og námskeið Glæsilegt sérblað um skóla og námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 15. ágúst. Meðal efnis er: • Endurmenntun • Símenntun • Tómstundarnámskeið • Tölvunám • Háskólanám • Framhaldsskólanám • Tónlistarnám • Skólavörur Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 11. ágúst. Ásamt fullt af spennandi efni. Þegar þetta er ritað hafa 8 manns látist í umferðarslysum það sem af er þessu ári og fjöldinn allur slasast al- varlega. Þótt vissulega sé tala látinna í um- ferðinni undir með- altali, er hún alltof há engu að síður. Í kjölfar slysaöldu í umferðinni koma sérfræðingar á sviði umferðarmála saman og ræða hvað sé til ráða. Niðurstaðan er jafn- an sú sama: Gera verður allt sem í mannlegu valdi stendur til að sporna við þessari þróun. Menn harma slys- in, sem eðlilegt er, og hvetja öku- menn til að fara varlega í umferðinni. Svo líður og bíður og næsta slysaalda skellur á þjóðinni og aftur er al- menningur sleginn. En er allt gert til þess að sporna við umferðarslysum? Svarið er því miður neikvætt. Til þess að fækka verulega um- ferðarslysum þarf að fara saman góður umferðaráróður/boðskapur og öflug umferðarlöggæsla. Sú sem þetta ritar hefur þráfaldlega bent á nauðsyn öflugrar umferðarlöggæslu á vegum úti – enda virðist þörfin vera brýnust þar. Flest banaslys og önnur alvarleg slys í umferðinni verða á þjóðvegum landsins. Ástæð- an er m.a. sú að umferðareftirlit lög- reglu er lítið víða á þjóðvegum lands- ins og umferðarhraðinn því oft óhóflegur. Á þessu eru þó góðar und- antekningar, sbr. kröftuga umferð- arlöggæslu lögregl- unnar í Húnavatnssýslum og í Árnessýslu. Þar hafa ófáir ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur sem skilar sér um leið í almennt lægri umferðarhraða í þess- um umdæmum – því öflugt umferðareftirlit er fljótt að spyrjast út. Þannig eru hraðamæl- ingar ekki aðeins til að koma böndum á þá sem aka of hratt – heldur virka þær ekki síður sem öflug for- vörn og víti til varnaðar. Mér er t.d. til efs að þeir séu margir ökumenn- irnir sem fara yfir löglegan umferð- arhraða í nánd við Blönduós – ein- faldlega vegna þess að þar má búast við lögreglunni við hraðamælingar. Það er vissulega staðreynd að þörf er á þjóðarvakningu og hugarfars- breytingu meðal almennings í um- ferðaröryggismálum. En það þarf ekki síður hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum hvað varðar áherslur í löggæslumálum. Brot á umferð- arlögum eru ekki síður alvarleg en önnur brot og slík lögbrot leiða oftar til dauða og alvarlegra líkamsáverka en önnur lögbrot, sbr. meðaltal lát- inna og alvarlega slasaðra í umferð- inni á ári hverju. Á undanförnum ár- um hafa fjárhæðir sekta vegna umferðarlagabrota hækkað verulega en það er til lítils að hækka sektir og þyngja viðurlög, ef menn komast í alltof mörgum tilfellum upp með að brjóta lögin óáreittir – enda lög- reglan oft víðs fjarri. Fyrir nokkru hafði leiðsögumaður, sem fer marga hringi kringum landið á hverju sumri, samband við mig. Hann full- yrti að það væri nánast hending ef hann yrði var við merkta lög- reglubíla á þjóðvegum landsins. Hin- ir erlendu farþegar hans spurðu m.a. furðu lostnir hvort engin löggæsla væri á íslenskum þjóðvegum! Um leið og ég hvet alla vegfar- endur til þess að aka alltaf eins og þeir myndu vilja að aðrir ækju ná- lægt sér og sínum ástvinum og taka þannig þátt í Þjóðárátaki VÍS sem stendur yfir núna undir kjörorð- unum „gefðu þér tíma“. Þá skora ég á íslensk stjórnvöld að efla umferð- arlöggæslu til mikilla muna. Nú er verslunarmannahelgin að baki og eins og svo oft áður um þessa helgi, var ekki mikið um alvarleg slys og óhöpp í umferðinni – enda umferð- arlöggæsla og forvarnir að jafnaði með mesta móti um þessa miklu ferðahelgi. Það sýnir, svo ekki verð- ur um villst, að sýnileg umferð- arlöggæsla og forvarnarboðskapur í fjölmiðlum, hefur gífurlega mikið að segja í baráttunni við umferð- arslysin. Við þurfum öfluga umferðarlöggæslu Ragnheiður Davíðs- dóttir skrifar um umferðaröryggi » Til þess að fækka verulega umferð- arslysum þarf að fara saman góður umferð- aráróður/boðskapur og öflug umferðarlög- gæsla. Ragnheiður Davíðsdóttir Höfundur er forvarnafulltrúi VÍS. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Í tilefni af líflegri umræðu um náttúruvernd undanfarna mánuði er ekki úr vegi að benda á, að hún snýst aldrei um fegurð. Þegar fram fer umhverfismat er fyrst og fremst hugað að því, sem er ein- stakt, fáséð eða á einhvern hátt sérstakt í hinni lífvana og lifandi náttúru landsins. Í ljósi þeirra at- hugana eru síðan dregnar álykt- anir um áhrif framkvæmda á um- hverfið. Óljóst hugtak eins og fegurð er aldrei haft þar að leið- arljósi. Þyki einhverjum á hinn bóginn fegurð felast í náttúrunni er það aukabónus, sem ber að fagna. Að blanda fegurð inn í um- ræðu um náttúruvernd er álíka og heilbrigðisyfirvöld teldu, að aðeins ætti að líkna þeim, sem eru fallegir. Hljóð myndi heyrast úr horni, ef menn yrðu sendir í fegurðarmat áður en ákvörðun er tekin um, hvort þeir eru skornir upp fyrir botnlanga eða ekki. Það var því ljóst frá fyrsta degi, að bæklingurinn Fagra Ís- land er innantómt plagg, sem á lítið skylt við kjarna nátt- úruverndar. Ágúst H. Bjarnason Náttúruvernd Höfundur er grasafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.