Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í BorgarbíóSími 462 3500
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
Love Guru kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
Hellboy 2 kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
The Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i.12ára
The Love Guru kl. 6 - 10:10 B.i.12ára
Mamma Mia kl. 8 LEYFÐ
Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
The Dark Knight kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Sex and the City kl. 6 - 9 B.i. 14 ára
-ÁSGEIR J. - DV
"ÞETTA ER BESTA BAT-
MAN-MYNDIN, BESTA
MYNDASÖGUMYNDIN OG
JAFNFRAMT EIN BESTA
MYND ÁRSINS..."
-L.I.B.TOPP5.IS
GAGNRÝNENDUR HALDA VART
VATNI YFIR ÞESSARI MYND!
EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU
ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN!SÝND HÁSKÓLABÍÓI
FRÁ VERÐLAUNA-LEIKSTJÓRA
PAN´S LABYRINTH.
eee
- Tommi - kvikmyndir.is
eeee
- V.J.V./TOPP5.is/FBL
650k
r.
STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR.
50.000 MANNS Á 15 DÖGUM.
EIN BESTA MYND ÁRSINS!
MYNDIN SEM ER BÚIN AÐ SLÁ ÖLL
AÐSÓKNARMET Í USA!
GAGNRÝNENDUR HALDA VART VATNI
YFIR ÞESSARI MYND!
EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ
ER ÞETTA MYNDIN!
BRENDAN FRASER JET LI
SÝND SMÁRABÍÓI
Stórbrotin ævintýramynd sem
allir ættu að hafa gaman af!
STÆRSTU OG BESTU ÆVINTÝRIN
ERU EINFALDLEGA ÓDAUÐLEG!
HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM
NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS
SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR
650kr.
650k
r.
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- T.V. - Kvikmyndir.is
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
650k
r.
SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
KVIKMYNDAGERÐARKONAN
Sólveig Anspach flakkar um afkima
þjóðarsálarinnar, sem er flestum lítt
kunnur, í Skrapp út. Aðalpersónan
Anna (Didda Jónsdóttir) er sitt lítið
af hverju: Hasshaus, dópsali, ein-
stæð móðir og leirskáld svo eitthvað
sé nefnt. Nú hefur konan fengið nóg
af svo góðu og hyggur á kúvendingu
í lífinu og að leggja land undir fót.
Býður kúnnahópinn sinn til sölu en
hann er skráður í gemsann hennar
sem kemur mikið við sögu.
Anna býr við þröngan kost ásamt
sonum sínum Krumma og Úlfi í nið-
urníddu dópgreni í borginni. Þar er
eilífur straumur furðufugla út og inn
og fyllist hjallurinn af angurgöpum
þegar dópsalinn tapar veikburða
raunveruleikaskyninu um sinn og
lendir vestur á Snæfellsnesi í kóf-
blindunni. Á meðan ríkir mikið stuð í
hjalli hennar í höfuðborginni.
Sjálfsagt eru nokkur kynni af hög-
um hasshausa nauðsynleg til að
skilja betur hvað vakir fyrir Sól-
veigu. Er búskapurinn í greninu
dæmigerður fyrir fíkla? Er tilvera
persónanna „skjálfandi lítið gras“?
Allavega ekki í ljóði eftir Matthías.
Það er enginn með heilli há utan
synirnir tveir, einu trúverðugu
manneskjurnar í mekkinum. Litli
guttinn leikur vel, líkt og sá eldri,
sem einn axlar ábyrgðina. Það mun
vera þekkt staðreynd í þessum
menningarkima.
Sólveig skoðar persónurnar sínar
í spéspegli, sem léttir áhorfandanum
leiðina um refilstigi mannlífsins í
Skrapp út, sem er að miklum hluta
óviss vegamynd þar sem rugludallar
koma margir við sögu. Einna athygl-
isverðastur er Joy hin írska (Joy
Doyle), aðrir eru lítið meira en upp-
fyllingarefni.
Gleðskapurinn í greninu er for-
vitnilegri og með undarlegri uppá-
komum allar götur aftur til partísins
í Morðsögu fyrir einum 40 árum.
Það er afrek út af fyrir sig en gest-
irnir eru litskrúðugir þar sem gömlu
risarnir, Benedikt Árnason og Thor
Vilhjálmsson, bera ægishjálm yfir
kraðak tónlistarmanna og annarra
listamanna.
Partíið á vafalaust að vera fyndið
og fjörugt en raunverulegt. Minnir
frekar á samkundu í höllinni Hlið-
skjálf, hér eru allir dóphausarnir í
„jolly good feeling“ ljósaskiptanna.
Erpur er brattur sem Sigurður
Breiðfjörð samtímans, kyrjandi
(fulllengi) nútíma rímur, annars er
engum akkur í að kynntir séu nánar
utanveltubesefarnir sem mynda
gleðskapinn.
Nokkrum persónum er full-
komlega ofaukið. Ingvar E., einn
okkar besti leikari, hefur úr sorg-
lega litlu að moða, sama má segja
um flugmanninn og Frakkann, þeir
gagnast sögunni lítið.
Hvað með Diddu í aðalhlutverki
Önnu? Konan virðist einfaldlega
leika sjálfa sig og smekksatriði hvort
maður hrífst með.
Hvort sem það er með vilja gert
er fókusinn óskýr á köflum en hljóð-
upptakan er það fyrir handvömm,
gamall draugur sem er orðinn sjald-
gæfur í íslenskum bíómyndum.
Skrapp út á örugglega eftir að
hitta í mark hjá áhorfendum sem
þekkja þennan mannlífsgeira, aðrir
klóra sér í kollinum við og við. Þetta
er skemmtilega skrítin og öðruvísi
mynd þar sem manni leiðist aldrei
en hún kemst sjaldan á flug.
Þrælskakkur skreppitúr
Hittir í mark? „Skrapp út á örugglega eftir að hitta í mark hjá áhorfendum sem þekkja þennan mannlífsgeira, aðrir
klóra sér í kollinum, við og við,“ segir m.a. í umsögn kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins.
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYND
Háskólabíó, Smárabíó,
Borgarbíó Akureyri
Leikstjóri: Sólveig Anspach. Handrit. Sól-
veig Anspach og Jean-Luc Gaget. Kvik-
myndataka: Bergsteinn Björgúlfsson.
Klipping: Anne Riegel. Aðalleikarar:
Didda Jónsdóttir, Joy Doyle, Ingvar E. Sig-
urðsson, Julien Cotterau, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Jörundur Ragnarsson o.fl. 90
mín. Sena, Zik Zak Filmworks og Ex Ni-
hilo (Fr.) sland 2008.
Skrapp út
bbbnn