Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 8
&'( )* + ,- - & . / & (  &  0$ 0# 0" 0! 0 0    Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Akureyri | Lögreglan kynnti í gær átak gegn fíkniefnabrotum á Norð- urlandi. Átakið felur í sér aukið sam- starf á milli lögregluumdæmanna fjögurra á Norðurlandi: Blönduósi, Húsavík, Sauðárkróki og Akureyri. Lögreglustjórar umdæmanna undirrituðu samkomulag þess efnis í gær. Samkvæmt því verður komið á fót sérstöku teymi þriggja lögreglu- manna við rannsóknardeild lögregl- unnar á Akureyri ásamt lögreglu- manni með fíkniefnahund. Tveir lögreglumannanna í teym- inu verða frá sérsveit ríkislögreglu- stjóra. Starfsstöð fíkniefnateymisins verður á Akureyri en umboð þess nær til allra fjögurra lögregluum- dæma á Norðurlandi. Gert til að ná betri árangri „Samkomulagið skapar nýtt starfsumhverfi í fíkniefnamálum á Norðurlandi,“ segir Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra. „Þetta er gert til að ná betri árangri í þessum málaflokki. Við vinnum þetta átak sem tilraun fram að áramótum og höldum áfram í samræmi við reynsl- una af henni.“ Unnið var að mun færri fíkniefna- málum hjá lögreglunni á Akureyri árið 2007 en undangengin ár. Sam- tals voru málin 78 á síðasta ári en meira en 100 þrjú ár í röð þar áður. Rannsóknarlögreglumenn á Akur- eyri telja að hægt sé að ná betri ár- angri, og að átakið geri kleyft að sinna málum af sama krafti og áður. Lögregluátak gegn fíkniefnabrotum  Sérstakt teymi í fíkniefnamálum norðanlands  Unnið að færri málum árið 2007 en undangengin ár Í HNOTSKURN»Átakið felur í sér aukiðsamstarf á milli lögreglu- umdæmanna á Norðurlandi. »Komið verður á fót sér-stöku teymi þriggja lög- reglumanna við rannsókn- ardeild lögreglunnar á Akureyri. »Með átakinu verður hægtað sinna fíkniefnmálum á Norðurlandi af sama krafti og á undangengnum árum. 8 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Norður-Hérað | Lax er byrjaður að veiðast í Jökulsá á Dal. Er þetta fyrsta alvöru laxveiðin í ánni sjálfri. Enn sem komið er hefur veiðin ein- göngu verið í neðsta hluta árinnar. Lítið hefur verið reynt á Jökuldal en menn eru ekki úrkula vonar um að lax finnist þar áður en jökulvatn fer að flæða í hana á yfirfalli Kára- hnjúkastíflu, en Landsvirkjun áætlar að það gerist um miðja næstu viku. Um 40 laxar höfðu í gær veiðst á vatnasvæði Jöklu, þar af 10 úr Jöklu sjálfri, allir neðan brúar á Hringvegi. Skilyrði sköpuðust til veiða í Jöklu eftir að Kárahnjúkastífla var byggð enda áin að mestu tær bergvatnsá eftir það. Veiðiþjónustan Strengir tók ána á leigu og hefur verið að sleppa seiðum til að auka laxgengd en náttúrulegir laxastofnar eru auk þess í hliðarám. Fallegir veiðistaðir „Þetta er spennandi og mikið verkefni, Jökla nær yfir stórt svæði og hyljirnir eru stórir,“ segir Sig- urður Staples, Súddi, veiðileið- sögumaður hjá Strengjum. Hann var fenginn úr Breiðdalnum til að leita að góðum veiðistöðum í Jöklu með heimamönnum. Þeir hafa einbeitt sér að neðsta hluta Jökulsár, enda næg verkefni þar. Ekkert hefur ver- ið farið upp á Jökuldal, enn sem kom- ið er. Þröstur Elliðason, eigandi Strengja, vonast til að laxveiði verði einnig í efri hluta árinnar en reyna þurfi betur á það. Guðmundur Óla- son, veiðivörður í Jöklu, segir að far- ið verði til veiða á efra svæðinu um helgina og reynt að kanna vel ákveð- in svæði, jafnvel alla leið upp í Hrafn- kelu. Laxveiði hefur lengi verið í þver- ám Jökulsár en lítil í ánni sjálfri, eins og gefur að skilja. Skúli Björn Gunn- arsson, sem ólst upp á bökkum ár- innar, segir að lax hafi stundum veiðst í net á vatnaskilum, þar sem lækir renna út í ána. Hann hefur sett í laxa þar í sumar og veiddi einn á flugu og segir að þarna séu margir fallegir veiðistaðir. Að sögn Skúla eru sögur til af lax- veiðum á Jökuldal en þær hafa ekki verið staðfestar. Þar veiðist hins veg- ar bleikja sem hann telur að sé kom- in úr vötnum frammi á heiði. Skúli Björn getur ekki frekar en aðrir svarað því hvort þrengingar í Jök- ulsá, ofan við brúna á Hringveginum, hamli því enn að lax gangi upp á Jök- uldal, segir að reynslan verði að skera úr um það. Allt úr skorðum vegna yfirfalls Jökulvatn fer að flæða aftur í Jöklu í næstu viku, þegar Hálslón fyllist. Yfirfallið setur allt úr skorð- um hjá þeim sem standa að ræktun árinnar, því það kemur á besta veiði- tímanum. Ekki þýðir að bjóða veiði- mönnum að veiða í „kakóinu“, eins og það er kallað. Þröstur vonast þó til að laxinn skili sér upp í Hrafnkelu sem er bergvatnsá og hann sjáist á ármótum á Jökuldal, þótt jökulvatnið nái yfirhöndinni í ánni sjálfri. Laxa- seiðum var sleppt þarna í fyrra og ættu þau að skila sér. Þröstur segir að laxveiðin verði þó alltaf mest í neðri hluta árinnar og þverám þar. „Ég vonast til að Jökla og hliðarár hennar verði fyrsta flokks laxveiðisvæði,“ segir Þröstur. Tíu laxar úr Jöklu Lax hefur ekki sést uppi á Jökuldal en þar verður reynt að veiða um helgina, áður en Hálslón fyllist og áin litast Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Veiði Veiðiverðir og veiðimenn hafa verið duglegir að kanna nýja veiðistaði á neðra veiðisvæði Jökulsár á Dal. Hér eru menn að veiðum uppi í Kaldá, einni af þverám Jöklu í Jökulsárhlíð. FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is TÖLVUPÓSTUR með titilinn „Ver- um á varðbergi á útsölunum“ gengur nú á milli fólks á veraldarvefnum. Í honum eru íslenskir verslunarmenn sakaðir um óheiðarleg vinnubrögð á útsölum. Sérstaklega er fataversl- unum borið á brýn að endurmerkja flíkur skömmu fyrir útsölu til að reiknað útsöluverð verði hærra. Í bréfinu eru reynslusögur fólks í þessa veru og verslanir sakaðar um kerfisbundnar og ítrekaðar hækk- anir fyrir útsölur. „Ef satt er, þá er kaupmannastéttinni á Íslandi ekki treystandi,“ segir í upphafi bréfsins. Vara verður samkvæmt reglum Neytendastofu um útsölur að hafa verið til sölu og seld á því verði sem tilgreint er sem fyrra verð áður en hún fer á útsölu. Samkvæmt 14. grein laga um eftirlit með órétt- mætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins verður að vera um raunverulega verðlækkun að ræða og skal fyrra verðs getið. Rétt staðið að merkingum „Það koma alltaf öðru hvoru kvartanir um þetta og að sjálfsögðu eru verslanir að brjóta lög ef þær gera þetta,“ segir Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtak- anna. Ekki er kvartað meira til sam- takanna nú miðað við fyrri útsölutíðir en Jóhannes hvetur fólk til að leita til Neytendastofu telji það á sér brotið með þessum hætti. Þar á bæ hafa borist álíka margar ábendingar og venjulega þegar út- sölur standa yfir. Matthildur Sveinsdóttir hjá neyt- endaréttarsviði Neytendastofu segir stofnunina hafa grennslast fyrir um hvernig staðið væri að útsölumerk- ingum hjá þeim verslunum sem at- hugasemdir bárust um. Skýringar verslunarmanna hafi verið fullnægj- andi og vinnubrögð við útsölumerk- ingar í öllum tilfellum staðist lög. Óheiðarleiki borgar sig ekki Svanur Valgeirsson, rekstr- arstjóri Debenhams, segir rétt stað- ið að málum í versluninni en hennar er meðal annarra getið í bréfinu. Hann játar því að útsöluvörur hafi verið endurmerktar en það hafi ekki verið í óheiðarlegum tilgangi. Á meðan ógreiddar vörur hafi beðið verðmerktar á lager fyrirtækisins hafi þær hækkað í verði vegna mik- illar styrkingar evrunnar. Til að mæta hinum aukna innkaupakostn- aði hafi þurft að hækka verð og merkja þær upp á nýtt. Réttast hefði verið að mati Svans að fjarlægja eldri verðmerkingar til að fyrirbyggja misskilning. Hann segir af og frá að Debenhams snuði viðskiptavini sína með þessum hætti. „Við værum fljót að keyra okkur út af markaðnum ef við stunduðum svona óheiðarleg vinnubrögð. Allar svona kúnstir koma bara í bakið á fyrirtækjum,“ segir Svanur. Verslunarmenn heiðarlegir við verðmerkingar Ásakanir um blekkingarleiki ekki réttar Morgunblaðið/Valdís Thor Rétt merkt? Neytendastofa segir að svo hafi verið í öllum tilvikum. Í HNOTSKURN » Í tölvupóstinum eru versl-unarmenn sakaðir um að merkja vörur hærra verði rétt fyrir útsölur, lækka ekki verð merktrar útsöluvöru og aðrar blekkingar. » Verslunarmenn segja end-urmerkingar og verð- hækkanir koma til af snörpum gengisbreytingum undanfar- inna mánuða. » Brot gegn lögum um eft-irlit með óréttmætum við- skiptaháttum og gagnsæi markaðarins og reglum sett- um með stoð í þeim geta varð- að sektum eða allt að sex mán- aða fangelsi. Í hlýindunum síðustu vikur hefur verið mikið rennsli í Hálslón frá Brúarjökli. Hluti þess fer til Fljóts- dalsstöðvar. Þegar lónið fyllist fer yfirfallið niður í farveg Jökulsár. Yfirborð lónsins var í 622 metra hæð yfir sjávarmáli í gærmorgun og hefur hækkað um liðlega hálfan metra á dag að undanförnu. Miðað við innrennslið síðustu daga og veðurútlit gerir Landsvirkjun ráð fyrir að Hálslón nái yfirfallshæð, 625 metrum, í næstu viku, á þriðjudag, miðvikudag eða fimmtudag. Vatnsrennsli í Jöklu mun aukast nokkuð hratt eftir að lónið fyllist og gæti orðið á bilinu 200 til 300 rúmmetrar á sekúndu eða jafnvel meira. Landsvirkjun spáir því að vatn muni renna á yfirfalli fram í október. Lónið fyllist um miðja vikuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.