Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hlýnunloftslagsá hnett- inum mun bæði hafa jákvæðar og neikvæðar afleið- ingar fyrir nátt- úrufar á Íslandi. Það er sú ályktun, sem draga má af skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Þannig munu áhrif hlýn- unar loftslags á landbúnað að mestu verða jákvæð. Gróð- urþekja landsins mun líklega stækka og útbreiðsla skóga vaxa. Nýjar fisktegundir eru þegar farnar að veiðast á Ís- landsmiðum. Fuglalíf verður fjölbreyttara. Bráðnun jökl- anna mun hafa í för með sér meira rennsli í ám og aukna orkuframleiðslu. Hins vegar eru óvissu- og áhættuþættirnir líka margir. Hættan á náttúruhamförum af völdum sjávar- og vatns- flóða, eldgosa og jökulhlaupa eykst. Áhrif hlýnunar sjávar á ýmsa nytjastofna á Íslands- miðum eru óviss. Eins og Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverf- isráðherra bendir á í Morg- unblaðinu í gær skiptir máli að stoppa í þekkingargötin, sem höfundar skýrslunnar benda á; rannsaka náttúruna betur og vakta hana, ekki sízt til að koma í veg fyrir tjón af vegum náttúruhamfara. Og ekki er síður mikilvægt að nýta þau tækifæri til rækt- unar, orkuframleiðslu, ferða- þjónustu og ann- arrar atvinnu- sköpunar, sem kunna að felast í hlýnun loftslags. Hins vegar er engin ástæða til að slaka á stefnunni um að draga úr útblæstri gróð- urhúsalofttegunda til að draga úr hlýnun loftslags á heimsvísu, jafnvel þótt hún verði Íslandi hagstæðari en mörgum öðrum löndum. Sum- ir tala eins og Íslendingar eigi bara að þakka fyrir nokkrar gráður í viðbót og teygja úr sér í sólbaðinu. Þeir hinir sömu hafa þá ekki mjög víðan sjóndeildarhring. Vísindamenn eru sammála um að afleiðingar hlýnunar á heimsvísu verði alvarlegar, ekki sízt fyrir ýmis fátækustu ríki heims. Í skýrslu vísinda- nefndar umhverfisráðherra er fyrst og fremst horft á lík- leg áhrif á náttúrufar á Ís- landi, ekki á þær efnahags- legu, samfélagslegu og pólitísku afleiðingar sem hlýnun á heimsvísu getur haft fyrir Ísland og öll önnur ríki. Til að hamla gegn frekari hlýnun hnattarins verða öll ríki að leggja sitt af mörkum og ekkert má skorast undan. Ísland á meira af vistvænni orku en flest önnur lönd, en brennir engu að síður einna mestu jarðefnaeldsneyti á mann meðal ríkja heims. Við eigum að geta gengið á undan með góðu fordæmi. Sumir tala eins og Íslendingar eigi bara að teygja úr sér í sólbaðinu} Heita Ísland Baráttan gegnutanvega- akstri virðist sækjast seint og illa. Nú síðast bár- ust fréttir af því að miklar skemmdir hefðu verið unnar á viðkvæmum svæðum í kringum Landmannalaugar vegna utanvegaaksturs bæði mótor- og fjórhjóla, sem og jeppabifreiða. Því miður eru fréttir sem þessar árvissar. Alltaf finna einhverjir hjá sér þörf til að böðlast utan vega og kæra sig kollótta þótt sárin, sem tekur þá aðeins nokkrar sekúndur að rífa upp, grói seint og illa. Hjólför í mosa hverfa ekki á heilli mannsævi. Íslendingar eiga jeppa- bifreiðar í tugþúsundatali og sjö þúsund torfæruhjól og fjórhjól. Þótt flestir aki tækj- unum af ábyrgð, þá þarf ekki hátt hlutfall brotamanna til að skilja eftir ljóta slóð. Lögreglan flýgur vikulega yfir fjölförnustu slóðir óbyggðanna. Í stopulum ferð- um af því tagi sjást stundum ummerki utan- vegaaksturs, en þar við situr. Afar ólíklegt er að lög- reglan grípi um- hverfisníðingana glóðvolga. Landvörður í Landmanna- laugum lýsti óánægju með löggæslu á svæðinu að fjalla- baki, sem sumir líti greinilega á sem hálfgert frísvæði, þar sem þeir séu óbundnir af lög- um og reglum. Og ekki er auð- velt að koma lögum yfir þá þegar skilgreiningar laga á utanvegaakstri eru jafn óljós- ar og raun ber vitni. Þar er úr- bóta þörf. Þótt nokkrir svartir sauðir telji sig geta hagað sér að vild í auðninni er meirihluti lands- manna vafalaust andsnúinn slíku og neitar að afhenda óbyggðirnar til spjalla. Sá meirihluti á heimtingu á að löggæsla verði efld. Lög- reglan starfar fyrir þjóðina og á hennar vegum og hún verður að vera sýnileg, ekki aðeins í miðborg Reykjavíkur, heldur líka að fjallabaki. Lögreglan verður að vera sýnileg að fjallabaki} Á vegum þjóðarinnar Þ reytt og fótafúin skakklappaðist ég síðustu metrana sem göngugarpur á Hornströndum og sá tálsýn: Heiðblá sundlaug á hjara ver- aldar. Gat þetta staðist? Á tilteknu brotabroti úr sekúndu hefði ég afþakkað allan heimsins auð fyrir vissuna um að laugin væri ekta. Og það var hún. „Eins og allir vita sem skilja framför þjóðarinnar eru slík fyrirtæki ekki byggð í þágu eins heimilis. Heldur er sundlaugin byggð sem stofnun til að efla menningu sveitarinnar og vekja þrótt og sam- starf meðal unga fólksins í nágrenninu.“ Á þessa leið ritar Jóhannes Jakobsson sem af stórhug stóð fyrir byggingu sundlaugarinnar í Reykjarfirði á Hornströndum á þriðja áratug síðustu aldar. Í áhugaverðum skrifum lýsir Jó- hannes m.a. framtíðarsýn sinni fyrir sveitina og sam- félagið og hvernig megi hvetja ungt fólk til hreysti og heilbrigði. Fjöll, björg, jökull, veðragnýr – þetta eru fé- lagar á lífsins gangi að mati Jóhannesar en ekki hindranir eða farartálmar. Hornstrandir lauma þeirri þægilegu tilfinningu ein- hvers staðar inn í sálina að við manneskjurnar séum bara örlítil peð á kanti, leiksoppar afla sem öllu ráða þegar þannig stendur á. Auðmýkt held ég að hún sé kölluð, til- finningin sem stundum er svo lítið af í mannheimum peð- anna. Og þótt undarlegt megi virðast þá kann auðmýktin að fæða af sér raunsannan stórhug – vitneskjuna um tak- mörk manneskjunnar og samhliða verk hennar sem flytja fjöll. Af misskildum hroka talar nútíminn títt sem hinn eini handhafi framþróunar, framfara og þekkingar. Vissulega eru til staðar fram- farir á mörgum sviðum, en hætta er á að okk- ur fari aftur í ýmsu öðru. Afburðaverkþekk- ing, útsjónarsemi, listfengi og hugvit liðinna tíma – margvíslegt innsæi er að glatast. Ýmis verk í kringum okkur fá þó enn óá- reitt að bera stórhug fyrri kynslóða merki og af sumum þeirra njótum við góðs á nær hverj- um degi. Önnur eru rifin, hundsuð, seld, van- rækt, eyðilögð, vanmetin. Getur jafnvel verið að fyrri kynslóðir hafi sumar hverjar hugsað stærra en við gerum nú? Langtum fátækara Ísland byggði upp öfl- uga heilbrigðisþjónustu og heilsugæslu, skóla og almannatryggingar í þágu almannaheillar. Hvert ætlum við? „Sögulaus maður er týndur maður, áttavilltur og því ráðvilltur um hvert skuli halda“ sagði einhver spakur. Okkur er hollt að muna hvaðan við kom- um og sækja þangað styrk. Efnalitlu þjóðfélagi tókst að hugsa stórt og hvarvetna um landið er hægt að anda auð- mýkt yfir þeim stórhug, dugnaði og útsjónarsemi sem fyrri kynslóðir sýndu við að komast af í hrjóstrugu landi. Íslenskt samfélag nú er ekki á vonarvöl né heldur á síð- asta snúning þótt herði að. En það ríður á að þekkja sinn fjársjóð og blása til sóknar, efla dýrmætustu innviðina í stað þess að selja þá eða rífa. Heiðblá sundlaug við nyrsta haf er öllum opin. Íslenskt samfélag á að vera það líka. glg@althingi.is Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Heiðblá sundlaug á hjara veraldar Heimaþjónusta en engin mæðravernd FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Þ að verður að koma í ljós hvernig heilbrigðisþjón- ustan ætlar að komast af án ljósmæðra. Með því að leiðrétta laun ljós- mæðra núna þá er verið að afstýra miklu stærra vandamáli. Á næstu tíu árum þá eigum við eftir að missa 44% ljósmæðra á eftirlaun,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðra- félags Íslands [LMFÍ]. Takmörkuð sónarþjónusta í verkfallinu „Sú þjónusta sem ljósmæður hafa verið að veita [sónarþjónusta og mæðravernd] mun ekki verða veitt áfram, ef af þessu verður. Hins vegar eru tveir læknar á Landspítalanum sem veita sónarþjónustu og þeir munu veita hana áfram,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Björn segir ekki liggja fyrir hvaða úrræðum verði beitt ef til verkfalls ljósmæðra komi. „Þetta er vandamál sem heil- brigðisþjónustan hefur ekki staðið frammi fyrir áður. Við munum vænt- anlega finna lausn ef af verkfalli verð- ur en ég vona innilega að samið verði í tæka tíð svo hjá því verði komist,“ segir Björn jafnframt. Hann segir of snemmt að svara því hvað geti falist í slíkri lausn. Þetta hafi aðeins verið lauslega rætt meðal stjórnenda. Heimaþjónusta sem ljósmæður veita, og Tryggingastofnun ríkisins greiðir fyrir, er undanskilin kjara- deilu ljósmæðra, en um verktaka- greiðslur er að ræða. Heimaþjón- ustan verður því veitt áfram. „Heimaþjónustan er ekki rædd á fundum hjá okkur,“ segir Bára Hild- ur Jóhannsdóttir, formaður kjara- nefndar LMFÍ. Ef til verkfalla kemur gilda und- anþágulistar sem tryggja neyð- arþjónustu. Undanþágulistarnir eru mjög mismunandi eftir stofnunum. Þeir hafa ekki verið uppfærðir í 13 ár en slíkur listi var birtur í Lögbirtingi árið 2001. „Mér finnst líklegt að ljós- mæður muni ekki samþykkja und- anþágulistana, þegar og ef að verk- falli kemur,“ segir Björn. Ljósmæður benda á að þær séu í þeirri stöðu að vera á launum sem eru tugum prósentum undir launum fólks með sambærilega skólagöngu að baki. Fram kom á blaðamannafundi LMFÍ í vikunni að ljósmæður skynja að þeirra störfum sé ekki næg virðing sýnd. Það hvernig framlag þeirra er metið birtist á launaseðlinum. Sambærilegur bakgrunnur – sambærileg laun Kjaraviðræður hafa ekki borið ár- angur og nú liggur fyrir að 11.-15. ágúst verður atkvæðagreiðsla um boðun verkfallsaðgerða. Kröfur ljós- mæðra eru að laun þeirra verði sam- bærileg við laun stétta með sambæri- legan bakgrunn. „Þannig getum við tryggt sömu gæðaþjónustuna í fram- tíðinni,“ segir Guðlaug. Nýliðunin í stéttinni eru 10 ljósmæður á ári að jafnaði. „Vandamálið er að við sjáum það í auknum mæli að nýútskrifaðar ljósmæður koma ekki til starfa vegna launanna.“ Ábyrgð ríkisins Byrjunarlaun ljósmæðra eru þau sömu og hjúkrunarfræðinga fyrir síð- ustu kjarasamninga. Þau eru mis- munandi eftir heilbrigðisstofnunum en eru í kringum 270.000 kr. „Ef störfin eru ekki launuð sem skyldi er það ábyrgð ríkisins að ekki sé starfsfólk til staðar til að veita þessa þjónustu,“ segir Guðlaug, um skerta þjónustu í verkfallinu. Fjölmargar ljósmæður hafa nú þegar sagt upp störfum vegna óánægju með kjör, uppsagnir þeirra taka gildi 1. október. Morgunblaðið/Golli Fæðing Á grundvelli undanþágulista verður fæðingarþjónusta óröskuð á fæðingardeildum. Ekki gildir það sama um mæðravernd og sónarþjónustu. Sónarþjónusta ljósmæðra og mæðravernd fellur líklega niður í verkfallinu ef af því verður. Þessi þjónusta er mjög mikilvæg fyrir verðandi mæður enda er eftirlit með móður á meðgöngu stór þáttur í fæðingarferlinu. Martha Sandholt Haraldsdóttir á von á sínu fyrsta barni í október. „Mér finnst mæðraverndin skipta mjög miklu máli og það er afar slæmt ef hún fellur niður í verkfall- inu. Ég er í mjög góðu sambandi við mína ljósmóður á heilsugæslustöð- inni í Árbænum og þjónustan er persónuleg,“ segir Martha. Mæðravernd er valfrjáls en flest- ir nýta sér hana. „Það skapar óör- yggi ef hún er ekki fyrir hendi. Ég kvíði því einnig að álagið í fæðing- arþjónustunni verði þannig að ég fái ekki sömu þjónustu vegna álags, ef af verkfallinu verður. Ég styð kjarabaráttu ljósmæðra heils hugar enda er starf þeirra ómetanlegt og ég vona að deilan leysist,“ segir Martha. ÓMETANLEGT STARF ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.