Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 21 MIKLAR um- ræður hafa orðið undanfarnar vikur vegna vaxandi efnahagsörð- ugleika ein- staklinga og fyr- irtækja. Verðbólga er í nýju hámarki, gengi krónunnar á flökti, greiðslur af lánum erfiðar og atvinnuhorfur versnandi. Talsmenn atvinnulífs og launþegasamtaka hafa við þessar aðstæður beint athygli sinni að því undirstöðuatriði sem stjórn pen- ingamála er. Að einhverju leyti hefur umræðan verið í framhaldi af grein sem við undirritaðir birt- um í Morgunblaðinu hinn 5. fyrri mánaðar, og teljum við okkur því skylt að skýra mál okkar nokkru frekar. Hér á eftir verður reynt að átta sig á því hver séu þau meg- insjónarmið sem fram hafa komið varðandi fyrirkomulag peninga- mála sem og hver þau spor geti verið sem næst beri að stíga. Um leið er rétt að hafa það í huga að verið er að ræða um fyrirkomulag til framtíðar en ekki um skjótar lausnir á vandamálum sem nú steðja að. Umræða undanfarinna vikna bendir til þess samdóma álits að núverandi fyrirkomulag peninga- mála hafi ekki náð viðunandi ár- angri, og sömuleiðis að ekki sé nema tveggja kosta völ þegar horft er til framtíðar: annars vegar að fylgja fram núverandi kerfi í end- urbættri mynd, en hins vegar að eiga með einhverjum hætti aðild að Myntbandalagi Evrópu. Hug- myndir um hagnýtingu annarra mynta en evru eða um upptöku evru utan við Myntbandalagið hafa dæmst óraunhæfar og horfið úr umræðunni. Að því er fyrri kostinn snertir er eðlilegt að Seðlabankinn geri sjálf- ur grein fyrir því hvernig end- urbæta megi núverandi kerfi. Þetta hefur bankinn ekki gert í greinargerðum sínum fram að þessu, sbr. síðustu skýrslu bank- ans, Peningamál 2008, 2, og fyrri skýrslur af sama tagi. Í þessum skýrslum hefur bankinn ítrekað markmið sín um verðbólguþróun, sett fram vaxtaákvarðanir og áætl- að hvenær markmiðum yrði náð. Sá tími hefur þó sífellt færst und- an, það sem átti að nást á fjórða ársfjórðungi 2008 færist til þriðja ársfjórðungs 2009 og þaðan, nú síðast, til þriðja ársfjórðungs 2010. Rétt er að bankinn leggi fram mat á reynslu undanfarinna ára og geri grein fyrir þeim breytingum og endurbótum á fyrirkomulagi og framkvæmd sem hann telur að leitt gætu til þess árangurs og trú- verðugleika sem ekki hefur tekist að ná fram að þessu. Að því er síðari kostinn snertir, tengingu við Evrópska mynt- bandalagið -EMU- hefur gætt tvenns konar sjónarmiða. Annars vegar er talið að ekki geti verið um annað að ræða en aðild að myntbandalaginu á þeim grund- velli sem Maastricht-sáttmálinn gerir ráð fyrir, enda hafi Ísland þá sótt um aðild að Evrópusamband- inu. Þetta álit hafa fulltrúar fram- kvæmdastjórnar ESB og Evrópu- bankans staðfest. Hins vegar er litið svo á að lagagrundvöllur sé fyrir því að Ísland geti í krafti EES-samningsins og fullrar þátt- töku í innri markaðnum tengst myntbandalaginu án aðildar að ESB en fylgdi þó sömu reglum og aðildarríkin sjálf. Er þá vísað til þeirra greina samninganna um Evrópusambandið sem heimiluðu Evrópubankanum evruvæðingu ör- ríkja innan myntsvæðis aðild- arríkja, Monte Carló, Andorra og San Marínó og einnig mun hafa gilt um Svartfjallaland, þar sem sjálfstæður seðlabanki var ekki starfandi. Það er skoðun okkar að umsókn um aðild að ESB sé eðlilegasta leiðin til þess að komast að nið- urstöðu um hvaða kostir standi okkur til boða. Að sjálfsögðu er svo aðildarsamningur, ef til kemur, háður samþykki þings og þjóðar. Það er ekki fyrr en við aðild- arsamninga sem unnt verður að skera úr um þau ýmsu atriði hugs- anlegrar aðildar sem sífelldar deil- ur standa um hér á landi hvað feli í sér. Þetta á við um mynt- bandalagið jafnt sem Evrópusam- bandið sjálft, einkum fyrirkomulag þátttöku okkar í sameiginlegri stefnu í sjávarútvegs- og landbún- aðarmálum. Þar við bætist að tímamót eru í varnar- og öryggismálum sem krefjast sam- starfs við Evrópusambandið á því sviði, eins og vikið var að í áð- urnefndri grein okkar í Morg- unblaðinu. Æskilegt væri að samfara þeim viðræðum sem fylgdu í kjölfar um- sóknar Íslands að Evrópusam- bandinu kæmust á bein samskipti íslenska seðlabankans við Evrópu- bankann um stöðu peningamála á þeim tíma sem viðræðurnar standa yfir. Eftir Einar Benediktsson og Jónas H. Haralz. Einar Benediktsson Einar Benediktsson er fv. sendiherra og Jónas H. Haralz fv. bankastjóri. Jónas H. Haralz »Æskilegt væri að samfara þeim við- ræðum sem fylgdu í kjölfar umsóknar Ís- lands að Evrópusam- bandinu kæmust á bein samskipti íslenska seðlabankans við Evr- ópubankann um stöðu peningamála á þeim tíma sem viðræðurnar standa yfir. Hvað nú? Orka Össur Skarphéðinsson veit hvar hægt er að fá góða orku í kroppinn, enda iðnaðar- og orkumálaráðherra. Hann opnaði nýja fjölorkustöð N1 í gær. Golli Blog.is Kári Harðarson | 7. ágúst Kifaru og Seglagerðin Ég hef aðgang að forláta tjaldi sem er hannað með indjánatjöld að fyrirmynd og rúmar auðveldlega tíu manns en pakkast samt jafn lítið og dúnpoki. Ég mæli með þessu tjaldi, framleiðandinn er í Colorado í Bandaríkjunum og heitir Kifaru (www.kifaru.net). Eftir veðurátök kom rifa í toppinn á tjaldinu svo ég hringdi í framleiðandann. Konan í símanum skoðaði mynd af tjald- inu sem ég hafði sent í tölvupósti og sagði að þessi tjalddúkur hefði verið not- aður við framleiðsluna fyrir átta árum. Hún hafði svo samband aftur og sagðist hafa fundið gamla dúkinn inni á lager og gráa efnið sem er notað við reykháfsop- ið. Hún sagðist ætla að senda mér bæði efnin í pósti mér að kostnaðarlausu ... Meira: kari-hardarson.blog.is Sóley Tómasdóttir | 7. ágúst Það er nefnilega það Ríkisstjórn stórra orða en engra borða er söm við sig. Framkoma yfirvalda gagnvart ljósmæðrum ein- kennist af fullkominni van- virðingu við líf og störf kvenna. Það eitt að stefna viðræðunum í verkfallsboðun hefur mikil áhrif á líðan þungaðra kvenna, enda geta þær ekki treyst því að fá nauðsynlega og sjálfsagða þjónustu á mikilvægasta augnabliki lífs síns. Þó stjórnarsáttmálinn innihaldi fögur fyrirheit eru efndir ríkisstjórnarinnar auk- in vanvirðing við kvennastéttir … Meira: soley.blog.is ERU uppi deilur í rík- isstjórninni? Ekki segja forystumenn rík- isstjórnarflokkanna. Eða hvað? Um fátt ann- að er þó rætt í þjóðfélag- inu en að úrræði vanti frá stjórnvöldum. Hvaða úrræði? Þá er svarað: Að taka erlent stórlán sem dreifa eigi um þjóð- félagið. Ég spyr: Er það leiðin til að bæta efna- hagsástandið á Íslandi? Er ekki búið að vera of- urmagn peninga í um- ferð hér? Hvað varð um allt það fé? Hvað varð um góðærið? Við þeirri spurningu er fátt um svör. Og sam- stundis svarað með ann- arri uppástungu: þjóð- arsátt! Hvers konar þjóðarsátt? Er ekki nýbúið að semja við flestar starfsstéttir um þetta venjulega „túkall meira á tímann“? Og sá „túkall“ er sagður uppurinn nú þegar. Er þá þjóðarsátt í kjarasamn- ingum eina hálmstráið? Auðvitað skila aðrar leiðir en þess- ir óhæfu samningar sér betur til al- mennra launþega. Eitt með öðru er sú sjálfsagða ákvörðun að hækka skattleysismörkin verulega. Sú ákvörðun er ekki verðbólguvaki líkt og síendurteknir kjarasamningar við launþegahreyfingarnar. Önnur leið til að mæta þeirri óáran sem hér er nú hafin er að setja strax bráðabirgðalög um kaupgjalds- og verðlagsstöðvun; hækkun lágmarks- launa og lækkun hámarkslauna, ásamt afnámi frjálsrar álagningar á vörur og þjónustu. Til loka kjör- tímabilsins a.m.k. Þriðja leiðin – auðvitað samhliða hinum tveimur – er að stöðva nokkrar þær framkvæmdir sem sýnast ekki vera annað en dauðagildra opinberra fjárfestinga. Þær eru helstar: bygg- ing nýs háskólasjúkrahúss (vantar okkur helst nýjan spítala af öllum stofnunum?), bygging Bakka- fjöruhafnar fyrir tugi milljarða króna og bygging nýrrar um- ferðar- og samgöngu- miðstöðvar í Vatns- mýrinni, þegar mannvirkið Perlan á Öskjuhlíð er eins og sniðin fyrir starfsemi af þessu tagi. Að ekki sé talað um nið- urskurð, t.d. á sviði sendiráða utanrík- isþjónustunnar. Einu opinberu framkvæmdirnar sem ættu að vera í fyr- irrúmi eru mannvirki til samgangna á landi og í lofti. Allt annað má bíða betri tíma. Nýs góðæris. Það hefur lengi ver- ið sammerkt rík- isstjórnum hér að taka ekki mark á „ut- anaðkomandi“ til- lögum, sama hve merkilegar eða ná- kvæmar þær eru. Nefndaskipun og skýrslugerð eru ær og kýr hins op- inbera og á meðan fá stjórnvöld stundarfrið gegn greiðslu fyrir nefnd- arstörfin. Ein slík ábending úr mörgum átt- um, m.a. með þingsályktunartillögu sex þingmanna á Alþingi árið 1996 um að láta rannsaka hin 5 km þykku setlög við norðausturlandið (ekki á Drekasvæðinu við Jan Mayen) er meira að segja kveðin rækilega í kút- inn af núverandi iðnaðaráðherra. – Og það í miðri alþjóðlegri olíukreppu! Væri nú ekki ráð fyrir ríkisstjórn okkar sem senn kann að verða sú síð- asta af sömu sort, ef „sönnum þjóð- varnarmönnum“ tekst að toga Ísland til ESB, að hefja endurreisnina á því að hækka skattleysismörkin veru- lega? Eða að taka upp þann 15% „flata skatt“, sem Verslunarráð Ís- lands (síðar Viðskiptaráð) hefur lagt til. – Hvorugt er verðbólguvaki líkt og einskis nýtir kjarasamningar hafa verið. Skattalækkanir – ekki verðbólguvaki Eftir Geir R. Andersen Geir R. Andersen » Væri nú ekki ráð fyrir rík- isstjórn okkar ... að hefja end- urreisnina á því að hækka skatt- leysismörkin verulega? Höfundur er blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.