Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þessar skaðræðis ísbjarnarskepnur plata mig nú ekki oftar, Bergur minn, þótt þær
skipti um útlit.
VEÐUR
Takmarkanir á því hvað farþegarfrá útlöndum mega hafa með
sér af tollfrjálsum varningi inn í
landið eru alltof miklar og verja
fyrst og fremst íslenzka verzlun
fyrir erlendri samkeppni.
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu ígær kemur fram að nú ríki nokk-
ur lagaleg óvissa um reglugerð
fjármálaráð-
herra, sem farið
er eftir þegar út-
lendur varningur
umfram tiltekna
upphæð er tek-
inn af ferða-
mönnum í Leifs-
stöð.
Umboðsmaður
Alþingis hefur
komizt að þeirri
niðurstöðu að
reglugerðin eigi sér ekki lagastoð.
Í samtali við Morgunblaðið segirGísli Tryggvason, umboðsmaður
neytenda, að vilji menn láta á gildi
reglugerðarinnar reyna og verða
t.d. fyrir tjóni vegna upptöku varn-
ings, sé hugsanlegt að skaðabóta-
skylda vofi yfir ríkinu. „En ef eng-
inn lætur á þetta reyna bíður
samkeppni og hagsmunir neytenda
hnekki,“ segir Gísli.
Árið 1980 keypti Davíð SchevingThorsteinsson forstjóri sér
kassa af áfengum bjór í fríhöfninni
á Keflavíkurflugvelli. Hann lét á
það reyna, hvort hægt væri að
banna honum það, þrátt fyrir að
áhöfnum flugvéla og skipa væri
heimilt að kaupa bjór og koma með
inn í landið.
Niðurstaðan varð sú, eftir að Dav-íð hótaði að fara með mál sitt
fyrir dómstóla, að þáverandi fjár-
málaráðherra breytti reglugerð um
innflutning á sterku öli.
Hver vill nú feta í fótspor for-stjórans og sýna mönnum hvar
Davíð keypti ölið?
STAKSTEINAR
Davíð Scheving
Thorsteinsson
Þegar Davíð keypti ölið
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!"!
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
"
#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
*$BC
!"
#
$
*!
$$B *!
$" % !
! !
&
#'
<2
<! <2
<! <2
$&%
() !*
(
+!,-)(.
B
D
B
%
&'
#
(
#
*
)
&'
/
&'
!*
#
/0))!"!11
()!#"!2
-#!*
(
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
Vogar | Forseti
Íslands, Ólafur
Ragnar Gríms-
son, mun afhjúpa
útilistaverk í
Vogum á Vatns-
leysuströnd
næstkomandi
laugardag. At-
höfnin er liður í
dagskrá árlegs
Fjölskyldudags í
Vogum sem þá er haldinn.
Listaverkið er eftir Erling Jóns-
son listamann. Það er reist sem
minnisvarði um sjómennsku og út-
gerð frá Vogum og Vatnsleysu-
strönd en Vatnsleysuströndin var
ein stærsta verstöð landsins á tímum
árabátaútgerðar.
Athöfnin fer fram á Eyrarkots-
bakka í Vogum, skammt frá Stóru-
Vogaskóla, og hefst klukkan 13.30.
Tilgangur Fjölskyldudags er að
bæjarbúar skemmti sér saman. Hef-
ur hann reynst gott tækifæri til að
hrista saman nýja og gamla íbúa
sveitarfélagsins.
Aðalhátíðin verður á hátíðarsvæð-
inu við Aragerði á laugardag og um
kvöldið grillar fólkið í hverfunum
saman.
Minnis-
varði af-
hjúpaður
Útilistaverk í Vogum
eftir Erling Jónsson
Ólafur Ragnar
Grímsson
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
STARFSEMI ABC barnahjálpar erlendis á í
verulegum vanda eftir gríðarlegt fall íslensku
krónunnar. Auk þess hefur hækkandi matvæla-
verð og verðbólga í löndum sem ABC starfar í
sett strik í reikninginn. Krónan hefur fallið um
40% frá áramótum og hefur ABC barnahjálp
sent beiðni til stuðningsaðila sinna um að
hækka framlög sín til styrktarbarna, hafi þeir
tök á. Stuðningsgjöldin hafa nú einnig verið
hækkuð lítillega fyrir
þá sem vilja leggja
sitt af mörkum. Þetta
kemur fram í frétta-
tilkynningu frá sam-
tökunum.
ABC leggur jafn-
framt áherslu á að
stuðningsaðila bráð-
vanti enda þurfi
auknar tekjur án tafar.
Heildartekjur ABC á Íslandi voru 223,6 millj-
ónir króna árið 2007 og heildarútgjöld námu
218,4 milljónum króna. Fé sem varið var til
hjálparstarfa erlendis árið 2007 jókst um 53%
frá árinu áður og nam rúmum 207 milljónum
króna eða 96% af heildarútgjöldum starfsins.
ABC mun á næstunni reyna að auka tekjur
sínar með sölu notaðra bíla með aðstoð Bílasölu
Guðfinns. Bílasalan mun taka við notuðum bíl-
um sem fólk vill losa sig við og selja þá endur-
gjaldslaust til styrktar starfinu. Þá mun Sjóvá
leggja til tryggingar og greiða eigendaskipta-
gjöld.
Barnahjálpin berst í bökkum
Fall krónu setur strik í reikninginn Samtökin bráðvantar nýja styrktaraðila
Í ÁR HLUTU átta Íslendingar Ful-
bright-styrk til framhaldsnáms í
Bandaríkjunum og halda þau brátt
utan til náms. Móttaka þeim til heið-
urs var nýverið haldin á heimili
Neils Klopfensteins, varasendiherra
Bandaríkjanna.
Styrkþegarnir fá hver um sig
12.000 dollara. Styrkþegar eru vald-
ir af stjórn Fulbright-stofnunar-
innar.
Á myndinni eru styrkþegarnir
ásamt Robert Domaingue, stjórn-
armanni hjá Fulbright-stofnun, og
Láru Jónsdóttur framkvæmda-
stjóra.
Þeir styrkþegar sem hlutu styrk í
ár eru: Benedikt Skúlason, Berglind
María Tómasdóttir, Björn Leví
Gunnarsson, Gunnar Þór Pálsson,
Hörður Kristinn Heiðarsson, Kári
Helgason, Sæmundur Ari Hall-
dórsson og Ólafur Ari Jónsson, sem
einnig hlaut hinn eftirsótta Boas-
styrk til náms í lögum við Harvard-
háskóla.
Vænir styrkir veittir frá
Fullbright-stofnuninni