Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 36
Morgunblaðið/Kristinn Myndavélalíf Hugrún hefur mikla reynslu af því að vera fyrir framan og aftan myndavélina. Þegar hún svarar í símannreynist hún vera hlý ogelskuleg rétt eins og nafniðgefur til kynna, hún Huggy, Hugrún Ragnarsson. „Þau klippa þættina þannig til að ég virð- ist vera ruddalegri en ég er í raun,“ segir Hugrún sem er einn af að- aldómurum þáttanna Britain’s Next Top Model sem sýndir eru á Skjá- Einum um þessar mundir. Hugrún er sannkallaður senuþjófur og er ekki að skafa utan af hlutunum eins og hún birtist áhorfendum í þátt- unum. Hún segist hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hún þáði boðið um að taka að sér starfið: „Þetta var erfið ákvörðun því ég reyni að vera frekar róleg og lágstemmd í störfum mín- um. Þegar maður er kominn í sjón- varp er maður algjörlega berskjald- aður.“ Það var ekki síst fyrir áeggjan dóttur sinnar, Ólafíu Eyrúnar, að Hugrún lét til leiðast. „Hún ráðlagði mér að slá til, og benti mér á að ég gæti gert mikið til að hjálpa stelp- unum í keppninni þar sem ég þekki hvort tveggja hlutskiptið: að vera fyrir framan og aftan myndavélina.“ Hug and run Hugrún fluttist ung til Bandaríkj- anna með fjölskyldu sinni og þar var það sem hún fékk gælunafnið Huggy. „Eina fólkið sem gat borið rétt fram nafnið mitt var fjölskyldan mín en krakkarnir í skólanum upp- nefndu mig Hug-and-run (faðma-og- flýja),“ segir hún. „Einn kennarinn fékk síðan þá hugmynd að kalla mig bara Huggy, sem mér fannst alveg æðislegt.“ Fyrirsætuferill Hugrúnar hófst þegar hún var táningur í Bandaríkj- unum og vann stóra ljósmyndafyr- irsætukeppni í Kaliforníu. Í fram- haldinu fór hún á samning hjá virt- um módelstofum og verkefnin fóru að hrannast upp. Hugrún var 18 ára þegar hún flutti til Evrópu en á sama tíma kynntist hún Chris Owen sem er eiginmaður hennar í dag og Uppgötvuð öðru sinni Dómari í fyrirsætuþætti Huggy er einn fjögurra dómara í þættinum Britain’s Next Top Model sem sýndir eru á Skjá einum þessa dagana. Hugrún Ragnarsson, eða Huggy eins og hún er oftast kölluð, hefur gert það gott í þáttunum Britain’s Next Top Model. Ásgeir Ingvarsson ræddi við hana um bransann og íslensku ræturnar. …líklega eitthvert hættulegasta bréf sem nokkur stúlka getur fengið… 40 » reykjavíkreykjavík EINS og við er að búast hafa verk- efnin hrannast upp hjá Hugrúnu eftir að hún settist í dómarasætið í þáttunum vinsælu. „Ég lít á það sem munað að fá að sofa í eigin rúmi, það er hálf- gert frí fyrir mig,“ segir Hugrún sem býr í Lundúnum en er á stöð- ugum þeytingi vegna ljós- myndaverkefna. Hugrún er með mörg járn og stór í eldinum en vill ekki segja blaðamanni of mikið enda enn ver- ið að ganga frá samningum. Hún ljóstrar þó upp að Duracell- rafhlöðuframleiðandinn hafi gert hana að talsmanni fyrir vörulínu endurhlaðanlegra rafhlaða og verður Hugrún einn þriggja dóm- ara í ljósmyndasamkeppni Dura- cell sem haldin er í samstarfi við ljósmyndamiðlunina Getty Images og dagblaðið Independent. Getty Images er eitt af stærstu fyrirtækjunum á sínu sviði og býr að gagnagrunni með u.þ.b. 70 milljónum ljósmynda en 50 bestu myndirnar í samkeppninni, sem líkt hefur verið við leitina að bestu ljósmyndurum framtíðarinnar, verða sýndar í Getty-galleríinu í Lundúnum. Dæmir í stórri ljósmyndasamkepppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.