Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 35
Aflagrandi 40 | Kaffi og dagblöð í Króknum kl. 9-10.30, vinnustofa kl. 9- 16.30, bingó kl. 14. Síðasti skráning- ardagur fyrir sumarferð nk. miðvikudag. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9-16.30, bingó 8. ágúst og 22. ágúst. kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, kaffi/dagblöð, fóta- aðgerð, matur, frjálst að spila, ódýrt með kaffinu, slökunarnudd. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, hádegisverður og kaffi með heimabökuðu meðlæti til kl. 15.30 og félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, ganga kl. 10 og hádegisverður kl. 11.40. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Hádegismatur, félagsvist kl. 13.30, bíll frá Hleinum kl. 13 og Garðabergi kl. 13.15, síðdegiskaffi. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ Pútttími við Hlaðhamra á föstudögum og mánudögum kl. 14. Áhöld lánuð á staðnum. Uppl. í s. 586-8014 eftir há- degi. Félagsþjónustan Hraunbæ 105 | Spilað verður bingó kl. 14 í dag, kaffi og vöfflur. Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin og baðþjónusta kl. 9, pútt kl. 10, matur, bingó kl. 14, bókabíllinn kl. 14.45, kaffi. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Gáfumannakaffi alla virka daga í ágústmánuði kl. 14.30-15.30. Hugmyndabankinn opinn. Ertu með góða hugmynd sem þú vilt koma í fram- kvæmd í félagsstarfinu? Hausthátíðin verður 5. sept. Upplýsingar í s. 568- 3132. Vesturgata 7 | Leikfimi hefst aftur fimmtud. 7. ágúst eftir sumarfrí kl. 13. Leikfimin verður framvegis 2 daga í viku, á mánudögum frá kl. 11-12 og á fimmtu- dögum kl. 13-14. Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9-14.30, hádegisverður, sungið við flygilinn kl. 14.30-15.45, kaffi- veitingar, dansað í aðalsal kl. 14.30-16. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-22. Kvöldbænir kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í s. 858- 7282. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og prédikun. Nánari upplýsingar á www.filo- .is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 35 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ÆTLAÐI AÐ BÚA TIL KORT HANDA LÍSU FYRIR VALENTÍNUSARDAGINN... EN MÉR TEKST EKKI AÐ KLIPPA HJARTA ÚT ÚR ÞESSUM PAPPA! ÆTLI ÉG GETI NOTAST VIÐ ANNAÐ LÍFFÆRI? „ÉG ELSKA ÞIG AF ÖLLU MÍNU MILTA!“ ERTU MEÐ BLAÐIÐ FYRIR SKÓLANN? JÁ, ÞAÐ ER HÉRNA ÉG SKRIFAÐI BARA „DR. SEUSS“... Á ÞVÍ ERU NÖFN MÖMMU OG PABBA, HEIMILISFANGIÐ OKKAR OG SÍMANÚMERIÐ... HVAÐ SKRIFAÐIR ÞÚ ÞAR SEM STÓÐ, „HEIMILISLÆKNIR“? ÞÉR FINNST SNJÓDRAUGA- HÚSIÐ MITT EKKERT SNIÐUGT, ER ÞAÐ? STUNDUM VELTI ÉG ÞVÍ FYRIR MÉR... AF HVERJU ERUM VIÐ HÉRNA?!? VEGNA ÞESS AÐ VIÐ ERUM ÞYRSTIR! HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ „BOGIÐ VIÐ MIG“? ÉG VEIT AÐ ÉG HEF SKAMMAÐ ÞIG MIKIÐ NÝLEGA, EN VIÐSKIPTA- VINUM OKKAR LÍKAR MJÖG VEL VIÐ ÞIG... VIÐ VILJUM FÁ AÐ HALDA ÞÉR TAKK, LALLI... EN ÉG HEF VERIÐ AÐ HUGSA UM ÞAÐ SEM ÞÚ SAGÐIR... OG ÉG ER EKKI VISS UM AÐ ÞETTA SÉ STAÐURINN FYRIR MIG. ÉG ÆTLA AÐ LEITA MÉR AÐ ANNARI VINNU REYNDAR ER SUMUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR SVO VEL VIÐ ÞIG AÐ ÞEIR VILJA EKKI NOTA ANNAN SENDIL ER ÞETTA NÓGU HÁ TALA? ÞAÐ ER EINHVER LEIKKONA SEM SEGIST VERA KONAN MÍN! OG ÉG GET EKKI HRINGT Í KONUNA MÍNA TIL AÐ TALA UM ÞETTA ÉG ER VISS UM AÐ PÖDDUNNI LÍÐUR EKKI VEL Í KVÖLD LÍFIÐ ER GOTT! Á MEÐAN... Velvakandi VÆTA er í Reykjavík um þessar mundir og þungt yfir en þessar stelpur skella bara upp regnhlífinni og arka niður Laugaveginn eins og ekkert sé með bros á vör. Morgunblaðið/Golli Rigning í Reykjavík Ólympíuleikana í friði. ÓLYMPÍUHUG- SJÓNIN er friðarhug- sjón. Ólympíuleikarnir eru friðarleikar og stjórnmálamenn eiga að láta Ólympíuleikana í friði. Hjá Forn- Grikkjum voru tíð stríð milli einstakra borga og ríkja en Ólympíu- leikarnir, sem þeir héldu frá 776-394 fyrir Krist, stuðluðu að friði meðal þeirra. Var vopnahlé þá virt helgan mánuð meðan á frið- arleikunum stóð. Ólympíuleikarnir voru endurreistir 1896 að frumkvæði franska fræðimannsins Pierre de Coubertin. Markmiðið var ekki að sigra heldur að taka þátt í heiðarlegri keppni og síðast en ekki síst að gefa ungu fólki frá mismunandi þjóðum færi á að kynnast hvert öðru, virða hvert annað og verða vinir hvert ann- ars, m. ö. o. stuðla að friði meðal þjóða með auknum tengslum þeirra í milli. Á síðustu árum hafa Sameinuðu þjóðirnar samþykkt ályktanir um Ól- ympíuvopnahlé í tengslum við sumar- og vetrarleikana. Friðarsamtökin hafa þannig lagt sérstætt lóð á vog- arskálar friðar í heiminum. Það merkir auðvitað ekki að samtökin samþykki gagnrýnisvert ranglæti sem stórveldi eða önnur ríki, er halda Ólympíuleikana hverju sinni, kunna að gerast sek um, hvað þá að t. d. íþróttamenn og áhorfendur, m.a. þjóðhöfðingjar og verndarar íþrótta- hreyfinga í sínum löndum, séu sam- sekir vegna þátttöku sinnar í leikum friðarins. Nú eru leikarnir aðalatriðið en gagnrýnin hefur sinn tíma. Til hamingju, forseti Íslands, til ham- ingju, menntamálaráðherra, með að lyfta ykkar friðarlóðum á þessum Ól- ympíuleikum er kín- verska þjóðin heldur. Jón Ögmundur Þormóðsson. Jakkaföt. Já, takk! ÉG hef í sumarfríi mínu þrætt miðbæinn sem og verslunarmiðstöðvar bæjarins í von um að finna mér fallegan veisluklæðnað. Tilvalið fannst mér að hefja leit mína þegar útsölurnar skullu á. Ég fór ásamt eiginmanni mínum í all- ar helstu kven- og karl- fataverslanir bæjarins, að ég hélt. Hann fann lítið sem ekkert og það sama var uppi á teningnum hjá mér. Þar til einn þriðjudagseft- irmiðdaginn þegar ég, í sparnaðar- átaki mínu, fór í Bónus á Laugaveg- inum. Þaðan hélt ég niður í kjallara og þar blasti við mér þessi fallega fataverslun. Ég lagði frá mér inn- kaupapokana og arkaði inn. Hvílík fegurð, mér leið eins og Lísu í Undra- landi þegar ég var inn komin. Önnur öld, sama hvort það var fatnaðurinn, mublurnar, tónlistin eða ungu herr- arnir við afgreiðsluborðið með mál- böndin um hálsinn. Je, minn eini! Ég hef fundið fjársjóð og meistari James Last með mér á fóninum. Ekki skemmdi hann upplifunina. Til þess að gera langa sögu stutta endaði ég, kvenmaðurinn, í gullfallegum ítölsk- um jakkafötum og hef aldrei verið glæsilegri. Daginn eftir sendi ég eig- inmanninn niður í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar og hann hef ég aldrei séð glæsilegri. Frábært and- rúmsloft, frábær föt, frábær tónlist og frábær afgreiðsla. Takk fyrir mig. Laugavegurinn á sér ennþá líf. Gunnhildur Guðmundsdóttir.       Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.