Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 17 MENNING Fyrir utan lagerdyr gamlakaupfélagsins á Króksfjarð-arnesi blakti appelsínugul veifa. Á lokuðum dyrunum var miði sem á stóð BANKIÐ. Þegar dyr- unum var rennt upp voru þar nokk- ur börn, sem lokuðu dyrunum aftur svo gestirnir gætu upplifað dýrð- ina. Í myrkrinu glóði fornt ker, flaut þrívítt í miðri geymslunni; nýtt hólógramískt og heillandi listaverk eftir Hrein Friðfinnsson.    Hreinn er úr Miðdölum og viðhæfi að hann sé þátttakandi í einhverri áhugaverðustu myndlist- aruppákomu sumarsins hér á landi, Dölum og hólum. Níu listamenn, ólíkir í listinni og á ólíkum aldri, sýna verk sín á ýmsum stöðum í Dölunum norðanverðum og í Reyk- hólasveit. Á Skarðsströnd, í Sauð- bæ og á Króksfjarðarnesi. Dalir og hólar voru opnaðir í blíðunni á laugardaginn var, hafa staðið þessa viku en sýningu lýkur á sunnudag.    Það er ákveðið ferli að skoðaþessa sýningu, þetta er ferða- lag en það er svo sannarlega gef- andi og forvitnilegt eins og fjöl- skyldan komst að raun um á laugardag. Ef gestir koma úr Reykjavík má mæla með hringferð út Fellsströnd og koma inn á Skarðsströnd úr vestri. Það er lengri leið en hún er falleg og á Skarðsströnd má skoða kirkjuna á hinu forna stórbýli Skarði. Fyrsta veifan, sem sýnir hvar listaverkin á sýningunni er að finna, blaktir vestan við Búðar- dalsá. Í gamla og hrörlega sam- komuhúsinu Röðli eru ljósmyndir og texti Þóru Sigurðardóttur. Þar má fá sér snúning á því sem eftir er af dansgólfinu, borða nesti undir vegg – eða halda áfram austur yfir á, í hlöðuna á eyðibýlinu Tindum. Þar sýnir Sólveig Aðalsteinsdóttir, sýningarstjóri verkefnisins, ljós- myndaröðina Hvammdalskot. Formhreinar ljósmyndir úr öðru eyðibýli á svæðinu. Myndunum er dreift um fallega byggða hlöðuna, þar sem arið glitrar í geislaspjótum og gestir þurfa að sveigja hjá bý- flugnabúi í reiðingi í einni fjár- húskrónni. Þegar komið er að Nýp, þar sem Þóra og Sumarliði Ísleifsson hafa verið með menningartengdar uppá- komur síðustu ár, blasir við verk Magnúsar Pálssonar. „Það stendur bara JÓN!“ sagði sjö ára dóttir mín hissa og horfði upp í fjall. Og það fór ekki á milli mála, mannsnafnið hafði verið slegið í hlíðina fyrir of- an bæinn með 35 metra háum stöf- um. Einfalt, stílhreint og óvænt verk, til minningar um langafa listamannsins sem bjó á bænum um tíma. Ryðgaður kofi, Ós, stendur við Staðarhólsá. Hann er harðlokaður en þegar gægst er á glugga má sjá Skyndiákvarðanir Erics Hattans, sem starfar í Basel og París. Það eru forvitnilegir „hraðskúlptúrar“. Þá er ekið yfir Gilsfjarðarbrúna og að gamla kaupfélaginu á Króks- fjarðarnesi, þar sem hólógram Hreins logar á lagernum, verk eftir Hildigunni Birgisdóttur malar á stöpli fyrir framan og ef kíkt er á ferhyrndan ramma á kaupfélags- dyrunum má sjá myndbandsverk Sigurðar Guðjónssonar sem hann tók inni í húsinu.    Frá Króksfjarðarnesi má haldaáfram út á Barðaströnd, kanna Reykhóla eða snúa við og skoða hið reisulega búnaðarskóla- hús Torfa Ólafssonar í Ólafsdal. Eða kanna aðrar söguslóðir, Lax- dælu eða Stefáns frá Hvítárdal. Eitt verkið enn var reyndar úti á Skarðsströnd og ekki síst athygl- isvert. Í malarnámu við veginn blakta plastaðar myndir á snúru, myndir sem Helga Hansóttir málaði eftir ljósmyndum úr ferðalagi sem hún og eiginmaður hennar, Krist- inn G. Harðarson, fóru um svæðið í vetur. Við hliðina eru nokkur stór málverk Kristins á tréplötum, einn- ig máluð eftir ljósmyndum úr ferð- inni; heillandi og óvarinn vitnis- burður um þjóðvegalíf. Þarna undir hömrunum á Skarðsströnd bætti það heldur bet- ur við upplifunina, sem þó var ánægjuleg fyrir, þegar fjórir ernir birtust skyndilega og svifu lengi yf- ir okkur. „Þetta var skemmtilegasta upp- lifun sumarsins,“ tilkynnti sú sjö ára þegar ernirnir voru horfnir yfir fjallið. Það er full ástæða til að hvetja sem flesta til að heimsækja Dalina um helgina. efi@mbl.is Vegamálverk, list í hlöðum og ernir AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson » Á lokuðum dyrunumvar miði sem á stóð BANKIÐ. Þegar dyr- unum var rennt upp voru þar nokkur börn, sem lokuðu dyrunum aftur svo gestirnir gætu upplifað dýrðina. Í myrkrinu glóði fornt ker, flaut þrívítt í miðri geymslunni. Morgunblaðið/Einar Falur Vegamyndir Málverk Kristins G. Harðarsonar blasa við vegfarendum í mal- arnámu á Skarðsströnd. Verk Helgu Hansdóttur eru á snúrunni. Á tám Gestir þurfa að gægjast inn um læstar dyr kaupfélagsins til að sjá verk Sigurðar Guðjónssonar. Galdur Ónefnt hólógramverk Hreins Friðfinnssonar logar á lager gamla kaupfélagsins á Króksfjarðarnesi. HINAR ljúfari hliðar íslenskrar náttúru má nú sjá á sýningu á verkum Höskuldar Björnssonar (1907-1963) í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Höskuldur var einstakur málari hér á landi, en hann sérhæfði sig einna helst í fuglamyndum. Gamlir bæir og munir voru einnig myndefni hans, sem og landslagsmyndir. Á sýningunni í Listasafninu er mest af fuglamyndum og lands- lagi, hér gefur að líta brot af verkum hans sem þó gefur sannfærandi mynd af ævistarfinu. Höskuldur var sjálflærður listamaður, hann fékk leiðsögn hjá Jóni Stefánssyni og Ríkharði Jónssyni og fylgdist með Ásgrími Jónssyni þeg- ar hann var að mála í nágrenni Hornafjarðar þar sem Höskuldur ólst upp. Hann ætlaði sér til náms í Kaup- mannahöfn en ekki varð af því vegna heilsubrests og fjárskorts. Er það mikill skaði en myndir hans sýna vel að hann hefði náð enn lengra sem listamaður hefði hann öðlast það sjálfstraust og sjálfstæði sem undir- stöðumenntun í listinni hefði ýtt undir. Myndir Höskuldar eru heillandi í yfirlætisleysi sínu. Hann vinnur bæði í vatnsliti og olíu en vatnslitamynd- irnar eru oft persónulegri og innilegri, hinn sanni strengur listamannsins er ljúfur og ljóðrænn og minnir um sumt á andblæ mynda Muggs. Hann leitast við að birta samhengi náttúrunnar, hið smáa gefur til kynna stærri sannleik um gang lífsins og minnir á þá miklu fegurð sem birtist í smáatriðum í umhverfinu ef við höfum augu fyrir því. Stílbrigði Höskuldar voru með ýmsu móti og má sjá áhrif bæði frá t.d. Van Gogh og Cézanne, impression- istunum og japönskum myndverkum auk þeirra skand- ínavísku málara sem hann var oft kenndur við eins og Johannes Larsen. Einatt skín þó persónuleg nálgun listamannsins í gegn og nýtur sín best þegar myndir hans eru hvað látlausastar, honum láta einkar vel dauf- ari jarðlitir hausts og vetrar. Listasafn Árnesinga hefur vaxið og dafnað undir stjórn Ingu Jónsdóttur safnstjóra sem staðið hefur að fjölbreyttum sýningum síðan hún tók við. Hún kýs hér sem oftar að fá sjálfstæðan sýningarstjóra til að setja upp sýninguna en það er Hrafnhildur Schram sem sér um sýningu Höskuldar. Uppsetning sýningarinnar, bæklingur og fram- kvæmd hennar öll er til fyrirmyndar og mismunandi litir á veggjum sala skapa andrúmsloft sem dregur fram bæði tíðaranda og andrúm verka málarans. Yndisleiki íslenskrar náttúru MYNDLIST Listasafn Árnesinga Til 28. september. Opið alla daga frá kl. 12-18. Aðgangur ókeypis. Á ferð með fuglum, Höskuldur Björnsson bbbbn Höskuldur Rjúpa í sumarbúningi. Ragna Sigurðardóttir ÍTÖLSK tónlist á norðurhjara ver- aldar hljómar kannski einkennilega en heit og suðræn músík í köldu loftslagi er samt alveg málið þegar betur er að gáð. Tríóið Delizie Ital- iane (ítalskt góðgæti) sem er skipað þeim Leone Tinganelli (söngur, gít- ar), Jóni E. Hafsteinssyni (gítar, mandólín, slagverk og bakraddir) og Jóni Rafnssyni (kontrabassi, bak- raddir), hefur leikið ítalska alþýðu- tónlist fyrir landann í rúm átta ár og er samnefnd skífa sem hér er til um- fjöllunar þeirra önnur en sú fyrri kom út árið 2006. Nítján lög, sprottin úr jarðvegi ítalskrar alþýðumenningar frá ýms- um tímaskeiðum og stöðum á Ítalíu, prýða plötuna. Þetta eru fallegir og sannir söngvar, sá elsti síðan 1776 en sá yngsti frá 1992. Umgjörðin og út- setningar laganna falla í þann flokk tónlistar sem er gjarnan kölluð kaffihúsatónlist eða jafnvel lyftu- tónlist því hún hljómar svo vel og truflar ekki undir borðhaldi og sam- ræðum fólks. Það er ekki auðvelt verk að skapa þá umgjörð sem held- ur athygli hlustenda og end- urspeglar hið þægilega og trúverð- uga andrúmsloft þegar lagt er í ábreiðuverkefni af þessu tagi en um leið að viðhalda listrænum metnaði og andagift. Það tekst þó Delizie Italiane að mestu og er platan, þrátt fyrir að vera áreynslulaus og renna ljúft í gegn, laus við augljósar klisjur og leiðindi. Lagavalið endur-speglar þekkta stærð, þetta eru lög sem hlustendur geta auðveldlega tengt við Ítalíu og mörg þeirra valinkunn og vinaleg eftir því. Hér má heyra lög eins og „Santa Lucia“, „Nel Blu Dipinto Di Blu“ betur þekkt sem „Volare“, „E La Luna ‘N Mezzu ‘U Mari“, „Parla Piú Piano“, „Buonasera Signorina“ og „Funiculí Funiculá“. Allt eru þetta góð lög og þeim er sómi sýndur í höndum Delizie Italiane sem gæðir þau lífi og sál. Útsetningarnar, fyrir tvo gítara og kontrabassa, eru látlausar en um- fram allt heiðarlegar og hæfa stæla- lausum og ljúfum söng Leone Tinga- nelli vel. Blæbrigði raddarinnar og stíll eru áreynslulaus og samspilið til fyrirmyndar. Hér er vandað til verks, umslag er látlaust en smekk- legt, upptakan er góð og tónjöfnun Gunnars Smára Helgasonar er glæsileg í alla staði. Hér er sannarlega komin plata sem er skyldueign fyrir alla veit- ingastaði og kaffihús sem vilja bjóða upp á þægilega tónlist og notalegt andrúmsloft en hún er einnig tilvalin fyrir ostaveisluna heima fyrir. Og það sem meira er, hún er alveg ekta ítölsk. Ítalskt? Já takk! TÓNLIST Geisladiskur Delizie Italiane – Delizie Italiane bbbmn Jóhann Ágúst Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.