Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Morgunblaðið/Kristinn Heiðursverðlaun Forseti Íslands afhendir Sigurgeiri verðlaunagripinn í Listasafni Íslands í gær. SIGURGEIR Sigurjónsson ljósmyndari tók í gær við Myndstefsverðlaununum 2008 úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar, í Listasafni Íslands. Þessa viðurkenn- ingu hlýtur Sigurgeir fyrir ljósmyndir sínar sem „draga upp sterka drætti úr íslenskum veruleika sem sjá má í fjölmörgum og marg- víslegum ljósmyndabókum hans“, eins og segir í tilkynningu. Sigurgeir hlýtur eina og hálfa milljón króna að launum. Sigurgeir sagðist í gær fyrst og fremst ánægður með að vera í svo fríðum hópi til- nefndra. „Þetta fer í hið ljúfa líf,“ svaraði Sig- urgeir í gær, spurður að því í hvað verðlauna- féð myndi fara, og átti þar við listsköpun sína. Hann hefur enda í nógu að snúast, er að vinna að stórri bók með landslagstengdum ljós- myndum frá Íslandi sem kemur út hjá Forlag- inu á næsta ári og að ganga frá myndum frá Argentínu í bók sem kemur einnig út á næsta ári þar í landi. Auk Sigurgeirs voru tilnefnd Eggert Pétursson myndlistarmaður, Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir hönn- uðir, Steinunn Sigurðardóttir tískuhönnuður, Studio Granda-arkitektar (Margrét Harð- ardóttir og Steve Christer), Vík Prjónsdóttir vöruhönnuðahópurinn og Vytautas Narbutas sviðsmyndahönnuður. helgisnaer@mbl.is Myndstefsverðlaunin voru veitt í fjórða sinn í gær Sterkir, íslenskir drættir Í HNOTSKURN » Úrval af ljósmyndum Sigurgeirsmá finna á vefsíðunni www.icel- andportfolio.com. »Sigurgeir starfar í Reykjavík.Hann hefur gefið út fjölda vin- sælla ljósmyndabóka, m.a. Hesta, Svip-myndir, Landscapes og Lost in Iceland. SIGURLÍN M. Grétarsdóttir - Lína - opnar myndlistarsýn- inguna Það sem augað ekki grein- ir í dag kl. 17-20 í DaLí Gallery á Akureyri. Lína dregur fram fegurðina í því sem við sjáum í hversdagsleikanum en augað greinir ekki vegna smæðar sinnar og setur það fram í olíu- málverkum sínum. Lína útskrifaðist af fag- urlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2007. Hún er annar eigenda DaLí Gallery ásamt Dagrúnu Matthíasdóttur. Til 24. ágúst. Myndlist Það sem augað ekki greinir Lína við eitt verka sinna. TUTTI Bene er nýr lista- salur sem opnaður verður kl. 18 í dag á Skólavörðu- stíg 22b. Dagskrá haustsins verður fjölbreytt, með sýn- ingum og fyrirlestrum. Á Menningarnótt verða danskir dagar á ensku þar sem hinn frægi enski hreimur Dana verður tek- inn fyrir í hljóðverkum. Við opnunina í kvöld leikur tón- listarfígúran Nemo in Slumberland, Davíð Sig- urðarson sýnir ránsfuglaverk, Klængur Gunn- arsson sýnir ljósmyndir af húsveggjum og Davíð Berndsen verður með krakkahornið. Myndlist Tutti bene á Skólavörðustíg Ljósmynd eftir Klæng. FORNLEIFAFRÆÐINGAR í Lund- únum hafa fundið leifar leikhúss sem talið er eitt fyrsta leikhús borgarinnar og hið fyrsta til að sýna verk Shakespeares þar. Leikhúsið var opið, undir berum himni. Leikhúsið er í Shoreditch í austurhluta Lundúna og var á sín- um tíma þekkt sem Leikhúsið, með stórum staf, eða The Theatre. Vitað er að þar steig Shakespeare á fjöl sem leikari í leikflokknum Lord Chamberlain’s Men og talið er að verk hans hafi verið sýnd þar. Það voru fornleifafræðingar frá Mu- seum of London sem rötuðu á stað- inn eftir miklar rannsóknir en leik- húsið var vígt árið 1576. Jo Lyon, yfirmaður fornleifa- rannsókna safnsins, sagði í frétta- tilkynningu: „Staðurinn er fundinn og nú getum við því farið að huga að smærri þáttum rannsóknanna eins og því hvernig byggingin gæti hafa litið út og auka þar með við þekkingu okkar á því hvernig leik- hús á Elísabetartímanum litu út.“ Fornleifafræðingar safnsins hafa þegar rannsakað vettvang leikhús- anna Rose, Globe og Hope. Shakespeare í Lundúnum Leikhús skáldsins í borginni fundið Leikskáldið William Shakespeare. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Á TÓNLEIKUM kammersveit- arinnar Ísafoldar á Kjarvalsstöðum í kvöld ganga gestir um húsið líkt og á myndlistarsýningu. „Fólk labbar á milli salanna eftir að hverju verki líkur og í styttri verkunum er staðið en í lengri verkunum er setið. Við ætlum að hafa þetta svona létt og skemmtilegt,“ segir Kristján Sig- urleifsson kontrabassaleikari og framkvæmdastjóri sveitarinnar. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Ungverjann György Ligeti. „Fyrst þegar við vorum að skoða Kjarvalsstaði til þess að átta okkur á því hvernig við myndum setja þetta inn í salinn þá sáum við að á sýning- unni sem er þar núna er mikið af víd- eóverkum,“ segir Kristján og á þar við sýninguna Draumar um ægifeg- urð í íslenskri samtímalist. „Þar eru verk sem er varpað upp á veggi og við fórum að velta því fyrir okkur hvernig við kæmumst fyrir þarna. Þá komu upp hugmyndir um það hvar væri skemmtilegast að spila hvaða verk og við ákváðum að fara með þetta út um allt og nýta rýmið.“ Stærra og meira batterí Kammersveitin Ísafold hefur vak- ið sífellt meiri athygli að undanförnu og var til dæmis valin Tónlist- arhópur Reykjavíkur í ár af menn- ingar- og ferðamálaráði Reykjavík- urborgar og flytjandi ársins í hópi sígildra tónlistarmanna á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sveitin stefnir á enn öflugra starf á næstunni. „Þegar við byrjuðum þá vorum við námsmenn og gátum bara hist á sumrin. Nú langar okkur að fara að gera þetta að stærra og meira batteríi og hafa kannski fjóra til fimm tónleika á ári til þess að byrja með,“ segir Kristján. Ísafold stendur nú í samninga- viðræðum við tvær aðrar kamm- ersveitir frá Vín og Madríd og skipu- leggjanda frá Feneyjum um samstarf um tónleikahald. „Það myndi ná yfir þessi fjögur lönd og við skipuleggjum tónleika fyrir þetta fólk hér og þau fyrir okkur úti.“ Meðlimir Ísafoldar hyggjast gera fleiri tilraunir með tónleikaformið að sögn Kristjáns. „Það er hægt að nýta ýmsa hluti til þess að gera tón- leikana að stærri reynslu, til dæmis með samstarfi við danshópa, lýsingu og fleira.“ Ísafold á Kjarvalsstöðum Ungversk tón- verk á sýningu Morgunblaðið/G.Rúnar Ísafold Kammersveitin hefur verið í mikilli sókn að undanförnu. JBK Ransu sýnir málverk í húsakynnum SÍM, Hafn- arstræti 16, frá 10 til 16 alla virka daga út mánuðinn. Ransu útskrifaðist úr Aka- demie voor Beeldende Kunst í Enschede í Hol- landi árið 1995. Hann hefur haldið fjölda samsýninga og einkasýninga á Íslandi og erlendis. Ransu hefur sinnt sýningarstjórnun og unnið við kennslu í Myndlistarskólanum í Reykjavík og við Listaháskóla Íslands. Ransu hefur starfað sem myndlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu undanfarin ár. Þá hafa greinar eftir hann birst í erlendum listatímaritum. Myndlist Ransu listamaður mánaðarins í SÍM JBK Ransu DANSKI rithöfundurinn- Vagn Lundbye kynnir nýj- asta verk sitt Det Nordiske Testamente í Norræna hús- inu á morgun kl. 16. Det Nordiske Testamente er túlkun höfundarins á nor- rænum goða- og hetju- kvæðum. Verkið er í þrem bindum sem höfundurinn vann að í 5 ár og er ríkulega myndskreytt af danska myndlistarmanninum Esben Hanefelt Kristensen. Vagn Lundbye hefur m.a. hlotið Det Danske Akademis Store Pris árið 2002 og Föreningen Nordens Hederpris árið 2007. Að- gangur að fyrirlestrinum er ókeypis. Bókmenntir Norræn goða- og hetjukvæði Vagn Lundbye GYÖRGY Ligeti fæddist inn í ung- verska gyðinga- fjölskyldu í Rúm- eníu árið 1923. Hann hóf tón- skáldaferilinn fremur seint, því að þegar hann var tvítugur var hann tekinn til fanga af nasistum og sendur í þrælk- unarbúðir. Hann lauk námi í Búda- pest eftir stríðið, en flúði til Austur- ríkis eftir að ungverska byltingin var brotin á bak aftur af Sovét- mönnum árið 1956. Hann er hvað þekktastur fyrir tónlistina í Kubrick - myndunum 2001: A Space Odyssey, The Shining og Eyes Wide Shut. Li- geti lést fyrir tveimur árum. Í kvöld verða flutt verkin Meta- morphoses Nocturnes, Sechs Baga- tellen, Melodien og Kammerkonsert fyrir 13 hljóðfæri. Tónleikarnir hefjast á Kjarvals- stöðum klukkan átta. Tónskáld Kubricks György Ligeti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.